Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Qupperneq 4
24
MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988.
Iþróttir
Kvennahandbolti -1. deild:
Valur steinlá
fyrir Víkingi!
- Fram og FH unnu stórsigra
Þróttur-Haukar, 20-29
Haukar byrjuðu leikinn af krafti
og höfðu góða forystu í hálfleik, 18-8,
sem nægði þeim til sigurs í leiknum.
Þróttur sýndi góða baráttu í síðari
hálfleik en það var of seint og sigur
Hauka aldrei í hættu.
• Mörk Þróttar: Ágústa 8, Erna og
íris 5, María og Kristín, 1 hvor.
• Mörk Hauka: Margrét, Halldóra
og Ragnheiöur, 6 hver, Björk 4, Lilja
og Björg, 2 hvor, Steinunn, Elva og
Brynhildur, 1 hver.
Valur-Víkingur 14-20
Þaö var aðeins á fyrstu mínútum
leiksins sem Valur sýndi sitt rétta
andlit og spilaöi af krafti. Síðan var
eins og allur vindur væri úr liðinu
og frískar Víkingsstúlkur hreinlega
gengu yfir þær. Víkingsliðið var
mjög frískt í leiknum og yfirspilaði
hreinlega lélegt lið Vals.
• Mörk Vals: Erna 6/5, Guðný 3,
Guðrún S. 2, Magnea, Steinunn og
Diane, 1 hver.
• Mörk Víkings: Svava 6, Inga
Lára 6/3, Valdís og Jóna 3, Eiríka 2.
KR-Fram, 21-33
Fram átti ekki í vandræöum með
slaka KR-inga og unnu léttan sigur
sem hæglega hefði getað orðið stærri.
• Mörk KR: Sigurbjörg 6, Nelly og
Bitch 4, Snjólaug, Karólína og Jó-
hanna, 2 hver, Ragnheiður 1 mark.
• Mörk Fram: Guðríður 8, Arna
5, Hafdís, Jóhanna og Margrét, 4
hver, Ósk 3, Súsanna 2, Ingunn,
Oddný og Anna, 1 hver.
Stjarnan-FH, 11-26
FH-liðið mætti mjög frískt til þessa
leiks og átti Stjarnan aldrei mögu-
leika. Vörn FH var mjög góð og
komust sóknarmenn Stjörnunnar
ekkert áleiðis gegn þeim. FH skoraði
hvert markið af öðru úr vel útfærð-
um hraðaupphlaupum.
• Mörk Stjörnunnar: Herdís 5,
Ragnheiður 2/1, Drífa og Guðný, 2
hvor.
• Mörk FH: Kristín 9, Sigurborg
4, Rut 3/2, Eva 3, Ingibjörg, Berglind
2 hver, Heiða 1.
ÁBS/EL
Valsmaðurinn Jón Kristjánsson skorar hér með þrumufleyg og koma Blikar
litlum vörnum við. DV-mynd Brynjar Gauti
MILLTEX innimálning meó7eða20%gljáa-BETTvatnsþynnt plastlakk
meó 20 eöa35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning -
HEMPELS lakkmálning og þynnir- CUPRINOLfúavarnarefni, gólf-og
húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakkog spartl -
MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar
stæröir og geróir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl.
Kynnió ykkur verðið og fáiö góö ráö í kaupbæti.
u&ihcC op viátíatd eiytta,
Litaval
SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68.96 56
Valur tapar fyrsta stiginu á heimavelli:
Allt í jámum
undir lokin
á Hlíðarenda
- jafnt, 23-23, er upp var staðið
Valur tapaði sínu fyrsta stigi á
Hlíðarenda er félagið gerði jafntefli
við Breiðablik, 23-23, í hörkuleik í
gærkvöldi. Valsmenn voru undir
mestan hlutann úr leiknum en réttu
úr kútnum undir lokin og tryggðu
sér þá annaö stigið.
„Viö byrjuðum mjög illa og kom-
umst síðan aldrei almennilega í
gang,“ sagði Valsmaðurinn Júlíus
Jónasson eftir leikinn. „Þá var varn-
arleikurinn mjög slakur enda náðum
við aldrei upp þeirri baráttu og sam-
heldni sem einkennt hefur vörnina
hjá okkur í vetur.“
Viðureign liðanna markaðist ann-
ars öðru fremur af baráttu Blika en
þeir komu gífurlega grimmir til
leiksins. Kom kraftur þeirra Vals-
mönnum í opna skjöldu. - Sókn Vals
varð þófkennd og réðu hvorki homa-
menn né skyttur liðsins viö þétta
vörn Blikanna. Þá vöröu ágætir
markveröir Breiðabliks vel, þeir Þór-
ir Siggeirsson og Guðmundur
Hrafnkelsson.
„Þetta var hörkuleikur," sagði
Guðmundur eftir leikinn, „þetta sýn-
ir hvað býr í Blikaliðinu."
Blikar fljótir í fyrri hálfleik
Blikarnir náðu snemma afgerandi
forystu í leiknum, komust í 3-8 og
réð þar mestu mikill kraftur í vörn-
inni og snerpa í hraðaupphlaupum.
Sérstaklega var Þórður Davíðsson
fljótur en hans naut ekki við eftir
hléiö. Leit Þóröur rauða spjaldið
undir lok fyrri hálfleiks eftir fremur
dólgslegt brot.
Stál í stál í síðari hálfleik
í síðari hálfleiknum tóku Vals-
menn á sig rögg og jafnaðist þá
leikurinn talsvert - um hann miðjan
var nánast stál í stál. Blikar höfðu
þó gjarnan frumkvæðiö en þá skorti
herslumuninn til að knýja fram sig-
ur. Kópavogsbúar geta þó á margan
hátt unað við jafnteflið þótt þeir hafi
lengi verið nær sigri. Þeir eru í öllu
falli fyrstir til taka stig af Valsmönn-
um á Hlíðarenda.
Mest bar á markvörðum
Breiðabliks
Valdimar Grímsson var frískur í
liði Valsmanna, lipur hornamaður
en þó stundum fullbráður. Þá var
Geir Sveinsson drjúgur í vörn og
skoraði dýrmæt mörk í síöari hálf-
leiknum, meðal annars eitt nokkuð
laglega með gegnumbroti.
I liði Blika bar hins vegar mest á
markvöröunum tveimur, þeim Þóri
og Guðmundi. Þá var Þórður Davíðs-
son snjall meðan hans naut við óg
Jón Þórir gerði góöa hluti en einnig
mistök.
Gunnar Kjartansson og Rögnvald-
ur Erlingsson dæmdu erfiðan leik
þokkalega. Gerðu mistök meö svip-
uðu lagi og leikmenn:
„Þetta var erfiöur leikur fyrir dóm-
ara,“ sagði Guðmundur Hrafnkels-
son, markvörður Blika, í samtali við
DV er hann gekk til búningsher-
bergja. „Þeir Gunnar og Rögnvaldur
stóðu sig nokkuö vel meö hliðsjón
af því,“ sagöi hann.
-JÖG