Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1988, Page 8
32 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1988. Ótrúlega litlar breytingar eru á DV-listanum þessa vikuna en engin ný mynd er nú á listanum og er 'mjög langt síðan það gerðist. La Bamba heldur 1. sæti aöra vik- una í röð en Robocop, sem er nýbúin að fá óskarinn fyrir klipp- ingu, er komin í 2. sæti eftir aðra viku sína á lista. íslenska myndin um hana Stellu sýnir mikið jafn- vægi og heldur 5. sæti og virðist síður en svo vera á útleiö þó hún sé búin að vera lengi á leigunum. DV-LISTINN 1. (1) La Bamba 2. (3) Robocop 3. (2) The Living Daylight 4. 0) Jumping Jack Flash 5. (5) Stella í orlofi 6. (8) Aprils Fools Day 7. (7) The Fly 8. (10) Wise Guys 9. (4) Big Easy 10. (6) Blind Date Falin CASSANDRA Útgefandl: Steinar hf. Leikstjóri: Colin Eggleston. Aðalhlutverk: Shane Briant, Briony Be- hets og Tessa Humphries. Bandarísk 1987 - sýningartimi: 86 min. Cassandra er ung stúlka sem heldur að hún lifi ósköp venjulegu lífi. Undantekningin er sífelldar martraðir sem skelfa hana. Hana dreymir konu sem drepin er af barni sem svo kveikir í heim- ili þeirra. Ekki fagur draumur. Cassöndru bregður því þegar hún sér mynd af konunni sem birtist í draumi hennar. Þegar hún spyr móður sína um myndina verður fátt um svör en móðirin viðurkennir þó að þetta sé foðursystir hennar sem sé löngu dáin. Cassandra kemst á snoöir um að faöir hennar á sér viðhald og þegar viðhaldið er drepið á hryllilegan hátt grunar hana að ekki sé allt með felldu með sambúð foreldra hennar. Enda kemur á daginn að hið ein- falda líf hennar er síður en svo einfalt og hún hefur alltaf verið blekkt um uppruna sinn. Ættingj- um hennar íjölgar óvænt þegar hún fréttir að hún eigi bróður á geðveikrahæli. Morðin halda áfram og lögreglan stendur ráð- þrota gagnvart morðum og „fjöl- skyldu“ sem er engin fjölskylda... Söguþráður Cassöndru er nokk- uð ruglingslegur á köflum. Byij- endabragur er á flestum atriðum. Sum spennuatriðin standa þó und- ir nafni og bjarga þau annars hálfdaufri mynd sem er lítt eftir- minnileg. HK Seinheppnir útlagar THE APPLE DUMPLING GANG RIDES AGAIN Útgefandl: Bergvfk. Leikstjóri: Vincent McEveety. Aðalhlutverk: Tlm Conway, Don Knotts, Tim Matheson og Kenneth Mars. Bendarlsk: 1979 - sýnlngartfmi: 85 mln. Tveir útlagar, sem hafa meira álit á sjálfum sér en þeir hafa efni á, eru ákveðnir að gerast heiðarlegir menn. Með þá ætlun í huga leggja þeir peninga sína í banka. Þeir eru aftm1 á móti ekki heppnari en það að í leiðinn er verið að ræna ban- kann og peningar þeirra lenda í höndum bankaræningjanná... Þetta er byijunin á afþreyingu frá Disney fyrirtækinu, The Apple Dumpling Gang Rides Again, þar sem Tim Conway og Don Knotts leika þessa seinheppnu þijóta sem ekki aðeins lenda í fangelsi heldur það sem verra er, þeir ganga í her- inn. Allt fer úrskeiðis hjá þeim, en inni við beinið eru hrakfaUabálk- amir hinir mestu sakleysingjar og í anda Walt Disney gengur þeim aUt í haginn í lokin. Skarpir náungar WISE GUYS Útgefandi: JB myndbönd. Leikstjóri: Brian De Palma. Framlelðandl: Aaron Russo. Handrit: George Gallo. Tónllst: Ira Newborn. Aðalhlutverk: Danny DeVito, Joe Piscopo, Harvey Keitel og Ray Sharkey. Bandarfsk 1986. Síðasta ár var gott ár fyrir þá Danny DeVito og Brian De Palma. DeVito lék í hverri gamanmynd- inni á fætur annarri og De Palma komst loksins í hóp alvöruleik- stjóra með myndinni Hinir ósnert- anlegu. Þessi mynd er árangur samstarfs þeirra félaga áður en þeir stigu frægöarsporin á síðasta ári - gerð 1986. Það er engu líkara en De Palma sé að æfa sig á mafiósum áður en hann ræðst í gerð myndarinnar um hinn eina sanna A1 Capone. De Palma hefur hingað tíl ekki verið þekktur fyrir húmor, en hann slak- ar ærlega á í þessari mynd og tekst bara bærilega upp. Myndin segir frá tveim undir- málskrimmum (DeVito og Piscopo) sem eru aðeins nothæfir sem btiss'r, rswiéy, rmi * m íte cr«St c&íí? sprengjuleitarar sem felst í því að athuga hvort sprengjur séu í bíl höfðingjans, með því að hætta tU lífi sínu. Þá félaga dreymir þó drauma - að græða peninga og opna matsölustað þar sem hægt væri aö fá gyðingamat