Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Spumingin Ert þú sátt(ur) við Ijósa- notkun ökutækja allan sólarhringinn? Haukur Magnússon: Ég er ósáttur viö hana, a.m.k. yfir bjartasta tíma sumarsins. Loftur Ásgeirsson: Ég er mjög sáttur við hana og tel hana skynsamlega. Augu hinna blindu munu opnast fyr- ir gagnseminni. Sigurður Þór Salvarsson: Mjög sátt- ur viö hana og tel þetta mikið öryggisatriði - þekki þaö af eigin raun frá því ég var í Svíþjóö. Garðar Sigurþórsson: Alveg fullkom- lega - búinn aö nota þetta stöðugt frá árinu 1981. Hjörtur Erlendsson: Já, ég er þaö, allavega aö vetrinum. Kolbrún Björnsdóttir: Ég er þaö eig- inlega og ætla aö nota ljósin. Lesendur DV Opið bréf til botgarráðs frá kennurum í Skóla sf.: Athugasemd v/byggingar ráðhúss Reykjavíkur Vigdís Hjaltadóttir cand. real. skrifar: Háttvirta borgarráð! Ráöhús byggt á þeim stað sem valinn hefur veriö viö Tjörnina í Reykjavík á eftir að breyta miklu í miðborg Reykjavíkur. Byggingin þrengir mikið að nágrenni Tjarnar- innar og raskar jafnvægi þessa bæjarhluta mun meira en maður fær séð i fljótu bragði þegar líkanið er skoðað. Aðliggjandi götur eru þegar þröngar og munu vart sinna þeim umferðarþunga sem óhjákvæmi- lega fylgir í kjölfar byggingarinnar. Reykjavík er ekki lítil borg aö flat- armáli og varla ætti að vera skort- ur á rými fyrir húsið. Skóli s.f. er til húsa við Hallveig- arstíg en við Hallveigarstíginn höfum við eitt gleggsa dæmið um skipulagsmistök síðustu ára. Við álítum að bygging ráöhúss á þeim stað, sem því er ætlaður núna, yrði álíka slys í skipulagningu miö- bæjarins eins og Iðnaðarmanna- húsið er fyrir Þingholtin. Á sínum tíma, þegar sótt var um að byggja Hallveigarstaði við Hall- veigarstíg, þótti það hús of stórt fyrir þennan stað og Hallveigar- staðir voru síðan byggðir við Túngötu. Seinna var staðsetningin við Hallveigarstíg heppileg fyrir Iðnaðarmannahúsið, sem er helm- ingi stærri byging og fylgir því eðlilega helmingi meiri umferö. - Okkur er spurn, hvað ræður þess- um vinnubrögðum? Við erum sammála um að ráðhús eigi heima í miðborginni. En það eru til aðrir staðir en Tjörnin og nágrenni hennar og ekki er ástæða til að riðla jafnvægi í þessum bæj- arhluta. Hvað með Skúlagötu, á móti Seðlabanka og húsi Fiskifé- lags íslands; hefur sá kostur verið skoðaður og þá að byggja húsið út í sjó? - Það myndi spara milljónir, bara 'í byggingu á bílastæðum. Allir hljóta að vera sammála um að ráðhús Reykjavíkur mun njóta sín betur þar sem rýmra er um það, og það er ótvíræður kostur að þaö sé greiöfært til og frá húsinu. Á horninu, þar sem Kalkofnsvegur mætir Skúlagötu, fær ráðhúsið notið sín frá öllum sjónarhornum, t.d. frá sjó og frá bænum, meö Esj- una í baksýn. Setjum líkanið út í sjó þar sem þessar götur mætast og lítum á hvernig þaö kemur út. Skoðum vel kosti og gaíla þessarar staðsetning- ar og höfum í huga að allur samanburður er hollur. - Þar sem þetta bréf er skrifað á fostu er við hæfi að enda með nokkrum línum eftir Hallgrím Pétursson: „En með því mannleg vizka í mörgu náir skammt, á alt kann ekki að gizka, sem er þó vandasamt, kost þann hinn bezta kjós.“ Veikt réttarfar Jóhann Þórólfsson skrifar: Ég vil beina nokkrum orðum til ráðamanna og þingmanna í sam- bandi viö réttarfar okkar íslend- inga. Ég gæti trúað, aö við séum í hópi þeirra þjóða, þar sem ríkir mjög veikt réttarfar. Ég álít, að þau lög er við búum við í dag séu orðin úrelt og ekki nógu ströng, þannig að Alþingi ætti að semja ný lög sem væru mun strangari. Skal ég nú benda á ýmislegt máli mínu til stuðnings. Hér á höfuðborgarsvæöinu er á feröinni alls kyns óþjóðalýður, inn- brotsþjófar, jafnvel morðingjar og nauðgarar, sera leggja ungar stúlk- ur í einelti og eyðOeggja líf þeirra það sem eftir er. Hvar er nú Kvennalistinn og þær konur er sitja á þingi til að gera einhverjar ráðstafanir til að fyrirbyggja að þessir glæpamenn geti haldið áfram iðju sinni? Og það er margt fleira hægt að benda á. Er t.d. nokkurt vit í því að láta 17 ára krakka hafa bílpróf? Ég hef