Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar; JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Verslunarfrelsið Á þessu ári eru tvö hundruð ár liðin frá því að íslend- ingar endurheimtu verslunarfrelsið. Ekki verður þó sagt* að sá tími hafi alltaf verið frjáls og fullvalda í verslunar- málum, öðru nær. Ferill verslunarinnar hefur verið þyrnum stráður og í rauninni verður ekki talað um versl- unarfrelsi fyrr en nú á allra síðustu árum. Þó eigum við enn langt í land með að njóta þess frelsis sem þekkist í verslun og viðskiptum erlendis. í merkri bók, sem Gísli Gunnarsson hefur samið og gefið út, er rakið hvemig verslun hér á landi var hneppt í fjötra erlends einokunarvalds og íslensks afturhalds um aldir. Þjóðsagan hefur verið sú að Danir hafi haldið okk- ur í ánauð í krafti einokunarinnar en Gísli sýnir fram á að íslendingar voru sjálfum sér verstir og áttu sinn þátt í þeirri fátækt og fábreytni sem forfeður okkar bjuggu við. Enda þótt verslunin hafi komist í okkar hendur fyrir tvö hundmð árum héldum við áfram sama kotungs- hættinum og núlifandi íslendingar muna enn þá tíma þegar innflutningshöft og skammtanir voru okkar ær og kýr. Sagan sannir þó eitt. Án fijálsrar verslunar er engin velmegun, engin gróska. Þótt ótrúlegt megi virðast er það nú fyrst á okkar dögum sem verslunin fær að njóta sín og þjóðin nýtur ávaxtanna af því frelsi. Verslunarfrelsi færir okkur Qölbreytni í vöruvali og þjónustu, lægra og hagstæðara innkaupsverð, blómlega atvinnugrein og at- vinnumöguleika. Segja má með sanni að íslendingar hafi þá fyrst orðið sjálfstæð og fullvalda þjóð þegar verslunin varð frjáls í höndum okkar sjálfra. Á það bæði við inn- flutningsverslun sem og smásöluverslun og þegar býsnast er yfir meintum gróða kaupmanna og kaupsýslustéttar- innar má ekki gleyma því að gróðinn var mestur hjá þjóðinni sjálfri. Þess ber líka að geta að ekki er allt sem sýnist í umsvifum verslunarstéttarinnar og þau eru mörg fórnarlömbin og gjaldþrotin sem varða veg verslunar- frelsisins. Verslunarstörf eru ekki dans á rósum. Þeir njóta ekki alltaf eldanna sem fyrstir kveikja þá. Það sjáum við af þróun mála að undanförnu þar sem mikil umbrot eiga sér stað í verslunarmálum. Gömul og gróin fyrir- tæki leggja upp laupana, harðvítug samkeppni í smásölu- verslun hefur fært verslunina úr búðinni á horninu yfir í stórmarkaðina og jafnvel stórmarkaðirnir eiga í vök að verjast hver fyrir öðrum. Sannleikurinn er sá að þjóðin er langt frá því að vera vaxin upp úr þeim hugsunarhætti að verslunin megi vera fijáls svo framarlega sem frelsið bitnar ekki á þeim sem vól njóta þess. Viðbrögð starfsmannafélags Flugleiða gagnvart viðleitni Verslunarmannafélags Reykjavíkur til að leita hagstæðra tilboða í utanferðir félagsmanna sinna er gott dæmi þar um. Þarna er á ferðinni stétt manna sem hefur haft atvinnu í skjóh þess frelsis sem ríkt hefur í flugþjónustunni. En þessi sami hópur bregst hins vegar ókvæða við þegar félagar þeirra í Verslunarmannafélag- inu vilja notfæra frelsið sér til hagsbóta. Starfsmannafé- lagið hótar úrsögn úr VR ef Flugleiðir sitja ekki einar að viðskiptunum. Auðvitað viljum við veg Flugleiða sem mestan. En