Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1988, Blaðsíða 6
30 FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988. Jim Graham (Christian Bale) lærir að bjarga sér sjálfur frá hinum lífs- reynda sjómanni, Basie (John Malkovich). Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir - sekur um eiturlyíjasölu. Morgun einn þegar hann vaknar er lík í kjallara hans og hann getur ekki á nokkum hátt útskýrt hvemig á því stendur. Og ekki nóg meö þaö, það er annað lík í bílnum hans. Og fleira óhuggulegt kemur í ljós. Madden fer á stúfana til aö reyna að fá botn í máhð en lögreglufor- ingja einum, sem hafði haldið við konu hans, er mikið í mun að sanna morðin á hann. em teknir til fanga og settir í fanga- búðir. Þar kemst hann aö raun um hvað það er að hafa fyrir lífinu. Fyrir utan sjómennina tvo kynnist hann frú Victor sem er vinkona foreldra hans. Annar sjómannanna, Basie, verður nokkurs konar foringi í fangabúðunum og nýtur Jim góðs af því og kennslu fær hann h)á lækninum Rawlins. Þegar stríðinu lýkur og Jim verð- ur frjáls er hann miklu nær full- orðnum manni en sá drengur sem hann var þegar hann var hnepptur í varðhald og hann er fullfær um að takast á við lífið. Veldi sólarinnar hefur hvarvetna fengið mikið lof gagnrýnenda sem almennra áhorfenda þótt myndin sé langt frá því að vera best sótta mynd Spielberg. Urðu margir hneykslaðir þegar algjörlega var gengið framhjá henni við óskars- tílnefningar í vor. Hið erfiða hlutverk Jim Graham leikur Christian Bale og var hann valinn úr hópi fjögur þúsund drengja sem sóttu um hlutverkið. Aðrir þekktir leikarar em John Malcovich, Nigel Havers og Mir- anda Richardson. HK Norman Mailer er einhver allra þekktasti rithöfundur Bandaríkj- anna og nýtur virðingar sem slík- ur. Síðasta skáldsaga eftir hann kom út 1984 og nefnist hún Tough Guys Don’t Dance. Nú er þessi saga komin í kvikmyndaformið og er leikstjóri enginn annar en Norman Mailer sem að sjálfsögðu skrifar einnig handritið. í fyrstu mætti halda að þetta væri frumraun hans sem leikstjóri en svo er nú ekki. Hann leikstýrði þremur kvikmyndum í byijun sjö- unda áratugarins. Myndimar þrjár, Wild 90, Beyond The Law og Maidstone, em flestum gleymdar enda segir hann sjálfur að mynd- Eiginkonu Maddens leikur nýliðinn Debra Sandlund og hefur hún fengið mikið hrós fyrir leik sinn. Aðalhlutverkin leika Ryan O’Ne- al er leikur rithöfundinn Madden. Isabella Rossellini leikur Madelain er minnir Madden á fortíð hans. Debra Sandlund leikur hina ótrúu eiginkonu hans og Wings Hauser leikur lögreglustjórann. HK Isabella Rossellini leikur hina dul- arfullu Madelain. Bíóborgin Yeldi sólarinnar Veldi sólarinnar er nýjasta kvik- mynd Steven Spielbergs og kannski sú sem hvað mest er varið í. Hefur honum tekist að skapa eft- irminnilega kvikmynd um ellefu ára gamlan dreng sem á stríðsár- unum kynnist fangabúðalífi. Myndin er gerð eftir skáldsögu J.G. Ballard sem svo byggir söguna á eigin bamæsku. Handritshöfund- ur er eitt þekktasta leikritaskáld Breta, Tom Stoppard. Veldi sólarinnar gerist í Kína og fór mestöll útimyndataka þar fram. Sögusviðið er Shanghai 1941. Hinn ellefu ára gamh Jim Graham, sem hefur lifað þægilegu lífi ásamt for- eldrum sínum, er snögglega skilinn frá þeim þegar Japanir gera innrás í Kína. Honum er bjargað af tveim- ur bandarískum sjómönnum og þvælist með þeim þangað til þeir imar hafi aðeins höíðað til smá- hóps fólks sem var sama hvort myndimar væm vel eða illa unn- ar, aðeins aö þær væm öðmvísi. Dauðadans er af allt öðrum toga spunnin. Þetta er flókin sakamála- mynd sem fjallar um rithöfundinn Tim Madden sem er nýsloppinn úr fangelsi eftir að hafa verið fundinn Tim Madden (Ryan O’Neal) er hundeltur af lögreglu sem og glæpamonn- um. Hinn ungi Jim Graham horfir hér hugfanginn á bandarískar herflugvélar yfir fangabúðunum. Hann veit að frelsið er í nánd. Stjömubíó Dauðadans Sýningar Gallerí Nes Nýjabæ v/Eiðistorg Opnaður hefur verið nýr sýningarsalur, Gallerí Nes, í verslunarhúsnæði Nýja- bæjar við Eiðistorg, III. hæð. Opið