Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Page 8
28
MÁNUDAGUR 29. FEBRÚAR 1988.
Iþróttir
^ Handbolti - V-Þýskaland
Óvæntir skellir
í bikarnum
- smálið unnu Lemgo og Gummersbach
Sigurður Bjömsson, DV, V-Þýskalandi:
Gummersbach, félag Kristjáns Arasonar, tapaði óvænt
fyrir 2. deildarliði Leverkusen í v-þýsku bikarkeppninni,
raunar á útivelli, 23-19. Það vantaði allan sigurvilja í lið
Gummersbach og því hlutu leikar að fara með þeim hætti
sem raunin varð á.
Leikmenn Leverkusen gripu til þess ráðs að taka Kristján
Arason úr umferð allan tímann og fann Gummersbach
ekkert svar við því varnarbragði mótherja sinna. Kristján,
sem hefur að jafnaði verið burðarásinn í sókninni hjá liði
sínu í vetur, náði til að mynda aðeins að gera eitt mark.
Rudiger Neitzel var sá eini sem eitthvað sýndi í liði meist-
araefnanna, skoraði 7 mörk.
Lemgo tapaði mjög óvænt fyrir 4. deildar liðinu Bad
Nefndorf, 14-14, er liðin mættust í v-þýsku bikarkeppninni
í gærkvöldi. Sigurður Sveinsson skoraði 4 mörk í farsa-
kenndum leik, náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn
úrvalsdeildarliðsins. Vítakast fór forgörðum hjá Lemgo á
síðustu sekúndum leiksins og urðu leikmenn liðsins því að
sætta sig við mikið áfall.
Evrópukeppnin í handknattleik:
Essen komið
í undanúrslit
- jafhtefli í Búkarest í gær
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi
1 Alfreð Gíslason skoraði glæsileg mörk á lokamínútun-
um í Búkarest í gær.
Alfreð Gíslason og félagar í Essen eru komnir í undanúr-
slitin í Evrópukeppni meistaraliða eftir jafntefli, 24-24, gegn
Steaua í Búkarest í gær. Essen hafði unnið heimaleikinn
16-11 og var aldrei í hættu með að missa niður þá forystu.
Essen komst í 4-3 en annars var Steaua yíir megnið af
leiknum, 1-2 mörk. Staðan var 13-11 í hálfleik og þá hafði
hinn snjalli Stinga skorað 9 af mörkum Rúmenanna. Essen
jafnaði 20-20 og síðan var jafnt á öllum tölum til leiksloka.
Alfreð skoraði tvö glæsileg mörk á lokamínútunum en
þær voru sýndar beint í sjónvarpi. Hann jafnaði 23-23 með
því að fara inn úr bláhorninu og skrúfa boltann milh fóta
markvarðarins! Alfreð og Jochen Fraatz voru teknir úr
umferð á þeim mínútum sem sýndar voru í sjónvarpinu.
Fraatz var markahæstur í liði Essen með 11 mörk en Stinga
skoraði 14 fyrir Steaua.
