Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR3. FEBRÚAR 1989. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir 'í þokumistrinu (Gorillas in the Mist), sem sýnd er í Bíóborg- inni, er byggð á ævisögu Dian Fossey sem var þekkt nátt- úruverndarkona og sérstaklega vóru górillur henni hug- stæöar og baröist hún fyrir því að þær fengju að vera í sínu rétta umhverfi. Kvikmyndin er gerð í Afríku og er það Sigo- urney Weaver er leikur Fossey og er það sammála álit að hún hafi aldrei gert betur. Var hún verðlaunuð um síðustu helgi fyrir leik sinn í myndinni og fékk Golden Globe verð- launin. " ' Laugarásbíó frumsýndi í gær kvikmyndina Ótta (Fear) sem fjallar um fjóra strokufanga. Þeir láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Eftir strokið taka þeir í gíslingu fjögurra manna fjölskyldu sem er í sumarleyfisferð á stórum hús- bíl. Þetta er spennumynd sem ekki er ætluð taugaveikluð- um. Laugarásbíó sýnir einnig Bláa eðluna (Blue Iguana) sem er sérstök sakamálamynd og er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Bull Durham, sem nú er sýnd í Regnboganum, en var í Háskólabíói, fjallar um sérstaka stúlku sem hefur það fyrir sið að taka út einn hornaboltaleikara og taka hann upp á arma sína í orðsins fyllstu merkingu. Aætlanir hennar breytast nokkuð þegar hún hittir þjálfara nokkurn sem hún verður hrifin af. Kevin Kostner og Susan Sarandon leika aðalhlutverkin í þessari ágætu gamanmynd sem er með rómantísku ívafi. Háskólabío sýnir þessa dag- ana myndina Vertu stilltur Johnny sem er ný bandarísk kvikmynd og fjallar um Jo- hnny Walker sem er stjarna í ameríska fótboltanum. Hann á bjarta framtíð fyrir sér sem atvinnumaður. Hann er dýrkaður af fjöl- skyldu sinni og vinsæll af kvenfólki. Eh svona hæfi- leikamikill íþróttamaður á ekki alltaf sjö dagana sæla. Það eru öfund og græðgi sem ráða gerðum margra sem honum eru nákomnir. Aðalhlutverkin leika Robert Downey og Anthony Mic- hael Hall. Aðdáendur Michaels Jackson eru margir og þeir hafa að undanförnu getað barið goðið augum í Moonwalker sem er kvikmynd um Michael Jackson og gerð af Michael Jackson. Væntanlegir áhorfendur ættu ekki að búast við miklum söguþræði, þess meira er lágt upp úr dansi og söng. Kokkteill (Cocktail) hefur notið geysivinsælda að undan- förnu og er það ekki eingöngu vegna þess að hér er um ágæta afþreyingu að ræða heldur hafa lög úr kvikmynd- inni náð miklum vinsældum á undanförnum mánuðum og þar með vakið athygh á myndinni sem fjallar um tvo lífs- glaða barþjóna. Þá eru vinsældir hennar kannski ekki síst aðalleikaranum Tom Cruise að þakka en hann er einhver aUra vinsælasti leikarinn hjá yngri kynslóðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.