Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 7
MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988. íþróttir Framkvæmt hjá Val fyrir 66 milljónin „Það er mjög slæmt að styrkir frá hinu opin- bera koma ekki tyrr“ , - segir Haraldur Sverrisson, framkvæmdastjóri Vals Þaö er óhætt aö segja aö Valsmenn hafi tekið til hendinni á félagssvæði sínu að Hlíðarenda. Er aðstaða þeirra til æfinga og keppni enda orð- in ein sú besta í höfuðborginni. Á síðasta ári var tekið í notkun nýtt keppnishús sem er 1200 fermetr- ar að flatarmáli. Er það æfinga- og keppnissvæði aðeins hluti stærra rýmis sem nemur í allt 1600 fermetr- um. Þá tóku svæði undir berum himni stakkaskiptum. Til að mynda var lokið við gerð nýs grasvallar sem verður tekinn í notkun undir vorið. Útisvæðið í heild, eða kappvellir félagsins, þekja nú yfir fjóra hektara lands. - Er svo komið að öllum keppnisflokkum félagsins er unnt að spila heimaleiki sína á eigin völlum, - gildir það raunar einnig um þær greinar sem leiknar eru í húsi. Byltingin á svæðinu kostaöi vitan- lega sitt og fóru um 66 milljónir til framkvæmdanna á síðasta ári: „Þessar framkvæmdir tvinnast ekki á neinn hátt við rekstur éinstakra íþróttadeilda. Hins vegar skuldum við verulegar fjárupphæðir og þá sérstaklega vegna byggingar íþrótta- hússins. Við skuldum engu að síður minna fé en við eigum inni hjá hinu opinbera, hjá ríki og borg,“ sagði Haraldur Sverrisson, framkvæmda- stjóri Vals, aðspurður hvort fjár- hagur féíagsins væri ekki bágur í kjölfar þessara miklu framkvæmda. „Fjármögnun framkvæmdanna er fjórþætt," sagði Haraldur jafnframt, „í fyrsta lagi höfum við gert mikið átak í að leigja aðgang að íþróttasaln- um, þessi leiga er greidd fyrirfram til nokkurra ára í senn. í öðru lagi hafa stuðningsmenn Vals reitt veru- legt fé af hendi í formi skuldabréfa sem stjórnin hefur síðan komið í verð. í þriðja lagi hefur félagið tekið lán og í íjórða lagi hefur félagið síðan fengiö hluta þeirra styrkja, sem það á inni hjá hinu opinbera, samkvæmt reglum um úthlútun úr íþróttasjóði ríkisins og framkvæmdasjóöi ÍBR. Samkvæmt reglugerðunum á Valur aö fá 80 hundraðshluta af byggingar- kostnaði greidda með opinberu fé en við höfum aðeins fengið um það bil 15 prósent. Það er mjög slæmt að styrkir frá hinu opinbera koma ekki fyrr því að félagið þarf að greiða vexti og verðbætur af þeim lánum sem það hefur tekið. Á meðan eru inneignir hjá hinu opinbera vaxtalausar og óverðtryggðar. Það er ákaflega erfitt fyrir íþróttafélög, sem sinna félags- legri uppbyggingu, að fara út í svona framkvæmdir á meðan ekki liggur fyrir hjá riki og bæ hvemig þeirra framlög greiðast og þá hvenær,“ sagði Haraldur. -JÖG Anderlecht byggir stúku - kostnaðurinn mun verða um 144 milljónir króna Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Belgíska knattspyrnufélagið And- erlecht hefur ákveöið að ráðast í að byggja þriðju áhorfendastúkuna á leikvelli félagsins. Hin nýja stúka mun rísa fyrir enda vallarins og er gert ráö fyrir 400 einkasætum sem leigð verða út. Leigan á sætunum verður til sex ára í senn og kostar hvert sæti 60 þúsund á ári, eða um 1,2 milljónir íslenskra króna þessi sex ár. Þegar er búið að leigja út 2/3 sætanna sem í dag eru óbyggð og er tahð að ekki muni líöa langur tími þar til öll heið- urssætin verði leigð enda á And- erlecht mjög stóran hóp dyggra aðdáenda. Heildarkostnaður við byggingu nýju stúkunnar mun nema um 144 milljónum. Elizabeth Manley, frá Kanada kom verulega á óvart er hún hreppti silfur- verðlaun i listhlaupi á ólympiuleikunum i Calgary sem lauk i gær. Manley hafði fram aö þessu ekki gengið sem best með skylduæfingar á alþjóðlegum mótum en i Calgary i gær gekk alit upp. Katarina Witt frá A-Þýskalandi vann gulllð eins og búist var við. Slmamynd Reuter Hafnarfjörður Blaðbera vantar strax í miðbæ Hafnarfjarðar. Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 51031. r "N RAFGEYMAR ALLAR GERÐIR Frfar mælingar og fsetningar innanhúss. POLAFí RAFGtYMAI ’JOXUSfA Cznholfi 6 Símh 18401 --- J Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur 1.490 500 Joggingpeysur 1.425 600 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðirbolir 600 300 „Allar aðrar vörúr með 20% afslættí VERÐDÆMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.