Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988. 53 Fréttir ísafjörður: Notkun gang- brauta ábótavant Stór hópur ungs fólks, merktur Um- ferðarráöi, hefur prýtt flest götuhom Ísaíjarðar síðastliðna viku. Þar vom á ferðinni krakkar á aldrinum 10-13 ára sem vom að gera sérstaka könn- un á þvi hversu vel ísfirðingar hö- guðu sér í umferðinni. Könnunin var unnin í samvinnu við ýmsa aðfla sem láta sig öryggi hins almenna borgara einhveiju varða. Sex atriði tóku bömin sérstaklega tO athugunar en þau vora: ökuljósanotkun, bflbelta- notkun, lagning ökutækja, notkun gangbrauta, notkun stöðvunar- og biðskyldu og tillitssemi og umgengni. Það sem vakti hvað mesta athygli í þessari könnun er hve gangandi vegfarendur koma ifla út úr könnun- inni. Af 1309 vegfarendum, sem könnunin náði tO, notuðu aðeins 694 eða 53% gangbrautir. Aftur á móti em ísfirskir ökumenn margir hveijir vel með á nótunum og aka í anda nýju umferðarlaganna. Af þeim sem könnunin náði tO vom 23% öku- manna brotleg hvað varðar notkun ökuljósa og 32% ökumanna virtust ekki sjá ástæðu tfl að nota bflbeltin þótt löggjafmn ætlist til þess. Lagn- ing ökutækja var í 29% tflfeUa ólög- leg og stöövunar- og biðskylda var ekki virt í 22% tflfeUa og að mati krakkanna mega 24% bflstjóra taka Jónas H. Eyjólfsson yfirlögregluþjónn afhendir Grunnskóla ísafjarðar vegg- spjald að gjöf. DV-myndir BB. sig á hvað varðar tiUitsemi og um- gengni, þannig að betur má ef duga skal. Umferðarvikunni lauk með hjól- reiðakeppni viö Gmnnskólann á ísafirði. Að keppni lokinni afhenti lögreglan öUum, sem tóku þátt, við- urkenningu og færðu skólanum um leið að gjöf veggspjald með Ijósmynd- um, teknum í umferðarvikunni. Byggðastofnun á Akureyri: Starfsemin fer bráðlega í gang Gyifi Krisjánsson, DV, Akureyii: „Sennflega hefst starfsemin ekki formlega fyrr en í haust, en um næstu mánaðamót verður fyrsti starfsmaðurinn kominn tíl Akur- eyrar og mun þá hefjast handa við aö koma þessu í gang,“ sagði Guð- mundur Malmquist, framkvæmda- stjóri Byggðastofnunar, er DV spuröi hann hvenær útibú stofhun- arinnar á Akureyri tæki tfl starfa. Benedikt Guömundsson, sem ráðinn hefur veriö aö stofhuninni, tekur tfl starfa um næstu mánaða- mót, og í haust kemur Valtýr Sigur- bjamarson til starfa, en hann er : núverandi bæjarstjóri á Ólafsfirði og verður forstöðumaður útibúsins á Akureyri. „Þetta verður gott lið,“ sagöi Guðmundur Malmquist. Guömundur sagðist ekki óttast aö ekki yröu næg verkefhi fyrir skrifstofuna á Akureyri. „Hjá skrifstofunni á Akureyri eiga menn að geta fengið allar upplýsingar úr gagnabanka og lánabókhaldi og rætt öU sín raál við stofnunina. Byggöastofnun er i mörgum mál- umfyrir noröan um þessar mund- ir. í gangi er að stofiia hlutafélag í Reykdælahreppi om fiskhausa- verksmiðju, athuganir varöandi fóöurverksmiðjur bæði á Dalvik og í N-Þingejjarsýslu em í gangi og fieira mætti nefna. Það er þvi gott fyrir okkur að opna þessa skrif- stofu á Akureyri,“ sagöi Guðmund- ur. Byggðastofnun hefur tekið á leigu húsnæði hjá Búnaðarbank- anum á Akureyri þar sem skrifstof- an verður tO húsa. „Við höfum einnig sótt um lóð í miöbænum ásamt bankanum. Viö höfum að vísu ekki fengiö þá lóð fomOega enn sem komiö er. Hins vegar mið- um viö okkar undirbúning viö að svo verði og eigum svo að finna réttan tíma til að ráöast i bygging- arframkvæmdir. Ríkiö á ekki aö standa í svoleiðis framkvæmdum þegar nóg er aö gera í byggingar- framkvæmdum í bænum.