Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. Lífsstfll Sýnishorn af útvegg bárujárnshúss eins og byggingarreglugerð frá 1903 kvað á um. Til hægri er dæmigerð skástífa. Á þessu spjaldi eru ýmsir kostagripir sem fyrst voru notaðir fyrir meira en öld. Það merkilega er að enn i dag eru þessir hlutir notaðir, s.s. rennubönd, lamir, gluggakrækjur og stormjárn og allt er enn hægt að kaupa. Blikk- smiðja J.B. Péturssonar útvegar það sem hér er framleitt og Aseta útvegar þaö sem kemur frá Danmörku. Alltaf borgar sig að gera upp: 100 ára gamalt hús endurbætt Ungt fólk hefur sérstaklega tileinkaö sér þá iðju að gera gömul hús upp og fengiö í staðinn ómælda ánægju af hibýlum sem í senn eru gömul og ný. Á tæknisýningu Reykjavíkur- borgar á 200 ára afmælinu, en hún var haldin i Borgarleikhúsinu, voru sýndir húshlutar gamalla húsa. Hér voru á ferð sýningargripir sem eiga engan sinn líka. Umsjón með þessum hlutum hafði Leifur Blumenstein byggingafræðingur á vegum bygg- ingardeildar borgarverkfræðings. Hér er um að ræða rúmlega hundrað ára gamalt hús sem tekinn er þver- skurður af þannig að berlega kemur í ljós húsagerð eldri tíma. Einnig má glöggt sjá hvernig hægt er að endur- Efst á þessari mynd sést of háttliggj- andi hallalaus þakrenna sem hefur safnað í sig mosa vegna þess að staðsetning rennunnar er röng. Gluggafrágangur er hér endurbætt- ur og greina má sérstakan frágang bárujárns aftan við efra vatnsbretti. Þversnið húsgrindar sést vel og plægða klæðningin utan og innan á grind. , Til eru heimildir úr bókum bæjar- sjóðs Reykjavíkur um að ákveðið hafi verið að leggja járnþak á Skóla- vörðuna áriö 1871. Það mun þó ekki hafa verið gert og var járnið selt árið 1875. Þetta mun hafa veriö fyrsti vís- ir að tilkomu bárujárns hér á landi. Árið 1880 mun þó vera fullvíst aö bárujárnið var orðið aðalbyggingar- klæðning á þök og veggi húsa í Reykjavik. Iðgjöld brunatrygginga lækkuöu í kjölfarið og efnið þótti henta vel til varnar bruna. Árið 1903 urðu tímamót í sögu hús- bygginga. Knud Zimsen samdi byggingasamþykkt sem varð til þess að hús urðu líkari hvert öðru og meira traustvekjandi hvað varðar _efni og byggingu. Enn þann dag í dag eru merki þessarar samþykktar að koma í ljós þegar eigendur gamalla húsa kanna hönnun húsa sinna. Á utanverð húsin var bárujárn klætt ofan á lista, pappi var klæddur bæði að utan og innan og plægð klæðning skyldi vera báöum megin á grind- inni. Að innan kom.svo það sem svo margir kannast viö; strigaklæðning innst, þá pappír og svo var málað. Múrsteini hafði fram til þessa verið hlaðið í húsgrindina. Því var nú hætt og byrjað að einangra með **-spónum og pappalögum eða grindin var einfaldlega höfð tóm. Þar sem byggingarnefnd á þessum tíma gekk hart eftir því að þessari reglugerð yrði framfylgt voru sum hús ekki samþykkt strax. Má þar nefna hefð- arhúsið Höfða. Sýnishorn af aldagömlu húsi Mýmörg dæmi má nefna um öll þau gömlu hús sem hafa verið gerö upp og jafnvel flutt á milli borgarhluta eða jafnvel á milli bæja. Þar sést glöggt hve mikil viröing er borin fyr- ir þessum húsum sem hafa mannlega þáttinn fram yfir nýbyggingar, þó svo þær geti verið mjög elskulegar. MIGATRONIC - RALLY NÝ SUÐUVÉL A GÚÐU VERÐI 1 fasa - 160 amp. Innifalið i verði: hjálmur, 5 kg vírrúlla og rennslisloki. Verð m/söluskatti 35.937 ISELCO SF. Skeifunni 11d - sími 686466 Leifur Blumenstein stendur hér viö yfir hundrað ára gamla hurð, uppruna- lega og viðgerða. Skrár og lamir eru upprunalegar. Hægt er að taka svona hurð i sundur á nokkuð einfaldan hátt. Rammi og spjald (fulningar) halda sér en nýir listar koma um gler og spjald hurðar að utan og innan. Síðan er hurðin slipuð og máluð. bæta húsin með byggingarefnum sem enn er hægt að kaupa. Það má segja að þarna séu á ferð raunveruleg hús og húshlutir sem sýna þróun Heimilið bárujámshúsa á mjög einfaldan hátt. Ásigkomulag gamalla bárujárns- húsa, sem eru víösvegar um landið, er mjög mismunandi. Þó er ljóst að DV-myndir Brynjar Gauti það virðist næstum engu skipta suma hve illa leikin bárujárnsklædd timburhús eru því alltaf virðast ein- hverjir vera nógu hugrakkir til að ráöast í að leggja bæði peninga og tíma í að gera upp þessi hús. í Byggingaþjónustunni við Hall- veigarstíg em þessir gömlu húshlut- ar nú og fólk getur komið og skoðað þróun húsagerðar á íslandi. Hægt er að fá ábendingar um það hvernig best er að bera sig aö viö að byggja upp, breyta eða bæta gömlu húsin sín. -ÓTT. Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður. NÝR OPNUNARTÍMI Opið alla virka daga í hádeginu og á kvöldin. Um helgar: Föstudaga til kl. 02 Laugardaga frá kl. 18-02 Sunnudaga frá kl. 18-23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.