Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 33 DV Hér er teikning af 38 fermetra svokölluðu Bragahúsi sem seld eru af S.G. sumarhúsum á Selfossi. Við húsið er verönd. Verðið er á 3. stigi 966 þús. kr. Verðið er eftirfarandi: Gerð Stærð Ægishús 26,Om2 Bragahús 38,3m2 Týshús 44,4 m2 Óðinshús 50,5 m2 1. byggingarstig 514.000 649.000 717.000 784.000 2. byggingarstig 603.000 766.000 852.000 933.000 3. byggingarstig 737.000 966.000 1.045.000 1.165.000 Kaupandi greiðir aukakostnað við uppsetningu bústaðar, s.s. kostnaö við flutning og ferðir manna. Greiösluskilmálar eru þannig að 10% af veröi greiðist við samning, 50% til viðbótar á afgreiðslutíma eða við af- hendingu og eftirstöövar síðan á 8-10 mán. frá afhendingu. Þó er hægt að óska eftir annarri greiðslutilhögun. Heimilið 10% við samning, 50% við afhendingu og eftir- stöðvar á 8 mán. Þinur hf. við Fífuhvammsveg býð- ur upp á 38m- og 46m- sumarhús á tveimur byggingarstigum. Þetta fyr- irtæki selur ekki lóðir beint en sölumenn eru kaupendum innan handar við að útvega land fyrir bú- stað og fara þá gjarnan með fólki til að skoða. Byggingarstig þessara húsa eru tvö. Lýsing 1. stigs er svohljóðandi: Útveggjaeiningar eru úr timbri, ysta klæðning er tvíbyrtur panill, heflað- ur og fúavarinn. Gluggar í útveggja- einingum eru smíðaöar úr furu og opnanleg fóg eru úr oregon pine. Um er að ræða tvöfalt gler. Sperrur eru sýnilegar og tvöfaldar með togbandi og þakflekar eru einangraðir og pan- ilklæddir. Gólfbitar og lokunarplötur milli gólfbita fylgja ásamt dregurum. Þakkantaklæðning, litað þakstál, rennubúnaður, kjöljárn og annar búnaöur fylgir þessu stigi. Á 2. stigi er búið aö einangra útveggi og gólf með 100 mm af steinull og- rakaverja með þolplasti. Klæðning á útveggi og innveggi er með 13 mm panil. Gólfklæöning er 22 mm gólf- borð. Veröið fyrir 38m- bústað er 718.000 kr. á 1. stigi og bætast við á öðru stigi 224.000 kr. Heildarverð er því 942.000 kr. 46m2 bústaður kostar 814.000 kr. á fyrsta stigi en á öðru stigi kostar hann 1.078.000 kr. Aukabúnað, eins og 160 cm skyggni við gafl, er hægt að fá fyrir 41.000 kr. og 15 metra pall við gafl er einnig hægt að fá fyrir 42.000 kr. Greiðslukjör eru 10% út við samning en við afhendingu skulu 50% andvirðis hafa verið greidd. Eft- irstöðvar greiöast á 8 mánuðum frá afhendingu. Bústaður með öllu K.R. sumarhús bjóða kaupendum upp á hús á landi fullbúið og frágeng- ið þannig að ekki þarf að gera annað en að mæta á staðinn og njóta. Fé- lagasamtök t.d. hafa notfært sér fyrirkomulag af þessu tæi eöa aðilar sem ekki geta gefiö sér tíma til að vinna í eða viö bústaðina. Lóðir þær sem fyrirtæki þetta hefur á sínum snærum eru misjafnar í verði. Þar getur kostnaöur, eins og reyndar í öllum tilfellum lóða, verið á bilinu 300 þús. upp í hálfa aðra milljón. K.R. Svona litur út inni í A-bústað frá Grundarfirði. Rýmið