Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988.
Sandkom
Burt með
Hæjarviirvóld
áAkureyrioj'a
ísafiröihafa
sentfrásér
haröoröaryfir-
lýsingarað
undanfomuog
erþeimbeint
gegnPlugleið-
um. Minmæði
fólksájwssum
stööumcrþrot-
invegna
„hægagangs"
flugmanna félagsins að undaníðmu,
enþaðcratriði semreyndarerhægt
að segjaaðsé árlegL Má fólk biða
langtimum saman f flugstöðvunum
eftirþvíaðfiugmonnunumþéknist
að „lulia“ vélunum upp aö þeim og
drepa á hreyflunum, en þettaþykja
nú raeiri vandaverk en áður. Nú eru
menn famir að krefjast þessað
dnkaleyfi Fiugleiöa á vissum flug-
leiðura hér innanlands verði tekiö til
endurskoðunar, svo búa megi við
mcira öryggi varðandi þessi sam-
göngumál en er og verið hefur.
Haraldur stjóri
HaraldurM.
Sigurðssonhef-
urtekiðaðsér
aðveitakosn-
ingaskiátstofu
Vigdisarfor-
setaáAkureyri
törstöðu. Har-
aldurervanur
maðurþegar
kosningastörf
eru annars veg-
aroghefurekki
semkosninga-
stjóri tapað til þessa. Hann stýröi
m.a. kosningaskrifstofú Vigdísar
1980, skrifstofú Kristjáns Eldjáms á
sínum tíma og skrifstofu J-listans i
síðustukosningum til Alþingis, með
þeim árangri að Stefán Valgeirsson
hiaut kosningu léttilega, nokkuð sem
margir höfðu talið ómögulegt. Þá
starfað] hann á sínum tíma aö fram-
boði Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.
Meðalaldurfram-
sóknarmanna
Hópuríslend-
inga v;u á ferö
íFæreyjumá
dögunum,sem
varlaerífrá-
sögurfærandi
Fólkinuvar
bentábyggð
viðeinnQörð-
innþarogtjáð
aömeðaialdur
fólksins,erþar
byggi.vairisi
ár.Frarasókn-
armaður frá Akureyri, sem var með
í hópnura, mun hafa orðiö upprifinn
og hrifinn, enda er meðalaldur í
Frarasóknarfélagj Akureyrar ekki
miklu lægri. Hafa menn haft á oröi
að efekki komi til endurnýjim í félag-
inu bráðlega sé best að fara að halda
túndi í félaginu á dvalarheinalinu.
Þvíekki
hitt lika?
Hlustendur
Ríkisútvarps-
insáAkureyri
kusuádögun-
umfyrirtækið
Ofnasmiðju
Norðurlands
semþaöíyrir-
tækiíbænum
erhefðiþrita-
legastútifVrir
sínum dyrum.
LentiOfna-
smiðjanþari
hai-ðri keppni viö fýrirtæki Kennedy-
bræðranna, Höld, og einnig mun Rik-
isútvarpið hafa fengið tals vert af at-
kvæðum. 1 kjölfar þessarar kosning-
ar eru þær raddir háværar í bænum
að sams konar keppni verði haldin
þarsem tilnefht verði það fyrirtæki
sem hefúr mestan sóðaskap á lóö
sinni. Er ekki að efa að hart yröi
barist, þvíþótt Akureyriséþrifalegur
og Megur bær er mikiö um að fyrir-
tæki safiti saman drasli á lóðura sín-
um.
Gylfi Ktistjánsaon
Fréttir
Hátíðarhöldin 17. júní foru alls staðar vel fram:
Skemmtiatriðin nánast
drukknuðu í vatnsveðri
Hátíðarhöldin 17. júní fóru vel fram
um allt land. Leiðindaveður setti þó
mikinn svip á útiskemmtanir sunn-
an lands og vestan og voru útiatriði
víða færð inn í hús. Fyrir norðan og
austan lék veðrið hins vegar við há-
tíðargesti.
Á höfuðborgarsvæðinu fylgdust
færri með skemmtiatriðum en venju-
lega enda rigndi á köflum ákaflega
og auk þess var hvasst. Þó létu ýms-
ir veðrið ekki aftra sér framan af
degi og héldu niður í miðborgina.
Flestir stoldruðu þó stutt við og
héldu heim á leið rennblautir og
hraktir. Ýmsir höfðu orð á því að
skemmtiatriðin hefðu nánast
drukknaö í vatnsveðrinu.
