Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1988, Blaðsíða 38
50
MÁNUDAGUR 20. JÚNÍ 1988.
Jarðarfarir
Jóhann Guðmundsson frá Hauga-
nesi, síðar á Dvalarheimilinu Hlíö,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsi Ak-
ureyrar 13. þessa mánaðar. Jarð-
sungið verður frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 21. júní kl. 13.30.
Jón Guðmundsson rafvirkjameist-
ari, áður Skipasundi 47, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í dag, 20. júní, kl. 13.30.
Ólafur Guðmundsson, Mávahlíð 46,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag, 20. júní, kl. 15.
Útfór Svövu Ingvarsdóttur, Dalbraut
20 (áður Bólstaðarhlíð 11), fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 20. júní, kl.
13.30.
Ólafur Pálsson, fyrrverandi verk-
stjóri, Hvassaleiti 16, sem andaðist
laugardaginn 11. júní, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju mið-
vikudaginn 22. júní kl. 15.
Þorsteinn Erlingsson, Austurbergi
38, verður jarðsunginn þriðjudaginn
21. júní frá Fossvogskirkju kl. 10.30.
Jarðarfor Helgu S. Jónsdóttur frá
Nöf, Siglufirði, verður gerð frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 21. júní kl.
15.
Monika S. Helgadóttir, Merkigili,
verður jarðsungin að Reykjum mið-
vikudaginn 22. júní kl. 17. Húskveðja
verður á Merkigili kl. 11.30.
Stefanía Vilhjálmsdóttir frá Hánefs-
stöðum verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 21. júní kl.
13.30.
Ásta Hulda Guðjónsdóttir lést 9. júní.
Hún var fædd í Reykjavík 1. mars
1929, dóttir hjónanna Guörúnar
Jónsdóttur og Guðjóns Ólafs Jóns-
sonar. Eftirlifandi eiginmaður henn-
ar er Björn Guðmundsson. Þau hjón-
in eignuðust þrjú börn. Útfor Astu
verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag kl. 15.
Kæru sveitungar, vinir og vandamenn.
Mitt innilegasta þakklæti til ykkar
allra fyrir ógleymanlega stund sem ég
átti með ykkur 1. júní. Bæn mín er sú
að guð blessi ykkur öll.
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, BLESASTÖÐUM
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer fram
í skrifstofu embættisins, Auð-
brekku 10 í Kópavogi, þriðjud. 21.
júni ’88 á neðangreindum ta'ma:
Kl. 10.10: Ástún 12,3. hæð nr. 4, þingl.
eig. Sigríður Anna Guðnadóttir. Upp-
boðsbeiðandi er Bæjarsjóður Kópa-
vogs.
Kl. 10.05: Daltún 15, hluti, þingl. eig.
Ámi F. Vikarsson. Uppboðsbeiðandi
er Bæjarsjóður Keflavíkur.
Kl. 11.05: Digranesvegur 109, þingl.
eig. Þórir Þorsteinsson. Uppboðsbeið-
endur eru Bæjarsjóður Kópavogs,
skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi og
Tryggingastofhun ríkisins.
Kl. 10.50: Helgubraut 2, þingl. eig.
Pétur Ólafeson. Uppboðsbeiðandi er
Verslunarbanki íslands.
KI. 10.55: Selbrekka 40, talinn eig.
Sighvatur Blöndal, Uppboðsbeiðend-
ur eru Landsbanki íslands, Verslunar-
banki íslands, Skattheimta ríkissjóðs
í Kópavogi, Útvegsbanki íslands,
Bæjarsjóður Kópavogs, Iðnaðarbanki
Islands hf., Guðjón Armann Jónsson
hdl., Helgi V. Jónsson hrl., Búnaðar-
banki íslands, Veðdeild Landsbanka
íslands, Guðjón Ármann Jónsson hdl.,
Skarphéðinn Þórisson hrl. og Ingvar
Bjömsson hdl.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI
Nauðungaruppboð
annað og síðara
á eftartöldum fasteignum fer fram
í skrifstofu embættasins, Auð-
brekku 10 í Kópavogi, þriðjud. 21.
júní ’88 á neðangreindum tíma:
KI. 10.50: Álfhólsvegur 57, þingl. eig.
