Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 8
32
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
Það er hástökkvari í 1. sæti en þar
hreiðrar unglingamyndin um sóða-
lega darisinn um sig. Myndin fer
með glæsibrag inn á hstann og
greinilegt að hún ætlar að njóta
sömu vinsælda meðal myndbanda-
glápara og kvikmyndahúsagesta.
Það er sumarbragur yfir myndinni
sem fehur fólki greinilega vel í geð.
Reyndar voru flestir þeir sem
haft var samband við á leigunum
sammála um að veðrið að undan-
förnu hefði haft greinilega áhrif á
útleigu. Fæstir mættu vera að því
að sitja inni við enda óvíst hvað
sólskinið entist.
Tvær aðrar myndir eru nýjar á
hstanum. „Stórhvehurinn“ Ishtar
með hetjunum Dustin Hoffmann
og Warren Beatty og hin furðulega
gamanmynd Raising Arizona.
DV-LISTINN
1. (-) Dirty Dancing
2. (1) Beverly Hills Cop II
3. (2) Roxanne
4. (4) Robocop
5. (3) No Mercy
6. (6) Jumping Jack Flash
7. (-) Ishtar
8. (-) Raising Arizona
9. (10)Nightmare on
Elm St. III
10. (5) La Bamba
Þijár furðusögur
AMAZING STORIES III
Útgefandl: Laugarásbíó.
Lelkstjórar: Joe Dante, Robert Stephens
og Tom Holland.
Aðallelkarar: Hayley Mllls, Stephens
Geolfrey og Jon Cryer.
Bandarísk, 1986.-Sýningartimi: 70mfn.
Laugarásbíó hefur sent frá sér
þriðja myndbandið í myndaflokkn-
um Amazing Stories sem Steven
Spielberg hefur yflrumsjón með.
Eins og á fyrri myndböndum er
innihaldið þrjár stuttar myndir. Sú
fyrsta nefnist The Greibble og er
leikstýrt af Joe Dante. '
Hayley Mihs leikur húsmóður
sem hendir út í ruslatunnu göml-
um myndablöðum sem sonur
hennar á og fer svo að þvi búnu inn
til sín. Fljótlega tekur hún eftir því
að ekki er aUt eins og á aö vera og
þegar hún sér stórt skrímsh, sem
hamast við að láta ofan í sig aUt
járn sem er inni hjá henni, verður
hún í fyrstu hrædd. Fljótlega kemst
hún þó að því að skrímslið gerir
henni ekki mein en þess meira
verður íbúð hennar fyrir barðinu
★★★
©
Að vita lengra en nefið nær
ROXANNE
Útgefandl: Skifan
Leikstjóri: Fred Schepisi. Handrit: Steve
Martin byggt á sögunni Cyrano de Ber-
gerac. Aóalhlutverk: Steve Martin, Daryl
Hannah, Rick Rossovich og Shelley
Duvail.
Bandarísk 1987. 107 min. öllum leyfð.
Steve Martin (The Jerk, Dead
Men Don’t Wear Plaid, AU of Me)
hefur ávallt verið umdeUdur gam-
anleikari og þessi mynd varð ekki
tíl að lægja þær deUur að neinu
ráði. Hann leikur ekki bara aðal-
hiutverkið heldur skrifar hann
einnig handritið. Hann tekur gam-
alt leikrit, Cyrano de Bergerac, og
færir það tU nútímans á frambæri-
legan hátt.
Miðpunkturinn er maður nokkur
sem hefur óskaplega stórt nef. Fyr-
ir það verður hann að þola háð og
spé en sökum andlegra og líkam-
legra yfirburða tekst honum yfir-
leitt að snúa aðstæðum sér í hag.
Það eru mörg óborganleg atriði í
þessari mynd og má þar sem dæmi
nefna byrjunaratriðið. Myndin hef-
ur þó veriö gagnrýnd fyrir að
sveiflast of oft frá farsa yfir í ástar-
sögu og er nokkuð tU í þeirri gagn-
rýni. Því verður þó ekld neitað að
myndin er bráðskemmtileg og
mörg samtöl og atriði bráðvel út-
færð. Martin tekst vel upp í aöal-
hlutverkinu og ég er ekki frá því
að honum sé að fara mikið fram
sem leik.ara. Hannah er sæt rétt
eins og hún á að vera.