Vestur-þýska
knattspyrnan
Bayem Munchen-Homburg.6-0
Bochum-Werder Bremen.0-1
Bayer Uerdingen-Köln.1-1
Kaiserslautern-Schalke..5-2
W.Bremen...21
Bayern M....21
Köln........21
Niimberg....20
M’Gladbach. 20
Stuttgart.... 20
Frankfurt...20
Leverkusen 20
Hamburger 20
Kaiserslaut .21
Hannover...20
Mannheim. 20
Karlsruher. 20
Bochum.....21
Dortmund.. 20
Schalke.....,.21
n 8
10 6
12 2
9 f
8 3
6 7
6 6
7 4 10
3 10
7 8
4 10
6 10
5 10
3 12
38-9 35
52-28 31
35-17 30
32- 17 26
41- 29 26
42- 28 23
33- 30 19
28-29 19
35-45 18
35-39 18
30-35 17
23- 32 17
24- 40 16
27-36 16
27-32 15
30-51 15
Uerdingen ..21
Homburg...,21
5 4 12 27-39 14
3 7 11 25-48 13
Belgíska
knattspyrnan
Anderlecht-Beerschot....1-2
St. Truiden-Mechelen....0-0
Antwerpen-Club Brugge...2-0
Beveren-Waregem........3-0
Gent-Winterslag.........4-2
Racing Jet-Charleroi..2-1
Kortrijk-Lokeren........2-0
Standard-Liege.........0-0
Cerle Brugge-Molenbeek..2-2
Mechelen....23
Antwerpen... 23
Club Brugge. 23
Liege.......23
Waregem.....23
Anderlecht..23
Beerschot...23
Standard...23
Charleroi.... 23
Cer. Brugge 23
St.Truiden..23
Molenbeek.23
Gent.......23
Beveren....23
Lokeren......23
Kortrijk....23
16 3
14 7
15 3
9 11
12 4
9 8 6
9 4 10
8 6 9
8 6 9
8 5 10
7 7 9
6 9 8
8 3 13
6 7 10
6 7 10
6 5 12
37-18 35
53-22 35
52-28 33
34-21 29
40-29 28
37-21 26
30-29 22
34-32 22
30-36 22
33-35 21
18-26 21
25-29 21
25-38 19
28-25 19
28-31 19
27-47 17
RacingJet...23 5 3 15 17-43 13
Wmter$lag..23 4 4 15 23-61 12
íslendingaliðin lánlrtil í belgísku knattspyrnunni:
Amór skallaði í stóng og
andstæðingamir jöfnuðu
- tíu leikmenn Anderiecht óheppnir að tapa gegn Beerschot
Lánið lék ekki við lið Islending-
anna í 23. umferð 1. deildarinnar um
helgina. Anderlecht tapaði fyrsta leik
sínum undir stjórn Raymonds Goet-
hals, og það á heimavelli, og Winter-
slag datt niður í botnsætið við ósigur
í Gent.
Anderlecht byrjaði leikinn vel á
móti Beerschot. Eftir aðeins 5 mínút-
ur skoraði landsliðsmaöurinn
Georges Grun gullfallegt mark með
skoti af 20 metra færi. En stuttu
seinna fór Arnór Guðjohnsen fram
hjá 3-4 varnarmönnum á laglegan
hátt, gaf síðan á De Groote, sem skaut
langskoti, en markmaöur Beerschot
varði vel.
Heilladísirnar voru ekki lengi með
Anderlecht. Er aöeins 15 mínútur
voru búnar af leik var hollenski
landsliðsmaðurinn Van Tiggelen
rekinn út af fyrir að slá Goossens hjá
Beerschot. Þrátt fyrir að þurfa að
leika með 10 leikmenn réð And-
erlecht gangi leiksins. í seinni hálf-
leik byrjaði liöið með miklum krafti.
Arnór og Ukonen léku vel saman og
endaði það með hörkuskoti Finnans,
en aftur var varið.
Er um 15 mínútur voru til leiksloka
gaf Patrick Vervoort, landsliðsmað-
urinn belgíski, fyrir markið á stöng-
ina fjær þar sem Arnór kom á fullri
ferð, stökk upp og skaUaði, en boltinn
small í stönginni! Mjög afdrifaríkt,
því að á sömu mínútu tókst Goossens
að skora, 1-1, og fimm mínútum síðar
skoraöi svo Wellens sigurmark Beer-
schots, 1-2, og mátti Anderlecht þola
þriðja tap sitt á heimavelli á þessu
keppnistímabili og er nú níu stigum
á eftir efsta liði.
• Strax á fyrstu mínútu í leik Gent
og Winterslag, skoraði Van Merilo
fyrir Gent. Guðmundur Torfason
fékk fáar sendingar til að vinna úr
og í þau fáu skipti sem hann fékk
boltann var hann yfirleitt með tvo
varnarmenn á sér þannig að hann
átti npög erfitt um vik í framlínu
Winterslag. Eftir mikla deyíð í leikn-
um tók Gejbels við sér og skoraði
fallegt mark fyrir Winterslag, 1-1, og
á sömu mínútu skoraði hinn sami
aftur, 1-2.
Guðmundur átti gott langskot á 44.
mínútu en Laurijssen varði vel í
marki Gent.