það fyrirtæki og starfsmenn þess verða að skilja að Flugleiðir hefðu aldrei orðið til nema vegna verslunarfrelsisins og samkeppninnar og aðstandendur Flugleiða verða að sætta sig við kosti og galla þess frels- is. Það hefur enginn einkarétt á frelsinu. Við þurfum kannske önnur tvö hundruð ár til að skilja þetta. Ellert B. Schram „Jóhann er glæsilegur fulltrúi íslenskra skákmanna," segir i greininni. Jóhann í hópi góðra félaga - á leið gegn Kortsnoj. Til hamingju, Jóhann Hjartarson Fyrirfram held ég að fáir hafi þorað að vona að Jóhann ynni gamla jaxl- inn Kortsnoj. Þjóðin fylgdist öll með einvíginu af mikilli athygli. Þjóðarhjartað sló með Jóhamii. Gleðin var mikil þegar sigurinn vannst. Sáma hvar var, í heita pott- inum, í verslunum, á kaffihúsum og á vinnustöðum var umræðuefn- ið hið samá. Stórkostlegur sigur Jóhanns Hjartarsonar. Jóhann er glæsilegur fulltrúi ís- lenskra skákmanna. Hann er mjög alhliða skákmaður. Flestir skák- menn eiga sér veilur í einhverjum hinna íjölmörgu þátta skákiistar- innar. Sumir tefla sókn betur en vöm og öfugt. Sumir tefla stöðu- baráttu betur en fléttur og fóma- skákir. Sumir tefla byrjanir vel en endatöfl illa. Sumir em slakir í hrókendatöflum en tefla vel enda- töfl með biskupum og riddurum o.s.frv., o.s.frv. Mér virðist Jóhann mjög alhliða, þó líklega kunni hann best viö sig í mjög flóknum stöðum. Skapgerð Jóhanns er aðlaðandi. Hann er rólyndur og hógvær, kurt- eis, en fastur og ákveðinn, ef því er að skipta og baráttumaður. Að- eins tuttugu og fjögurra ára aö aldri vinnur hann sína stærstu sigra viö skákborðið og framtíðin blasir við. ÖU þjóðin mun fylgjast með fram- haldinu. Getum er að því leitt á þessari stundu að næsti keppinaut- ur hans verði Anatoli Karpov, fyrrum heimsmeistari. Ég hef á tilfinningunni að meðal þessara átta feikisterku skák- manna, sem tefla um réttinn til að skora á Kasparov, sé Karpov hin- um feti framar. Róðurinn gæti því orðið þungur en ómetanlegt fyrir Jóhann að fá tækifæri til þess að tefla einvígi við Karpov, bæði þegar litið er til reynslu og lærdóms. Ekki má vanmeta þátt þeirra Margeirs og Friðriks. Margeir er feikisterkur skákmaður og hefur „stúderað“ og unnið með Jóhanni við undirbúninginn og þegar er komið fram hversu reynsla Frið-. riks nýttist. Taugastríð Kortsnojs Fram hefur komið að Kortsnoj hafi truflað Jóhann, jafnvel vísvit- andi, sérstaklega í 5. og 6. skákinni. Það munaði reyndar aðeins hárs- breidd að Jóhann ynni Kortsnoj 4-1, sem hefðu verið ævintýralegir yfirburðir. Menn mega ekki gleyma því að Kortsnoj er einn allra sterkustu skákmanna verald- arinnar og vann núna síðast eitt miUisvæðamótið. Mér finnst svona eftir á aö líklega hafi þessi úrsUt i'AS'A verið þau heppflegustu fyrir Jóhann. Eld- raunin í lokin þroskar hann og herðir og hann verður hæfari tíl að takast á við vandann í næstu einvígjum. En vikjum aö framkomu KjaUarinii Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn Kortsnojs. Bæði Jóhann og Friðrik hafa lýst framkomu Kortsnojs þannig að hann hafi vísvitandi truflað andstæðing sinn. Fyrir slíkri framkomu er vitaskifld engin afsökun. Hana ber aö fordæma. Það er auðvitað eins óíþróttalegt