og jafnvel ítalska rétti. Einn daginn ákveða þeir að taka áhættuna á veðhlaupa- brautinni og leggja undir peninga höfðingjans. Auðvitað tapa þeir og eiga eftir það fótum sínum fjör að launa. Það er þægUegur blær yfir mynd- inni, sem gerir góðlátlegt grín að glæpamyndum og skrautlegt fólk í aukahlutverkum kryddar mynd- ina. DeVito er skondinn náungi og er á góðri leið með að verða einn vin- sælasti gamanmyndaleikari Bandaríkjanna. Hann hefur reynd- ar einnig tekið að sér að leikstýra og þykir standa sig vel á því sviði í nýjustu mynd sinni, Hentu mömmu úr lestinni. Piscopo á hins vegar í meiri vandræðum með sitt hlutverk en gerir þó engin meiri- háttar mistök. Handritið er nokkuð skothelt og bíður úpp á smellin atriði þótt sam- töl gætu verið hugmyndaríkari. -SMJ FROM THE HIP Útgefandi: JB myndbönd Leikstjóri: Bob Clarke. Handrit: David Kelley og Bob Clark. Aðalhlutverk: Judd Nelson, Elizabeth Perkins og John Hurt. Bandarisk 1987. 97 min. öllum leyfð. Þessi mynd segir frá Robin Weat- hers sem er nýorðinn lögfræðingur og dreymir stóra drauma því sam- fara. Hann fær þó engin „aivöru- mál“ til að fást við svo að hann grípur tíl sinna ráða tU að tryggja framann. Þetta gengur aUt mjög vel og fyrr en varir er hann komin í fréttimar fyrir sniUi sína. Samstarfsmenn hans á lögfræði- stofunni eru ekkert aUt of ánægðir með pUtinn þótt þeir játi að harrn hafi aflað margra nýrra viðskipta- vina. Þeir úthluta honum því vonlausu máU og reynir þá fyrst Tlm Conwsy, Dor. IUiúHS. 11rn Mnlhevm. Kenntrlh Mnrs, F.lysxft Dxvslo?. J«:k tlsm, Roberf T'tne. Hany MoiCjan. Proávtced by Hon Mliiet, Cö-pteduced by lom-Lfietoti; -Básced or. chxntXom crenfwí by Jack M, Bkkharn Writtcn by Dcn Ð;m.-;ed hy Vir.wrrt McFvc:ty Það fer ekki miUi mála hvaðan fyrirmyndin kemur. Látbragsleik- ur og karakterlýsing er fengin frá Laurel og Hardy. Einn hefur vitið fyrir öðrum þótt sá sem vitið hefur sé lítið gáfaðri. Því miður er langt frá þvi að Conway og Knotts nái góðum tökum á hlutverkum sín- um. Aftur á móti er virkUega gaman að Kenneth Mars í hlut- verki lögregluforingja sem á yfir- borðinu er mikU hetja en blauður þegar á reynir. HK virkUega á strákinn. Hér er táningahetja (Nelson) sett í hlutverk hins snjaila og útsjónar- sama lögfræðings sem tröUríöur öllum bandarískum lagaklækja- myndum. Útkoman verður ungl- ingalögfræðidrama sem er ekki saðsamur kokteiU. Nelson er óharðnaður leikari og hefði leik- stjóri mátt halda betur aftur af honum. Reyndar hverfa þau ungl- ingasmástirni sem 1 myndinni eru í duftið þegar Hurt birtist á skján- um þótt karUnn sé ekki aUt of áhugasamur. Þótt myndin sé ákaflaga á reiki, byijar með gríni og gamni en endar í háalvarlegum vangaveltum, þá bíður hún upp á þokkalega takta og margt í henni vel þess virði að eftir sé tekiö. -SMJ Kobin ÍC^Xeat li T!m- wav 1k- jýrwikt*^ bw | >h<>uí<l W « cruiK*, I Jmíd f Fiuaixih IVrhmx FrOM THE ALLNIGHTER Útgefandi: Laugarásbió. Lelkstjórl: Tamar Simon Hoffs. Aðalleikarar Susanna Holfs, Dedee Pfeilfer og Joan Cusack. Bandarisk 1987 - sýningartimi: 92 min. The Allnighter fyllir óteljandi flokk mynda sem fjaUar um ungl- inga sem eru á leið í sumarfrí. SkóUnn er búinn og nú skal sleppt fram af sér beislinu. Langflestar sUkra mynda eru nauðaómerkUeg- ar og er The AJlnighter ein þeirra. Þaö hefur sjálfsagt aðaUega vakið fyrir framleiðendum myndarinnar að koma Suzanne Hoffs á fram- færi. Hoffs þessi er söngkona og meðlimur hinnar vinsælu kvenna- hljómsveitar The Bangles. Nú, til að koma því strax að þá er hún tíl margra hluta betur hæf en að leika í kvikmyndum. Svo er einnig um langflesta aðra leikara myndarinn- ar og er pínlegt að sjá suma reyna að sýna tílfinningar. í stuttu máU fjaUar myndip um þijár stúlkur. SkóUnn búinn og nú skal aldeilis skemmta sér. Ekki fer nú aUt eftir bókinni þvi tvær þeirra lenda í fangelsi þegar reynt er að bjarga þeirri þriðju úr vægast sagt erfiðri stöðu. Eins og vænta má leysast öU vandamál í lokin og allir mæta ánægðir í skólaútskriftina. The AUnighter er gerð fyrir tán- inga og gerir sig kannski sem slík en aðrir ættu aö leita eftir betri afurð. HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.