Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 21 Iþróttir ff Daníel Hilmarsson skíðamaður um ólympíuleikana í Calgaiy: Var aldrei spurður 0***J*«|«x' s ** *. >'S hvort eg tæki þatt! hafði hlakkað mest til að vera með í tvíkeppninni „Mistökin í upphafi leikanna stöfuöu af því aö ég var aldrei spuröur hvort ég ætlaði að taka þátt í tví- keppninni. Þaö var einfaldlega ekki gert ráð fyrir því og farseðlar festir með það fyrir augum. Ferðin var pöntuð þann 10. janúar án þess að haft væri samráð við mig og þegar í ljós kom að ég ætlaði í tvíkepþnina var ekki hægt að breyta neinu þar um. Menn verða að læra af reynslunni og reikna með því í framtíð- inni að við eigum þátttakendur í þeim greinum sem keppt er í,“ sagði Daníel Hilmarsson skíðamaður í samtali við DV í gærkvöldi. Skórnir skipta mestu máli en ekki skíðin Sú afsökun var gefin á því að Daníel keppti ekki að skíöi hans hefðu ekki skilaö sér til Calgary með öðrum farangri. „Það er rétt að skíðin uröu eftir. Við rétt náðum vél í Toronto og var sagt að þau kæmust örugglega ekki með. En þaö skipti engu máli - ég hefði allt- af getaö oröið mér úti um skiöi til að keppa á í Calgary. Aöalmáliö er að vera með skóna meö sér og þá hafði ég í handfarangrinum. Þeir sem halda öðru fram fara með rangt mál," sagði Daníel. Vegna tafa á flugi kom Daníel of seint til Calgary og var ekki heimil- að aö taka þátt í tvíkeppninni sem samanstendur af svigi og bruni. „Þetta var ákaflega leiðinlegt því ég haíði hlakkað mest til aö vera með í þessari grein. Hún er ný á ólympíuleikum og keppendur til- tölulega fáir og því ágætir mögu- leikar á aö ná langt. Ég hafði aldrei keppt í bruni en stefndi aö því að sigla klakklaust í gegnum það og ná síðan góðum tíma í sviginu." Þurfum að ná öllum æfingaferðum „Þegar ég kom til Calgary var aöeins ein æfingaferð eftir af fimm og keppnisstjórinn heimilaði mér því ekki að keppa. Þaö var rétt hjá honum, ég hefði ekkert haft að gera í keppnina nema meö a.m.k. 2-3 æfingaferðir aö baki. Við íslending- amir þyrftum helst að ná öllum æfmgaferðum til að eiga möguleika á einhveijum árangri," sagöi Daní- el. Frétti um styrkveitinguna í gærkvöldi! Daníel var einn þeirra íþrótta- manna sem fengu styrk úr afreks- mannasjóði fyrir ólympíuleikana, 30 þúsund á mánuöi tvo fyrstu mánuði ársins. „Ég fékk styrkveit- ingu á árinu 1987 og heyrði það síöan utan að mér að ég heíöi verið áfram á lístanum en veit hins vegar ekkert um þaö ennþá. Það hefur enginn haft samband við mig af því tilefni og ég hef ekki gáö í banka- bókina! En þetta styrkjakerfi á fullan rétt á sér og hefur mikið að segja, það þekki ég af reynslunni. Ég er þakklátur fyrir það sem ég hef fengið og vil líka þakka fyrir- tækjum á Dalvík sem studdu mig geysilega vel.“ Daníel var síðan ánægður með aö heyra þær fregnir sem DV færði honum að hann væri 60 þúsund krónum ríkari! Tveimur sek. á eftir Sten- mark, kláraði siðan af þrjósku Þegar Daníel missti af tvíkeppn- inni komst hann í risastórsvigiö í staöinn en það hafði ekki verið á stefnuskránni og hann aldrei keppt í þeirri grein áöur. Hann keyrði út úr brautinni og var þar með úr leik. „Mér gekk síöan illa í fyrri feröinni í stórsviginu en sú seinni var góö og þá bætti ég mig um fjórar sek- úndur, og varö í 42. sæti. Þegar kom að sviginu í lokin var ég staöráöinn • Daniel Hilmarsson. í að standa mig. Fyrri ferðin var slök en sú seinni gekk frábærlega lengi vel. Þegar aö millitímanum kom var ég aðeins tveimur sekúnd- um á eftir Ingemar Stenmark sem var með besta tímann. En rétt eftir þaö lenti ég út úr brautinni og hefði að öilu jöfnu hætt keppni. Eg var hins vegar orðinn svo þrjóskur að ég fór aftur inn - ég ætlaði ekki eftir það sem á undan var gengið að falla úr keppni," sagði Daníel sem stóð uppi í 24. sæti af 56 sem luku keppni og 107 sem hófu hana. „Þaö er mikil upplifun að taka þátt í ólympíuleikum og þaö er mitt mat að við íslendingar eigum alltaf aö eiga þar keppendur. Það er draumrn- allra íþróttamanna að komast á ólympíuleika og hvetj- andi fyrir þá að hafa slíkt til að keppa aö. Með árunum hlýtur okk- ur aö takast að byggja upp betri hóp skíðamanna, það er stutt síðan farið var aö veita einhverja pen- inga aö marki í íþróttina og vonandi heldur þetta áfram á réttri braut," sagöi Daniel Hilmarsson að lokum. -VS Evrópukeppnin í handknattleik: Essen fékk spænsku