Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Qupperneq 10
10
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988.
Útlönd
DV
Bílþjófhaður sem
tómstundagaman
sem stela bílnm, stúlkurnar hafa
einnig fengið fiðringinn. Ekki alls
fyrir löngu slasaðist lögreglumaður
sem reyndi að stöðva stúiku á stoln-
um bíl en hún komst undan.
Talsmaður upplýsingastofnunar
um tryggingar segir fjölda bílþjófn-
aða meöal annars tengjast því að
unglingamir hafi uppgötvað hversu
auðvelt það sé að stela bíl, auk þess
sem flottum hraðakstursbílum hafi
fjölgað mjög í umferðinni.
Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmamiahöín;
Bílþjófnaður er að verða eins konar
áhugamál margra danskra unglinga,
á aldrinum 15 til 20 ára. í Danmörku
var 37 þúsund bílum stoliö á síðasta
ári, aðeins í Kaupmannahöfn náði
tala stolinna bíla 7700 sem samsvarar
einxnn á hverri klukkustund. Til
samanburðar má geta að tala
nýskráðra bíla 1987 var 125 þúsund.
Lögreglunni tekst sjaldan að ná í
bílþjófana en ef það gerist eru þeir
oft of ungir til að svara til saka. Fyr-
ir fimm árum komust um 25 prósent
bílþjófnaða upp en nú hefur hlut-
fallið lækkað til muna. Orsakast það
meðal annars af því að bílþjófnaðir
voru fluttir frá rannsóknarlögreglu
og út til lögreglustöðvanna þannig
að upplýsingar um bílþjófa eru ekki
lengur á einum stað. Telur lögreglan
að flestir bflþjófanna séu milii 15 og
20 ára.
Stal 1200 bílum
Gott dæmi er 15 ára unglingspiltur
sem á vafalaust metið í bílþjófnuðum
þó víða væri leitað. Síðastliðin þrjú
ár hefur honum tekist að stela tólf
hundruð bílum. Var piltur sendur á
unglingaheimili á Norður-Sjálandi
og var alls ekki ekki óhress með það.
Þar voru jú fleiri BMW og Porche
bílar en í bænum. Þrátt fyrir margar
handtökur og yfirheyrslur heldur
piltur sjálfsörygginu, hann verður
hvort eð er látinn laus vegna aldurs-
ins - enn um sinn.
En það eru ekki aðeins drengimir
Launareikningur
Alþýðubankans er
tékkareikningur með háa
nafnvexti og skapar
lántökurétt.
Gegn reglubundnum
viðskíptum á launareikningi í
a.m.k. 3 mánuði fást
tvennskonar lán án milligöngu
bankastjóra, að ákveðnum
skílyrðum uppfylltum.
Allt að kr. 50.000
á eigin víxlí til
fjögurra mánaða.
SEILIH
Allt að kr. 150.000
á skuídabréfi til
átján mánaða.
Við gerum vel við okkar fólk
Alþýöubankinn hf
Ford vinsælastur
Lögregla og tryggingafélög segja
ákveðnar bíltegundir mun vinsælli
en aðrar. Ford Granada og allar eldri
gerðir Ford bíla eru í efsta sæti vegna
einfalds lásakerfis en því hefur ný-
lega verið breytt. Þar á eftir kemur
Toyota, með Mözdu á hælunum í
þriðja sæti. Auk þess eru BMW og
GTI bílar vinsælir vegna hraðans en
tilgangurinn er jú að komast út á
hraðbrautirnar með bensínið í botni.
Hraði og ærsl er ekki það eina sem
freistar þjófanna, innbrotsþjófar
nota mjög oft stolna bfla í innbrots-
ferðum sínum um úthverfi Kaup-
mannahafnar.
Lögreglan er sannfærð um að í um
það bil 75 prósentum tilfella, þar sem
bfll hverfur sporlaust, standi sjálfur
eigandinn að baki. Það hefur verið
mikiö um nýja bfla sem hafa horfið
sporlaust. Viðgerð getur sett skuld-
um vafinn bíleiganda í vandræði og
þá er freistandi að láta bflinn einfald-
lega hverfa. Fær eigandinn nývirði
bflsins frá tryggingunum ef bfllinn
hverfur innan árs frá kaupdegi. Lög-
reglan útilokar ekki að í mörgum
tilfellum standi atvinnuþjófar að
baki. Er þá vélin og allt innvols tekið
úr skrokknmn eða þá að bíllinn er
seldur til annarra landa og þá sér-
staklega til Póllands, Júgóslavíu eða
Austurlanda nær.
Til að koma í veg fyrir bflþjófnaði
vill lögreglan að eigendumir veiji
bflana betur gegn þjófunum. Það
hljómar kannski undarlega en trygg-
ingafélögin eru ekki alltof hrifin af
því vegna þess að þá verður bíllinn
fyrir of miklum skemmdum en
helstu skemmdir á stolnum bílum
tengjast því að brotist er inn í þá en
ekki að þeim sé ekið.
Norðmenn
hafha sjúkl-
ingaskatti
Páll Vilhjálmsson, DV, Osló:
Eftir harða gagnrýni og þrýst-
ing frá almenningi leggja norsk
yfirvöld til hliðar áætlanir um að
láta sjúklinga borga hluta af
kostnaði við sjúkrahúsvist.
Þingnefnd lagði fram tillögur í
síðustu viku um að sjúklingar
myndu borga á bilinu 350 til 450
íslenskar krónur fyrir hvem dag
á sjúkrahúsi. Sjúklingaskattur-
inn átti að færa ríkinu á milli 2,5
og 4 mifljarða íslenskra króna í
tekjur á ári.
Tillögumar sættu harðri gagn-
rýni um leiö og þær komu fram.
í augum margra Norðmanna var
vegið að velferðarþjóðfélaginu og
í fjölmiðlum var talað um að liðin
væri sú tíð að allir hefðu efni á
því að verða veikir.
Mótbámmar urðu til þess að
v heilbrigðisráðherrann, Tove
Brant Gerhardsen, tók af skariö
og gaf út þá yfirlýsingu að tfllögur
nefndarinnar yrðu hvorki teknar
til umræðu í ríkisstjóminni né í
stórþinginu.