Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Side 4
20
FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkur-
prófastsdæmi sunnudag 17.
apríl 1988
Árbæjarprestakall: Bamasam-
koma í Árbæjarkirkju sunnudag kl.
10.30 árdegis. Fermingarguösþjón-
usta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organ-
leikari Jón Mýrdai. Altarisgönguat-
höfn fyrir fermingarbörn og
vandamenn þeirra þriðjudaginn 19.
aprO kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þor-
steinsson.
Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Fundur í safnað-
arfélagi Ásprestakalls mánudags-
kvöld 18. apríl kl. 20.30. Samúel
Ólafsson segir frá starfi sínu í Afríku
og sýnir litskyggnur. KafFiveitingar.
Sumardagurinn fyrsti: Barnaguðs-
þjónusta í Áskirkju kl. 11. Hrafnista:
Guðsþjónusta sumardaginn fyrsta
kl. 13. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
11.00 (Ath. breyttan messutíma.)
Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl.
11.00. Elín Anna Antonsdóttir og
Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Jónas Þórir.
Æskulýðsfundur þriðjudagskvöld.
Félagsstarf aldraöa miðvikudagseft-
irmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall: Fermingarguðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00.
Bamasamkoma í safnaðarheimilinu
við Bjarnhólastíg kl. 11. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson.
Dómkirkjan: Laugardagur: Bama-
samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill
Hallgrímsson. Sunnudagur: Messa
kl. 11. Síðasta messa sr. Þóris Step-
hensen fyrir ársleyfi hans. Orgelleik-
ur í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir
Stephensen.
Landakotsspítali: Guðsþjónusta kl.
13.00. Orgelleikari Birgir Ás Guð-
mundsson. Forsöngvari: Svala
Nielsen ópemsöngkona. Sr. Þórir
Stephensen.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
14.00. Sr. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up messar. Félag fyrrverandi sókn-
arpresta.
Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma
kl. 11.00. Ragnheiður Sverrisdóttir.
Ferming og altarisganga kl. 14.00.
Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Org-
anisti Guöný Margrét Magnúsdóttir.
Mánudagur: Fundur í æskulýðsfé-
laginu kl. 20.30. Miðvikudagur:
Guðsþjónusta með altarisgöngu kl.
20. Sóknarprestar.
Tommy Hunt að kveðja
gesti Þórscafés
Bandaríkjamaðurinn Tommy Hunt, sem
skemmt hefur gestum í Þórscafé og
Mánaklúbb við góðar undirtektir í vetur
ásamt hijómsveitinni Burgeisum, er nú á
förum af landi brott. Um helgina mun
Tommy koma fram í síðasta skipti á þess-
um vetri í Þórscafé og Mánaklúbb.
Tommy er þekktur fyrir að heilla
áheyrendur sína upp úr skónum með
hugýúfiim ballöðum og verður hans sjálf-
sagt sárt saknað af mörgum.
I verkum Soulages mynda kröftugar, dökkar línur óreglulegt munstur á
björtum bakgrunni.
Iistasafn íslands:
Sýningáverkum
Pierre Soulages
A morgun kl. 15.00 veröur opnuð
í Listasafni íslands sýning á verk-
um franska listmálarans Pierre
Soulages og mun listamaðurinn
heiðra safnið með nærveru sinni
við opnun sýningarinnar. Sýningin
er fengin fyrir tilstilli franska
sendiráðsins í Reykjavík.
Á sýningunni verða 34 ætingar
og spanna þær nær allan listferil
hans. Sú elsta er frá 1952 en sú
yngsta frá 1980. Verkin eru öll í
eigu listamannsins.
Soulages er fæddur árið 1919 í
borginni Rodez í suð-austur
Frakklandi. Eftir stríðslok settist
hann að í París þar sem hann hefur
verið búsettur síðan.
Soulages er í hópi þeirra lista-
manna sem komu fram á sjónar-
sviðið eftir heimsstyijöldina síðari,
þegar París var miöpunktur lista-
heimsins en New York tók síðar
við því hlutverki. Listamenn þessir
voru kenndir við École de Paris eða
Parísarskólann og er Soulages nú
álitinn einn mikilvægasti fulltrúi
hans.