oft hlustaö á það að þessi ungmenni á aldrinum 17-20 ára hafa valdið slysum með framúr akstri og kæruleysi. Fyrir nú utan þaö, að þeir hafa ekki vit á að haga akstrinum í samræmi við ástand vega. Eg er sannfærður um, að ef aldur- inn yrði færður upp í 21 árs myndi slysum fækka mjög. Einnig má benda á það, aö drukknir menn undir stýri valda oft slysum og ég tel, að það eigi að taka af þeim rétt- indin ævilangt við fyrsta brot, því þetta er sjálfskaparvíti. Allir þessir glæpamenn, sem ég hefi minnst á fá milda dóma, kannski nokkrar vikur í fangelsi, þanníg að þeir halda iðju sinni áfram. Ég vona að dómsmálaráð- herra skoði þessa ábendingu. Það þýðir ekkert aö vera með neina hálfvelgju eða vettlingatök á svona menn. Hringið í síma 27022 milli kL 13 og 15 eða skrifLð. „Snjáðir Frakkar?“ 7994-2146 skrifar: Fimmtudaginn 25. febr. sl., er ég las „rokksíðuna“ í Morgunblaðinu, rakst ég á grein og yfirskriftin var „Snjáðir Frakkar". Það vill nú svo til að ég var á þessum umræddu tón- leikum ásamt hópi af fólki. Þar kom fyrst fram hljómsveitin Síðan skein sól og spilaði hún þokkalega. Þar næst kom fram hljómsveitin Frakkarnir en í þeirri hljómsveit eru þeir Gunnar Erlingsson, sem spilar á trommur, Björgvin Gíslason, sem leikur á gítar, Þorleifur Guðjónsson sem spilar á bassa og Mike Pollock, sem syngur. Þeir léku góða rokktónlist allan tímann. Samspilið var óaðfinnanlegt og síðast en ekki síst voru öll lögin ný af nálinni. Okkur kom saman um að þetta hefðu verið mjög vel heppn- aðir tónleikar og alveg frábært að Frakkarnir skuli vera byijaðir aö spila aftur. Gangi ykkur vel, strákar! „Vel heppnaðir tónleikar hjá Frökk- unum,“ segir bréfritari. Flosi Olafsson leikari og Thor Vilhjálmsson rithöfundur. - „Menn ekki al- mennt hrifnir af því að þeir séu notaðir sem tálbeita til þess að dubba upp á rás 2“ segir m.a. í bréfinu. Omakleg ummæli Baldvin Þ. Kristjánsson skrifar: Hér á dögunum saknar Frímann Einarsson í DV Flosa Ólafssonar úr morgunútvarpi rásar 2. Það gera fleiri. En lofa má einn án þess aö lasta annan. „Við tók maður að nafni Thor Vilhjálmsson,“ segir Frímann, rétt eins og þar sé um að ræða blá- ókunnugan mann! - Svo er saknað hressileika. - Enginn held ég þó að þurfl að sofna undir Thor, þessum eldhuga sem vissulega hristir upp í svefnugum sálum í hvert eitt sinn er hann opnar munn eða stingur nið- ur penna. Þá hnýtir Frímann í Thor fyrir skort á víðsýni; hann sjái ekkert nema Reykjavík! Leit mun þó vera á manni meö víðari sjóndeildarhring en Thor og skarpari sýn á menn og málefni. Frímann er harla seinhepp- inn í ásökunum sínum á Thor. Sannleikurinn er hins vegar sá að menn munu almennt ekki hrifnir af því að menn eins og Flosi og Thor séu notaðir sem tálbeita til þess að dubba upp á þá, frá upphafi, rándýru og alóþörfu rás sem númer 2 er. Það er æriö nóg pláss fyrir Flosa, Thor og fleiri góða menn á gömlu „Gufunni" okkar. Einnig þar er svo margt,. sem má missa sig. En rás eitt er nauðsynleg, og að henni á að hlúa. Aðför að sparifjáreigendum: Orð í tíma töluð S.B. hringdi: Ég vil taka heils hugar undir skrif H.J. í lesendabréfi í DV hinn 23. febrúar undir fyrirsögninni „Verða mynduð samtök?“ Ég er-þess full- viss að láti ráöamenn ekki sparifl- áreigendur njóta þess réttar að halda sparifé sínu óskertu með þeim kjörum, sem nú hafa þó náðst eftir áralangt misrétti, munu þeir neyðast til að taka út sparifé sitt eða stofna með sér samtök til að verjast ágengni þeirra sem hvað harðast ganga fram í því að rýra verðmætin. Einnig vil ég, úr því að ég er bú- inn aö ná sambandi við ykkur, lýsa mig sammála þeim er var að skrifa um dauða bjarndýrsins fyrir norð- an. Ég held að fólk almennt í þéttbýlinu þekki ekki aðstæður og skilyrði þess fólks sem býr úti á landsbyggðinni við talsverða ein- angrun. Það lýsir því kannski best, er ég heyröi einn fréttamann nýlega segja við viömælanda sinn úti á landsbyggðinni þar sem vetrar- hörkur höföu ríkt: Hvaö komist þið þá ekki milli bæja?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.