Leikstjóri myndarinnar er Ástr-
alinn Fred Schepisi sem meðal
annars hina fremur leiðinlegu
Plenty að baki. Hann kemst þokka-
lega frá myndinni sem og aðrir
aðstandendur. Myndin verður því
aö teljast til betri skemmtana sem
boðið er upp á þessa dagana.
-SMJ
X/2
Götuhasar í Hong Kong
HONG KONG BLUES
Útgefandi: Steinar.
Leikstjóri: Reza Badiyi. Aðalhlutverk:
Terry Lester, Nancy Kwan, Leslie Niels-
en og Mike Preston.
1985. 91 min. Bönnuð yngri en 16 ára
í Hong Kong þrífst margt furðu-
legt og á það svo sannarlega við
um kvikmyndagerð þarlendra.
Þessi mynd er að öUum líkindum
skUgetið afsprengi Kung-Fu
mynda, sem náðu hámarki með
Bruce Lee, og bandarískra götu-
mynda.
Sviðið er þetta furðulega borgríki
sem svo sannárlega býður upp á
skemmtUega myndatöku: Vestræn
háhýsi í austurlensku umhverfi og
síðan einhver harðsoðin leynUög-
reglukokkteiU tU að fullkomna
uppskriftina. Það er fróðlegt að
velta fyrir sér eftir hvaða leiðum
mynd þessi kom hingað tU lands.
Það getur enginn tekið þessa
mynd alvarlega, sem er dáhtið
gremjulegt því að hún er ekki hug-
suð sem gamanmynd. Hasarleikur-
inn á aö vera í James Bond stU með
hnittnum tUsvörum á miUi. Það
gengur ekki upp. Fyrir það fyrsta
eru leikarar hörmulegir og handri-
tið svo götótt að enginn man upp-
hafið þegar mynd lýkur. Þá er
myndatakan ekki til fyrirmyndar
þó að hún sé ekki vandræðaleg.
AfþreyingargUdið nær tæpast
nema tU þeirra sem eru langt leidd-
ir.
Myndin segir frá hörkuspæjara
sem bjargar öldnum fósturfóöur
sínum frá glæpasamtökum um leið
og hann hittir stúlkuna í lífi sínu.
-SMJ
á skrímsUnu. Síðar kemst húsmóð-
irin að því að skrímsUð er ein af
teiknimyndafígúrum myndablað-
anna sem hún henti út í ösku-
tunnu...
Önnur myndin, Moving Day, er
um dreng sem heldur sig eins og
hvert annað ungmenni. Hann
gengur í skóla, á sér kærustu og
hagar sér nákvæmlega eins og aðr-
ir venjulegir unghngar. Það verður
því mikið áfall þegar foreldrar hans
láta hann vita að nú skuU haldið
heim á leið og það heimiU er í þús-
und Ijósára fjarlægð frá jörðu.
Þriöja myndin, Miscalculation,
fjaUar um PhU Beasley (Jon Cryer)
sem á þá ósk heitasta að ná sér í
glæsUegan kvenmann. Hingað tU
hefur það gengið brösulega hjá
honum. Óvart dettur Iiann niður á
efnablöndu sem gerir það að verk-
um að ef blandan er sett á mynd
vaknar persónan á myndinni tíl
lífsins stutta stund. PhU sér nú
tækifæri lífs síns, en ekki fer aUt
eins og ætlað var...
Þessar þrjár stuttu myndir eru
hin besta skemmtun öUum þeim
sem hafa gaman af dularfuUum en
um leið ógnvekjandi myndum.
Endirinn í þeim öUum kemur á
óvart. Leikur og leikstjóm er með
besta móti.
HK.
★★/2
Sannar ágæti sitt
BLOOD AND WINE
Útgefandi: Laugarásbíó.
Lelkstjóri: Alan Metzger.
Aðalleikarar: Edward Woodward, Telly
Savalas og William Atherton.
Bandarísk, 1987 - Sýningartimi: 93 mín.