Hann hóf feril sinn sem abstrakt-
málari og hefur æ síðan þróað sitt
sérstæða myndmál sepi er í senn
einfalt, sterkt og fágaö. í verkum
hans mynda dökkar línur óreglu-
legt munstur á björtum bakgrunni
þar sem ljósið virðist flæða út úr
sjálfri myndinni og gegnir mikil-
vægu hlutverki.
Soulages vinnur jafnt að mál-
verkum sem grafík en yfirleitt ekki
á sama tíma. í ætingunum hefur
hann þróað sérstaka aðferð og stíl
sem hentar þessari tækni afar vel
en er sjálfstætt frá málverkunum.
Verk Soulages eru í öllum helstu
listasöfnum austan hafs og vestan
og heíúr. hann verð fulltrúi Frakka
á öllum mikilvægum alþjóðlegum
sýningum og biennölum eftir stríð.
Sýningin er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 11.00-17.00.
Gallerí Svart á hvítu:
Blýantsteikningar
Á morgun kl. 14.00 verður opnuð
í Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi
17, sýning á blýantsteikningum
Valgerðar Bergsdóttur. Á sýning-
unni verða verk, unnin á árunum
1987-88.
Valgerður Bergsdóttir hefur
haldið fjölda einkasýninga og tekið
þátt í samsýningum heima og er-
lendis. Hún hefur unnið að félags-
málum myndlistarmanna og var
formaður FÍM 1983-1985.
Hún hefur kennt við Myndlista-
og handíðaskóla íslands og við
Myndlistarskólann í Reykjavík og
var skólastjóri hans 1984-1987.
Valgerður er fædd 1943. Hún
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1969-1971 og
við Statens Kunstindustri- og
Hándværkerskole í Osló. Mynd-
menntakennari frá Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1973. Síðast
hélt Valgerður einkasýningu í Ábo
í Finnlandi 1983. En • af öðrum
einkasýningum hennar má nefna
sýningu í Bókasafni ísafjarðar 1983
og Gallerí Langbrók 1981.
Sýningin er opin daglega nema
mánudaga frá kl. 14.00-18.00. Sýn-
ingunni lýkur 1. maí.
í
1
i
i
c
c
1
c
c
A morgun verður opnuð sýning í Norræna húsinu. Einnig verður þar dönsk I
bókakynning. ]
Á sýningu Elíasar B. Halldórs-
sonar í Gallerí Borg, Pósthússtræti
9, era Iitlar og stórar oliumyndir,
flestar frá síðustu tveimur árum.
Elias er fæddur á Borgarfirði
eystra 2.12. 1930. Elias stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1955-1958. Síðan
í'ramhaldsnám við listaakademi-
una í Stuttgart og við Konungiegu
Listaakademiuna i Kaupmamia-
höfn. Hann hefur haldiö margar
einkasýningar ogtekið þátt í sam-
sýningum.
Sýningunni lýkur 19. apríl og er
hún opin virka daga frá kl. 10-18
og um helgar frá kl. 14-18.
Austurstræti 10
Þessa dagana eru kynnt grafik-
verk eftir Þórð Hall í sýningar-
' glugganum í Austurstræti 10 og ný
keramikverk eftir Guðnýju Magn-
úsdóttur. Kynning á verkunum
varir næstu tvær vikurnar.
Fríkirkjan í Reykjavík: Ferming og
altarisganga kl. 11. Organisti Pavel
Smid. Sr. Gunnar Bjömsson.
Grensáskirkja: Messa með altaris-
göngu kl. 11. (Ath. breyttan tíma.)
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
Hallgrimskirkja: Barnasamkoma og
messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. - Beðið fyrir sjúkum.
Sumardagurinn fyrsti: Skátamessa
kl. 11.00.
Landspítalinn: Messa kl. 10.00. Sr.
Karl Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja: Morgunmessa kl.
10.00. Sr. Tómas Sveinsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 11.00. Messa kl.
14.00. Sr. Amgrímur Jónsson. Org-
anisti Orthulf Prunner.
Hjallaprestakall í Kópavogi: Ferm-
ingarguðsþjónusta kl. 10.30 í Kópa-
vogskirkju: Kirkjukórar Hjallasókn-
ar og Kópavogskirkju syngja.