Sturla Snorrason. Uppboðsbeiðandi
er Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi.
KI. 10.15: Birkigrund 55, efri hæð,
þingl. eig. Guðmundur Gígja. Upp-
boðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka
íslands.
Kl. 10.15: Birkigrund 55, neðri hæð,
þingl. eig. María Friðleifedóttir. Upp-
boðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka
íslands.
Kl. 11.05: Bræðratunga 7, kjallari,
þingl. eig. Borgar Þór Guðjónsson.
Uppboðsbeiðandi er Skattheimta rík-
issjóðs í Kópavogi.
Kl. 10.30: Engihjalli 19, 1. hæð F,
þingl. eig. Einar Þ. Einarsson. Upp-
boðsbeiðandi er Útvegsbanki íslands.
Kl. 10.05: Fannborg 7, 4. hæð t.v.,
þingl. eig. Sigurlaug Þorleifedóttir.
Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki
íslands hf., Veðdeild Landsbanka ís-
lands og Verslunarbanki íslands.
Kl. 10.00: Furugrund 50, 1. hæð C,
þingl. eig. Jón Snorrason og Katrín
Hrafiisdóttir. Uppboðsbeiðendur eru
Guðjón Ármann Jónsson hdl., Veð-
deild Landsbanka íslands, Bæjarsjóð-
ur Kópavogs, Skattheimta ríkissjóðs
í Kópavogi og Jón Ingólfeson hdl.
Kl. 10.35: Grænatún 24, þingl. eig. Sig-
urður Stefansson. Uppboðsbeiðandi
er Bæjarsjóður Kópavogs.
Kl. 10.45: Hafiiarbraut 13-15, þingl.
eig. Skipafél. Víkur hf. Uppboðsbeið-
andi er Gjaldskil sf.
Kl. 10.10: Hlégerði 22, þingl. eig. Sigur-
valdi Guðmundsson. Úppboðsbeið-
andi er Sigurður G. Guðjónsson hdl.
Kl. 10.10: Holtagerði 57, þingl. eig.
Gunnar Finnbogason. Uppboðsbeið-
endur eru Reynir Karlsson hdl., Stef-
án. Pálsson hrl. og Landsbanki ís-
lands.
Kl. 10.35: Kársnesbraut 47, efii hæð,
þingl. eig. Rögnvaldur Ólafeson. Upp-
boðsbeiðendur eru Skattheimta ríkis-
sjóðs í Kópavogi og Bæjarsjóður
Kópavogs.
Kl. 10.50: Kársnesbraut 82, þingl. eig.
Valgarð Ólafeson. Uppboðsbeiðendur
eru Bæjarsjóður Kópavogs, Skatt-
heimta ríkissjóðs í Kópavogi, Stein-
grímur Eiríksson hdl., Ævar Guð-
mundsson hdl. og Veðdeild Lands-
banka íslands.
Kl. 10.45: Sæbólsbraut 28, íbúð 024)2,
þingl. eig. Hildur Guðnadóttir. Upp-
boðsbeiðandi er Ingi Ingimundarson
hrl.
Kl. 10.45: Skeifan v/Nýbýlaveg, þingl.
eig. Kristín Viggósdóttir. Uppboðs-
beiðendur eru Skattheimta ríkissjóðs
í Kópavogi, Steingrímur Eiríksson
hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl.,
Veðdeild Landsbanka íslands, Lands-
banki íslands og Bæjarsjóður Kópa/
vogs.
Kl. 10.20: Smiðjuvegur 28, hluti, þingl.
eig. Málmiðjan hf. Uppboðsbeiðandi
er Iðnlánasjóður.
