Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 1
Hamlet er veill en ekki að ástæðulausu Meistarastykkið Hamlet eftir Shakespeare verður frumsýnt hjá LR á sunnudag. „Ég vil gera þetta að algildri dæmisögu; ung manneskja mætir vondum heimi. Þetta er tilíinning sem allir þekkja," sagði Kjartan Ragnarsson, leikstjóri Hamlets eft- ir William Shakespeare sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Reykjavíkur á sunnudaginn. Kjart- an var beðinn um að segja stuttlega frá uppfærslunni og skoðunum sín- um á frægustu persónu leikbók- menntanna. Hann var fyrst spuröur: Af hverju Hamlet, hér og nú? Höfðar til mín sem nútíma- manns „Við í Leikfélaginu höfum velt Hamlet lengi fyrir okkur en við höíðum hálfvegis sparað okkur þetta verk þar til flutt yrði í Borgar- leikhúsið. Það kom líka til tals að setja það á svið í Leikskemmunni. Ástæðan fyrir því að við réðumst í þetta núna er að það brást nýtt íslenskt verk sem átti að vera hér í Iðnó á leikárinu. Það kom líka í ljós að Hamlet hentaði betur inn í Iðnó en tahð var í fyrstu, sérstak- lega sú leið sem ég fer. Þetta er yfirleitt mjög fjölmenn sýning en ég fækka leikurunum mikið.“ Hvaða sjónarmið eru þar að baki? „Hættan við Hamlet er að þetta verði sýning eins leikara og hún komi hinum leikurunum lítið við. Verkið stendur þá og fellur með ‘þessum fallega innri texta en um- hverfið skiptir ekki máh. Hugmynd mín var að hafa leikhópinn ekki stærri en svo að það skapaðist sterkt samband á milli leikaranna innbyrðis, þetta yrði uppfærsla sem alUr væru samtaka um.“ Er rétt, sem maður hefur heyrt, að Hamlet sé þitt uppáhaldsverk? „Mér fmnst Hamlet mjög spenn- andi verk, þetta er yndislegt leikrit. Hins vegar er útilokað að raða leik- ritum í einhverja röð, það er ekki hægt að meta þau eins og lyftinga- menn þar sem sá sem lyftir mestu kemst á verðlaunapall. Þannig er ekki einu sinni víst að Hamlet sé besta verk sem Shakespeare skrif- aði, en það höfðar mjög sterkt til almennings og það höfðar sterkar til mín sem nútímamanns en önnur verk Shakespeares.“ Hetja en þó ekki hetja „Það sem er og var óvenjulegt við Hamlet er þessi hetja sem hagar sér ekki eins og hetja. Það er ævaforn regla í öUum harmleikjum að ein- hver verður fyrir órétti, hann á harma að hefna og hefnir. Þetta á við um forn-grísku leikritin, ís- lendinga-sögurnar og öll leikverk sem skrifuð voru fram að þeim tíma þegar Shakespeare skrifar Hamlet. Meira að segja í dönsku sögninni, sem Shakespeare styðst við, leikur Amlóði sig geðveikan bara svo hann eigi auðveldara með að drepa kónginn. í raunveruleik- anum er þetta ekki svona einfalt. Við verðum fyrir órétti, stöndum frammi fyrir erfiðum ákvörðunum en við vitum ekki hvað gera skal. Þannig er því farið með Hamlet og almenningur finnur þess vegna sjálfan sig í þessari persónu. Annars er Hamlet mjög margrætt verk, Hamlet sjálfur margslungin persóna og til jafnmargar upplif- anir á honum og áhorfendur eru margir.“ Veldur þetta ekki erfiðleikum þeg- ar ráðist er í að setja Hamlet á svið; það hefur hver og einn sínar ákveðnu hugmyndir um verkið og væntir staðfestingar þeirra í sýn- ingunni? „Það er ljóst að í hvert skipti, sem Hamlet er leikinn, þarf leikstjóri og leikhópur að taka sína sjálf- stæðu afstöðu til verksins og hafna samtímis öðrum leiðum. Einn vandinn við svona sígild verk er einmitt fyrirmyndir, hugmyndirn- ar sem fólk hefur áður en það sest inn í leikhús. Þannig er ætlast til að vofan í Hamlet sé í brynju, að Ófelía sé í hvítum kjól, að Hamlet sé með sítt, ljost, hrokkið hár og svo framvegis. Það verður hins vegar að athuga að á sínum tíma voru þessi