Þættimir um Bjargvættinn (The
EquaUzer) em með allra bestu
sakamálaþáttum sem sýndir hafa
verið að undanförnu. Uppbygging-
in skemmtUeg. Robert McCaU er
nútíma Hrói höttur og hjálpar þeim
sem mega sín lítils gegn ofureflinu.
Ekki sakar að hafa úrvalsleikara á
borð við Edward Woodward í aðal-
hlutverkinu.
Blood and Wine er einn þáttur-
inn. Að vísu er meira lagt í þennan
þátt. Hann ér í fullri kvikmynda-
lengd og þekktir leikarar á borð við
TeUy Savalas og WiUiam Atherton
em fengnir tU að hefja myndina
upp. í fyrstu hefði mátt halda aö
fuU lengd væri of mikið fyrir hina
hröðu þætti um Bjargvættinn en
Blood and Wine sannar að svo er
ekki.
Söguþráðurinn er í stuttu máU
að frægur hryðjuverkamaöur gerir
vart við sig í New York og hótar
að lífláta hundrað manna á næstu
dögum. Lögreglan stendur ráð-
þrota gagnvart hryðjuverkamann-
inúrn og fær til Uðs við sig prest
einn, Joseph Hayden, sem áður
hafði verið hryðjuverkamaður en
hafði snúist hugur og gengið trúnni
á hönd.
McCall kemur óvænt inn í málið
og áður en hann veit af er hryðju-
verkamaðurinn búinn að drepa
skjólstæðing hans og nærri drepa
hann sjálfan. McCall sættir sig ekki
við að hafa látið koma sér á óvart
og veitir Uð sitt til að hafa uppi á
ógnvaldinum sem hefur í huga
hroðaleg morð.
Eitt er þó í vegi að McCaU hafi
fuUt samstarf við lögregluna. Hann
hafði kynnst Hayden áður en hann
varð prestur og treystir honum
ekki...
Eins og aðrir þættir um Bjarg-
vættinn er Blood and Wine hin
besta skemmtun og er leitun að
betri sakamálamynd þótt sögu-
þráðurinn sé ofurlítið yfirborðs-
kenndur. Woodward stendur að
venju fyrir sínu. TeUy Savalas er
hálfutanveltu í hlutverki prestsins
en WiUiam Atherton er mjög góður
í hlutverki hryðjuverkamannsins.
Sem sagt hin besta skemmtun fyrir
unnendur sakamálamynda.
HK.
★ !/-
/2
Sýsli í stuði
THE RUTERFORD COUNTRY LINE
Útgefandl: Laugarásbió
Leikstjóri og handritshöfundur: Thom
Mclntyre. Framleióandi: Earl Owensby.
Bandarisk 1987, 95 mln. Bönnuó yngri
en 16 ára.
Ég skal játa að lengi vel átti ég
erfitt með að átta mig á hvort hér
væri um einhveija heinrildar-
myndarútgáfu að ræöa sem ætti að
lýsa daglegu lífi bandarísks sýslu-
manns. Svo reyndist þó ekki vera
þó að myndin sé auövitað byggð á
„sannsögulegum" atburðum eins
og skýrt kemur fram í lok myndar-
innar.
Hún segir frá sýslumanni einum,
Damon Huskey, sem þykir gamal-
dags í hugsun og gerðum. Hann er
elskaöur, dáður og virtur af íbúum
sveitarinnar þó aö margir yfir-
manna hans séu ekki hrifnir af
meðulum hans. í myndinni er rað-
aö saman dagbrotarkenndum end-
urminningum sýslumannsins sem
lýsa því um hvað vinna löggæslu-
manna snýst. Fyrir vikiö klúðrast
heildarbygging myndarinnar en
spennuaugnablik birtast þó og sum
hver þokkalega gerð.
Hér er um að ræða sjónvarps-
mynd af þokkalegri gerð þó að hún
sé engan vegin neitt meistaraverk.
Eftir á að hyggja hlýtur maður að
veröa enn meira undrandi á öllu
því ofbeldi sem rúmast í banda-
rísku þjóðlífi.
-SMJ