KI. 10.45: Vatnsendablettur 44, Grund,
þingl. eig. Kristján Halldórsson. Upp-
boðsbeiðandi er Tryggingastofnun
ríkisins.
Kl. 10.00: Þverbrekka 2, íbúð 504,
þingl. eig. Róbert Róbertsson. Upp-
boðsbeiðendur eru Bæjarsjóður
Kópavogs, Iðnlánasjóður, Valgeir
Kristinsson hrl., Baldur Guðlaugsson
hrl., Ólafur Axelsson hrl., Jón Þór-
oddsson hdl., Bjöm Ólafúr Hallgríms-
son hdl., Iðnaðarbanki íslands hf.,
Ámi Einarsson hdl. og Ari ísberg hdl.
BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI
Menning
Sumarkvöld í Óperunni
Síðasthðinn flmmtudag voru kam-
mertónleikar undir stjórn Hákonar
Leifssonar. Á efnisskránni voru
tvö ný íslensk verk eftir Hauk Tóm-
asson og Leif Þórarinsson og kam-
mersinfónía Schönbergs ópus 9.
Tveir einleikarar komu einnig
fram, Guðni Franzson klarínett-
leikari í verki Hauks og Þorsteinn
Gauti Sigurðsson píanóleikari í
verki Leifs. Frumfluttu verkin
voru endurtekin eftir hlé og var
það vel til fundið.
Efnisvalið var ekki af léttara tag-
inu og æfingatími naumur, en
þama var saman komið úrvalsfólk
sem ekki bregst. Þetta voru einnig
debut-tónleikar Hákonar og þá
djarft leikið að velja sér kammer-
sinfóníu Schönbergs til flutnings.
En þetta gerði tónleikana meira
spennandi.
Verk Hauks Tómassonar nefnist
Hvörf en titillinn visar til gerðar
þess. Það er skýrt í formi, þar sem
ein áferð tekur við af annarri. Eftir
að meginstefjaefnið hefur komið
fram í sólóklarínettunni og tekið
upp af hljómsveitinni verða hvörf
sem leiða í hálflýrískan hluta.
Tónlist
Eyþór Arnalds
Næstu eiginlegu hvörf em yfir í
stöðuga 16du parta hreyfingu og
síðan í kadensu sem Guðni lék af
snilld. Síðustu hvörfin eru í kvart-
tónaumhverfi en fátt er vandasam-
ara en sannfærandi meðferð kvart-
tóna (svo það hljómi ekki eins og
falskt). Haukur fór m.a. þá leið að
magna upp klarínettið og stilla
uppmögnuðu útgáfuna kvarttóni
hærra þannig að allt sem einleikar-
inn lék i þessum hluta var stillt viö
hljómsveitarhljóðheiminn.
Leifur Þórarinsson var með Styr
fyrir píanó og kammersveit, enda
ófeiminn við að láta gamminn
geisa. Efniviðurinn er að mestu
symmetrískir eða speglaðir hljóm-
ar, ýmist brotnir og lagrænt unnir
eða í gagnstígri hreyfingu. Það sem
helst háði verkinu var hversu hrár
efniviðurinn var og augljós, án þess
að stíga skerfiö þó til fulls. Styr er
þrískipt og löng einleikskadensa í
miðju. Þorsteinn er líkt og Guðni
sannfærandi flytjandi og gerði
hann verkinu góð skil.
Kammersinfónía Schönbergs fyr-
ir 15 flytjendur, tréblásara og
strengi er mikið og erfitt verk. Eig-
inlega er síðrómantísk kammersin-
fónía furðulegt fyrirbæri, eins kon-
ar smækkuð útgáfa af sinfónískum
verkum Mahlers og Strauss í
mammút stærð. Jafnvægi milli
radda er þama allt annað og við-
kvæmara þar sem aðeins einn er á
hverri rödd í strengjum. Það sem
einkennir þennan stíl eru langar
hendingar sem skarast í sífellu,
þannig að bygging þess er geysi-
traust. Þessi skipan eða strúktúr
virtist styðja flutninginn sem varö
heilsteyptur fyrir vikið.
