Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988.
Fréttir
Er bjórinn kominn í gegn?
þrettán með en átta á móti í atkvæðagreiðslu í efri deild
Nú má heita nokkuð öruggt að
bjórfrumvarpið verði samþykkt sem
lög frá Alþingi á þessu þingi. í gær
fór fram 2. umræða um bjórmálið í
efri deild og var frumvarpiö sam-
þykkt með 13 atkvæðum gegn 8.
Þeir sem greiddu með bjór voru:
Valgerður Sverrisdóttir, Stefán Guð-
mundsson, Salome Þorkelsdóttir,
Björn Gíslason (varamaður fyrir
Karvel Pálmason), Júlíus Sólnes,
Jóhann Einvarðsson, Halldór Blön-
dal, Halldór Ásgrímsson, Guðmund-
ur H. Garðarsson, Guðmundur
Ágústsson, Jón Magnússon (vara-
maður fyrir Eyjólf Konráð), Eiður
Guðnason og Danfríður Skarphéð-
insdóttir.
A móti greiddu: Karl Steinar
Guðnason, Egill Jónsson, Guðrún
Agnarsdóttir, Jón Helgason, Margrét
Frímannsdóttir, Skúh Alexanders-
son, Svavar Gestsson og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson.
Breytingartillaga um þjóðarat-
kvæði kom ekki fram eins og vænst
hafði verið en talið er þó öruggt að
hún verði lögð fram við 3. og síðustu
umræðu sem fer fram á mánudag-
inn. Reyndar er hugsanlegt að fleiri
breytingartillögur berist en þjóðarat-
kvæðistillagan er sú eina sem gæti
haft áhrif á frumvarpið.
Jón Helgason aftók ekki að hann
myndi leggja tillöguna um þjóðarat-
kvæði fram en hann sagði að þeir
bjórandstæðingar myndu nota helg-
ina til að spá í stöðu mála. En eins
og nú horfir er því sem næst öruggt
að bjórfrumvarpið verður samþykkt
á mánudaginn en miðað er við að
sala bjórs hefjist 1. mars á næsta ári.
-SMJ
Aðalfiindur Sölumiðstöðvarinnar:
Ljótur leikur að
grafa undan tiú
á fiskvinnslunni
- sagði Friðrik Pálsson forstjóri í harðorðri ræðu
Jón Ingvarsson, stjómarformaður
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna,
og Friðrik Pálsson, forstjóri, voru
óvenju harðorðir í ræðum á aðal-
fundi SH sem hófst í gær og lýkur í
kvöld. Þeir veittust að ráðamönnum
þjóðarinnar, fjölmiðlum og jafnvel
almenningi í landinu fyrir algert
skilningsleysi á fiskvinnslunni og
mikilvægi hennar.
Friðrik Pálsson sagði meðal annars
að margir legöu fiskvinnsluna í ein-
elti, sem væri þjóðhættuleg iðja.
Hann sagði alla umræðu um hana í
landinu vera neikvæða, sem stafaði
sennilega af því að þjóðin lifir á henni
og gerir til hennar meiri kröfur en
annarra atvinnugreina.
Friðrik sagði að þótt öllum ætti að
vera ljós ástæðan fyrir taprekstri
fiskvinnslunnar nú væri reynt að
gera ástæður tortryggilegar og það
væri kominn tími til að fiskvinnslan
svaraði fyrir sig. í fiölmiðlum hafi
menn kallað frystingu fisks tíma-
skekkju. Hann færði rök fyrir því aö
svo væri ekki en sagði síðan að allt
þetta neikvæða tal drægi kraftinn
úr atvinnugreininni og rýrði trú
starfsfólksins á framtíðaratvinnu-
möguleika innan hennar. Hann sagði
fiskvinnsluna njóta algjörs skiln-
ingsleysis hjá þeim sem síst skyldi.
Gagnrýndi fastgengisstefn-
una
Jón Ingvarsson stjómarformaður
gagnrýndi fastgengisstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Hann sagði að eftir
mikið góðæri 1986 og fyrri hluta árs
1987 hefði komið bakslag. Kostnaðar-
hækkanir innanlands vegna verð-
bólgu, verðlækkanir erlendis og því
til viðbótar fastgengisstefnan væru
ástæðurnar. Hann sagði mikillar
tregðu gæta hjá ríkisstjóminni að
leiðrétta rekstrarskilyrði fiskvinnsl-
unnar og gera viðhlítandi efnahags-
ráðstafanir til að hamla á móti
Hagnaður hjá spari-
sjóði Önundarfjarðar
Reynir Traustason, DV, Flateyii:
Aðalfundur Sparisjóðs Önundar-
fiarðar var haldinn 30. aprO sl. Á
fundinum kom fram að hagnaður var
af rekstri sparisjóðsins upp á 4,9
milljónir króna á árinu. Innláns-
aukning var 40% og aukning útlána
53%.
Sparisjóðurinn hefur starfað í 70
ár. Aðalfundurinn ákvað að færa
grunnskólanum á Flateyri kr. 400.000
að gjöf tU tölvukaupa. Einnig fær
Tónlistarskóhnn kr. 200.000 og loks
Sjóminjasafnið í Hjarðardalsnausti í
Önundarfirði kr. 100.000 að gjöf frá
Sparisjóði Önundarfiarðar.
Hjörtur Hjálmarsson, fyirum
sparisjóðsstjóri og skólastjóri, gekk
úr sfiórn eftir 40 ára setu.
ríkjandi efnahagsöngþveiti.
- Jón Ingvarsson sagði fastgengis-
stefnuna hafa mistekist vegna
verðbólgunnar. Hinn geigvænlegi
viðskiptahalli hljóti að gefa tUefni til
að ætla að gengi krónunnar sé of
hátt skráð. Hann sagði rekstrar-
vanda frystihúsanna yfirskyggja allt
annað um þessar mundir.
-S.dór
Þeir Ágúst Einarsson, forstjóri Hraðfrystistöðvarinnar i Reykjavík, Ágúst Eliasson, framkvæmdastjóri Samtaka fisk-
vinnslustöðva, og Knútur Óskarsson eru alvarlegir á svip yfir harðorðri ræðu Jóns Ingvarssonar, stjórnarformanns
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, á aðalfundinum i gær.
DV-mynd BG
Fjtfiskvldubíllinn
með möguleikana
• 3ja dyra: Sportlegur
en rúmgóður engu að tól
síður. i
® 4ra dyra: Klassískar
línur — „Stórt skott“.
• 5 dyra: Ótrúlegt rými. • 4ra, 5 gíra beinskipting
• Pið finnið Sunny frá eða sjálfskipting.
Nissan sem hentar • Aflstýri.
ykkar jölskyldu. • Sjálfstæð fjöðrun á
• 3 vélastærðir: hverju hjóli með tví-
1300 cc, 1500 cc og virkum dempurum.
1600 cc fjölventla. • Tvöfalt hemlakerfi.
• 3ja ára ábyrgð
Nissan Sunny - rétti
fjölskyldubíllinn
Ingvar
Helgason hf.
Sýrtingarsalurinn,
Rauðageröi
Sími: 91 -3 35 60