Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 1
31
14. TBL. LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988.
Snjókarlinn
Einu sinni voru Jóna, Sigga, Kalli og Bjarni
úti að búa til snjóhús. Þau bjuggu líka til
snjókarl með pípuhatt og skírðu hann
Snæfinn snjókarl af því að þeim finnst vísan
um hann svo skemmtileg. Þau sungu lagið
og fóru síðan öll heim til sín að drekka.
Katrín Lóa Vilhjálmsdóttir, 7 ára,
Heiðarvegi 10, 800 Selfossi
Snjórinn
Einu sinni voru Jói, Siggi og Lóa að búa
til snjókarl. Svo kom Lísa og spurði: „Má
ég hjálpa ykkur að búa til snjókarlinn?“
Þá sagði Siggi:
„Nei, það máttu ekki.“
Þá fór Lísa að gráta. Næsta dag voru Jói,
Siggi og Lóa að búa til annan snjókarl. Lóa
sá Lísu og spurði hvort hún vildi hjálpa
þeim. Lísa sagði já og þau urðu öll góðir
vinir.
Guðrún Lára Róbertsdóttir, 8 ára,
Engihlíð 22, 355 Ólafsvík
Jósep skilinn
útundan
Einu sinni var lítill strákur sem hét Jósep.
Hann langaði að búa til snjókarl með bekkj-
arfélögum sínum. En Jósep var skilinn
útundan. En hvers vegna? Jú, það var vegna
þess að hann var ekki í eins úlpu og hinir
krakkarnir. Mamma hans Jóseps hafði fár-
ið með honum í kaupfélagið og keypt úlpu.
En krökkunum fannst úlpan svo ljót að
þeir vildu ekki leika við Jósep og meira að
segja strákurinn, sem sat við hliðina á hon-
um í skólanum, vildi ekki.tala við hann.
En þá fór Jósep og bjó til sinn eigin
snjókarl. Þetta var stór snjókarl með hatt,
trefil og meira að segja kúst. Nú urðu
krakkarnir öfundsjúkir og spurðu Jósep
hvort hann vildi ekki leika við þá. En Jós-
ep vildi það ekki. En svo sættust þau öll
og fóru að leika sér samaru Þau bjuggu til
marga, marga snjókarla. Þá varð Jósep
glaður.
Stefanía Margrét Vilbergsdóttir, 6, ára,
Norðurgarði 10, 230 Keflavík
Lísa litla
Einu sinni var lítil stelpa sem hét Lísa. Hún
var nýflutt í Breiðholtið og þekkti engan.
En hvað var þetta? Það voru hvítir punktar
dettandi úr skýjunum. Lísa vissi strax að
þetta var snjór. Nú var sko gaman. Hún fór
strax í úlpu og fór út. Þá sá hún nokkra
krakka á aldur við sig vera að búa til
snjókarl. Þau voru svo áköf að þau tóku
ekki eftir Lísu litlu. Allt í einu datt Lísu
ráð í hug. Hún fór og sótti Pésa bróður sinn
og þau létu hendur standa fram úr ermum.
Þau bjuggu til stærsta og fínasta snjókarl
í heimi (eða það fannst Lísu). Þau létu á
hann fína, brúna hattinn hans pabba og
bláa trefilinn hans Pésa. Nú sáu hinir
krakkarnir snjókarlinn og loksins nýju
stelpuna sem hafði búið hann til. Krakkarn-
ir urðu vinir og léku sér kringum snjókarl-
ana sína.
íris Stefánsdóttir,
Blikanesi 10, 210 Garðabæ
Gunnar
Það var einu sinni strákur sem hét Gunn-
ar. Einn daginn þegar hann vaknaði var
búið að snjóa mjög mikið. Hann stökk á
fætur og flýtti sér út að spyrja eftir vini
sínum og vinkonu. Þau flýttu sér líká út.
Svo fóru þau öll saman að búa til snjókarl.
En svo kom Sigga og vildi líka hjálpa til.
Það vildu hin ekki. Þá varð Sigga leið og
horfði á þau. Snjókarlinn varð alltaf stærri
og flottari og Sigga horfði alltaf á. Hún var
komin mað tár í augun. Þá kom Gunnar
til hennar og sagði að hún mætti alveg
koma og leika með þeim. Svo gerðu þau öll
saman tvo snjókarla og léku sér allan dag-
inn. Nú var Sigga ekki lengur með tár í
augunum.
Magdalena Ósk Guðmundsdóttir, 8 ára,
Holtagerði 45, 200 Kópavogi
Jóhanna litla
Jóhanna litla fékk ekki að vera með við
að búa til snjókarl. Hún hafði verið að
hrekkja krakkana í gær og þess vegna fékk
hún ekki að vera með. Jóhanna bað fyrir-
gefningar og þá vildu krakkarnir leyfa
henni að vera með.
Petrína K. Sigurðardóttir, 4 ára,
Sóleyjargötu 1, 300 Akranesi
Snjókarlinn
Það var snjór úti. Allir krakkamir flýttu
sér út að búa til snjókarl. Þegar Lína kom
út voru krakkarnir í næsta húsi, þau Sigga,
Benni og Bína, búin að búa til snjókarl.
Svo fóru þau inn og sóttu fína pípuhattinn
sem pabbi þeirra átti og þá var nú snjókarl-
inn fínn.
Sandra Guðmundsdóttir, 7 ára,
Miðengi 16, 800 Selfossi
Leiðinlegur dagur
Það var morgunn og Gyða var að vakna.
Hún leit út um gluggann og sá að það var
kominn snjór og Brynja, Karen og Emil
voru þegar komin út og byrjuð að búa til
snjókarl. Gyða klæddi sig og hljóp niður í
eldhús og borðaði í snatri. Emil, Brynja og
Karen eru systkin sem búa í næsta húsi við
Gyðu. Emil er elstur, hann er 10 ára, svo
kemur Brynja, hún er 8 ára, og Karen er
bekkjarsystir Gyðu, þær eru báðar 7 ára.
Gyða hugsaði um hvað þetta yrði skemmti-
legur dagur. Hún ætlaði meira að segja að
búa til 10 snjókarla.
Gyða fór í útifötin og hljóp út til krakk-
anna. Gyða kallaði til þeirra: „Má ég vera
með?“ Þá sagði Emil: „Nei, við ætlum að
búa til okkar eigin snjókarl." Þá varð Gyða
sár en herti sig þó upp og byrjaði að búa
til snjókarl fyrir sig. Þá sagði Brynja: „Við
eigum þetta pláss, þú verður að fara ann-
að.“ Svo fóru krakkarnir að hlæja. Gyða
fór heim og henni fannst þetta mjög leiðin-
legur dagur.
Guðný Hilmarsdóttir, 11 ára,
Vesturási 51, 110 Reykjavík
mín
Sagan
Skrifið sögu um þessa mynd. Sagan
birtist síðan í 17. tbl. og getur að sjálf-
sögðu hreppt verðlaunin.