Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. JÚNÍ 1988. 19 Dansstaðir BÍÓKJALLARINN Lækjargötu 2, simi 11340 Lifandi tónlist og diskótek um helg- ina. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Broadway í sumarskapi með dúndr- andi diskóteki og frábærum uppá- komum. Opið fóstudags- og laugar- dagskvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek fbstudags- og laugardags- kvöld. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. EVRÓPA v/Borgartún Sænska hljómsveitin The Visitors, sem er einna þekktust fyrir lagið To Be or not to Be, mun skemmta í Evr- ópu fóstudags- og laugardagskvöld. Með The Visitors koma fram íslensku hljóðfæraleikaramir Friðrik Karls- son gitaristi og Þorsteinn Gunnars- son trommari. Tónleikamir heíjast 1 kringum miðnætti bæði kvöldin. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveiti André Backman leikur gömlu og nýju dansana fóstudags- og laugardagskvöld. Opið kl. 22.00-3.00. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík Popphljómsveitin Náttúra leikur klassík og rokk um helgina. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Lifandi tónlist. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. Opið frá kl. 19-1. HÓTEL ÍSLAND Ðe Lónlí Blú Bojs leika fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Stór- sýningin Allt vitlaust á laugardags- kvöld. HQTELSAGA, SULNASALUR v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Lokað föstudagskvöld. Hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi á laugardagskvöld. í tilefni 25 ára af- mælis Hótel Sögu verður aðgangs- eyrir sá sami og fyrir 25 árum, 25 krónur, til miðnættis. LEIKHÚSKJALLARINN, Hverfisgötu Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LÆKJARTUNGL, Lækjargötu 2, sími 621625 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. VETRARBRAUTIN, Brautarholti 20, simi 29098 Guömundur Haukur leikur og syng- ur um helgina. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti, s. 23333 Diskótek í kvöld. Á laugardagskvöld leikur hijómsveitin MÍN fyrir dansi og er aðgangur ókeypis til miðnættis. ÖLVER, Álfheimum 74, s. 686220 Opið fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Markó Póló spilar frá kl. 21 fimmtudaga tii sunnudaga. Á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir verður haldinn stór- fundur um Málfríði Einarsdóttur rithöfund á laugardaginn, 4. júní. Fundurinn verður í Kristalsalnum á Hótel Loftleiðum og hefst hann klukkan 13.30. Á dagskrá verða fimm erindi, auk upplesturs úr verkum Málfríðar. Sigfús Daðason ljóðskáld mun flytja erindið Málfríður - engum lík. Ingunn Þóra Magnúsdóttir, sem þekkti Málfríði persónulega, segir frá bréfunum hennar Fríðu. Elías Mar rithöfundur flytur erind- ið í skúffum og skápum. Ragn- heiður M. Guðmundsdóttir bók- menntafræðingur kailar erindi sitt Leit að samastað í tilverunni og að lokum mun Vilborg Dagbjartsdótt- ir, kennari og rithöfundur, flytja erindi sitt Mademoiselle S. E.. Gott kaffihlé veröur gert þar sem gestir geta skoðað „strammaskáld- skap“ Málfríðar þar sem sýndur verður sérstæður saumaskapur hennar. Einnig gefst gestum kostur á að sjá stutta kvikmynd sem Guð- bergur Bergsson tók af skáldkon- unni og hefur hann talað inn á myndina „impróviserað tal-ljóð“. ■ Heiðursgestur fundarins verðqr einkasonur Málfríðar, Þorsteinn Málfríður Einarsdóttir rithöfundur. Guðjónsson. Inn á þingið mun í Félagi áhugamanna um hók- félagsmenn. Innifahð í veröinu er kosta 300 krónur fyrir félagsmenn menntir, en 500 krónur fyrir utan- kaffi og meðlæti. .gh Málfríðar-þing Eitt verkanna á sýningunni. Sýning Textílfélagsins í Norræna húsinu stendur yfir sýning Textílfélagsins á verkum félagsmanna og er sýningin liður í Listahátíð 1988. Á sýningunni eru bæði stór verk og smá og eru flest þeirra til sölu. Heiðursfélagi Textílfélagsins, Sig- ríður Halldórsdóttir, sýnir vefnað, unninn