Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. Fréttir___________________________________________________________________________________pv Hrafh Sveinbjamarson III. strandaði við Grindavík í nótt: „Kraftaverk ef báturinn næst af strandstaðnum“ „Þetta er afleitur staöur og ég tel aö það sé kraftaverk ef báturinn næst af strandstaðnum," sagði Pétur Guðjónsson, skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni þriðja. Það var skömmu fyrir klukkan tvö í nótt að báturinn strandaði. Hann var þá á heimleið og átti skammt eft- ir ófarið til Grindavíkur. Báturinn strandaði á klettum sem ganga út frá Hópsnesi. Pétur skipstjóri telur litlar líkur á að takast megi að bjarga bátn- um af strandstaðnum. „Ég þekki þessa fjöru það vel.“ Pétur sagðist ekki vilja ræða um tildrög slyssins fyrr en eftir sjópróf. Hann sagðist hafa verið sofandi þeg- ar slysið varð. „Þetta voru mannleg mistök. Ég vaknaði við ósköpin. Það voru menn við vinnu á dekkinu. Engan sakaði. Það er erfitt að segja til um hvort við vorum í hættu. Veðr- iö var ágætt, logn og bjart. En það var urgur við landið. Ég vil nota tækifærið og þakka áhöfn þyrlunnar. Áhöfn hennar er margsinnis búin að sanna hversu hæf hún er. Þyrla bjargaði áhöfninni Landhelgisgæslunni barst tilkynn- ing um strandið skömmu fyrir Staðurinn þar sem Hrafn Sveinbjarnarson þriðji strandaði skammt út af Hópsnesi. Skipið var á leið til Grindavíkur. Skipstjórinn telur litlar likur á að takast megi að bjarga bátnum. DV-kort JRJ klukkan tvö í nótt. Rúmum 30 mínút- um síðar fór þyrlan frá Reykjavík og hélt strax á strandstaðinn. Áhöfn- in, alls ellefu menn, var flutt til lands í þremur ferðum. Greiðlega gekk að koma mönnunum til lands. Þyrlan var lent í Reykjavik að lokimli björg- un um klukkan fjögur í nótt. Varðskipið Óðinn var væntanlegt að strandstaðnum í morgun. Hrafn Sveinbjarnarson þriðji strandaöi um klukkan tvö. Flóð var um tveimur klukkustundum áður en strandið varð eða um miðnætti. Næsta flóð verður um hádegi í dag. Það flóð verður minna en flóðiö í nótt. Reynt verður að draga skipið af strandstað á hádegisflóðinu. Þyrla Landhelgis- gæslunnar verður notuð til aðstoðar, bæði til að koma taug á milli skip- anna og eins til að flytja menn um borð í Hrafn Sveinbjamarson þriðja á ný. Hrafn Sveinbjamarson III. GK 11 er 175 lesta stálskip, smíðað í Noregi 1963. Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á skipinu. Það var lengt og byggt yfir þaö á árinu 1982. Þor- björn h/f í Grindavík gerir skipið út. -sme Kuldinn í Hvatfirði vex enn: Fiskurinn að mestu dauður Sjórinn í Hvalfirði heldur áfram að kólna. Á meðan frostinu linnir ekki má búast við að kuldinn vaxi enn. „Ef það lygnir þá leggur fjörð- inn,“ sagði Finnur Garöarsson, framkvæmdastjóri Fiskeldisfélags- ins Strandar, í samtali við DV. „Við erum búnir að afskrifa seiðin en munum reyna að slátra stærri fiskin- um ef veður leyfir." Nú er logn í Hvalfirði og munu starfsmenn Strandar reyna að slátra í dag. Þeir hafa náð upp 4 tonnum af sláturfiski. í gær tókst starfs- mönnum Strandar að ná upp einu tonni af fiski. Aö sögn Finns voru um tveir þriðju hlutar fisksins þegar dauðir í kvíunum. Þessi fiskur verð- ur frystur óslægður. Þeir fiskar, sem vom með lífsmarki, drápust viö minnsta hnjask. í Hvammsvík hjá Laxalóni hefur sú stefna verið tekin að bíða þar til sjávarhitinn hækkar. Á Ferstiklu er Vífill Búason bóndi með 3 tonn af regnbogasilungi og 7,5 tonn af laxi í sláturstærð í sjókvíum. Þar em einnig 15 þúsund seiði í fóstri en Mánalax á Norðfirði er eigandi þeirra. Vífill hefur enn ekki hafið slátrun. „Það er bæði vegna karlmennsku- leysis, því það er ekki vinnandi vegur að slátra við þessar aðstæður, og eins vona ég að fiskurinn lifi þetta af.