Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 8
32 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1988. Mynd- bönd Umsjón: Sigurður M. Jónsson Hilmar Karlsson Nýjasta mynd James Bond, mynd- in The Living Daylight, fer í fyrsta sætið þessa vikuna og kemur það engum á óvart. James Bond mynd- ir hafa alltaf verið vinsælar á myndbandaleigum og sú nýjasta er engin undantekning. Annars eru hægar breytingar. Ein ný mynd kemur inn, The Sicilians sem gerð er eftir skáldsögu Mario Puzo sem komið hefur út á íslensku. Gaman- myndin The Secret of My Success kemur aftur inn. Aðalhlutverkið í þeirri mynd leikur hinn litli en vin- sæli Michael J. Fox. ★ !/2 0 DV-LISTINN Spilling í New Orleans 1. (3) The Living Daylight 2. (2) Robocop 3. (4) Jumping Jack Flash 4. (1) La Bamba 5. (6) Aprils Fools Day 6. (5) Stella í orlofi 7. (9) The Big Easy 8. (-) The Secret of My Success 9. (-) The Sicilian 10. (10) Blind Date ★★ 0 THE BIG EASY Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Jim McBride. Handrit: Daniel Petrie. Aðalhiutverk: Dennis Quaid og Ellen Barkln. Bandarísk 1986. 99 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Glæpaþriller þessi gerist í New Orleans sem hefur löngum haft á sér heldur vafasamt orð, enda sið- ferði þar af latneskum uppruna. Myndin segir frá baráttu í undir- heimum borgarinnar en inn í þaú átök fléttast lögreglan, enda grun- uð um heldur tvöfalt siðgæði. Lögregluforinginn (Dennis Quaid) gerir sér grein fyrir að ekki er allt eins og það á að vera innan lögregl- unnar en tekur þó ekki undir harða gagnrýni aðstoðarmanns saksókn- ara (Ellen Barkin) um aö allt sé rotið. Eftir harðar deilur þeirra í milli, sem eru kryddaðar með ró- mantík, ákveða þau að ráðast til atlögu við spillinguna. Þessi mynd segir ekkert nýtt en það er heldur ekkert nýtt með kvik- myndir frá Bandaríkjunum. Hér er um hefðbundna lögregluspillingar- mynd að ræða þar sem fallegur saksóknari fær aðstoð frá „heiðar- legum“ lögregluþjóni við að uppræta allan ósómann. Banabiti myndarinnar er hörmulegt val í aðalkvenhlutverkið en það er nán- ast kvalafullt að fylgjast með ungfrú Barkin þvælast í gegnum hlutverk sitt. Hún fær heldur ekki mikla aðstoð frá handritshöfundi sem hér á ekki góðan dag. -SMJ í njósnaleik ★★ JUMPING JACK FLASH. Leikstjóri: Penny Marshall. Aðalhlutverk: Whoopi Goldberg, Steph- en Collins og James Belushi. Bandarisk 1986. Sýningartimi 101 min. Whoopi Goldberg, er hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í The Color Purple, hefur verið afkasta- mikil að undanlörnu. Það sem vekur kannski mesta athygli er að eftir hið hádramatíska hlutverk í The Color Purple hefur hún ein- göngu leikið í gamanmyndum og er Jumping Jack Flash ein slík. Allir, sem eitthvað eru komnir á miðjan aldur og hafa eitthvað hlustað á tónlist, vita sjálfsagt að Jumping Jack Flash er eitt af vin- sælustu lögum The Rolling Stones, enda vitnar kvikmyndin beint í texta lagsins. Whoopi Goldberg leikur tölvu- fræðinginn Terri Doolitle sem er hinn færasti starfsmaður en óstýri- lát og á yflrmaður hennar bágt með að þola lætin í henni. Kvöld eitt, þegar Goldberg er að ljúka vinnu, neitar skjárinn að hlýða henni og skilaboð berast henni frá Jumping Jack Flash sem er njósnari í Aust- ur-Þýskalandi og er í miklum vandræðum. Hann hefur verið svikinn af félögum sínum og hans bíður ekkert nema dauðinn, nema Terri geti hjálpað honum. Terri er að sjálfsögðu óvön allri njósnastarfsemi og þar að auki fer nokkuð mikið fyrir henni. Hún er því fljót að lenda í vandræðum og á tímabili eru CIA, MI6 og KGB á eftir henni. Meðfædd bjartsýni, auk þess sem henni er farið að þykja vænt um hinn ósýnilega félaga sinn, gerir það að verkum að henni eru allir vegir færir þótt oft sé spil- að tæpt. Jumping Jack Flash er hin ágæt- asta afþreying. Whoopi Goldberg er að vísu best í smáskömmtum. Hún yfirleikur í hverju atriðinu á eftir öðru. Tekst það stundum og stundum ekki. Söguþráðurinn í Enn um Víetnam heild er hin mesta vitleysa en sum atriðin eru fyndin og sýna að Gold- berg hefur mikla hæfileika sem gamanleikkona. HK. HAMBURGER HILL Útgefandi: JB myndbönd. Leikstjóri: John Irvin. Handrit: Jim Cara- batsos. Bandarísk 1987. 