nýtist ekki eins vel vegna halla veggjanna. Á móti kemur að uppi nýtist svefnloft. VEISLUELDHUSIÐ ÁLFHEIMUM 74 VEISLURÉTTIR HEITIR 0G KALDIR sendum hvert sem er - hvenær sem er SÍMI 685660 og 686220 Lffsstfll Þessir bústaðir tilheyra „einn með öllu pakkanum" frá K.R. sumarhúsum. I Ej ® J ni’ | |1 | m ' -V?; sumarhús hafa- verið með. lóðir í Skorradal, í Grímsnesi við Laugar- vatn eða við Apavatn. Allt eru þetta staöir þar sem verð er í hærri kantin- um enda eftirsóttir staðir. Húsin sjálf sem boöið er upp á eru frá 38-50 fer- metrar að stærð og eru í stórum dráttum þannig að þau eru meö grenipanil að innan og oregon pine krossvið að utan. Bústaðirnir eru T-laga og hafa yfirleitt stóra og allt upp í 42m2 verönd fyrir utan. Krist- inn Ragnarsson, eigandi fyrirtækis- ins, sagði verðið á þessum bústöðum geta náð allt að 2-2 'A milljón króna. A-laga Grundarfjarðarhús Á Grundarfirði eru nú enn fram- leiddir svokallaðir A-bústaðir sem draga nafn sitt af lagi sínu. Sumir vilja meina að þessir bústaðir séu orðnir úreltir og hafa því hætt þess- ari framleiðslu. Bústaðir þessir hafa hins vegar reynst prýðilega og eru ódýrir þannig að þeir henta tnörgum. Guðmundur Friðriksson á Sæbóli í Grundarfirði er einn þeirra sem enn framleiða slíka bústaði. Þeir eru um 35m2 að grunnfleti en þeir nýtast að vísu ekki eins vel og aðrir þar sem svo mikið er undir súð. í þessum bústöðum nýtist hins vegar svefnloft vegna byggingarlagsins. Bústaðir þessir eru klæddir að utan með lit- uðu stáli að ósk kaupanda. Eldhús- innrétting fylgir en ekki klósett og handlaug. Bústaðir þessir kosta fullfrágengnir án uppsetningar um 600 þús. kr. -ÓTT. ROTÞRÆR Tveggja hólfa rotþrær B-2 Þriggja hólfa rotþrær B-3 Rotþræmar eru framleiddar úr Polyelhylene, sérstaklega styrktar gegn jarövegsþrýstingi. Laufléttar og með áratuga langan endingartima. Helstu mál og stærðir. Staölaðar rotþrær Tegurtd: Fjó*di hóffa Vafnsrummál litrar HeildarTúm- m*l, lltrar A sm B am C am D sm E am Þyngdrof- þróar. heild B-2/440 2 440 550" 83 78 - - oe* um25kg B-/710 2 710 820" 127 122 - - 142*’ um35kg B-3/1600 3 1600 2500 125 116 68 193 - um 95 kg B-3/3000 3 3000 3900 225 218 80 305 - um 135 kg. B-3/3600 3 3600 4500 268 261 80 348 - um 165 kg 11 Hér er átt við fjölda lítra tilheyrandi lengdinni E. 21 Endanleg hæð rotþróar fer eftir aðstfeðum m.a. jarðvegsdýpt. Longdimar A og B eru miöjumál. Askilinn er réttur til aö breyta málum og þyngd um J 5%. Þrlggja hólfa rotþræmar hafa hlotlft viðurkanningu Holluatuvamdar rlklalna. Tveggja hólfa þræmar eru ætlaöar þar sem um litla notkun er að ræða. Einnig haagt aö fá sérsmlðaöar rotþrær þar sem aðstæður eru erfiðar. Rotþróarrörín má einnig nota sem ræsisrör, þau ryðga ekki og þola mikinn þrýsting. Boigaipkiif M. Vesturvör 27, 200 Kópavogur, Sfmi 46966

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.