Fámennt á Lækjartorgi
Útiskemmtun var á Lækjartorgi að
kvöldi þjóðhátíðardagsins en slag-
veður oUi því að fáir létu sjá sig þar.
Að sögn lögreglunnar fór aflt vel
fram og ölvun ekki mikil. Lögreglu-
þjónn fjáði DV að þetta hefði verið
rólegasta fostudagskvöldið sem hann
myndi eftir í langan tíma.
I Laugardalshöllinni var hins veg-
ar fullt hús, um flmm þúsund manns.
Þar fóru fram hljómleikar á vegum
Listahátíðar þar sem fram komu
margar vinsælar hljómsveitir.
Greinflegt var að krakkarnir kunnu
betur við sig í hlýjunni í Höflinni en
í slagveðrinu fyrir utan. Nokkur ölv-
un var í Höllinni en aflt fór vel fram.
-ATA
Lúnir tónleikagestir i Laugardalshöll voru lagðir til hvílu i einum afkima
Hallarinnar og þeir látnir sofa úr sér mestu vímuna. DV-mynd JAK
Hátíðarhöldin 17. júní hófust á hefðbundinn hátt með því að forseti ís-
lands, Vigdis Finnbogadóttir, lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar
á Austurvelli. Að venju aðstoðuðu tveir nýstúdentar forsetann við þessa
athöfn. DV-mynd JAK
Heimsbikamiótiö í Belfort:
Kasparov orðinn einn efstur
- Vinningsskák Jóhanns gegn Andersson
Jóhann Hjartarson hefur hlotið
hálfan annan vinning eftir fimm
umferðir á heimsbikarmótinu í Bel-
fort í Frakklandi. Á laugardag náði
hann sínum fyrsta vinningi er hann
lagði sænska stónneistarann Ulf
Andersson að velli. í gær tapaði hann
hins vegar fyrir sovéska stórmeistar-
aranum Alexander Beljavsky eftir
liðlega 40 leiki. Beljavsky tefldi Brey-
er-afbrigði spænska leiksins af miklu
öryggi og Jóhann varð aö sætta sig
við ósigur eftir ónákvæmni í mið-
taflinu.
Önnur úrslit 5. umferðar urðu þau
að Kasparov vann Timman með
svörtu mönnunum, Karpov vann
Nogueiras og hafði einnig svart en
jafntefli gerðu Ribli og Jusupov,
Húbner og Sokolov, Speelman og
Short, Spassky og Ehlvest og
Ljubojevic og Aiidersson.
Heimsmeistarinn Garrí Kasparov
hefur teflt af miklu öryggi til þessa
og er orðinn einn efstur með 4 vinn-
inga. Næstur kemur Eistlendingur-
inn Jahn Ehlvest með 3,5 v., en
Karpov og Spassky hafa 3 vinninga.
Karpov tapaði biðskákinni við So-
kolov úr fyrstu umferð. Sokolov,
Ribli, Húbner, Ljubojevic, Anders-
son Beljavsky og Short hafa allir 2,5
vinninga.
Jafntefli hafa sett mikinn svip á
mótiö, hugsanlega vegna bágborinna
aöstæðna á skákstað. Aö sögn Jó-
hanns er hrikalega heitt í skáksaln-
um, nánast sem í gufubaði. í 4. um-
ferð lauk öllum skákunum með jafn-
tefli utan hvað Jóhann vann Anders-
son og Ehlvest vann Speelman. Sömu
sögu er að segja af 3. umferð sem
tefld var á fóstudag. Ehlvest vann þá
Timman og Nogueiras vann Sokolov
en aðrir gerðu jafntefli, þar á meðal
Jóhann og Ljubojevic.
Ekki var laust við að Jóhann hefði
heppnina með sér í sigurskákinni
gegn Andersson. Sænski stórmeist-
arinn átti þægilegri stöðu en fór of
geyst í sakirnar og Jóhann náði að
hrekkja hann með fingrafimi sinni í
tímahraki. Andersson þykir með
varkárari skákmönnum en af þessari
skák má sjá að aldrei er of varlega
farið.
Skák
Jón L. Árnason
Hvítt: Ulf Andersson
Svart: Jóhann Hjartarson
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. g3 Bb7 4. Bg2
c5 5. 0-0 e6 6. Rc3 a6 7. b3 d6 8. Bb2
Be7 9. e3
Dæmigert fyrir Andersson. Hann
vill ekki leika drottningarpeðinu
fram um tvo reiti fyrr en að vel at-
huguðu máh. Jóhann mætir þessari
rólegu leikaðferð á nýstárlegan hátt.
