Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Side 14
34 MÁNUDAGUR 29. FEBRÚÁR 1988. LEYFISGJALD FYRIR HUNDA í REYKJAVÍK. Gjalddagi leyfisgjaldsins er 1. mars og eindagi 1. apríl nk. Við greiðslu gjaldsins, sem er kr. 5.400,00 fyrir hvern hund, ber eigendum að framvísa leyfisskírteini og hreinsunarvottorði, eigi eldra en frá 1. september sl. Gjaldinu er veitt móttaka á skrifstofu eftirlitsins, Drápuhlíð 14, daglega frá kl. 8.20 til 16.15. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Ljósmæður óskast Kvennadeild Landspítalans. Aðstoðardeildarstjóri óskast í 80- 100% starf á sængurkvennadeild 2 22B frá 1. apríl eða eftir samkomu- lagi, aðallega morgunvaktir, unnið aðra hverja helgi. Þarf að hafa hjúkrunar- og Ijós- mæðrapróf. Nánari upplýsingar gefur María Björnsdóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri, sími 29000-509. Umsóknir sendist hjúkrunarfram- kvæmdastjóra kvennadeildar fyrir 20. mars nk. Reykjavík, 29. febrúar 1988 RÍKISSPÍTALAR STARFSMANNAHALD ST. JÓSEFSSPlTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspítali, Landakoti, býður ákjósanlegan vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætisvagna- ferðir í allar áttir. Þar getur þú fundið eitthvað við þitt hæfi. Okkur vantar starfsfólk í hin ýmsu störf inn- an spítalans, svo sem hjúkrunarfræðinga á eftirtaldar deildir: Handlækningadeild l-B, sem er eina augndeild landsins. Handlækningadeild ll-B, sem er lítil almenn deild. Handlækningadeild lll-B, sem er almenn deild. Barnadeild, þar er líf og fjör. Hafnarbúðir, sem er öldrunardeild. Þar vantar á næt- urvaktir en aðrar vektir komb einnig til greina. Vöknun, þar er dagvinna. Sjúkraliða vantar á handlækningadeild lll-B. Boðið er upp á aðlögunarkennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Við reynum að gera öllum kleift að sækja námskeið og ráðstefnur. Við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk fái að njóta sín. Við opnum nýtt barnaheimili í vor. Einnig vantar sumarafleysingar fyrir sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga á allar deildir spítalans. Upplýsingar veittar í síma 19600-300 á skrifstofu hjúkrunarstjórnar alla daga. Reykjavík 26.2. 1988. íþróttir Erlendir frétta- stúfar # ítalska knattspyrnu- sambandið ákvað um helgina að heimila sérhverju liöi aö tefla fram þremur erlendum leik- mönnum hverju sinni. Mun reglan taka gildi á næsta leikári. Þessí úrskurður kora í kjölfar langrar rekistefnu forkólfa knatt- spymumála en þeir hafa lengi færst undan ásókn knattspyrnu- risanna. Niðurstaðan er.vitanlega hval- reki á fjörur hinna efnameiri hða en þau hafa lengi kraflst rýrari reglna. Má nú ljóst vera að'þau félög þurfa ekki lengur að selja kröftuga erlenda leikraenn til þess eins að hreppa aðra. Sá hátt- ur hefur verið hafður á til þessa. • Celtic bætti stöðu sína í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spymu á laugardaginn með 1-0 sigri á Morton. Roy Aitken skor- aði sigurmarkiö 40 sekúndum fyrir leikslok. Celtic er með 53 stig en Rangers, sem geröi 1-1 jafntefli við Dundee United á úti- velli, er næst með 49 stig og leik meira. Mark Waltersjafnaðifyrir Rangers eftir að Finninn Mixu Paatelainen hafði komið heima- liðinu yfir. Aberdeen vann Dundee, 1-0, með marki David Dodds .og er meö 47 stig ásamt Hearts sem tapaði óvænt, 2-0, fyrir. Falkirk. • Karl-Heinz Förster, vestur- þýski varnarmaðurinn, tryggði Marseilles 1-0 sigur á St. Etienne á útivelli í ffönsku 1. deildinni á laugardag. Toppliðiö Monaco gerði 0-0 jafntefli í Laval en Rac- ing Paris komst í annað sæti með 1-0 sigri á Lens. Bordeaux og Paris St. Germain skildu jöfn, 0-0. Efstu lið eru þessi: Monaco...26 14 9 3 35-15 37 RacingP..26 12 10 4 31-24 34 Bordeaux ....26 13 7 6 32-21 33 St.Etienne ...26 13 4 9 37-36 30 Marseilles ...26 12 5 9 34-28 29 • Silke Möller náði öðrum besta tímanum í sögu 100 jarda hlaups í kvennaflokki á laugar- daginn þegar hún hfjóp vega- lengdina á 10,21 sekúndu á móti í Austur-Berlín. Landa hennar, Heike Drechsler, á besta heiras- tímann, 10,15 sek. • Greg Norman vann yfir- burðasigur á Konunglega opna golfmótinu í Canberra, höfuð- borg heimalands hans, Ástraliu, sem