Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Side 3
MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988.
23
Iþróttir
Evrópukeppnin í handknatUeik:
DAGVIST BARNA
NYTT DAGVISTARHEIMILI
„Víkingar töpuðu
þessu í Höllinni“
- htill munur í seinni hálfleik er ZSKA sigraði 25-20
„Víkingsliðið lék sterkan og agaðan
handkna'ttleik og hélt fyllilega sínum
hlut gegn Evrópumeisturunum, ef
undanskilið er fyrsta korterið sem
gekk hroðalega. Það er ljóst að Vík-
ingur tapaði þessari viðureign gegn
ZSKA Moskva í Laugardalshöllinni
fyrir viku, í seinni hálfleiknum,"
sagði Hallur Hallsson, formaður
handknattleiksdeildar Víkings, í
samtali við DV í gærkvöldi.
Víkingar töpuðu öðru sinni með
fimm mörkum fyrir Evrópumeistur-
unum í gær, 25-20, í Moskvu. ZSKA
er komið í undanúrslit Evrópu-
keppni meistaraliða, samanlagt
49-39, og frægari lið en Víkingur
hafa fengið mun verri útreið í leikj-
um gegn þessum Sovétmönnum.
Leikurinn byrjaði illa fyrir Vík-
inga. Vörnin náðist ekki saman,
dauðafærin fóru forgörðum og ZSKA
komst í 5-1 og síðan 9-3. Stórskyttan
Vasiliev, sem missti af fyrri leiknum
vegna meiðsla, lék nú með og þá
komu Rússarnir Víkingum í opna
skjöldu með því að nota tvo línu-
menn, Rymanov og risann Savko,
sem er 2,20 m á hæð en lék ekkert í
Höllinni.
Smám saman færðist leikur Vík-
inga í rétt horf og þeir minnkuðu
muninn í 14-10 áður en sovéska liðið
átti lokaorð hálfleiksins, 15-10. Allan
seinni hálfleik munaði síðan 3-4
mörkum, staðan 17-14,20-17 og 23-20
áður en ZSKA gerði tvö síðustu
mörkin í lokin.
Það kom í hlut Hilmars Sigurgisla-
sonar að kljást við risann Savko -
náði honum í handarkrika en varð
furðu mikið ágengt. Hafði m.a.s. einu
sinni betur þegar báðir stukku upp
til að góma boltann sem hafði borist
hátt í loft! Hilmar átti stórleik i vörn
og sókn, Sigurður Gunnarsson lék
einnig vel og hornamennirnir Guð-
mundur Guðmundsson og Bjarki
Sigurðsson stóðu fyrir sínu. Kristján
Sigmundsson átti þokkalegan dag í
markinu.
• Mörk Víkings: Sigurður Gunn-
arsson 5, Hilmar Sigurgíslason 4,
Guðmundur Guðmundsson 4, Bjarki
Sigurðsson 4, Árni Friðleifsson 1,
Karl Þráinsson 1, Sigurður Ragnars-
son 1.
• Markahæstir hjá ZSKA: Zubjuk
5, Vasiliev 4, Manuilenko 4, Murz-
akov 4.
Dómarar voru júgóslavneskir og
voru að sögn Halls hagstæðir heimal-
iðinu. Víkingar voru reknir útaf í
samtals 14 mínútur en heimamenn í
flórar.
-VS
• Hilmar Sigurgísiason átti stórgóðan leik i Moskvu i gær og háði harða
rimmu við risann Savko. DV-mynd Brynjar Gauti
Thomas Cup og Uber Cup í badminton: .
?TÁra ngur okkar var
framar öllum vonum“
- góðir sigrar íslands á lokadegi keppninnar
Elísabet Þórðardóttir, DV, Amsterdam:
ísland lauk þátttöku sinni í Thom-
as Cup og Uber Cup í Amsterdam á
fóstudaginn með tveimur góðum
sigrum. Karlaliöið vann Finna, 3-2,
og hafnaði í öðru sæti i sínum riðli
en kvennaliðið vann Wales, 3-2, varð
númer þrjú.
• í karlaleiknum vann Broddi
Kristjánsson sigur á Jántti í hörku-
leik, 15-10, 11-15, 17-14, og Árni Þór
Hallgrímsson smassaði Haimonen í
kaf, 12-15,15-6 og 15-4. Guðmundur
Adolfsson tapaði hins vegar fyrir
Tuominen, 15-13, 9-15, 6-15.
Broddi og Þorsteinn Páll Hængsson
töpuðu í tvíliðaleik fyrir Tuomimen
og Haimonen, 4-15, 15-6, 15—18, og
viðureign Árna Þórs og Ármanns
Þorvaldssonar við Jántti og Lindelöf
réð þvi úrslitum. Yfirburðir Árna og
Ármanns voru miklir, þeir unnu 15-6
og 15-8, og ísland sigraði þar með,
3-2.
Svíar fengu 6 stig í riðlinum og fóru
í úrslitakeppnina, íslendingar 4,
Finnar 2 en Áusturríkismenn ekkert.