“ Guömundur sagöi aö stjóm Byggðastofnunar héfði rættum að koma áfót fleiri útíbúumi um landiö og hefðu Egilsstaðir og ísafiörður sérstaklega verið nefndir í því sam- bandi. „Menn hafa reyndar rætt um að koma á fót útibúum í ölium kjördæmum iandsins, én þaö er best aö sjá hvemig þetta fer aö stað fyrir norðan, hvaö þaö kostar og sniöa okkur stakk eftir yextí,“ sagði Guömundur. Fagurt fley í Eyjum - Odessa er stærsta skip sem komið hefur þar að bryggju Ómar Gardarsson, DV, Vestmannaeyjum: „Það gekk vel aö taka skipið inn, enda er það búiö öflugum bógskrúf- um bæði að framan og aftan og því auðvelt að snúa því í höfninni," sagði Björgvin Magnússon hafnsögumað- ur eftir að hann haföi komið sovéska skemmtiferðaskipinu Odessa að bryggju hér í höfninni í Eyjum sl. sunnudag. Odessa, frá samnefndri borg við Svartahaf, er langstærsta skip sem hingað hefur komiö miðað við rúmlestatölu, eða 13.252 tonn, og lengdin er 136 metrar. Með skipinu vora 400 farþegar, afl- ir Þjóðverjar, en áhöfnin er sovésk. Odessa kom til Vestmannaeyja um hádegisbilið og fór Eiftur kl. 20 um kvöldiö. Margir lögöu leið sína niður að höfn tíl aö líta á hinn glæsta far- Odessa i Vestmannaeyjahöfn. kost. Aöeins einu sinni hefur lengra skip komið hér inn á höfnina, jap- DV- mynd Ómar. anska skipið Apple Blossom sem er aðeins lengra en Odessa. REYKJMJIKURBORG Stiuáci ARKITEKT Laus er til umsóknar staða arkitekts við borgarskipu- lag Reykjavíkur. Upplýsingar hjá forstöðumanni eða Bjarna Reynarssyni, símar 26102 og 27355. REYKJMHKURBORG JLauuvi Stösuvi SKÓLARITARI Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir ritara í fullt starf. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Starfið er laust frá og með 10. ágúst. Umsóknir skilist til Skólaskrifstofu Reykjavíkur eða á skrifstofu Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir 1. júlí nk. Til athugunar fyrir kennara Kennara vantar við grunnskólana í Hafnarfirði sem hér segir. Kennara í ensku, Lækjarskóli. Kennara í íslensku (7, 8 og 9 bekkur) Lækjarskóli. Kennara til sérkennslu, Lækjarskóii, Engidalsskóli. Kennara í raungreinum, Öldutúnskóli. Kennara til að kenna stúlkum íþróttir, Öldutúnsskóli. Kennara í tónmennt, Víðistaðaskóli. Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Nán- ari upplýsingar gefa skólastjórar viðkomandi skóla eða Fræðsluskrifstofa Flafnarfjarðar, Strandgötu 4, sími 53444. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. iiiri Styrkur til háskóianáms í Japan =P7 n Félagsmálastofnun V Reykjavíkurborgar ÚTIDEILD FORSTÖÐUMAÐUR Laus er staða forstöðumanns Úttdeildar. Starfið felur í sér daglega stjórnun deildarinnar, sem sinnir leitar- og vettvangsstarfi meðal unglinga. Við leitum að félagsráðgjafa eða starfsmenni með sambærilega menntun. Reynsla af leitarstarfi eða meðferðarstarfi með unglingum er skilyrði fyrir ráðn- ingu. Umsóknarfrestur er til 8. júlí nk. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500 og deildarstjóri Unglingadeildar í síma 622760. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykja- víkur, Pósthússtræti 9, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islend- ingi til háskólanáms í Japan háskólaárið 1989-90 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1991. Ætlast er til að styrkþegi hafi lokið háskóla- prófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á jap- önsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a^m.k. sex mánaða skeið. Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum óg hejlbrigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágústnk. Sérstök umsókn,-- areyðublöð fást i ráðuneytinu. . . ' 14. júní 1988. Menntamálaráðuneytið * ■ <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.