Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Page 11
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988.
11
Utlönd
George Bush
berst af hörku
George Bush varaforseti berst nú af hörku í New Hampshire.
Simamynd Reuter
George Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, berst nú af mikilli hörku í
New Hampshire í þeirri von aö halda
forskoti sínu meöal repúblikana þar
og sigra í forkosningunum sem fara
fram í næstu viku, Tahö er nauösyn-
legt fyrii; varaforsetann aö vinna
afgerandi sigur í forkosningum þess-
um, eigi forsetaframboö hans aö eiga
nokkra von, en undanfarið hefur
fylgi hans í fylkinu minnkað nokkuð
og Robert Dole, helsti keppinautur
hans um útnefningu repúblikana,
hefur dregið á hann.
Bush hefur verið á ferð og flugi í
New Hampshire undanfama daga.
Hefur hann gripið til þess að sýna
harðari afstöðu í ýmsum málum en
hingað til og meðal annars hefur
hann ráðist harkalega á Antonio
Noriega, yfirmann hersins í Panama,
og varað hann alvarlega við því að
hóta Bandaríkjunum einu eða öðru.
Segja þeir sem fylgjast með kosn-
ingabaráttunni í New Hampshire að
framboð Bush þar hafi öðlast nýtt líf
með þeim ákafa sem varaforsetinn
hefur sýnt af sér undanfama daga.
Bush hefur til þessa yfirleitt skotið
sér hjá því að deila við mótframbjóð-
endur sína en nú gagnrýnir hann
Robert Dole harðlega, meðal annars
áætlanir hans um aö frysta ríkisút-
gjöld til að minnka fjárlágahalla.
Segir hann þessa afstöðu Dole merki
um hugleysi og skort á leiðtogahæfi-
leikum.
Orðrómur er nú á kreiki um að
Alexander Haig, fyrrum hershöfð-
ingi og utanríkisráðherra, sem er
einn af þeim er keppa um útnefningu
sem forsetaefni repúblikana, hyggist
hætta keppninni. Haig nýtur mjög
lítils fylgis. Fékk hann nær engin
atkvæði í forkosningunum í Iowa
fyrr í vikunni og tahð er að hann
muni einnig reka lestina meöal repú-
blikana í New Hampshire.
Ráðist á danskt olíuskip
Ráðist var á danska olíuflutn- Þeir sem særðust vora fluttir á flóa. Ráöist var á skipiö Estelie
ingaskipið Kate Maersk á suður- brott með þyrlu og dráttarbátar frá Maersk 6. desember og lést einn
hluta Persaflóa í morgun. Einn Dubai héldu þegar á staöinn til aö maöur er björgunarþyrla hrapaöi
áhafiiarmeðlima beið bana í árás- draga skipið til hafnar. Eldur kom á dekk skipsins. Þrettán dögum síð-
inni og þrír særöust, að sögn upp í skipinu við árásina en áhöfn- ar var ráöist á.Karama Maersk en
heiraildarraannaskipafélaga.Taliö inni tókst fljótlega aö ráða niður- skemmdir urðu litlar. Árásin á
er að íranskir byltingarverðir á lögumhans. Karama Maersk var gerð degi eftir
hraðbátum hafi staðið á bak viö Frá því í desember hafa þrjú árás á norska skipið Happy Kari
árásina. dönsk skip orðið fyrir árás á Persa- enþaðvarðafturfyrirárásígær.
Tæknilegt málþóf
um landbúnaðarmál
Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux:
Eftir þrettán klukkustunda fund-
arhöld í Briissel í gær virtust leið-
togar Evrópubandalagsins ekki hafa
fundið neina lausn sem komið gæti
í veg fyrir gjaldþrot bandalagsins í
sumar.
Eitt af helstu vandamálunum inn-
an Evrópubandalagsins er land-
búnaður. Iðnvædd ríki sem hafa
tiltölulega lítinn landbúnað, eins og
til dæmis Bretland, greiða niður
landbúnaðarframleiðslu annarra
ríkja, sérstaklega í Suður-Evrópu.
Þessi framleiðsla er aUt of mikil, um
það eru allir sammála, en pólítískan
vilja skortir til breytinga.
í augum Frakka eru landbúnaðar-
máUn mikilvægasti málaflokkurinn
á fundi Evrópubandalagsins.
