Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 22. APRÍL 1988. Háskólabíó Hentu mömmu af lestinni Hinn litli og skemmtilegi Danny DeVito tekur að sér tvöfalt hlut- verk í gamanmyndinni Hentu mömmu af lestinni (Throw Momma from the Train). Hann leikur aðalhlutverkið og leikstýrir myndinni. DeVito hefur getið sér gott orð sem gamanleikari á und- anförnum árum. Hann er minna þekktur leikstjóri. Hann er þó eng- inn nýgræðingur bak við mynda- vélina. Hefur hann leikstýrt íjöldanum öllum af stuttum sjón- varpsþáttum við góöan orðstír. Hentu mömmu af lestinni íjallar um tvo rithöfunda, Larry Donner (Billy Crystal), og Owen Lift (Danny DeVito). Þeir eiga sameig- inlegt vandamál. Larry þolir ekki eiginkonu sína og Owen á móður sem er að gera hann vitlausan. Þeir ákveða því að best sé að losna við þær og á Owen að sjá um eigin- konu Larrys og Larry um móður Owens. Rithöfundarnir eru ekki lengi að upphugsa snjalla áætlun en eins og í góðri gamanmynd fer ekki allt eins og ætlað var... Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir í myndinni lllur grunur leikur Cher lögfræðing sem tekur að sér að verja grunaðan morðingja. Bíóhöllin Hættuleg fegurð I Hættuleg fegurð (Fatal Beauty) leikur Whoopi Goldberg leynilöggu í Los Angeles, Ritu Rizzoli. Rita er sérfræðingur í að dulbúast og starf- ar því í eiturlyfjadeildinni og er oftast látin í erfiðustu verkefnin. Hana langar samt að lifa lengur og þar sem hún er fyndin og skemmti- Hættuleg fegurð er fjórða kvik- mynd Whoopi Goldberg á aðeins tveimur árum. leg á hún stundum auðvelt með að bjarga sér úr vandræðum. í byrjun myndarinnar fær hún sitt erfiðasta verkefni til þessa. Sterkt og gallað kókaín er í boði á götum Los Angeles, stórhættulegt efni. Það verður hlutverk Ritu að koma því af götunni. Hún nýtur aðstoðar Carls Jimenez (Ruben Blades) lögregluþjóns sem gerir allt samkvæmt bókinni. Það nægir samt ekki. Kynni hennar við líf- vörðinn Mike Marshak (Sam Elliott) er aftur á móti það sem hún þarfnast í baráttu sinni viö eitur- lyfjasalana. Hættuleg fegurð er fjórða kvik- mynd Whoopi Goldberg á tveimur árum. Eftir hinn eftirminnilega leik hennar í The Color Purple hef- ur hún leikið í Jumping Jack Flash og Burglar. í Hættulegri fegurð leikur hún undir stjórn Toms Holi- and sem gat sér frægðarorð fyrir að stjórna einni af betri hryllings- myndum síðari ára, Fright Night. Samstarf þeirra ætti að lofa góðu. Stjömubíó Illur grunur Nú gefst bæjarbúum tækifæri að sjá nýbakaðan óskarsverðlauna- hafann Cher í tveimur nýjustu myndum sínum. Hún fékk óskars- verðlaun á dögunum fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fullt tungl (Mo- onstruck). Hefur sú mynd verið sýnd hér undanfarið. Stjörnubíó hefur nú hafið sýningar á Illum grun (Suspect), spennumynd þar sem Cher leikur lögfræðinginn Kathleen Riley. Leiksviðið er Was- hington. Hæstaréttardómari fremur sjálfsmorð. Lík af konu finnst við árbakka. Henni hefur verið misþyrmt og síðan myrt. Fyrrverandi hermaður úr Víet- namstríðinu er leiddur fyrir rétt, grunaður um morðið. Riley fær það verk að verja hinn grunaða. Hún kemst fljótt að því að hér er ekki um venjulegt morð- mál að ræða og málið verður enn dularfyllra þegar einn kviödóm- endanna, Eddie Sanger (Dennis Quaid), kemst yfir upplýsingar er Hér hafa þau Sam Elliot og Whoopi Goldberg greinilega lent í vandræð- um ef ráða má af svip þeirra og stellingum. Cher og Denis Quaid í hlutverkum sínum í lllum grun. tengjast máhnu og setur sig í sam- band við Riley en það má hann alls ekki gera. Leikstjóri myndarinnar er Peter Yates, gamalreyndur gæðaleik- stjóri sem á baki myndir á borð við Bullitt, Breaking away og The Dresser, svo einhverjar séu nefnd- ar. Handritið skrifaði Eric Roth. Illur grunur er mynd sem býður upp á spennandi og dramtíska frá- sögu sem heldur áhorfandanum við efnið. HK Sýningar Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Elías B. Halldórsson sýnir i Gallerí Borg. Á sýningunni .eru nýlegar olíumyndir. Elías hefur haldið margar einkasýningar um allt land og tekið þátt i fjölda samsýn- inga hér heima og erlendis. Þessa dagana eru kynnt grafíkverk eftir Þórð Hall í sýningarglugganum í Austur- stræti og ný keramikverk eftir Guðnýju Magnúsdóttur. Kynningin varir í hálfan mánuð. Gallerí Llst, Skipholti 50b í galleríinu eru til sölu og sýnis ýmis listaverk. Opið kl. 10-18 virka daga. En um helgar kl. 14-18. Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, textílgallerí. Opið þriðjudaga til fóstu- daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Nes, Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Galierí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar við Eiðistorg, III hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnu- daga kl. 13-16. Gallerí Svart á hvítu Laugardaginn 16. april var opnuð í Gal- lerí Svart á hvítu sýning á blýantsteikn- ingum Valgerðar Bergsdóttur. Á sýningunni verða verk unnin á árunum 1987-1988, allt blýantsteikningar á papp- ír. Valgerður hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum. Hafnargallerí, Hafnarstræti 4 Opnuð hefur verið sýning á 14 olíumynd- um eftir Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur á loftinu í Bókaverslun Snæbjarnar. Sýn- ingin, sem er sölusýning, stendur til 24, apríl. FÍM-salurinn, Garðastræti 6 Sýning Mattheu Jónsdóttur, Vorvindar, var opnuð laugardaginn 16. apríl og stendur til 1. maí. Kjarvalsstaðir við Miklatún Nk. laugardag verða opnaðar fjórar sýn- ingar. Guðbjörg L. Jónsdóttir, Sara Vilbergsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Leifur Vilhjálmson sýna málverk í austursal. í vesturforsal er sýning á litho- grafíum eða steinprenti eftir heims- þekkta listamenn úr safni Sorlier sem nú er í eigu Museé des Sables-d’Olonne í Frakklandi. Tékkneski listmálarinn, Rastislav Michal, opnar myndlistarsýn- ingu í vestursal. Á sýningunni eru olíumálverk, svartlistarmyndir og vegg- teppi. Að lokum verður opnuð sýning sem ber yfirskriftina: „Swedish Textil art“- sænsk textíllist, yfirlitssýning á textílverkum unnum hjá Handarbetes Vánner í Stokkhólmi á árunum 1900-1987. Sýningarnar á Kjarvalsstöðum eru opnar kl. 14-22. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Laugardaginnn 23. april verður opnuð sýning á sænskum textíl, unnum á árun- um 1900-1987. Opið er virka daga kl. 16-20 og um helgar kl. 14-20. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opiö daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sérfræðingur veitir leiðsögn um sýninguna Aldarspegil á sunnudögum kl. 13.30-14.45. Mynd mánaðarins kynnt alla fimmtudaga kl. 13.30. Kaffistofa hússins er opin á sama tíma og safnið. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húslð Norræn farandsýning á efni úr norræn- um kortabókum var opnuð laugardaginn 16. apríl kl. 15.00 í anddyri Norræna húss- ins og verður hún opin daglega kl. 9-19 til 8. maí. Sýnd verða kort og annað efni úr norrænum ritum. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Laugardaginn 9. apríl var opnuð sýning á verkum Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara. Það er Lista- og menningarráð Kópavogs sem heldur sýninguna í tilefni þess að hinn 11. apríl heföi Gerður orðið 60 ára. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum itl. 14-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opiö á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Nú stendur yfir sýning á teikningum skólabarna í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin stendur fram í maí og er opin á venjulegum opnunartíma safnsins. AKUREYRI Gallerí Glugginn, Glerárgötu 34 Sýning á sænskri textíllist verður opnuð í Glugganum nú um helgina. Þar verða sýnd verk sem unnin voru hjá Handar- betes Vánner í Stokkhólmi frá árinu 1900.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.