Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 6
26 MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988. Iþróttir Körfubolti um helgina Úrvalsdeild: UMFN-HAUKAR 89-81 (52-37) Stig UMFN: Isak Tómasson 36, Helgi Rafnsson 15. Teitur Örlygsson 14, Valur Ingimundarson 12, Sturla Örlygsson 6, Hreiöar Hreiðarsson 4, Ellert Magnús- son 2. Stig Hauka: Henning Henningsson 32, ívar Asgrimsson 15, Pálmar Sigurðsson 13, Ólafur Raihsson 12, Tryggvi Jónsson 5, Ingimar Jónsson 4. Áhorfendur: 150. ÍR-ÍBK 8(U75 (28-35) (58-58) (68-68) Stíg ÍR: Karl Guðlaugsson 22, Jón Öm Guðraundsson 19, Ragnar Torfason 11, Bjöm Steffensen 10, Bragi Reynisson 6, Vignir M. Hilmarsson 6, Jóhannes Sveinsson 5, Haildór Hreinsson 1. Stig ÍBK: Guöjón Skúlason 14, Axel Nikulásson 14, Sigurður Ingimundarson 12, Faiur Harðarson 8, Hreinn Þorkels- son 8, Jón Kr. Gíslason 7, Ólafur Gott- skálksson 4, Magnús Guðtlnnsson 4, Matti Stefánsson 4. Áhorfendur: 66. KR-ÞÓR 111-72 (47-24) Stig KR: Guðni Guðnason 27, Birgir Mikaelsson 21, Jóhannes KristbjOmsson 14, Simon Ólafsson '14, Ástþór Ingason 9, Láms Árnason 8, Gauti Gunnarsson 7, Matthías Einarsson 7 og Bjöm Ingi- mundarson 4. Stig Þórs: Jóhann Sigurðsson 16, Ei- ríkur Sigurðsson 13, Björn Sveinsson 12, Guðmundur Björnsson 9, Konráð Óskarsson 8, Bjami Össurarson 7, Ágúst Guðmundsson 4 og Einar Karlsson 3. Áhorfendur: 40. UMFN.....14 12 ÍBK......13 10 Valur....13 8 KR.......13 8 2 1235-1023 24 3 1018-862 20 5 1022-883 16 5 1068-923 16 UMFG........14 7 7 1024-1016 14 Haukar... ...13 7 6 964-920 14 ÍR ...13 6 7 951-977 12 Þór ... 14 1 13 1029-1361 2 UBK......... ...13 1 12 712-1058 2 1. deild karla: Léttir-ÍA 71-70 Tindastóll n ío 1 976-740 20 UÍA n ío 1 747-602 20 ÍS 11 9 2 801-643 18 Léttir 12 5 7 752-832 10 HSK 10 4 6 640-679 8 ÍA 11 4 7 696-785 8 Reynir 11 2 9 617-747 4 Skallagr... 11 0 11 713-924 0 • Guðni Guðnason KR-ingur býr sig undir að senda knöttinn í körfu Þórsara. Guðmundur Björnsson norðan- maður getur lítið gert til að hindra það. DV-mynd Brynjar Gauti Einstefna í Hagaskóla: KR-ingar gerðu 111 gegn Þór - mesti munur 45 stig KR-ingar unnu auðveldan sigur á Þórsurum í úrvalsdeildinni í körfu- bolta í Hagaskóla í gær. KR-ingar fóru vel yfir 100 stiga múrinn, skor- uöu 111 stig gegn 72 stigum norðan- manna. Stórsigur vesturbæjarliðsins kom alls ekki á óvart gegn slöku liði Þórs- ara. Norðanmenn byrjuðu leikinn samt sem áður með nokkrum látum og komust í 4-1 eftir 2 mínútur en þá fór KR-liðið í gang og eftir það hafði það leikinn algerlega í höndum sér. KR komst 23 stigum yfir fyrir leikhlé og staðan var 47-24 í hálfleik. Yfirburðir KR Síðari hálfleikurinn var einungis formsatriöi og spurningin aðeins hve stór sigurinn yrði. Guöni og Birgir sýndu góð tilþrif og reyndar fékk allt KR-liðið að njóta sín í sókninni enda mótstaöan lítil. Mestur varð munur- inn 45 stig, 110-65 þegar stutt var eftir, en Þórsarar náðu að klóra örlít- ið í bakkann á síðustu mínútunni og lokatölur leiksins urðu 111-72. KR-liöið stendur ágætlega að vígi í deildinni og hefur góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Liðið hefur sterka og leikreynda leikmenn innanborðs og einnig unga og efni- lega stráka sem fengu tækifæri í þessum leik og stóðu sig vel. Lið Þórs var mjög slakt og það er staðreynd að liðið hefur ekkert að gera í úrvalsdeildinni. Liðiö vermir botninn ásamt Breiðabliksmönnum og næsti leikur liðanna verður hreinn úrslitaleikur um fall. Jóhann Sigurðsson og gamla kempan Eirík- ur Sigurðsson voru skástir leik- manna liðsins að þessu sinni. Dómarar voru þeir Sigurður Val- geirsson og Kristján Möller og dæmdu auðdæmdan leik meö prýði. -RR Tvísýnt í Seljaskóla: Karl sökkti Keflvíkingum - ÍR vann ÍBK, 80-75, eftir tvrframlengdan leik Úivalsdeildarslagur á Suðurnesjum: Haukarfóru halloka en ísak hamförum - Njarðvík vann Hauka, 89-81 „Þetta var stór stund. Þessi sigur eflir sjálfstraustið, strákarnir gera sér nú grein fyrir því hvers þeir eru megnugir," sagði Einar Bollason, þjálfari ÍR, en lið hans lagði Keflvik- inga að velli í úrvalsdeildinni á laugardag, 80-75. „Það sem er í raun stórkostlegast við leikinn," hélt Einar áfram, „er að þessir óreyndu strákar skyldu ekki brotna þrátt fyrir framlenging- arnar. í sjálfu sér kemur þessi góði leikur okkar ekki á óvart því það er búin að vera mikil uppsveifla hjá lið- inu, þetta er greinilega allt á réttri leið og nú tökum við einn leik fyrir hveiju sinni,“ sagði Einar. Viðureign ÍR og ÍBK, sem fór fram í Seljaskóla, var annars mjög tvísýn, þótt Suðurnesjamennirnir hefðu óneitanlega náð nokkru forskoti í fyrri hálfleik. Ólafur Gottskálksson hirti þá mörg varnarfráköst og Kefl- víkingar voru eldfljótir fram og skoruðu mörg stig sín í hraðaupp- hlaupum. í byrjun seinni hálfleiks var bilið milli liðanna orðiö 15 stig og virtust gestirnir þá hafa ráöin og sigurinn í hendi sér. En þá fóru Breiðhyltingar skyndi- lega aö bíta frá sér og um miöjan síðari hálfleik varð vörn þeirra nán- ast höggþétt. Varð sókn Keflvíkinga þá oft ráöalítil en ÍR-ingar nýttu sér ófá mistök þeirra og skoruðu mörg stig gegn fáum stigum gestanna. Minnkaði bilið sífellt er á leið og undir lokin náði Björn Stefíensen að jafna rnetin, 58-58, og knýja til fram- lengingar. í henni var allt í járnum og kom því til annarrar framlenging- ar. Margur ætlaði þá að reynsla Keflvíkinga myndi færa þeim sigur en annað kom á daginn. Lítt reyndu strákarnir úr Breiðholtinu náðu að hrista Keflvíkingana af sér og vinna afar dýrmætan sigur. Réð þar mestu sterk vöm og nánast óaðfinnanleg hittni Karls Guðlaugssonar. Eiga ÍR-ingar nú möguleika á að vinna sæti í úrslitakeppni en til að svo megi fara verða Breiöhyltingar að vinna þá þrjá leiki sem þeir eiga eftir í úrvalsdeildinni. • Karl Guðlaugsson var sterkur í liði ÍR-inga, skoraði fjölmörg stig ut- an af velli en gerði einnig mistök og var fullseinn í gang. Annars var lið ÍR-inga jafnt og samvinnan í vöm- inni réð á margan hátt úrslitum. Hjá Keflvíkingum var Sigurður Ingimundarson hins vegar bestur og Ólafur Gottskálksson var traustur meðan hans naut við. Hann meiddist hins vegar snemma í leiknum. -JÖG Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Það var einn maður, ísak Tómasson, sem lagði grunninn að sigri Njarðvíkinga yfir Haukum úr Hafnarfirði í úrvalsdeildinni á fóstu- dag. Leiknum lyktaði 89-81 fyrir heimamenn eftir aö staðan haföi verið 52-37 í hléinu. Þaö er skemmst frá því að segja að heimamenn í Njarðvík tóku völdin í upphafi. Náðu þeir snemma afgerandi forystu sem þó vannst upp að nokkru er leið á síðari hálfleikinn. Haukar gerðu þá á annan tug stiga gegn tveimur stigum heimamanna og virtust meistararnir ætla aö springa á endasprettinum. En annað kom á daginn. Er mest reið á, er allt stefndi í voða, settu Suðurnesjamennirnir í þann gír sem gaf þeim sigur í leiknum. Bihð gleikkaði á nýjan leik og Njarð- víkingar stungu gesti sína einfaldlega af. Yfirburðamaður á vellinum var Isak Tómasson, í liði Njarðvík- inga. Gerði hann 36 stig og mörg þeirra úr þriggja stiga skotum - hittni ísaks var nánast óaðfmnanleg. Henning Henningsson var hins vegar bestur Hafnfirðinga, eld- fljótur og gaf lítið sem ekkert eftir. Fremur lítið bar á stjörnum beggja liða. Pálmar var óvenju rýr í Haukaliöinu og það sama má í raun segja um Val Ingimundarson sem oft hefur gert betur meðal Njarövíkinga. Sólbaösstofur — Sóldýrkendur „Superperan COSMOLUX S “ tryggir órangurinn. COSbAOLUX®- S CAl -12-100W PREHEAT-BIPIN Made in VV -Cermany PÁLL STEFÁNSSON UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BLIKAHÓLUM 12 111 — REYKJAVÍK S 91-7 25 30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.