Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. 31 • Broddi Kristjánsson ver íslandsmeistaratitilinn í einliöaleik karla um helgina en þá fer fram íslandsmót í badminton í Laugardalshöll. Mikið að gerast um helgina í íþróttunum: Landsleikur gegn Noregi - íslands- mót í badminton - Heil umferð í Flugleiðadeildinni í körfu Síðasti leikur íslenska landsliös- ins í handknattleik hér á landi fyr- ir b-keppnina í Frakklandi fer fram í Laugardalshöll í kvöld en þá mætir liðið Norðmönnum. Handknattleikssambandið hefur þurft að leggja út í mjög mikinn kostnað vegna þátttöku okkar í b- keppninni í Frakklandi og því er afar mikilvægt aö handknattleiks- unnendur sjái sér fært að mæta í Höllina í kvöld og styrkja landsliðið og HSÍ. Það er mikilvægt fyrir leik- menn íslenska hðsins að fá mikinn og góðan stuðning í síðasta heima- leiknum áður en haldiö verður til Frakklands. íslandsmótið í badminton íslandsmótið í badminton fer fram í Laugardalshöll um helgina. Mótið hefst á laugardagsmorgun klukkan tíu og verður leikið að undanúrslitum í öllum flokkum. Undnúrslitin heíjast síðan klukkan tíu á sunnudagssmorguninn og úr- slitaleikir klukkan tvö á sunnudag. Að sjálfsögðu beinist mest athygli að keppninni í meistaraflokki og hefur sú nýbreytni veriö tekin upp að klára úrslitaleiki í öðrum flokk- um fyrir hádegi á sunnudag. Með þessu móti er reýnt að gera íslands- mótið eins aðgengilegt og hægt er fyrir áhorfendur. Búist er við mjög spennandi keppni í öllum flokkum enda hefur íslensku badminton- fólki farið mikið fram að undan- fórnu eins og árangur á mótum erlendis hefur sannað. Broddi Kristjánsson og Þórdís Edwald eiga Islandsmeistaratitla að verja í einliðaleik karla og kvenna. Körfuknattleikur Fjölmargir leikir eru á dagskrá íslandsmótsins í körfuknattleik um helgina. Á morgun, laugardag, fara fram þrír leikir í 1. deild karla. Þá leika UMFS og Léttir í Borgarnesi klukkan 14.00 og strax á eftir leika á sama stað Snæfell og Laugdælir. Þriðji leikurinn er viðureign UÍA og Breiðabliks .á Egilsstöðum klukkan 14.00. Þá leika Víkverji og Reynir á sunnudag klukkan 20.30 í Hagaskóla. Á sunnudag fara fram fimm leik- ir í Flugleiðadeildinni og hefjast þeir allir klukkan átta. Þór tekur á móti KR á Akureyri, Grindvíkingar leika á heimavelli sínum gegn Tindastóli, Haukar fá íslands- meistara UMFN í heimsókn, Kefla- vík leikur gegn ÍS og loks mæta ÍR-ingar Valsmönnum í Seljaskóla. 11. deild kvenna eru þrír leikir á dagskrá á sunnúdag. Þá leika Grindavík og KR klukkan 21.30, Njarðvík og Haukar klukkan 14.00 og ÍR mætir ÍS í Seljaskóla klukkan 21.30. Handknattleikur Eftirtaldir leikir fara fram í ís- landsmótinu í handknattleik um helgina: Föstudagur: 1. deild kvenna: FH-ÍBV kl. 19.00, Þór- Valur kl. 20.00, Haukar-Fram kl. 20.15. 2. deild karla: UMFA-UMFN kl. 20.00. 3. deild: Haukar-h-Völs- ungur kl. 21.30. 1. flokkur karla: KR-Fram í Höllinni kl. 19.00, Val- ur-Stjarnan í Höllinni kl. 20.15 og ÍA-Þróttur kl. 20.30. Laugardagur: 1. deild kvenna: Víkingur-ÍBV í Seljaskóla kl. 14.00, Þór-Valur kl. 14.00. 2. deild karla: HK-Þór kl. 14.00, ÍR-Haukar kl. 16.30. 3. deild: Þróttur-Völsungur kl. 15.15. Sunnudagur: 2. deild karla: ÍBK-ÍH kl. 14.00, Selfoss- Ármann kl. 14.00. 3. deild karla: KR-b-Völsungur í Seljaskóla kl. 14.00, Valur-b-Grótta-b kl. 14.00 í Valsheimili. Bikarkeppni karla: Ármann-b-Leiftur í Höllinni kl. 21.15. De6et BOKHALDSSTOFA Fjárhags- og launabókhald, innheimtur, toll- skýrslugerð, aðstoð og ráðgjöf o. fl. Opíð tíl kl. 23 alla daga. Símí 670-320. J?LLJ4S%?L ‘BíCavörur fást á eftirtöCdum stöðum: ‘BíCanaust fif Byggt & Búið fcringCunni. ByCo cCaísíirauni. Bykg skemmuvegi 4CA.. 9Cúsasmiðjan. Qrensáskjör grensásvegi. BíCaþjónustan Ougguv. 23. Orkg skeifunni. MikCigarður. BCjóCSarðaviðgerð ‘Kgpavogs. Smurstöð QarðaScejar. BíCakgt smiðjuvegi. SLLSÍS%pL BíCavörur í séfCokfi! LJÓSMYNDIR FRÁ SELTJARNARNESI ■ - SELTJARNARNESMYNDIR - Við leitum að Ijósmyndum frá Seltjarnarnesi vegna útgáfu Sögu Seltjanarness (Seltirningabókar) síðar á þessu ári. Sérstaklega væri kærkomið að fá myndir frá því fyrir 1950. Vinsamlegast hafið samþand við Helgu Björgvins- dóttur á bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2, sími 612100. Við munum að sjálfsögðu skila öllum innsendum myndum. Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi. BLAÐ BURDA RFÓLK REYKJAVIK Baldursgötu Bragagötu Safamýri oddatölur Ármúla 1-9 Hringbraut 91 - út Grandaveg AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.