Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1988, Blaðsíða 3
FQSTUDAGUR 6. MAÍ 1988.
3
13v Viðtalið
v ....■■■.........—.... /
Nafn: Sveinn Andri Sveinsson
Aldur: 24
Staóa: Formaður stúdentaráðs
HÍ
„Bg er félagsmálafrík en fé-
lagsmál og stjórnmál eru þau svið
sem ég hef mestan áhuga á. En
þetta er Jpriðja árið sem ég starfa
í Vöku. Aður var ég ritsjóri Vöku-
blaðsins en það varð nú til þess
að setja námið úr skorðum. Ég
ákvað því að fresta prófum í ár
fram á næsta ár til þess að geta
veriö í formannsstarfmu," segir
Sveinn Andri Sveinsson, sem var
kosinn formaöur studentaráðs
Háskóla íslands fyrir nokkru að
undangengnum mánaöarlöngum
samningaviðræðum milli Vöku
og Röskvu. Hann er á íjóröa ári
í lögfræðinámi en auk þess hefur
hann starfað sem blaðamaður á
Morgunblaðinu.
Sveinn Andri er fulltrúi Vöku
í Stúdentaráöi og segist hann líta
fyrst og fremst á formannsstarfið
sem félagstarf þó það sé í raun
og veru fullt starf, Þar vill hann
leggja ofurkapp á að auka sam-
skipti milli deilda Háskólans og
reyna að fá staölað einingakerfi
fyrir allar deildir. En öll félags-
málastörfm eru ckki upp talin.
Sveinn Andri var inspector
scholae í Menntaskólanum í
Reykjavík á sínum tíma, aukþess
sem hann hefur setið í stjórn
Heimdallar síöan 1986 og í stjóm
Sarabands ungra sjálfstæðis-
manna síðan í sumar.
„Hlusta á nýbylgju“
„Ég hef mjög gaman af tónhst
og hlusta ég þá helst á nýbylgju.
Um þessar mundir er ég alveg
grænn að bíða eftir að komast á
tónleikana með Woodentops þeg-
ar þeir koma til landsins. Ég er
með safnaramaníu þamiig að ef
ég fæ dálæti á einhverri grúppu
reyni ég að kaupa upp aEar plötm'
sem hún hefur gefið út. Annars
spilaði ég einu sinni á básúnu í
skólahljómsveit þótt þaö hafi
ekki verið mikill frægðarferill.
Laganemar spila alltaf fótholta
tvisvar í viku og hef ég tekið þátt
í því til að halda mér í formi. í
prófunum hefur þetta dottið rúð-
ur svo ég hef spilað aðeins með
Mogganum. Svo tek ég af og til i
veggjatennis.“
„Pramhaldsnám f Hol-
landi“
Sveinn Andri er fæddur i
Reykjavík 1963 og uppalinn í
Reykjavík og Kópavogi. Foreldr-
ar hans eru Sveinn Haukur
Valdimarsson hæstaréttarlög-
maður og Jóhanna Andrea
Lúðvígsdóttir, starfsmaöur hjá
Sjálfsbjörg. Sveinn Andri segir
aö framtíðaráformin séu aö klára
lögfræðina en fara síðan í fram-
haldsnám. „Ég stefni á fram-
haldsnám í Hollandi í framtíð-
inni. Ég var i landinu einn vetur
til að læra málið og tók þá inn-
tökupróf í ríkisháskólann í
Leiden. Þar langar migað stúdera
Efnahagsbandalagið og alþjóð-
legan samnningarétt."
-JBj
Fréttir
Auglýsingastarfsemi fjáimálaráðuneytisins:
Mistók vora gerð
sagði fjármálaráðherra
Fjármálaráðherra viðurkenndi á
Alþingi í gær að mistök hefðu verið
gerð í sambandi við auglýsingagerð
við kynningu á skattkerfisbreyting-
um ríkisstjórnarinnar.
Þetta kom fram í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Steingríms J.