og hugsast getur aö reyna að koma andstæðingi sínum úr jafnvægi með brögðum og lúalegri fram- komu. Framkoma Kortsnojs í einvíginu við Karpov kemur óneitanlega í hugann. Manni fannst þá að hann væri ef tíl vUl meira að mótmæla rússneska kerfinu sem landflótta maður með ættingja sína í yfir- gefna landinu. Þetta fannst manni á vissan hátt fyrirgefanlegt þó órökrétt væri að láta það bitna á Karpov. Framkoman gagnvart Jó- hanni er aUt annars eðlis og setur aUt máhö í nýtt ljós. Hins vegar geta menn reynt að selja sig í spor Kortsnojs. Hann er landflótta, á vissan hátt einstæð- ingur í erlendum löndum. Ættingj- ar hans eru aUir í mikiUi fjarlægð. Þá er erfitt að nálgast eða hafa sam- band við. Ættjörðina getur hann ekki heimsótt en römm er sú taug... Lýjandi einmanakennd og efi hljóta að sækja að honum. En hann á skákina. Þar er hann á toppnum. Eftir fjórðu skákina er þó ljóst að það er að vatna undan honum þar. Taugamar eru að bresta. Aldurinn er að færast yfir og skákin að tap- ast. Hvað um framtíðina? Kortsnoj er greinUega mjög háð- ur reykingum, reykir mikið og hefur gert það í fjölmörg ár. Blöðin segja frá því að þegar hann gengur tíl Petru eftir eitt tapið grætur hún. Tilfinningamar era miklar, allt er undir. Aö hluta tU er hegðun hans þvi e.t.v. ósjálfráð. Framkoman eftir einvígið verður að skoðast í ljósi höggsins. AUt er tapað. Það er erfiðara að stjórna skapi sínu en heUum her manna, var einu sinni sagt. En hvað um það. Þetta era vanga- veltur og erfitt að dæma um að hve miklu leyti þær eigi rétt á sér. Áhrifin á f: amtíðina Sigrar Jóhanns nú hafa ekki hvað minnst mótandi áhrif á ungu kyn- slóðina. Þegar Friðrik vann sína sigra fyrir nær tveim áratugum hrifust aUir með. Skákmenn okkar núna standa á herðum hans. Nú erum við með nýja kynslóð skákmanna, 10-18 ára, sem tefla ótrúlega vel. Heimsmeistara innan 16 ára, heimsmeistara innan 12 ára, Evrópumeistara innan 16 ára, Norðurlandameistara í mörgum skólamótum o.s.frv., o.s.frv. En ekki bara það. í kringum þessa ungu menn er hópur annarra sem er viðlíka sterkur, en hefur ekki fengiö sömu tækifærin. Breiddin er mjög mikU. Frammistaða Jóhanns kveikir elda í hugum ungra manna. Allir eru að „stúdera“ skákir hans núna. Velta fyrir sér næsta einvígi. „Stúdera“ þær skákir. Grannurinn er að styrkjast. Afreksmennirnir byggja upp í kringum sig. íslensk- skákmenning stendur með miklum blóma. Erlendar þjóð- ir undrast mjög - list þessarar fámennu þjóðar úti í Atlantshafi, Ust hinna sextíu og fjögurra reita. Með nokkurri vinnu er unnt að ná ótrúlega langt. Efniviðurinn er til staðar. Ríkisvaldið og þjóðin öU veröur að styðja Skáksamband ís- lands og taflfélögin víða um land tíl þess að gera sem mest úr þessu ævintýri. Sérstaklega ber að þakka Stöö 2 fyrir beinar sjónvarpsút- sendingar og fyrirtækjum eins og Sanitas sem þessa framkvæmd styriýa. Áfram, Jóhann Híartarson. Framundan er mikU vinna en framtíðin hlýtur að vera björt. Guðmundur G. Þórarinsson „Sigrar Jóhanns nú hafa ekki hvað minnst mótandi áhrif á ungu kynslóð- ina. Þegar Friðrik vann sína sigra fyrir nær tveim áratugum hrifust allir með.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.