Organisti Friðrik V. Stefánsson. Sr.
Kristján Einar Þorvarðarson.
Kársnesprestakall: Bamaguðsþjón-
usta í safnaðarheimilinu Borgum kl.
11.00 árdegis. Foreldrar og forsvars-
menn bama eru hvattir til aö koma
með þeim til guðsþjónustunnar. Sr.
Árni Pálsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guöbrands
biskups. Óskastund bamanna kl. 11.
Söngur - sögur - myndir. Þórhallur
Heimisson og Jón Stefánsson sjá um
stundina. Guðsþjónusta kl. 14.00.
Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson.
Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi á
eftir. Sóknamefndin.
Laugarnesprestakall: Guðsþjónusta
kl. 11. Bamastarf um leið og guðs-
þjónustan. Kaffi á könnunni eftir
guðsþjónustu. Ath. sunnudaginn 24.
apríl verður aðalsafnaðarfundur og
hefst hann strax að lokinni messu
rúmlega 12 á hádegi. Sóknarprestur.
Neskirkja: Laugardagur: Æskulýðs-
fundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Sam-
verastund aldraðra kl. ,15.00. Sýnd
verður Reykjavíkurkvikmynd frá
1955 og bingó spilaö. Sunnudagur:
Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkju-
bílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr.
Guðmundur Oskar Ólafsson. Mánu-
dagur: Fundur hjá Kvenfélagi
Neskirkju kl. 20.30. Þriðjudagur og
fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða
kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbæna-
messa kl. 18.20. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
Seljakirkja: Fermipgarguðsþjónusta
kl. 14. Síðasta ferming á vorinu. Org-
anisti Kjartan Sigurjónsson. Ein-
söngur: Steinarr Magnússon, Sr.
Valgeir Ástráðsson.
Seltjarnarneskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11.00. Eirný og Solveig Lára.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffisopi á
eftir. Mánudagur: Æskulýðsfundur
kl. 20.30. Þriðjudagur: Opið hús fyrir
10-12 ára kl. 17.30. Sóknarprestur.
Kirkja óháða safnaðarins.: Messa kl.
11.00. (Ath, breyttan messutímaO
Organisti Heiömar Jónsson. Sr. Þór-
steinn Ragnarsson.
Eyrarbakkakirkja: Guðsþjónusta kl.
14.00. Sóknarprestur.
Stokkseyrarkirkja: Barnamessa kl.
11.00. Sóknarprestur.
Tilkynriingar
Kvenfélag Neskirkju
heldur fund mánudaginn 18. apríl kl.
20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Upp-
lestur, söngur og fleira.
Keflavíkurkirkja
Guðsþjónusta kl. 14.00, aðalsafnaðar-
fundur í kirkjunni eftir messu.
Neskirkja
Félagsstarf aldraðra. Samverustund á
morgun, laugardag, kl. 15.00 í safnaðar-
heimili kirkjunnar. Sýnd verður Reykja-
víkurmynd frá 1955 og spilað bingó.
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagsskóli kl. 10.30, guðsþjónusta
kl. 14.00, organisti Helgi Bragason, séra
Gunnþór Ingason messar.
Gigtarfélag Islands
fékk nýlega höfðinglega gjöf frá velunn-
urum félagsins sem undanfarin ár hafa
dyggilega stutt uppbyggingu Gigtlækn-
ingastöðvarinnar. Þær færðu félaginu
500.000 krónur í minningu Þorbjargar
Bjömsdóttur og er gjöfm stofnfé að
styrktarsjóði gigtarsjúklinga.
Gangleri
er kominn út, fyrra hefti 62. árgangs. Það
tlytur greina um andleg og heimspekileg
mál. Alls em 13 greinar í heftinu auk
smáefnis.
Ráðsfundur III. ráðs
Dagana 16. og 17. apríl verða haldnir
fundir III. ráðs að Hótel Ársölum, Sel-
fossi. Skráning hefst laugardag kl. 12.30,
fundur settur kl. 14.00. Dagskrá: Félags-
mál og ræðukeppni.' Skráning hefst
sunnudag kl. 9.30, fundur settur 10.30.