9. - 0-0 10. De2 Rbd7 11. Hfdl Ha7!?
12. d4 Da8 13. Rel cxd4 14. exd4 d5 15.
Hacl He816. cxd5 Rxd5 17. Rxd5 Bxd5
18. Bxd5 Dxd5 19. Rg2 Bg5 20. Hc2 b5
21. h4 Bh6 22. Hd3
Virk staða hvíts vegur fyllilega upp
á móti stöku drottningarpeðinu. Nú
undirbýr hann g4-g5 og að skjóta
hróknum yfir á kóngsvænginn um
leið og riddarinn fær góða reiti. Jó-
hann kýs að andæfa þessari áætlun
strax en leikur hans hefur þann ann-
marka að kóngspeðiö verður bak-
StSBtt
22. - f5!? 23. Bcl Bxcl 24. Hxcl Rf6 25.
Rf4 Dd6 26. Hc5 Re4 27. He5 Hae7 28.
Kg2 g6 29. a4 b4?!
Hvíta staðan er liðlegri en hér hefði
29. - bxa4 gefið besta möguleika til
tafljöfnunar. Textaleikurinn er
freistandi, því að riddarinn fær reit
á c3 en þar grípur hann í tómt - að
því er virðist...
30. f3 Rc3 31. Dd2 Hd7 32. Del?
Á rangri braut. Að sögn Jöhanns
var betra 32. h5! og ef 32. - g5 33. Re2
sem gefur hvítum mun hagstæðari
stöðu eftir uppskiptin.
32. - Hde7 33. Hde3? Dxd4 34. Hxe6 Rdl!
Andersson sást yflr þennan beitta
miflileik og von bráðar missir hann
öfl tök á taflinu. Hugmynd Jóhanns
er að svara 35. Hxe7? með 35. - Rxe3
með skák.
35. Hd3 Db2+ 36. Hd2?
Með 36. Kfl gat hvítur haldið jafn-
væginu.
36. - Hxe6 37. Dxdl?
Síðasti afleikurinn. Nú varð hann
að reyna 37. Rxe6 Dxb3 38. Dxdl en
hróksendataflið gefur svörtum góð
vinningsfæri.
8
7
6
5
4
3
2
1
ABCDEFGH
i * . A
á I i
Á
Aá a &
A ■ A A
m S <±>
37. - Hd6!!
Forðar hróknum og bjargar drottn-
ingu sinni um leið. Þar eð 38. Hxd6
er illmögulegt vegna leppunar hróks-
ins veröur hvítur aö sættast á 38.
Hxb2 Hxdl en endataflið er gjörtap-
að. Andersson gafst því upp.
Opinberri heimsókn
Atía Dam, lógmanns
Færeyja, lýkur í dag:
„Gott, fær-
eyskt veður“
„Þaö var virkilega spennandi
að veiöa lax,“ sagöi Atli Dam, lög-
maöur Færeyja, í samtali við DV
en lögmaðurinn fór í laxveiði á
laugardag í boði Steingríms Her-
mannssonar utanríkisráðherra.
Veörið hefur ekki leikið við
gestina hér suðvestanlands. Varð
þvi að hætta við skoðunarferð í
Viöey á þjóðhátíðardaginn. Að-
spurður sagði Atli Dam þó veðrið
ekki hafa verið til óþæginda.
„Þetta er gott, færeyskt veður,“
sagði hann.
Lögmaðurinn var mjög ánægö-
ur með heimsóknina, allir væru
vingjarnlegir og tekiö heföi verið
höíðinglega á móti gestunum.
Varðandi samskipti Færeyinga
og Islendinga sagði Atli Dam að
þau þyrfti að auka. Fyrirhugaður
er fúndur 30. júfl í Þórshöfn i
Færeyjum. Þar munu hittast Þor-
steinn Pálsson forsætisráöherra,
Atli Dam, lögmaöur Færeyinga,
og Jonathan Motzfeldt, formaður
grænlensku landsstjórnarinnar.
Þessi fundur er liöur í vest-norr-
ænu samstarfi. „Þessar þjóöir
eiga mörg sameiginleg hags-
munamál og má þar nefna hval-
veiðar og fiskveiöar,“ sagöi Atli
Dam.
Lögmannshjónin sátu hádegis-
veröarboð á Þingvöllum i gær í
boði forsætisráðherra. Síödegis í
gær tóku Atli Dam og Solvá kona
hans á móti Færeyingum, búsett-
um á Islandi.
Opinberri heimsókn lögmanns-
þjónanna lýkur J dag.
-JJ