• Kvennaleikurinn viö Wales var
líka tvísýnn. Þórdís Edwald vann
Wiger, 8-11, 11-7, 11-6, og Guðrún
Júlíusdóttir vann Doody, 11—6 og
8V\>iD\h- ,tnu -ii
11-3, en Elísabet Þórðardóttir tapaði
11-6, 4-11, 10-12 fyrir Davies.
Kristín Berglind og Kristín Magn-
úsdóttir tryggðu sigurinn með því að
leggja Hybart og Rees í tvíliðaleik,
15-11 og 15-8. Kristín M. fékk spaða
í augað þegar staðan var 11-7 í seinni
lotunni og var ráðlagt af sjúkraþjálf-
ara að hætta en hún þraukaði og
uppskar sigur.
Staðan var þá 3-1 en þegar Elísabet
og Þórdís áttu að mæta Watson og
Doody kom í ljós að Þórdís var varla
leikfær vegna tognaðra liöbanda.
Ekki mátti gefa leikinn þvi að þá
yrði öll viðureignin dæmd íslandi
töpuð. Ekki mátti heldur skipta inn
á fyrir Þórdísi nema að fengnum
læknisúrskurði. Hún haltraði í gegn-
um leikinn sem tapaðist 15-17 og
4—1.5.
England fékk 6 stig í riðlinum, ír-
land 4, ísland 2 en Wales ekkert.
• Það urðu síðan England, Dam
mörk og Svíþjóð sem urðu í þremur
efstu sætunum í karlakeppninni og
England, Danmörk og Holland í
kvennakeppninni. Þessar þjóðir
verða fulltrúar Evrópu á heims-
meistarámótinu í Kuala Lumpur í
Malaysiu.
í Thomas Cup, karlakeppninni,
nfini iii Biai’í'4 .1-8 .ðihiövjggsb ti
leika í úrslitunum: Kína, Malaysía,
Indónesía, Suður-Kórea, Indland,
England, Danmörk og Svíþjóð.
í Uber Cup, kvennakeppninni,
leika: Kína, Malaysía, Indónesía,
Suöur-Kórea, Japan, England, Dan-
mörk og Holland.
• „Árangur okkar á mótinu var
framar öllum vonum," sagði Ár-
mann Þorvaldsson, einn landsliðs-
manna, í spjalli við DV.
„Það var fyrirfram ljóst að við
myndum tapa fyrir Svíum en hinir
sigrarnir eru til marks um framfarir
i íþróttinni heima á íslandi. Sérstak-
lega var sigurinn gegn Austurríki
mikilvægur en hann markaði á viss-
an hátt tímamót. Við höfðum aldrei
áður lagt Austurríkismenn aö velli,“
sagði Ármann.
• „Við lentum í 3. sæti í riðlinum
og heföum að ósekju mátt vera ofar.
Okkur gekk ekki nægjanlega vel
gegn írlandi en í þeim leik töpuðum
við öllum leikjum mjög naumlega,"
sagði hins vegar Guðrún Júlíusdóttir
landsliðskona í spjalli við DV. „Á
góðum degi getum við hiklaust lagt
Irana að velli,“ sagöi hún.
-EÞ/VS/JÖG
Staða forstöðumanns á nýju dagvistarheimili í Selja-
hverfi er hér með auglýst laus til umsóknar.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri á skrifstofu
Dagvistar barna í síma 27277.
óskast til starfa
Krabbameinslækningadeild
11E, Landspítala.
Læknaritari óskast í fullt starf á
krabbameinslækningadeild 11 E, nýja deild. Til
greina kemur einnig að ráða tvo starfsmenn í 50%
starf.
Stúdentspróf eða hliðstæð menntun æskileg.
Upplýsingar gefur Kjartan Magnússon sérfræðingur,
sími 29000-431.
Geðdeild Landspítala að Kleppi.
Óskum að ráða fulltrúa í fullt starf á skrifstofu geð-
deildar Landspítala að Kleppi. Vinnutími frá 8.30-
16.30.
Fulltrúinn sér um starfsmannabókhald og er jafnframt
ritari hjúkrunarframkvæmdastjóra. Stúdentspróf eða
sambærileg menntun æskileg.
Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður S. Jónsdóttir,
fulltrúi hjúkrunarforstjóra, sími 38160-65.
Umsóknirsendisttil skrifsofu hjúkrunarforstjóra, geð-
deild Landspítala að Kleppi.
Vífilsstaðir - eldhús.
Óskum að ráöa ritara í 50% starf í eldhús Vífilsstað-
aspítala. Vinnutími eftir hádegi.
Vélritunarkunnátta og einhver reynsla af tölvuvinnslu
æskileg.
Nánari upplýsingar gefur yfirmatráðskona, Þuríður
Hermannsdóttir, sími 42800.
RÍKISSPÍTALAR ^
STARFSMANNAHALD
VÉLSMIÐJUR - GATASNITTUW
Vantar þig afkastamikla snittvél til skemmri eða lengri
tíma? Hjá okkur geturðu leigt loftknúna snittvél sem
snittar í hvaða efni sem er og er mjög auðveld í
notkun. Leigjum einnig hljóólátar loftpressur til notk-
unar með snittvélinni eða til leigu sér, t.d. fyrir
iðnaðarmenn eða teiknistofur.
Kannaðu málið!
Garðsenda 21, 108 Rvík. Sími 686925
L