Sigfússonar um kostnað íjármála-
ráðuneytisins vegna auglýsinga um
„eigið ágæti“. Ráðherra sagði að á
fjárlögum væru 170.517.000 kr ætlað-
ar til verkefnaflokksns „Skattstofur,
sameiginleg útgjöld". Undir þeim lið
eru 25,2 milljónir ætlaðar til kynn-
ingar á staðgreiðslukerfinu. Ráð-
herra sagði að ekki lægi fyrir
nákvæm skipting á þeirri upphæð
sem hér um ræðir en vísaði til svara
frá umræddri auglýsingastofu, Kátu
maskínunni. Sagðist ráðherra geta
tekið undir það að það verði að gera
miklar kröfur til texta sem kemur frá
ráðuneytum. Sagði hann að mistök
hefðu verið gerð varðandi fyrstu
auglýsinguna um skattkerfisbreyt-
inguna en þær tvær auglýsingar, sem
komið hefðu á eftir, hefðu verið í lagi.
Þá kom fram í svari ráðherra að 40
milljónir eru ætlaðar til undirbún-
ings virðisaukaskattsins og hluti
þess fjár verður notaður til auglýs-
inga.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
voru myrkir í máli yfir þessum aug-
lýsingum og sagði t.d. Steingrímur
J. Sigfússon að með þessum auglýs-
ingum væri ijármálaráðherra að
nota almannafé í pólitískum tilgangi
til að auglýsa eigið ágæti og stefnu
sem mikill pólitískur ágreiningur
væri um. Sagði Steingrímur að með
þessu væri verið að setja hættulegt
fordæmi. Undir það tók Hreggviður
Jónsson og sagðist gera kröfu um að
fá að njóta sömu kjara og fjármála-
ráðherra. Svavar Gestsson sagði að
það leyndi sér ekki að þetta fé, sem
ætlað væri til að kynna skattkerfis-
breytingar, væri notað til að koma
áróðri Alþýðuflokksins til skila. Júl-
íus Sólnes sagði að með þessu væri
verið að halda auglýsingastofu Al-
þýðuflokksins volgri fyrir næstu
kosningar. -SMJ
Olafsfjoröur:
Engin umsókn um bæjarstjórastólinn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Enn hefur engin umsókn borist um
stöðu bæjarstjóra á Ólafsfirði sem
auglýst hefur verið laus til umsókn-
ar, en umsóknarfresturinn rennur
út 15. maí.
Valtýr Sigurbjarnarson, sem gegnt
hefur starfi bæjarstjóra á Ólafsfirði
undanfarin ár, lætur af því starfi í
sumar og tekur við starfi forstöðu-
manns Byggðastofnunar sem stað-
sett verður á Akureyri. Valtýr sagði
í samtali við DV að htið væri að
marka þótt engin umsókn hefði bor-
ist um stöðu bæjarstjóra á Ólafsfirði
ennþá, reynslan segði mönnum að
slíkar umsóknir bærust venjulega
ekki fyrr en á síðustu dögum um-
sóknarfrests.
Glæsileg utanáliggjandi glerlyfta flytur gesti
upp i Mánaklúbbinn.
„A La Carte“
Úrval Ijújfengra sérrétta
Leyjið bragðlaukumnn að njóta sín
Aðeins það besta er nógu gott
fyrir gesti okkar
Láttu nú verða afþví að bjóða
konunni í Mánaklúbbinn,
perlu íslensks skemmtanalífs
Húsið opið föstudaga og laugardaga kl. 18-03
sunnudaga kl. 18-01 /
Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi
Pantið borð tímanlega, símar 29098 og 23335
______^ _
____________
|
af hverju TARKETT
er mest selda
parketið hér á landi:
HARÐVIÐARVAL
Tarkett er með nýrri lakkáferð sem
gerir það þrisvar sinnum endingar-
betra en væri það með venjulegu
lakki.
Veitir helmingi betri endingu gegn
rispum en venjulegt lakk.
Gefur skýrari og fallegri áferð.
Tarkett er auðvelt að leggja.
Tarkett er gott í öllu viðhaldi.
Verðið á Tarketti er hagstætt.
Ef þú vilt gott parket veldu þá Tarkett.
HARÐVIÐARVAL HF.,
KRÓKHÁLSI4,110 RVÍK. SÍMI671010.