Dagskrá: Félagsmál, hádegiserindi.
Fcmdirnir em öllum opnir.
Ráðstefna um tónlistarskóla
Félag tónlistarskólakennara mun gang-
ast fyrir ráðstefnu í Reykjavik dagana 16.
og 17.' apríl nk. og verður hún haldin í
Æfmga- og tilraunaskóla Kennarahá-
skóla íslands viö Háteigsveg. Tilgangur
ráðstefnunnar er:
1) Að fá þá kennara sem kenna við hinar
ýmsu deildir tónhstarskólanna til að bera
saman hugmyndir sínar og reynslu í
þeim tilgangi að styrkja starf skólanna
og auka gæði kennslunnar.
2) Að skilgreina hvaða menntun tónlist-
arskólakennarar þurfa að hafa ef stefnt
verður að lögvemdun starfsheitisins.
3) Að gera tillögur um hvemig best verði
staðið að menntun tónlistarskólakenn-
ara, endurmenntun starfandi tónlistar-
skólákennara og símenntun starfandi
tónlistarskólakennara.
Tómstundarstarfi grunnskóla
Reykjavíkur er lokið
Þátttaka í klúbbastarfsemi var ágæt, um
2500 börn tóku þátt í starfmu og vom
viðfangsefnin fjölbreytt að vanda. Tóm-
stundastarfmu lauk með vormóti grunn-
skóla í Breiðholtsskóla 25. mars sl.
Nýtt sendiherraembætti
Steingrimur Hermannsson utanríkisráð-
herra hefur ákveðið að skipa sérstakan
sendiherra til að fara með afvopnunar-
mál og sinna málefnum ráðstefnunnar
um öryggi og samvinnu í Evrópu (Röse),
en þriðji frairihaldsfundur hennar stend-
ur nú yfir í Vín. Að tillögu utanríkisráð-
herra hefur Forseti íslands síðan skipað
Hjálmar W. Hannesson sendiherra í ut-
anríkisþjónustunni frá 1. apríl að telja
og mun hann fara með þessi mál.
Spilakvöld íTemplarahöllinni
í kvöld kl,21.00 hefst þriggja kvölda spila-
keppni í Templarahöllinni. Spilað verður
dágóöa stund og svo taka gömlu dansam-
ir viö undir leik hljómsveitarinnar
Tiglana, mun dansinn duna til um þaö
bil eitt eftir miðnætti. Annað keppnis-
kvöldið verður svo að viku liðinni og
það þriðja föstudaginn þar á eftir.
Síðasta sýningar-
helgi
Ráðhildar
Nú fer í hönd síðasta sýningarhelgi á
málverkum Ráöhildar Ingadóttur í Ný-
listasafninu. Opið verður um helgina frá
kl. 2-20.
Tölvudágar í Félagsmála-
skólanum
Menningar- og fræðslusamband alþýðu
býður félagsmönnum aðildarfélaga Al-
þýðusambandsins að sækja svokallaða
tölvudaga í Ölfusborgum 25. apríl^. maí
næstkomandi. Námskeiðið skiptist í þrjá
námsþætti: 1) M.S. Dos stýrikerfið, rit-
vinnslu og íjárhagsbókhald. 2) Umræða
um einkatölvuna, gagnagrunn og tölvu-
reikni. 3) Uppbygging og notkun félags-
skrár, atvinnuleysisbætur, reglur,
réttíndi og tölvuvinnsla, prentun og
tölvupóstur. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu MFA í Reykjavík.
Fyrirlestur
Hinn 15. apríl kl. 13.00 heldur prófessor
Auguste Wackenheim fyrirlestur þar
sem hann lýsir þróun myndgreininga-
tækni og notkun nýrra aðferða svo sem
tölvusneiðmyndun og segulómun við
greiningar og ákvarðanir á segulómun
við greiningar og ákvarðanir á sjúk-
dómum í hálshrygg.
Félagsmiðstöð Geðhjálpar
að Veltusundi 3b er opin á fimmtudögum
kl. 20-22.30 og laugardögum og sunnu-
dögum kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp
opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14
þar sem seld eru minningarkort félagsins
og veittar upplýsingar um starfsemina.
Síminn er 25990.