meistarana Bidasoa an. • Þorbergur Aðalsteinsson er kom- inn með lið sitt í úrslitakeppnina. Lið Islendinganna í sænsku 1. deildinni í handknattleik töpuðu bæði óvænt á heimavelli um síðustu helgi. Saab, lið Þorbergs Aðalsteins- sonar, beið lægri hlut gegn Söder, 19-22, og var Þorbergur markahæst- Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi: --------------------------\----------- Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, hafði heppnina meö sér þegar dregið var til undanúrslita Evrópukeppni meistaraliða í gær. Þýsku meistar- arnir mæta Bidasoa frá Spáni sem er án efa besti kosturinn sem var fyrir hendi. Essen á heimaleik á und- ur hjá Saab með 7 mörk. IFK Malmö, sem Þorbjörn Jensson þjálfar og Gunnar Gunnarsson leik- ur með, tapaði fyrir Lysekil, 21-26. Saab og IFK Malmö eru bæði í öðru sæti í sínum riölum. í norðurriðlin- Hin viðureignin er á milli stórlið- anna Metaloplastica frá Júgóslavíu og ZSKA Moskva frá Sovétríkjunum. Þau erú bæði margfaldir Evrópu- meistarar og Víkingar lentu í klón- um á þeim síðarnefndu í 8-liða úrslitunum. um er Irsta með 34 stig, Saab og Hellas 29 hvort og Polisen 26 stig. í suðurriðlinum er Váxjö með 29 stig, IFK Malmö og Vikingarna með 28 stig og Hallby 24. Þrjú efstu liðin í hvorum riðli kom- • Kemst Alfreð Gíslason I úrslita- leiki Evrópukeppninnar? tapleik ast í úrslitakeppni um sæti í úrvals- deildinni og Saab er þegar öruggt þangað en Malmö þarf 2-3 stig til viðbótar til að tryggja sig. -VS NBA í nótt: Antonio sterkara í lokin „Leikurinn var lengst af í jafnvægi en á lokasprettinum reyndumst viö sterkari og tryggðum okkur góðan sigur. Ég lék ekkert með liðinu í leiknum sem ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með eftir þokkalega frammistöðu í síðasta leik,“ sagði Pétur Guðmundsson hjá San An- tonio Spurs í samtali við DV í morgun. En í nótt sigraði San An- tonio Spurs lið Phoenix Suns, 114-109, á heimavelli eftir 62-51 for- ystu í hálfleik. Walter Berry var stigahæstur liðs- manna og skoraði 29 stig. Næsti leikur er á fóstudag á heimavelli gegn Sacramento Kings. San Antonio hefur unnið 22 leiki en tapaö 31 á keppnistímabilinu og er ennþá í ör- uggu úrslitasæti. -JKS HandknatUeikur - Svíþjóð Þorbergur skoraði sjö í Ivar Webster körfuknattleiksmaður: Hættur með landsliðinu! - get ekki brosað framan í þessa menn og látið eins og ekkert sé Ivar Webster, landsliðsmiðherji úr Haukum, hefur ákveðið að gefa ekki framar kost á sér til land- sleikja fyrir íslands hönd. Hann telur sig rangindum beittan af dómstóli KKÍ og forystumönnum körfuknattleikshreyfingarinnar - eftir að hafa verið dæmdur í sjö vikna bann, frá 11. febrúar til 1. apríl, fyrir að slá niður leikmann Breiðabliks fyrr í vetur. „Ég er meðhöndlaður eins og glæpamaður fyrir mitt fyrsta brot á þeim átta árum sem ég hef leikið á íslandi. Auðvitað átti ég að fá leikbann, og þaö strax, en ekki á þennan hátt löngu seinna. Mitt brot átti sér ekki stað inni á leikvelli, gerðist ekki frammi fyrir dómara og áhorfendum, enda hefði ég þá örugglega getað haldiö aftur af mér. Á sama tíma slær leikmaður í öðru liði annan niður, í leiknum sjálfum, og fær eins leiks bann,“ sagði ívar í samtali við DV i gær- kvöldi. „KKÍ hefur stimplað mig með þessum dómi og þeir sem þar stjórna geta ekki æfiast til þess að ég gefi kost á mér í landslið eftir þetta. Eg bara get ekki horft framan í þessa menn, brosað og látið eins og ekkert sé. Körfuboltinn er mitt líf og ég hef lagt allt í hann og í vetur hef ég unnið mikið að ungl- ingamálum fyrir KKÍ. í dómstóli KKÍ sitja fyrrum landsliðsmenn og þaö gerir málsmeöferðina enn óskiljanlegri. Þeir hafa sýnt mjög óskipuleg vinnubrögð í þessu máli og ekki bætir úr skák að í þeim hópi eru menn frá félögum sem eru að berjast við Hauka í úrvalsdeild- inni. Eg mun einbeita mér að því að leika með Haukum héðan í frá,“ sagði Ivar. Hann sagöi jafnframt að ef dóm- stóll ÍSÍ myndi fella bannið niður kæmi til greina að breyta afstöö- unni til landsliðsins. „Sennilega myndi ég gera það en ég gæti aldr- ei litið þessa menn sömu augum aftur. Síöan hefur dómstóll ÍSÍ enn ekki getað komið saman og það verður fyrst í næstu viku, og á meðan líöur einn leikurinn af öðr- um hjá Haukum. Það er hræðilegt að horfa á aðgerðalaus," sagði ívar. -VS • ívar Webster.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.