í seinni hálfleik var jafnræði þar
til Van Mierlo jafnaði fyrir Gent, 2-2.
Leikmenn Winterslag lentu oft í
rangstöðugildru varnarmanna Gent
sem gamla kempan Vandereycken
stjómaði vel. Martens og Verhyen
tryggðu síðan Gent sigur með tveim-
ur mörkum, þaö seinna á síðustu
sekúndunni, úr gullfallegri auka-
spyrnu, 4-2.
• Antwerpen vann Club Bmgge í
geysiíjörugum leik. Staðan var 04)
þegar mínúta var til leiksloka en þá
fékk Antwerpen vítaspyrnu sem
Portvliet skoraði úr og hann bætti
strax öðru marki við, 2-0. Mikil læti
brutust út í Antwerpen, rútur og
sporvagnar urðu fyrir miklum
skemmdum þrátt fyrir geysilegar
öryggisráðstafanir lögreglu. Þrettán
voru handteknir og einn lögreglu-
maður meiddist illa á auga.
Vestur-þýska knattspyman:
Veðrahamur og veikindi!
- Frankfurtfliðið með flensu - Bremen og Bayem unnu bæði
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi
Slæmt veður og veikindi settu svip
sinn á vestur-þýsku knattspymuna
um helgina. Aðeins var hægt að leika
fjóra leiki af níu í úrvalsdeildinni,
Oórum var frestað vegna veðurs og
viðureign Stuttgart og Frankfurt féll
niður þar sem 14 leikmanna Frank-
furt lágu með innflúensu! Bayern og
Homburg léku í snjókomu í
Munchen en aðeins 4000 áhorfendur
voguöu sér út í veðrið til að fylgjast
með. Leikvangurinn tekur 70 þúsuríd
manns og því hefur verið rúmt um
þá. Sjálfur völlurinn er upphitaður
og grasið því grænt þrátt fyrir ofan-
hríöina.
• Frank Ordenewitz skoraði sig-
urmark Bremen í Bochum, 0-1, strax
á fyrstu mínútu og Bochum hefur
ekki náð að leggja Bremen frá árinu
1970. Gunnar Sauer hjá Bremen var
rekinn af leikvelli á lokamínútunni
en það kom ekki að sök og lið hans
er áfram með Oögurra stiga forystu
í deildinni.
• Kaiserslautem vex með hverj-
um leik og malaði nú Schalke, 5-2.
Schalke leiddi þó, 0-1, í hálfleik og
jafnaði, 2-2, þegar aðeins 19 mínútur
voru eftir. Wolfram Wuttke átti stór-
leik og skoraði 3 marka Kaiserslaut-
ern, öll á glæsilegan háct, og þeir
Roos og Kohr gerðu eitt hvor. Mar-
quradt og Wollitz skoruðu fyrir
gestina. Lárus Guðmundsson vermdi
varamannabekk Kaiserslautem all-
an tímann.
• AtliEðvaldssonkömheldurekki
inn á þegar Bayer Uerdingen gerði
1-1 jafntefli við Köln. Pierre Litt-
harski skoraði fyrir gestina úr
vítaspyrnu á 10. mínútu en Robert
Prytz jafnaöi fyrir Uerdingen fimm
mínútum síðar, einnig úr víta-
spyrnu.
• Bayern fór létt með lélegt botnlið
Homburg sem hlýtur að falla í 2.
deild. Wohlfarth skoraði á 8. mínútu
en síðan komu fimm mörk á 25 mín-
útum í seinni hálfleik, 64). Þau gerðu
Brehme, Mattháus (víti), Pflugler,
Rumnienigge og Wohlfarth, sá síð-
astnefndi eftir glæsisendingu frá
Mark Hughes. Góð upphitun fyrir
meistarana áður en þeir mæta Real
Madrid í Evrópukeppninni á mið-
vikudag.
_y Kvoóbwi
‘Uruíir Lœíqartungti. Lczíqargötu 2
~--.v „ , W... . . . .....
....
Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður.
. •«««: |\östud8ga til kl. 02
Laugardaga frá kl. 18-4)2
330;f
'1- >1 í'fiVH 1 {H 'l'IT f 11