Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. 31 Hart barist í knattspyrnunni - 2. nmferöin í 1. deild á fullu um helgina Fiórir leikir eru á dagskrá um helg- ina í 1. deild íslandmótsins í knatt- spymu og lýkur þar meö 2. umferð mótsins. Þá eru á dagskrá leikir í lægri deildunum en keppni hefst um helgina í 3. deild en tveir leikir hafa farið fram í 4. deild. 1. deild í kvöld, fóstudag, leika Leiftur og Valur á malarvelhnum á Ólafsfirði en leikurinn átti að fara fram á Valsvellinum. Verður fróðlegt að sjá hvemig nýliðarnir spjara sig í öðrum leik sínum en Leiftur náði sem kunnugt er jafntefli gegn ÍA í fyrstu umferðinni. • Á morgun, laugardag, eru þrír leikir á dagskrá. Völsungur og Akranes leika á HúsavíkurveUi klukkan 14.00, Víkingur og KA frá Akureyri leika á gervigrasinu í Laugardal klukkan 15.00 og Þór og Fram leika á Akureyri klukkan 14.00. 2. deild Þrír leikir fara fram í 2. deild karla á laugardag. KS og Tindastóll leika á Siglufirði klukkan 14.00. Víðir fær Fylki í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 14.00 og loks leika ÍBV og Þróttur, Reykjavík, í Eyjum og hefst sá leikur einnig klukkan 14.00. 3. deild Fyrsti leikurinn í 3. deild íslands- mótsins fer fram í kvöld en þá leika Reynir, Sandgerði, og Stjarnan á heimavelli Reynis klukkan 20.00. Á laugardag leika Grótta og Njarðvík, ÍK og Afturelding og Grindavík og Leiknir, Reykjavík. Allir leikimir heíjast klukkan 14.00. 4. deild í 4. deild karla eru fimm leikir á dagskrá. Einn þeirra er í kvöld en þá leika Léttir og Hvatberar á gervigrasvellinum í Laugardal klukkan 20.00. Á laugardag leika síðan Emir og Haukar á Selfossi klukkan 14.00, Augnablik og Snæ- fell á Kópavogsvelli klukkan 17.00, Skallagrímur og Hveragerði í Borg- amesi klukkan 14.00 og Fyrirtak og Víkingur frá Ólafsvík klukkan 18.00 á gervigrasinu í Laugardal. Boltakast í dag, föstudag, munu 2. árs nemar íþróttakennaraskóla íslands kasta á milli sín handbolta frá Laugar- vatni til Reykjavíkur. Tilgangur hlaupsins er að safna áheitum til styrktar útskriftarnemum íþrótta- kennaraskólans og ólympíuforum HSÍ. Áætlaður komutími til Reykjavíkur, nánar tiltekið að Bylgjuportinu við Snorrabraut, er á miili klukan tvö og þijú. Norðurlandamót heyrnarlausra í handbolta Noröurlandamót heyrnarlausra í handbolta fer fram um helgina og fara allir leikimir fram í Selja- skóla. Mótið verður sett kl. 19.10 í kvöld og síöan em tveir leikir á dagskrá, Ísland-Noregur og Sví- þjóð-Danmörk. Á laugardag léika Noregur og Danmörk klukkan 14.00 og ísland mætir Svíþjóð klukkan 15.45. Á sunnudag leika síðan Noregur og Sviþjóð klukkan 14.00 og ísland og Danmörk klukk- an 15.45. Norðmenn em núverandi Norðurlandameistarar. FKIBRSÆIUSTÖHf EHUUHS STELPUR - STRÁKAR Viltu starfa erlendis við fyrirsætustörf og ert á aldrin- um 17-22 ára? Ef svo er þá sendu okkur myndir ásamt ýmsum upplýsingum sem fyrst. Við erum með umboð fyrir nokkur heimsþekkt fyrirsætufyrirtæki í þremur Evrópulöndum. Tilboð sendist DV, merkt „Fyrirsætustörf erlendis", fyrir 5. júní. Icelandic Models Idýrir hvítir herraskór Aðeins kr. 1.495, Dömuskór, stök númer, kr. 495, Barnastigvél, str. 27-30 aðeins kr. 350,- skómarkaðurinn Hverfisgötu 89 - simi 18199 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennar- stöður við eftirtalda framhaldsskóla fram- lengist til 31. maí næstkomandi: Við Menntaskólann í Kópavogi er laus til umsóknar kennarastaða í viðskiptagreinum. Við Menntaskólann að Laugarvatni vantar kennara í stærðfræði/tölvufræði, eðlisfræði, stjörnufræði, frönsku, Vi stöðu, og dönsku, Vi stöðu. Við Framhaldsskólann í A-Skaftafellssýslu eru lausar til umsóknar kennarastöður í: ensku, stærðfræði og viðskiptagreinum ásamt tölvufræði. Hlutastöður í dönsku, þýsku, líffræði, eðlisfræði og efnafræði. Æskilegt er að umsækjendur geti kennt meira en eina grein. Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Keflavík, vantar kennara í eftirtöldum greinum: ensku, íslensku, list- greinum, rafmagnsgreinum, sögu, sérgreinum hár- iðna, stærðfræði, tölvufræði og vélstjórnargreinum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 31. maí nk. Menntamálaráðuneytið „Mér er ekkert metnaðarmál að kom- ast upp metorðastigann hér innan lög- reglunnar,“ segir Ómar Smári Ár- mannsson, aðalvarðstjóri hjá lögregl- unni í Reykjavík, í helgarviðtalinu á morgun. Ómar Smári, sem er rúmlega þrítugur, hefur látið að sér kveða í fjöl- miðlum þar sem hann hefur komið hugðarefnum sínum á framfæri. Er það vissuiega ólikt því sem eldri lögreglu- menn hafa gert. Ómar Smári var send- uraf fyrrverandi lögreglustjóra á þrett- án vikna námskeið hjá FBI í Bandaríkj- unum og þar lærði hann ýmislegt sem hann segir að eigi eftir að koma sér að góðum notum í hvaða starfi sem er. Hressilegt viðtal vlð Ómar Smára um skólann, umferðina og síðast en ekki síst hvítasunnuna sem við gerum einnig góð skil í helgarblaðinu á morg- un. Sigrún Þorsteinsdóttir er 46 ára húsmóðir úr Vest- mannaeyjum sem ætlar að bjóða sig fram til for- seta. Sigrún vill að forseti verði pólitískur og geti notfært sér vald sitt til að neita að skrifa undir lög frá Alþingi. Hún segist hafa unnið i frystihúsi, á saumastofu og í þeim störfum þar sem lægst eru launin. Láglaunastefnu telur hún mannréttinda- brot sem hún muni berjast gegn verði hún kosinn for- seti íslands. Nánarum Sigrúnu í helgarblaðinu á morgun. rvi/Q Sykurmolarnir, „óskabörn þjóðar- innar“, spiluðu i gærkvöldi í Astor- ia í London en með þeim hefst tónleikaferðalag sem á eftir að standa í ailt sum- ar. í næsta mánuði mun hljómsveitin spila í Bandaríkj- unum. Þorsteinn Högni, tónlistar- spekúlant DV, fylgdi Sykurmolunum eftir og segir okkur allt um hvernig hljómleikarnir fóru fram, um fjöldann, sem þar var saman kominn, hljómgæðin og stemninguna. Auk þess ræddi hann við blaðamenn þeirra bresku blaða sem hvað mest hafa hampað hljóm- sveitinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.