“ sagði Vífill. -gse Hrafn Sveinbjarnarson III. á strandstað. Skipstjóri telur litlar likur á að takast megi að bjarga bátnum. Varðskipið Óðinn reynir að ná honum út á flóðlnu í hádeginu i dag. DV-mynd GVA Hafísinn við Norðuriand: Jakar sigla inn á firði Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er talsvert um að jakar séu farnir að sigla hér inn á Siglu- f]örö,“ sagði Stefán Einarsson, vitavörður á Siglunesi, í samtah við DV í morgun en ástandið úti fyrir Norðurlandi versnar nú með hveij- um deginum sem líður. Stefán vitavörður sagði aö í gær hefði ís verið landfastur við Siglu- nes og jakar í fjörunni þar, annars hefði skyggni verið mjög slæmt en þó hefði hann séð til jaka á leið inn fjörðinn. Siglingar við Norðurland em orðnar mjög. hættulegar að sögn Stefáns. „fsspöngin kom hér upp að eyj- unni vestanverðri í gær og þá tóku menn það til bragðs að flytja báta til lands,“ sagði Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, í morgun. „Það var farið með þrjá báta til Dalvíkur, trillur hafa verið teknar á land og menn eru tilbúnir að fara með hina bátana til lands ef ástand- ið versnar enn,“ sagði Bjami. Hann sagði að skyggni væri mjög lélegt og því erfitt að gera sér ná- kvæma grein fyrir ástandi íssins. „Það hafa verið jakar á siglingu hér við eyjuna í átt til lands undan- fama daga,“ bætti Bjami við. í gær sást til einstakra jaka bæði frá Húsavík og Dalvík. Þar sem spáð er norðanátt næstu daga mun ísinn halda áfram að færa sig nær landinu og má reikna með að um helgina fari ísinn að sjást aö ein- hverju marki í Eyjafirði. Hafísinn færist nær landi Hafísinn heldur áfram að færast nær landi og er ekki von á að vind- átt breytist fyrr en í fyrsta lagi á mánudag eða þriðjudag samkvæmt spá Veðurstofunnar í morgun. Mun hafisinn því nálgast landið enn næstu daga. Jafnmikið af hafís hefur ekki komið að landinu síðan veturinn 1979 og er nú veruleg hætta á siglingaleiðir fyrir norðan landið lokist algerlega, að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Telur hann fulla ástæðu fyrir skip og báta til aö fara að öllu með gát. Á siglingaleiðum frá Langanesi að Rauðanúp em víða stakir jakar og þéttar ísrastir, sérstaklega út af Melrakkasléttu. 20 sjómílur norður af Sléttu er mjög stór ísspöng. Landhelgisgæslan fór í ískönn- unarflug í gær. Virtist meginís- brúnin vera aö meðaltali í 60 sjómílna fjarlægð frá nyrstu odd- um landsins en sunnan viö megin- ísinn em þéttir ísflákar og stakir jakar. ísinn hefur nú náö landi á Melrakkasléttu og viö Horn auk þess sem hann er kominn inn í marga firði, s.s. Skagafjörð. Almannavamir ríkisins hafa nú komið skilaboðum til almanna- vamanefnda á Norðurlandi að hafa víra og belgi tilbúna ef til þess kem- ur aö loka þurfi höfnum. Þá em birgðir á afskekktum stöðum, sem háðir eru flutningum á sjó, kannað- ar og við þær bætt ef þörf er á. Kort Landhelgisgæslunnar eftir ískönnunarflugið í gær. Jakar eru komn- ir nálægt landi og ísspöng við Vestfirði en aöalisinn er enn langt frá landi. Hann færist hins vegar stöðugt nær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.