lauk í gær og það þrátt fyrir að á hann herjaði slæm háls- bólga. Hann lék á 269 höggum en, næstur kom Vestur-Þjóðverjinn snjalli, Bernhard Langer, með 276 högg. • PSV Eindhoven náði sér á strik á ný í gær eftir tvö jafntefli í röð í hoUensku 1. deildinni í knattspyrnu og gersigraði Volen- dam á útivelli, 6-1. Wim Kieft skoraði þrjú mörk í seinni hálf- leik en Sören Lerby hafði skorað tvö í þeim fyrri og Ronald Koe- mari eitt. Ajax vann Utrecht, 1-0, og Feyenoord malaði Sparta, 5-1. Staða efstu liða: PSV........23 20 3 0 88-19 43 Ajax.....24 16 3 5 58-31 35 Willemll.24 11 6 7 43-32 28 Feyenoord.,22 11 5 6 49-35 27 F. Sittard.... 23 9 9 5 40-31 27 • Femando Gomes, gamli markakóngurinn, skoraöi öll mörk Porto sem vann Varzim, 3-0, í portúgölsku 1. deildinni. Porto er enn ósigrað og er komiö með 7 stiga forystu þar sem Benflca mátti sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Maritimo. Sporting Lissabon vann Academica, 4-0. Staða efstu liða: Porto....23 18 5 0 56-11 41 Benflca..23 14 6 3 36-12 34 Sporting.23 10 8 5 34-24 28 Belenenses.,23 11 6 6 31-27 28 Chaves...23 10 7 6 42-23 27 Carlo Thránhardt frá Vestur-Þýskalandi setti heimsmet í hástökki innanhúss á móti í Vestur-Berlín um helgina, stökk 2,42 metra. Afrekið vann hann á sérkennilegan hátt, rölti fyrst út í snjóinn og reykti eina sígarettu, lét síðan hátalarakerfið í húsinu leika iagið Need You Tonight með hljómsveitinni INXS og meðan það dundi setti hann heims- metið í annarri tilraun! Dieter Mögenburg landi hans varð annar með 2,36 metra og fyrrum heimsmethafinn, Patrick Sjöberg frá Sviþjóð, þriðji, stökk 2,34 metra. SB/VS/Símamynd Reuter ítalska knattspyrnan: María brást og heimaliðið tapaði! - Napoli áfram með fimm stiga forskot Pílagrímar og knattspyrnuáhuga- menn urðu fyrir miklum vonbrigð- um í ítölsku borginm Pescara í gær. Þeir fyrrnefndu flykktust til borgar- •innar þar sem von var á að sjálf María mey gerði á einhvern hátt vart við sig en þeir síðarnefndu von- uðust eftir sigri heimamanna á toppliðinu Napoli. Ekkert varð vart við Maríu eða boð frá henni og Pescara tapaði 0-1 fyrir Napoli. Bruno Giordano skoraði sig- urmark meistaranna og þeir eru áfram með flmm stiga örugga forystu í deildinni. • AC Milano náði að sigra Samp- doria, 2-1, þrátt fyrir að stjarnan ■ Ruud Gullit væri í leikbanni. Virdis og Maldini skoruðu fyrir heimaliðið en Bonomi fyrir Sampdoria. • Ian Rush hitti ekki boltann fyrir opnu marki og fór illa með fleiri góð færi þegar Juventus tapaöi eina ferð- ina enn, nú 2-0 í Róm. Desideri skoraöi bæði mörk Rómarliðsins. Úrslit í 1. deildinni í gær urðu sem hér segir: Avellino-Fiorentina...........1-1 Como-Pisa................:....0-0 Empoli-Ascoli.................2-0 AC Milano-Sampdoria...........2-1 Pescara-Napoli................0-1 Roma-Juventus.................2-0 Torino-Cesena.................1-2 Verona-Inter Milano...........1-1 Staða efstu liða: Napoli........20 16 3 1 43-13 35 ACMilano......20 12 6 2 31-10 30 Roma..........20 10 7 3 30-14 27 Sampdoria.....20 8 8 4 28-20 24 Inter.........20 7 8 5 26-22 22 -VS Spænska knattspyrnan: Lineker með tvö og Barcelona vann úti - Real með jafhtefli en jók foiystuna Gary Lineker, enski landsliðsmið- herjinn, rak heldur betur af sér slyðruorðið á laugardagskvöldið þegar Barcelona vann óvæntan úti- sigur á Atletico Madrid í 1. deildar keppninni. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 0-2 sigri, það fyrra eftir góða sendingu frá Bernd Schuster en það síðara með því að nýta sér varnar- mistök Madridarliðsins og skora með góðu skoti. Barcelona er í níunda sæti deildarinnar eftir hörmulegt gengi í vetur. • Tapið var sárt fyrir Atletico því að Real Madrid mátti gera sér að góðu jafntefli, 1-1, í Sevilla. Cholo Ruiz, fyrrum leikmaður Real, kom heimamönnum yfir en Emiho Butragueno jafnaði með glæsilegu skoti. • Real Sociedad komst í annað sætið með 1-0 sigri í Valencia. • Staða efstu liða í 1. deild: RealMadrid....25 19 3 3 64-17 41 R. Sociedad...24 16 3 5 42-18 35 Atl. Madrid..25'15 5 5 45-21 35 Atl. Bilbao...25 12 7 6 37-28 31 CeltaVigo.....25 10 7 8 30-25 27 -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.