Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1988, Síða 1
Hljómsveitin Pass meö smáliðsauka sér að stórum hluta um tónlistina í sýningunni. DV-myndir GK Sjallinn, Akureyri: „Rokkskór og bítlahár" - frumsýning í kvöld Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég reyni að hafa þessa sýningu öðruvísi en þær rokksýningar sem settar hafa verið upp hér á landi,“ sagði Þorsteinn Eggertsson í sam- tali við DV, en Þorsteinn er höfundur og leikstjóri sýningar- innar „Rokkskór og bítlahár" sem frumsýnd verður í Sjallanum á Akureyri í kvöld. í sýningunni koma fram 8 söngvarar og 15 manna flokkur dansara og hljóð- færaleikara. Þorsteinn sagði að hér væri um heimildasýningu að ræða og nær hún yfir tímabilið 1955 til 1970. „Fólk fær að kynnast mörgum þekktum stjörnum eins og Elvis Presley, Janis Joplin, The Beatles, Rolhngs Stones og Little Richard svo einhveijir séu nefndir," sagði Þorsteinn. - En eru til nægir skemmtikraft- ar á Akureyri til að setja upp svona Rokkað i anda Presley og dömurnar bráðna við fætur goðsins. Karl Örvarsson í hlutverki Presleys. sýningu. „Já, það er nóg til af fólki hér á Akureyri," sagði Þorsteinn. „Ég er alinn upp í Keflavík, sem var leið- andi bær varðandi þessa tegund tónlistar á sínum tíma, en ég er ekki frá því að Akureyri hafi tekið við því hlutverki. Hér eru Skriðjö- klar, Stuðkompaníið og fleiri unglingahljómsveitir og ekki má gleyma Ingimar Eydal.“ Söngvarar í sýningunni verða Erna Gunnarsdóttir, Ragnar Gunnarsson, Júlíus Guðmunds- son, Karl Örvarsson, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Ingvar Grétarsson, Sól- veig Birgisdóttir og Þorsteinn Eggertsson sjálfur. Við spurðum hann hvort hann ætlaði sér í „gamla Presley-gallann". „Já, æth það bara ekki. Karl Örv- arsson sýnir Presley ungan en ég tek síðan við og gef smáinnsýn í hvernig hann var orðinn undir það síðasta,“ sagði Þorsteinn. Boy George kemur fram á tón- leikum í Laugardalshöltinni á morgun. Boy George í Laugardals- höllinni Á laugardagskvöldið kemur hinn heimsþekkti Boy George fram í fyrsta sinn á íslandi. Tónleikamir verða í Laugar- dalshölhnni og heflast klukkan 21.00 með þvi aö Geiri Sæm og Hunangstunglið koma fram og munu þeir hita upp fyrir Boy George næsta einn og hálfa tím- ann. Kl. 22.30 mun Boy George svo stiga á sviðið og ylja aðdáend- um sínum með gömlum ognýjum dægurflugum. Bylgjan mun útvarpa frá fyrsta klukkutíma tónleikanna. Um hið dularfulla hvarf - sjá bls. 19 Hollywood: | Lonely Blue Boys - ylja týndu kynslóðinni Á fóstudags- og laugardagskvöldið kemur hljómsveitin Lonely Blue Boys fram í Hollywood. Hljómsveitin, sem nú kemur saman efir langt hlé, hefur staðið í ströngu við að æfa öll gömlu lögin sem hún gerði vinsæl fyrir nokkr- um árum og gaf út á plötum, lög eins og Harðsnúna Hanna, Er ég kem heim í Búöardal og mörg fleiri. Hljómsveitina skipa þeir Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Engilbert Jensen. Lonely Blue Boys verða i Hollywod um helgina. Glóðaðir kóngasniglar - sjá bls. 18 íþróttir helgarinnar - sjá bls. 30 Iinderman Band - sjá bls. 20 Elías í Gallerí Borg - sjá bls. 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.