Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988.
7
Fréttir
Ósköp eðli-
legar viðræður
- segir Jóhannes Einaisson. forstjóri Uon Air
„Ég skil ekki hvað menn geta verið
viðkvæmir þarna uppi á íslandi.
Þetta eru ósköp eðlilegar viðræður
sem eiga sér stað,“ sagði Jóhannes
Einarsson, forstjóri Lion Air, um
samningaviöræður milli íslenskra
stéttarfélaga og flugfélagsins um
ódýrt leiguflug fyrir félagsmenn.
„Ég get að sjálfsögðu ekki gefið upp
hvaða verð við buðum né neitt annað
sem í þessum samningi er. Það var
haft samband við okkur um mögu-
leika á leiguflugi og við svöruðum
því. Lion Air hefur séð um leiguflug
um heim allan síðan það var stofnað
og hefur næg verkefni í dag. Þessi
samningur skiptir ekki sköpum í
okkar rekstri.
Við höfum aldrei heyrt um svona
fjaðrafok á öörum stöðum sem viö
höfum skipt við. í gamla daga var
manni kennt í skóla að einokun væri
alls ekki af hinu góða,“ sagöi Jóhann-
es.'
Að sögn Jóhannesar er Lion Air
ört vaxandi fyrirtæki sem á tvær
Boeing 747-100 vélar sem taka um 500
manns.
-EG
Félagsmenn eiga rétt
á ódýrum ferðum
- segir Pétur Maack hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur
autostar
ÁKLÆÐI0G G0LFM0TTUR
í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA
Áklæóin eru hlý og teygjanleg.
Fjölbreytt litaúrval.
Motturnar fást í rauóum, bláum, brúnum og gráum litum.
Kynnið ykkur verð og gæði.
• >
„Fyrir okkur er málið mjög einfalt.
Við erum að vinna eftir reglum or-
lofssjóðs Verslunarmannafélags
Reykjavíkur," sagöi Pétur Maack hjá
VR við DV um mótmæli stjórnar
Starfsmannafé^gs Flugleiða við
samningaviðræðum VR við Lion Air
um ódýrt leiguflug fyrir félagsmenn
í sumar.
„Við erum að vinna eftir bestu
sannfæringu að hagsmunum félaga
innan VR. Við trúum því að félagar
í Verslunarmannafélaginu eigi rétt á
því að b'regða sér ódýrt til útlanda
ef tækifæri gefst. Við erum að reyna
að skapa þessi tækifæri. Okkur
finnast viðbrögð stjórnar starfsfólks
Flugleiða ákaflega leiðinleg og fljót-
færnisleg. Það er ekki búið að skrifa
undir neina samninga. Það er ákaf-
lega sérkennilegt að fólk sem hefur
tækifæri til að ferðast frítt vítt um
veröld skuli ekki skilja útþrá félaga
sinna. Það er út í hött að þessir fé-
lagsmenn ætli að ákveða hvað aðrir
greiði fyrir sín ferðalög.
Okkur er engin launung á aö viö
kysum helst að skipta við íslensku
flugfélögin. Það er heldur ekkert
leyndarmál að tilboðiö sem við feng-
um erlendis var töluvert lægra en
Flugleiða-tilboðið," sagði Pétur.
„Við erum staðráðnir í því aö halda
áfram þeirri viðleitni að útvega fé-
lagsmönnum ódýrar ferðir þrátt
fyrir svona uppþot. Það má til gam-
ans geta þess að fjölmargir starfs-
menn Flugleiða, sem eru í VR, hafa
Við viljum halda
atvinnunni
- segja fulltrúar starfsfólks Flugleiða
„Það hefur aldrei verið gerð at-
hugasemd af okkar hálfu við að aðrir
launþegar ferðist ódýrt. Við erum
hins vegar að mótmæla því að stétt-
arfélag, sem yfir 500 starfsmenn
Flugleiða eru meðlimir í, skuli vera
að skipuleggja og búa til ferðir sem
geta stofnað atvinnuöryggi okkar í
hættu. Það vita flestir hversu rekstur
flugfélaganna er viðkvæmur og öll
áfóll skila sér strax í samdrætti,
meðal annars í starfsmannahaldi.
Þetta er spurning um að halda at-
vinnunni," segir Margrét Hauks-
dóttir, sem á sæti í stjóm starfs-
mannafélags Flugleiða, um
ágreiningsmál félagsins og Verslun-
armannafélags Reykjavíkur.
Bent hefur verið á þá staðreynd að
starfsmenn Flugleiða eru frífarþegar
og hafa ekki efni á því að standa gegn
ódýmm ferðum annarra launþega.
„Þessi hlunnindi, sem starfsmenn
Flugleiða hafa, eru stórlega ýkt í
þessari umfjöllun," segir Steingrím-
ur Guðjónsson, einn af stjómar-
mönnum starfsmannafélags
Flugleiða. „í fyrsta lagi komumst við
í fæstum tilfellum með á þeim tímum
þegar flestir vilja ferðast og svo eig-
um við alltaf á hættu að verða skilin
eftir einhvers staðar úti í heimi. Það'
er kostnaður og óþægindi sem em
ekki eftirsóknarverö. I raun er mjög
algengt að starfsmenn kaupi sér pak-
kaferðir eins og aðrir.
Við starfsmenn viljum allt til vinna
að íslendingar geti ferðast með ís-
lenskum flugfélögum. Viö teljum
hagsmuni almennings og hagsmuni
okkar fara saman enda höfum við
farið þess á leit að Flugleiðir og stétt-
arfélögin reyni að ná samningum um
þessar ferðir," sagði Steingrímur.
Trúum á frjálsa samkeppni
- segir Óli Tynes, formaður Starfsmannafélags Amarflugs
„Auðvitað vildum við að þessir far-
þegar skiptu við íslensk fyrirtæki,"
sagði Óli Tynes, formaður Starfs-
mannafélags Arnarflugs, við DV.
„Við kysum helst að þessir farþegar
versluðu við íslensk fyrirtæki en við
getum ekki sagst hafa trú á frjálsri
samkeppni og fordæmt neytendur í
leiðinni fyrir að velja það ódýrasta.
Það er ekki búið að ganga frá þess-
um samningum ennþá og því best að
bíða og sjá hvað setur. Hver sem út-
koman verður og sama með hveijum
fólkið ferðast þá óskum við starfs-
menn Arnarflugs þeim góðrar ferð-
ar.“
-EG
hringt til okkar og lýst stuðningi sín-
um við okkur og erum viö mjög
ánægðir með það.“ -EG
Ibúar Laugameshverfis!
heftir opnað nýtt bakarí
að Hrísateigi 47
Verið velkomin!