Margt stuðlaði að því að gera tón-
leikana að viðburði, bæði verk og
flutningur, framkoman, umhverfið
og stemningin í salnum. í heild
voru tónleikarnir ánægjulegt dæmi
um grósku og nýsköpun í tónlistar-
lífinu.
..Draumsýn"
Píanótónleikar Ashkenazys í Háskólabíói
Heiðursforseti hstahátíðar, Vlad-
imir Ashkenazy, tyllti hér niður
tánum á laugardaginn og gaf kon-
sert. Hann er búinn að gefa okkur
mikið, þessi maður, sl. 20 ár. Von-
andi berum við einhvemtíma gæfu
til að sýna honum verðugt þakk-
læti. Hingað til virðist manni þó
að þessu örlæti hafi verið tekið sem
sjálfsögðum hlut, já, og stundum
með hálfgeröum hundshaus og
jafnvel skætingi. Það er minni-
máttarkenndin fræga og meðal-
mennskudýrkunin sem er helsta
einkenni á íslensku listalífi, svo
sérkennilegt fyrirbæri að um það
mætti áreiðanlega skrifa margar
skemmtilegar bækur.
Snilhngurinn lék tvær Beetho-
vensónötur (Waldstein og Appas-
sjónötu) og tvær „Nóvelettur“ og
sónötu eftir Schumann. Það hafði
Tónlist
Leifur Þórarinsson
víst shtnað strengur í flyglingum
fyrr um daginn svo hann var í
mesta eymdarstandi þó reynt væri
að laga hann, bæði á undan kon-
sertinum og í hléi. Það er annars
ekki einleikiö hvað við erum
óheppin meö flygla hér á landi.
Sterkir og vandaðir Steinwayar
endast næstum ekkert, hvað þá
önnur veikari merki. Er ekkert við-
hald á þeim? Eða er það húsnæðið?
Þessi óhræsis „hundabíó" eru
varla venjulegu fólki bjóðandi,
hvað þá músíkmeisturum heims-
ins. Á þá aldrei að bæta úr þessu?
Ætlar þjóðin, sem á menn á borð
við Ashkenazy að vinum, aldrei að
rísa úr öskustónni? Æ, þetta er allt
svo sorglegt að við skulum ekki
fara að bæta því ofan á vonda veð-
rið.
Þrátt fyrir alls konar truflanir
voru þetta ótrúlega sterkir tónleik-
ar. Það eru víst ekki margir sem
spha Beethoven á við Ashkenazy.
Ekki heldur Schumann. Og svo allt
hitt sem hann spilar og stjómar úti
um allan heim. Eigum viö að ger-
ast bjartsýn og búast til að lifa það
að sjá hann á stjórnpalli Sinfóníu-
hljómsveitar íslands í Tónlistar-
húsi? Það kom sosum upp í hugann
í auklaginu, hinni barnslegu
„Draumsýn" Schumanns. Sú
„fagra sýn“ entist næstum hálfa
leiðina heim en hvarf út í buskann
við stálþil fasismans á norður-
bakka Tjamarinnar.
Meistarasöngvarar
The Cristians tóku íslenska dægur-
tónlistaraðdáendur í rúminu.
Skammarlega fáir komu til að
hlusta á þessa gæðasveit í Laugar-
dalshöll að kvöldi sextánda júní.
Máttu þó eiga von á að eitthvað
athyghsvert myndi heyrast miöað
við hvemig sveitin hljómar á plötu.
Christiansbræöur og Henry Pri-
estman ásamt fjórum aukahljóð-
færaleikumm voru í stuttu máli
sagt frábærir. Hljóðfæraleikur
septettsins lét ekki mikið yfir sér.