er virka daga kl. 16-19 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16. Gallerí Svart á hvítu í Gallerí Svart á hvítu stendur yfir sýning á verkum Karls Kvaran. Á sýningunni eru verk sem öll eru unnin meö blýanti á pappír á árunum 1969-75. Karl hefur ekki áður sýnt verk unnin með þessari tækni en hann er löngu þekktur fyrir olíu- og gvassmyndir sínar. Sýningin stendur til 22. mai og er opin aúa daga nema mánudaga kl. 14-18. Kjarvalsstaðir yið Miklatún í vestursal stendur yfir sýning sem ber heitið Böm hafa 100 mál og kemur frá borginni Regio Emilia á Ítalíu. Em þar kynntar nýjar hugmyndir um list, menn- ingu og kennslu ungra bama. í vesturfor- sal gefur að líta verk eftir böm frá bama- heimilinu Marbakka. í austursal er sýn- ing á vatnslitamyndum hins heimsfræga listamanns Gunthers Ueckers. Myndim- ar málaði hann af Vatnajökli í Islands- ferð sinni 1985. í austurforsal er sýrúng í tengslum við Norrænt tækniár. Sýnd em verk bama úr samkeppni er tengist norræna tækniárinu ásamt ritgerðum úr samkeppni grunnskólabama. Kjarvals- staðir em opnir daglega frá kl. 14-22. Sýningamar standa yfir til 29. maí. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30- 16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvisindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar em til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safhinu er ókeypis. Listasafn íslands Fríkirkjuvegi 7 Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sérfræðingur veitir leiðsögn um sýninguna Aldarspegil á sunnudögum kl. 13.30- 14.45. Mynd mánaðarins er kynnt alla fimmtudaga kl. 13.30. Kaffistofa húss- ins er opin á sama tima og safnið. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið Finnski listmálarinn Axeli Gallen-Kall- ela sýxúr myndskreytingar sem hann gerði við kvæðabálkinn Kalevala. Á sýn- ingunni em einnig ljósmyndir sem tekn- ar vom í þorpum karelskra kvæða- manna. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 og stendur hún til 22. maí. Nýhöfn, Hafnarstræti 18 Haukur Dór opnar sýningu á morgun kl. 14. Á sýningunni verða teikningar og málverk unnin á pappír og striga á sl. tveimur árum. Sýningin, sem er sölusýn- ing, er opin virka daga frá kl. 10-18 og um hvítasunnu og helgar frá kl. 14-18. Hún stendur til 1. júní. Nýlistasafnið Robin Van Harreveld sýnir ljósmyndir í Nýlistasafhinu. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Sýningin stendur til 29. maí. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tima í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Nú stendur yfir sýning á teikningum skólabama í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Málverkasýning í anddyri Landspítalans Fánýtar stílæftngar misskilinnar lista- konu heitir málverkasýning sem Harpa Karlsdóttir heldur í anddyri Landspítal- ans (1. hæð, gengið inn frá Kringlu) og stendur hún fram yfir mánaðamót. Þetta er fyrsta einkasýning Hörpu. Sýning í safnaðarheimiii Hveragerðis í safnaðarheimilinu í Hveragerði verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Nikulás Sigfússon laugardaginn 21. maí kl. 14. Á sýningunni, sem verður opin dagana 21., 22. og 23. maí kl. 14-22, em um 30 myndir sem málaðar em á þessu og sl. ári. Sýning í Gimli á Stokkseyri Laugardaginn 21. maí opnar Elfar Guðni sýningu í Gimli á Stokkseyri. Þetta er þriðja sýning Elfars í þessu aldna sam- komuhúsi þeirra Stokkseyringa. Mynd- imar em víðs vegar af landinu. Megin- efni myndanna em hestar. Allar mynd- frnar em málaðar með olíu á striga. Þetta er 16. einkasýning Elfars. Hún verður opin um helgar kl. 14-22 og virka daga kl. 20-22. Henni lýkur 5. júní. Myndlistarsýning í Hótel Höfn Sigurður Sólmundsson heldur 8. mynd- listarsýningu sína í Hótel Höfn, Homa- ffrði, dagana 20.-23. maí nk. Sigurður sýnir að þessu sinni 35 myndir sem allar em unnar á sl. ári og því sem af er þessu. Sýningin er opin alla daga kl. 14-22 nema fóstudaga kl. 20-22. Myndimar em að venju unnar úr íslenskum jarðefiium.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.