Franskir bændur eru hræddir um
að of mikiö verði gefið eftir á fundin-
um og þeir sviknir af ríkisstjórn
Jacques Chiracs.
í Frakklandi eru bændur aðeins sjö
prósent vinnandi manna en í landi
þar sem smáir hópar geta haft lykil-
áhrif á stjórnmálakerfið eru bændur
sterkur hópur. Chirac vill hafa þá
góða því að kosningar nálgast. í
stjórnartíð sósíaUsta 1981 til 1986 var
r,eynt að koma á kvótum, meðal ann-
ars í rajólkurframleiðslunni, og á
fundum Evrópubandalagsins voru
Frakkar eftirgefanlegir. Því voru
bændur ánægðir þegar Chirac tók
við völdum aftur 1986 og með honum
nýr landbúnaðarráöherra, Francois
Guillaumne, fyrrverandi forseti
verkalýösfélags bænda. Nýja stjórn-
in hefur líka margt gert sem bændum
Ukar vel en það verður líka að segj-
ast eins og er að GuUlaumne hefur
neyðst til að horfast í augu við raun-
veruleikann í starfi sínu og halda
áfram á braut kvóta og minni niður-
greiðslna því að eitt er víst, franskur
landbúnaður verður að breytast.
Nýlega var búnaðarbankinn franski
seldur einkaaðilum og við það misstu
bændur það vald sem þeir höfðu haft
og var í engu samræmi við fjármála-
urasvif þeirra.
Fyrir fundinn í Brussel lýsti Chirac
því yfir að Frakkar hefðu þegar gefið
nóg eftir í landbúnaðarmálum en
væru tilbúnir að endurskoða afstöðu
sína tU annarra málaflokka. Eftir
árangurslausan gærdag og tæknilegt
málþóf má vonast eftir að í dag verði
umræöurnar málefnalegri og
ákvarðanir teknar. Frakkar gætu
þurft að samþykkja breytingar sem
bændum heima fyrir er Ula við og
það gæti aftur snert Chirac Ula. Ekki
er tahð útilokað að fundinum verði
haldið áfram á morgun en honum
átti að ljúka í dag.
Forsætisráðherra Ítalíu, Giovanni Goria, sem sagði af sér embætti í gær,
ræðir við Giulio Andreotti utanríkisráðherra við upphaf fundar Evrópubanda-
lagsins í Brússel I gær. Simamynd Reuter
FRAMBOÐSFRESTUR
Starfsmannafélagið Sókn hefur ákveðið að viðhafa
allsherjar atkvæðagreiðslu um stjórn, trúnaðar-
mannaráð, endurskoðendur og varamenn þeirra.
Framboðslistum þarf að fylgja nöfn 100 fullgildra
félaga Sóknar'og skal þeim skilað fyrir kl. 12 á há-
degi föstudaginn 19. febr. 1988 á skrifstofu félagsins,
Skipholti 50 A, þar sem listi stjórnar liggur frammi.
Starfsmannafélagið Sókn
Aðalfundur
Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félags-
heimilinu fimmtudaginn 18. febr. kl. 20.00, venjuleg
aðalfundarstörf.
Stjórnin
LEÐURSMÍÐI - INNRITUN
Sex vikna námskeið í leðursmíði
hefst 15. febrúar nk.
Kennt verður einu sinni í viku fjórar stundir í senn
(mán. kl. 19.30-22.20). Helstu grunnatriði leður-
smíði verða kennd og hanna nemendur sjálfir þá
hluti sem þeir vilja, s.s. töskur, belti, smáhluti o.s.frv.
Unnið verður með sauðskinn og nautsleður. (
Kennari er María Ragnarsdóttir, kennslustaður Mið-
bæjarskóli. Kennslugjald er kr. 3000.
Innritun fer fram í símum 12992 og 14106 kl. 13-19
þessa viku (til föstudagsins 12. febrúar).
RF 540 Kœliskápur
fyrir orlofshús - einstaklingsíbúðir
- kaffistofur - dvalarheimili o.fl.
Kœliskápur sem þarf lífið pláss. Vinnuborð ofaná
- kœliskápur undir, sjálfvirk afþýðing. Sérhólf fyrir
ávexti og grœnmeti. Henfugar hillur og rými í skáp
og hurð fyrir smjör, ost, egg og flöskur.
H 85 - B 55 - D 60
Vörumarkaðurinn
KRINGLUNNI S. 685440