Fremur lítiö um einleik (skemmti-
leg tilbreyting) en þeim mun meira
reynt að láta heildina hljóma sem
áheyrilegast. Og það tókst. Söngur
Priestmans, Russels og ekki síst
Garry Christian var hins vegar
með slíkum ágætum að seint
gleymist. Samsöngur þremenning-
anna fékk mann til að renna hug-
anum til gamalla meistara, svo sem
Curtis Mayfields og félaga hans í
The Impressions eða Cory Wells
og félaga í Three Dog Night. Svo
sterk gospeláhrif í soulblönduðu
rokki em fáheyrð nú á dögum.
LJÓSRITUN - PLASTHÚÐUN
LJÓSPRENTUN TEIKNINGA
SKIPHOLTI 21
2 26 80
Tónlist
Ásgeir Tómasson
Christians hófu og enduðu tón-
leikana á sínum fyrsta smelli, For-
gotten Town. Seinni útfærslan var
með svonefndu tólftommuyfir-
bragöi. Leiðigjöm og í senn srúlld-
arlega samspiluð með trommuleik
og hljóðeffektum af bandi og lifandi
spilamennsku þar ofan á. Að öðm
leyti var prógrammið byggt á lög-
um af fyrstu og hingaö til einu
plötu Cristians. Einnig var farið í
smiðju hjá Ray gamla Charles og
tekin frjálsleg útsetning lags sem
mig minnir að heiti Rocking Chair
Blues. Ég átti reyndar von á að
meira yrði flutt af tónhst annarra,
miðað við hvað Priestman og Garry
Christian höfðu í viðtölum sagt um
prógramm kvöldsins. Fámennið á
tónleikunum hefur kannski ráðið
þvi að dagskráin var stytt.
Það voru Kátir piltar og Síðan
skein sól sem hituðu upp fyrir The
Christians. Síðamefnda hljóm-
sveitin stóö sig meö stakri prýði og
galt þess eins að hafa ekki á laga-
listanum önnur þekkt lög en Bann-
að og Húsið og ég (mér finnst rign-
ingin góð). Önnur lög hljómsveitar-
innar lofa góðu. Hljómsveitin sph-
aöi fulllengi fyrir minn smekk þar
eð hún var í upphitunarhlutverk-
inu þetta kvöldið. Sömu sögu var
aö segja um Káta pUta. Tíu lög frá
hljómsveit, sem htt hefur spUað
opinberlega áður, er allt of stór
skammtur. Kátir piltar sýndu þess
öll merki að vera byijendur í fag-
inú, Þó sýndu þeir góð tilþrif í lög-
unúm (Áre You) Bitter (In My
Garden) og Tulsa Time sem mig
gmnar að þeir kalh Þeysaðu fram
á við. Þau tilþrif benda fil að með
meiri samæfingu verði piltarnir'
teitu frá Hafnarfirði þokkalegustu
rokkarar.
Þá er aðeins ógetið hljómsveitar-
innar Strax. Hún sýndi þeim fáu
tónleikagestum, sem ómökuðu sig
í Hölhna að kvöldi þess sextánda,
þá lítUsvirðingu að vera að æfa sig
þegar hleypa átti inn. Skítapakkið
mátti því húka úti í nepjunni í um
þrjú kortér áður en Strax þóknað-
ist að þagna. Þegar hljómsveitin
átti síðan að koma fram á eftir Síð-
an skein sól ku aðeins einn hðs-
maður Strax hafa verið mættur til
leiks. Hljómsveitin var því færð
aftur fyrir aðalnúmer kvöldsins.
Loksins þegar hún brölti á sviö
voru flestir farnir til síns heima.
Löggæslumenn, Sniglar og starfs-
menn Laugardalshallarinnar eru
því einir til frásagnar um önnur
afrek hópsins það kvöldiö. Fá-
heyrður dónaskapur!