eftir sömu tækni og er á tveimur spjaldofnum borðum í Þjóðminjasafni íslands og varð- veist hafa frá miðöldum. Sýningin er opin alla daga kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 12. júní. Mín í Þórskaffi Á laugardagskvöldið mun hljómsveitin Mín spila fyrir dansi í veit- ingahúsinu Þórskaffi. Aðaláhersla sveitarinnar er á eldri og nýrri danstónlist við allra hæfi. Hljómsveitina skipa þeir Guðlaugur Pálsson trommuleikari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari og söngvari, Sigurður Hafsteinsson gítar- leikari og söngvari og Pétur Hreinsson hljómborðsleikari. Fram að miönætti verður ókeypis aðgangur aö Þórskaffi. Hljómsveit- in Mín spilar á efri hæðinni en niðri er diskótek. ísland við nánari athugun Michael Gunter, bandarískur ríkisborgari sem búsettur er á íslandi, opnaði ljósmyndasýningu í Eden, Hverageröi, síðasthðinn þriðjudag. Nefnir hann sýninguna ísland við nánari athugun. Michael kom til ís- lands sem Baháí brautryðjandi árið 1976 og hefur dvalist hér síðan. Á sýningunni, sem er sölusýning, eru þrjátíu svart/hvítar ljósmyndir. Að sögn hstamannsins eru myndirnar valdar úr hundruðum annarra. Þær eru valdar saman til að skapa róandi áhrif og til að setja áhorfandann í snertifæri við ósnertanlegt umhverfi. Myndbyggingin er einfóld en sterk. Sýningin er opin daglega og stendur til þrettánda þessa mánaðar. The Visitors í Evrópu Sænska hljómsveitin The Visitors, sem hvað þekktust er fyrir lagið To Be Or Not To Be, er komin til landsins. Hljómsveitin, sem reyndar er dúett, kemur fram í veitingahúsinu Evrópu í kvöld, fostudaginn 3. júní, og laugardaginn 4. júní. Fyrstu tónleikar hennar voru á fimmtudagskvöld- ið. The Visitors er skipuð þeim Göran Danielsson söngvara og Svante Pers- son hljómborðsleikara. Upphaf hljómsveitarinnar má rekja til ársins 1984 er tónlistarmennirnir tveir hittust í hljóðveri í Stokkhólmi og ákváðu að hefja samstarf. Rúmlega tveimur árum síðar slógu þeir í gegn með laginu AU Of Your Attention. Vinsældirnar flugu fljótlega langt út fyrir landa- mæri Svíþjóðar. En það var þó ekki fyrr en um síðustu áramót að heyr- ast fór í hljómsveitinni hérlendis. Um þessar mundir er lag hennar To Be Or Not To Be ofarlega á vin- sældahstum hérlendis. Á tónleikunum mun hljómsveitin meðal annars flytja ný lög sem verða á næstu plötu sveitarinnar sem væntanleg er í sumar. Með The Visitors koma fram íslensku hljóðfæraleikararnir Frið- rik Karlsson gítarleikari og Þorsteinn Gunnarsson trommuleikari. Tón- leikarnir hefjast í kringum miðnætti bæði kvöldin. -gh íslensk, þýsk og ítölsk tónlist Sigurður P. Bragason söngvari og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikari verða með tónleika í Norr- æna húsinu sunnudaginn 5. júní kl. 16. Á efnisskránni eru íslensk lög, þýsk ljóð og ítalskar óperuar- íur. Sigurður Pétur Bragason hóf nám í píanóleik við Tónhstarskól- ann í Reykjavík hjá Rögnvaldi Sig- uijónssyni og lauk frá skólanum tónmenntakennaraprófi árið 1978. Hann lauk áttunda stigs prófl úr Söngskólanum í Reykjavík árið 1981. Kennarar hans þar voru Sig- urður Bjömsson og Magnús Jóns- son. Siguröur var síöan við söng- nám hjá Maestro Pier Miranda Ferraro í Mílanó á ítahu á árunum 1983-1986. Sigurður hefur sungið með ís- lensku óperunni hlutverk í tveim óperum og í Þjóðleikhúsinu söng hann tvö hlutverk í óperunni Tosca síðasthðið haust. Einnig söng hann hlutverk Jesú í ópem á mikilli sönghátíð í Mílanó árið 1986. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókennaraprófi frá Tónhstar- skólanum í Reykjavík vorið 1978. Hún hefur verið við framhaldsnám í píanóleik í Freiburg og Stuttgart Sigurður Pétur Bragason söngv- ari. en þar. valdi hún ljóðaflutning sem sérgrein undir handleiðslu prófess- orsins Konrad Richter. Þóra starfar nú sem píanóleikari og kennari. -gh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.