Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1988. 29 Ellert Ingimundarson og Birgitta Heide í hluverkum sínum i ... en andinn er veikur. Pars Pro Toto: ...enandinnerveikur „Þetta er verk sterkra tilfmninga. í því eru sex einstaklingar aö berjast við ákveðin höft og grunntónn verks- ins er leit að frelsi," segir Lára Stefánsdóttir, en hún ásamt Katrínu Hall sömdu dansana í verkinu ... en andinn er veikur sem sýnt er í Hlað- varpanum um þessar mundir. Markmiðið er að sameina leik og dans. í verkinu eru notaðir textar eftir rithöfundana Heiner Mtiller, Pinter og Buchner. Leikstjóri er Guð- jón Pedersen, ljósameistari Ágúst Pétursson, tónhst samdi Kjartan Ól- afsson, leikmynda- og búningahönn- uður er Ragnhildur Stefánsdóttir og aðrir sem taka þátt í sýningunni eru Sigrún Guömundsdóttir, Ellert Ingi- mundarson, Árni Pétur Guðjónsson og Birgitta Heide Kjaminn í hópnum byrjaði að vinna saman sumarið 1985 en þá fékk íslenski dansflokkurinn boð um að taka þátt í Ung Kuitur festival í Sví- þjóð. „Það var í fyrsta skipti sem við reyndum að blanda saman leik og dansi. Viö fórum fimm dansarar saman út ásamt Ellert Ingimundar- syni leikara með frumsamið verk. Sumarið 1986 tókum við þátt í Nord- isk Art í Reykjavík og fyrir hátíöina samdi ég verk, leikrænt dansverk, og nefndi það Hendur sundurleitar, þá bættust þrír nýir dansarar við. Eftir NART hátíðina sáum við fram á að við þyrftum sérstakt nafn, því við vorum orðin viss um að okkur langaði að vinna meira saman. Við nefndum hópinn latneska nafninu Pars Pro Toto sem útleggst á íslensku sem hluti fyrir heild. Sýningin í Hlaðvarpanum er þriðja sýningin sem við setjum upp og sú langviðamesta. Við fengum styrk frá Menntamálaráðuneytinu síöasthðið vor sem var okkur mikil hvatning og örvun. Sviðsmyndin spilar stóran þátt í verkinu og verkið byggir að miklu leyti á því rými sem við höfum. Þetta er alfarið hugverk hópsins. Við unn- um öll í náinni samvinnu og verkið þróaðist smám saman. Þetta er erfið leið sem við völdum en ákaflega lokkandi. í verkinu íléttum við saman tón- list, texta og dansi, svo úr veröur ein , heild. Verkið íjallar um fólk sem hefur hvert á sinn hátt sömu sterku þrána en það skortir kjark. í verkinu eru sex einstaklingar sem eru komn- ir í sjálfheldu. Hver og einn þeirra þráir frelsi á sinn hátt en þeir eru lokaðir inni og sú innilokun kemur frá þeim sjálfum. Sviðsmyndin er mjög táknræn fyrir þessar tilfinning- ar og spilar í raun og veru mjög stóran þátt í verkinu. Innan hópsins myndast þrjú sam- bönd j)ar sem mikil togstreita ríkir á milh einstaklinganna. Samböndin eru öU mjög óUk, en samt sem áður lík að því leytinu að annar aðUinn leitast við að fá eitthvað en hinn kem- ur í veg fyrir það.“ Næsta sýning á ... en andinn er veikur veröur í Hlaðvarpanum á sunnudagskvöld kl. 21.00. Málverk á Kjarvalsstöðum Á morgun verður opnuð í austur- sal Kjarvalsstaða sýning á málverk- um þeirra Guðbjargar Lindar Jónsdóttur, Söru Vilbergsdóttur, Svanborgar Matthiasdóttur og Leifs Vilhjálmssonar. Þau útskrifuðust úr málaradeild Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1985. Sara og Svava hafa báðar lokið framhaldsnámi erlendis. Hópur þessi hefur áður sýnt saman í Gallerí ís- lensk hst í febrúar 1986. Þau hafa auk þess tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæöi heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00-22.00 og stendur til 8. maí. ur: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Aðai- safnaðarfundur Nessóknar aö lok- inni messu. Guðmundur Óskar Ólafsson. Þriðjudagur ogfimmtudag- ur: Opið hús fyrir aldraöa kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Ein- söngur, helgileikur, kórsöngur. Aö lokinni guðsþjónustu er kökubasar Kvenfélags Seljasóknar. Kaflisopi í safnaðarsalnum. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Eirný og Solveig Lára. Guðsþjónusta kl. 14. Mánudagur: Æskulýösfundur kl. 20.30. Þriðjudag- ur: Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17.30. Sumarferðalag barnastarfsins verð- ur laugardaginn 30. apríi. Farið verður frá kirkjunni kl. 13. Sóknar- prestur. Leikhús Þjóðleikhúsið Söngleikurinn Vesalingarnir verður sýndur í kvöld og laugardagskvöld. Hugarburður verður sýndur á laugar- dagskvöld, síðasta sýning. Lygarinn verður sýndur á sunnudags- kvöld. Pantanasími 11200. Leikfélag Reykjavíkur Síldin er komin. Sýning fóstudagskvöld kl. 20.00. Þar sem Djöflaeyjan rís. Sýning laugar- dag kl. 20.00. Sýningum fer fækkandi. Hamlet. Frumsýning á sunnudagskvöld kl. 20.00. Leikfélag Hafnarfjarðar Emil í Kattholti verður sýndur á laugar- dag kl. 14.00 og á sunnudag á sama tíma. Gríniðjan N.Ö.R.D. verður frumsýndur á sunnu- dagskvöld á Hótel íslandi. Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sýnir Smjörbitasögu á sunnudaginn að Fríkirkjuvegi 11. Þetta er næstsíðasta sýning. Miðapantanir í sima 622215. Gránufjelagið Endatafl verður sýnt á laugardag kl. 16.00 í bakhúsi að Laugavegi 32. Miða- pantanir allan sólarhringinn í síma 14200. Islenska Operan Don Giovanni eftir Mozart. Sýning í kvöld og annað kvöld kl. 20.00. Sýningum fer fækkandi. Miðasala alla daga frá kl. 15-19. Frú Emilía Kontrabassinn. Tvær aukasýningar verða á leikritinu nú um helgina, þ.e. í kvöld kl. 21 og á morgun kl. 16. Sýningar Kontrabassans eru að Laugavegi 55. Miðasalan er opin frá kl. 17-19 alla daga. Miðapantanir eru í síma 10360. Pars Pro Toto En andinn er veikur verður sýnt í Hlað- varpanum á sunnudag kl. 21. Pantana- sími 19560. Revíuleikhúsið Sætabrauðskarlinn. Sýning sunnudag kl. 15. Þetta er síðasta sýning. Miðasala opin frá kl. 13, sími 41985. Sýningar Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi. Sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið sunnudaga, þriöjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30-16. Gallerí Borg, Austurstræti 10 Grafíkdeild Gallerí Borgar. Þar eru til sölu og sýnis myndir hinna ýmsu ís- lensku grafíklistamanna. Nú er vetur liðinn og tímabært að búa bílinn til sumaraksturs. Frá 1. maí er óheimilt að aka á negldum hjólbörðum. Negldir hjólbarðar stórskemma götur borgarinnar. Vertu sumarlegur í umferðinni og skiptu tímanlega yfir á sumarhjólbarðana. Gleðilegt sumar! Gatnamálastjórinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.