atriði tæki sem Sha- kespeare beitti til að hafa áhrif á áhorfendur. Mörg þeirra eru úrelt í dag, þau eru orðin að klisjum og því þarf að beita nýjum ráðum til ná þessum upprunalegu áhrifum." Tímaleysi, aðferð Shake- speares „Önnur hhð á þessum vanda eru viðteknar venjur, sem koma Shakespeare ekkert við, heldur eru hefð í bresku leikhúsi á þessari öld. Þannig þykir við hæfi að'kóngur- inn sé með kórónu, í skikkju og annað í þeim dúr. Við höfnum þessu þvi okkur finnst það vera of barnalegt, eins og i barnaævintýri. Við viljum koma því á framfæri að það vald, sem Hamlet á við að etja, er raunverulegt og ógnvekjandi." Varðandi búningana þá vakti kóngurinn hjá mér hugrenninga- tengsl við klæðnað danskra konunga á síðustu öld meöan drottningin minnti einhvern veg- inn á kvenpersónu úr verki eftir Ibsen eða Strindberg. Hvaða hug- myndir réðu búningavalinu? „Þetta sem þú nefnir er nokkuð sem við leiddum aldrei hugann að þegar við vorum að velja búning- ana. Þeir eiga að segja meira um persónurnar sjálfar en tíma og tíð- aranda. Annars var heildarmark- miðið með leikmynd og búningum fyrst og fremst að framkalla ein- hvers konar tímaleysi. Þannig er notast bæði við japönsk sverð og amerísk sólgleraugu, Hamlet kem- ur fram í smóking meðan varð- mennirnir eru með mexíkanska hatta. Að þessu leyti er ekki ætlunin að gera verkið raunsæislegt enda var raunsæi ekkert atriði hjá Shake- speare. í Hamlet, sem á að gerast um tíuhundruð, er til dæmis skotið af fahbyssum en fallbyssur voru fundnar upp löngu seinna. Þannig veljum við að fara hina tímalausu leið Shakespeares sjálfs.“ Nú birtist verkið töluvert stytt. Hvaða sjónarmið voru þar ráð- andi? „Ég einbeiti mér fyrst og fremst að persónu- og fjölskyldusögunni í verkinu. Þannig eru ýmis hliðar- hopp tekin út; Fortinbras Noregs- prins er sleppt, sömuleiðis sendiboða og löngu rabbi um skylmingatækni, sem nútímafólk hefur engar forsendur til að njóta.“ Hamlet afburðanæmur „Svo voru aðrar styttingar eða breytingar sem lutu að því að láta luna dramatísku framvindu vera sem sterkasta. Þær miða að því að láta sýninguna lifa. Það eru auðvitað skiptar skoðan- ir um hvað maður á eða má ganga langt í að „umskapa" verk Shake- spears. Ég er hins vegar sannfærð- ur um að það er ekki hægt að vera honum alveg trúr, sáma hvaða leið maður velur." Þú sagðir áðan að til væru jafn- margar upplifanir á persónu Hamlets og mennirnir væru marg- ir. Hver er þín upplifun? „Fyrir okkur er Hamlet afburða- næmur og vel gerður maður sem mætir óréttlátum, vonskufullum heimi og á engra kosta völ. Hann stendur frammi fyrir því að hefna morðsins á föður sínum, drepa Kládius, en með því verður hann bara nýr Kládíus, maður sem kemst til valda með því að drepa konunginn. Hins vegar getur hann ekki hafnaö hefndarskyldunni. Shakespeare leggur mikla áherslu á að gera Hamlet svo vel úr garði að það séu ekki hans eigin veikleik- ar sem verði honum að falli.“ Þú ert þá ekki þeirrar skoðunar að Hamlet sé í raun geðveikur? Geðveiki er stórt orð. Nú á dögum höfum við fundið upp fullt af orð- um, á borð viö streitu og þunglyndi, sem Shakespeare og samtímamenn hans þekktu ekki. Ég held samt að þau eigi miklu betur við um Ham- let en sjúkdómurinn sem við köllum geðveiki. Hamlet er vissu- lega veill en hann hefur fulla ástæðu til að vera það.“ JKH ,en andinn er veikur - sjá bls. 29 Úr námum íslensku hljómsveit- arinnar - sjá bls. 20 Honey B and the T-Bones sjá bls. 19 Indverskur veitingastað- urTajMahal - sjá bls. 18 Fronsk grafík sjá bls. 20 íþróttir helgarinnar - sjá bls. 31

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.