110 min. Bönnuó yngri en 16 ára. Seint ætla þeir Bandaríkjamenn að þreytast á því að kvikmynda stríðiö í Víetnam en glöggir menn hafa bent á að Hollywood hafl tekið að sér aö vinna stríðið sem Pentag- on tapaði. Þessi mynd hefur lítið nýtt fram að færa og er reyndar mjög keimlík Platoon því hún tekur fyrir hinn óbreytta hermann og böndin sem tengdust á milli stríðsfélaga í stríði sem allir höföu skömm á. Saman- burðurinn við Platoon verður Hamburger HOl í óhag því þótt myndin sé alls ekki illa gerð er ekki hægt að neita því aö hún er eftirbátur hinnar i tvennum skiln- ingi. wa« at mwm< mmr sr at mm mi xmvxwmuimnmte tmw j Engir stórleikarar eru hér í aðal- hlutverkum og er það reyndar svo að það er varla fyrr en í lokin sem hægt verður að greina á milli per- sóna. Með þessu er verið að benda á að hermennirnir tapi einstakl- ingseðli sínu sem er að mörgu leyti skynsamlegri tilgáta en sjá mátti í Platoon. Þar var allt byggt upp í kringum baráttu tveggja manna, góðs og ills, sem er líklega fjarri raunveruleika stríðs. Eigi að síður gerði það fært að byggja upp mjög svo kraftmikla spennu sem gerði myndinni gott sem listaverki. Örlög Hamburger Hill ætla aö veröa dálítið dæmigerð fyrir eftir- legukindur. Athyglin, sem hún fær er sáralítil og rt það að mörgu leyti miður en þó fullkomlega skiljan- legt. Það sem gildir í kvikmynda- bransanum er að vera númer eitt. -SMJ ★y2 Var eiginmaðurinn dauðrn? DISTORTIONS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Armand Mastroianni Aðalhlutverk: Olivia Hussey, Steve Ra- ilsback og Piper Laurie. Bandarisk 1986 - Sýningartimi: 95 mín. Stundum eru spennumyndir svo ósköp venjulegar að hver heilvita maður getur séð fyrir næsta atriði. Distortions er ein slík. Ef ekki væri fyrir nokkuð óvæntan endi væri myndin hreint og be'int leiðinleg. Fjallar myndin um konu eina, Amy, sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Eiginmaður hennar er myrtur og frænka henn- ar, sem hafði alið hana upp, vill að hún komi til sín, sem hún og gerir. Það kemur fljótt í ljós aö frænkan er ekki öll þar sem hún er séð og ýmsir atburðir styðja að það er allt annað en velferð frænkunnar sem hún hefur í huga. Þegar Amy segist sjá hinn myrta eiginmann sinn myrtan, telur frænkan það ein- göngu stafa af gömlu geðveikinni sem sé að taka sig upp. Eiginmaður Amy hafði verið vel tryggður og það eru fleiri en frænk- an sem hafa áhuga á milljónunum. Amy er sífellt í lífshættu. Virðist nokkuð ljóst hverjir standa á bak við aðforina gegn henni, en eins og áður segir stokkar óvæntur endir heldur betur upp spilunum og spurning er hvort nokkur græði í lokin... Þrátt fyrir ýmsa vankanta er Di- stortions sæmilega gerð. Leikarar kunna vel að fara með stöðluð hlut- verk. Úrvalsleikkonan Piper Laurie sker sig nokkuð úr. Nær góðum töku á frænkunni, sem fer nokkuð klaufalega að hlutunum. HK. ★★ Stólpagrín að sjónvarpi AMAZON WOMEN ON THE MOON Útgefandi: Laugarásbió. Leikstjóri: John Landis, Joe Dante o.fl. Aóalleikarar: Rossanna Arquette, Carrle Fisher, Steve Guttenberg og Steve Forrest. Bandarísk 1987. -Sýningartimi: 82 min. Amazon Women On The Moon er í einu orði sagt makalaus grín- mynd í farsastíl sem á sér engan líka. Hér er gert grín að gömlum kvikmyndum, sjónvarpsauglýsing- um, tölvutækni, sjónvarps- og kvikmyndastjömum svo eitthvað sé tiltekið. Ef hægt er að tala um einhvern heildarpakka, þá má segja að sjónvarpið sem slíkt, möt- un á ódýru og lélegu efni, sé það sem tekið er fyrir. Eftir nokkra smáþætti þar sem meðal annars sjónvarpssjúklingur, sem alltaf er að skipta um rásir, „svissar" sig inn í sjónvarpið og birtist það sem eftir er á ólíklegustu stööum, er tekið til við sýningar á aðalmynd kvöldsins á rás 8, mynd frá 1955, Amazon Women On The Moon. Þrátt fyrir að sjónvarpsstöðin auglýsi að myndin sé sýnd án þess að auglýsingar rjúfi dagskrána er filman léleg og úr sér gengin. Hún er því alltaf aö slitna og auglýsing- ar settar inn og kennir þar margra grasa. Má þar nefna nýjasta tölvu- bankann sem segir nákvæmlega þeim sem spyr hvernig væntanleg- ur elskhugi muni haga sér, framtíð í myndbandaútleigu og margar fleiri auglýsingar. Sýnishorn er úr næstu mynd sem er Sonur ósýni- lega mannsins. Sá heldur sig ósýnilegan en er sýnilegur, með að sjálfsögðu hjákátlegum afleiðing- um fyrir hann Amazon Women On The Moon er gerð að undirlagi John Landis og þótt atriðin séu misfyndin þá er heildarútkoman hin hressilegasta gamanmynd sem fyrst og fremst er öðru vísi en aðrar gamanmynd- ir. Þekktir leikarar eru margir, flestir í stuttum atriðum. Og vænt- anlegir áhorfendur skulu hafa það í huga að þegar myndin er búin, er hún að sjálfsögðu ekki búin. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.