Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 2
2
LAUGARDAGUR 25.'-JÚNÍ 1988.
Þau hafa verið mörg handtökin á kosningaskrifstofum forsetaframbjóðendanna síðustu daga og vikur og vafalaust verður þar í nógu að snúast i dag, á sjálfan kosningadaginn. Myndin hér til
vinstri var tekin á kosningaskrifstofu stuðningsmanna Sigrúnar Þorsteinsdóttur en myndin til hægri á skrifstofu stuðningsmanna Vigdisar Finnbogadóttur. DV-myndir JAK
Forsetakosningar í dag:
Fýrstu tölur koma úr sex
kjördæmum fyrir miðnætti
íslendingar ganga til forsetakjörs
í dag. í framboði eru Sigrún Þor-
steinsdóttir húsmóðir og Vigdís
Finnbogadóttir forseti. Kjörstöðum
verður lokað klukkan ellefu og má
búast við fyrstu tölum fyrir mið-
nætti úr sex kjördæmum af átta.
Það er eingöngu á Vestfjörðuir og
Norðurlandi eystra sem oddvitar
yfirkjörstjórna búast viö að lengri
bið veröi eftir tölum - líklega tii hálf-
eitt og eitt þar sem tímafrekt er að
safna atkvæðum saman í þessum
kjördæmum. Til dæmis flýgur flug-
vél frá Þórshöfn til Raufarhafnar,
þaðan til Kópaskers, síðan til Húsa-
víkur og endar loks á Akureyri þar
sem atkvæði verða talin í Oddeyrar-
skóla. Allt veltur þó á veðri hversu
fljótt tölur koma til með að berast.
Kosningadagskrá
í Sjónvarpinu
„Fréttastofur Útvarps og Sjónvarps
verða með samvinnu að nokkru leyti
þennan dag en sameiginleg dagskrá
hefst klukkan tíu og stendur í 15
mínútur þar sem kosningasjónvarp-
ið verður kynnt og kjörsókn athug-
uð. Útsending hefst rétt fyrir ellefu
og heldur áfram fram á nótt, allt þar
til úrslit verða alveg ljós. Þá tekur
bíómynd viö í Sjónvarpinu en kosn-
ingaútvarp heldur áfram. Þegar sjón-
varpskvikmyndinni er lokið verður
fréttaþáttur í dagskrárlok, þar sem
úrslit verða kynnt og niðurstöðurnar
ræddar," sagði Helgi H. Jónsson,
starfandi fréttastjóri Sjónvarpsins, í
samtali við DV.
Ekkert kosningasjónvarp verður á
Stöö 2, en tölum verður skotið inn
milli dagskrárliða og í lok dagskrár
verður fréttaþáttur, að sögn Páls
Magnússonar, fréttastjóra Stöðvar 2.
Rúmlega 173 þúsund
á kjörskrá
Kosið er í 8 kjördæmum, eins og í
alþingiskosningum, og er fjöldi kjör-
deilda mismundandi. Kjósendur eru
skráðir í kjördeild eftir þeim stað
sem þeir áttu lögheimili þann 1. des-
ember 1987. Fjöldi kjósenda á kjör-
skrá mun vera 173.800 og eru flestir
í Reykjavík eöa 68.500. í Reykjanes-
kjördæmi eru 40.400,10.100 á Vestur-
landi, 6.800 á Vestfjörðum, 7.300 á
Norðurlandi vestra, 18.100 á Norður-
landi eystra, 9.100 á Austurlandi og
13.600 á Suðurlandi.
Utankjörstaoakosning hefur staðið
yfir undanfarnar vikur og í gær
höfðu rúmlega 6000 Reykvíkingar
kosið utankjörstaða. Má gera ráð fyr-
ir að alls hafi tæplega 10% kosiö ut-
ankjörstaða í Reykjavík en það er
heldur minna en var í síðustu for-
setakosningum 1980, þá kusu um
12,7%. í öðrum kjördæmum hefur
kjörsókn ekki verið jafndræm og í
Reykjavík en þó ekki jafngóð og 1980.
Kjörstaðir opnir frá 10 til 23
Kjörstaðir veröa opnir frá 10-23 á
flestum stöðum landsins en stuðn-
ingsmenn beggja frambjóðenda
bjóða upp á akstur á kjördag ef fólk
óskar þess.
Þegar kjörstööum verður lokað er
baráttan hins vegar yfirstaðin og
ekkert eftir nema bíða úrslitanna.
Stuðningsmenn Vigdisar munu ekki
ætla að halda neina formlega kosn-
ingavöku en stuðningsmenn Sigrún-
ar muriu safnast saman í heimahúsi
í Reykjavík.
-JFJ
Loðdýraræktin:
Skuldir fóðurstöðva
320 milljónir króna
- eiga 30 milljónir sem líklega innheimtast ekki hjá bændum
Heildarskuldir fóðurstöðva í loð-
dýraræktinni nema í dag 317 milljón-
um króna. Þar af nema skuldir til
Stofnlánadeildar landbúnaöarins 142
milljónum og til Byggðasjóðs 50
milljónum. Skammtímaskuldir eru
um 125 milljónir, þar af mest til hrá-
efnissala, sem eru útgerðafélög og
kaupfélög.
Að sögn Leifs Kr. Jóhannessonar,
forstöðumanns Stofnlánadeildar,
hefur verið samþykkt að lán fóður-
stöðvanna hjá deildinni verði af-
borgunarlaus næstu þrjú ár. Veröa
þá aðeins greiddir vextir sem nema
um 3 milljónum meöan afborganir
og verðbætur bíða.
Alls170milljónir
frá Byggðasjóði?
Byggöasjóður fékk heimild frá rík-
isstjóminni í mars til að breyta hin-
um 50 milljónum í hlutafé, en ekki
hefur verið gengið frá því enn vegna
hinnar erfiðu stöðu loðdýraræktar-
innar. Eins hefur Byggðasjóður
heimild til aö lána 40 milljónir til
aðila er vilja kaupa hlutabréf í fóður-
stöðvunum. Ef 80 milljónir verða síö-
an veittar úr sjóðnum, sem lán eöa
styrkir, mun heildarfjárframlag
Byggðasjóðs til fóðurstöðvanna geta
numið 170 milljónum. Hinum 80
milljónum er ætlað að greiða niður
lausaskuldir fóðurstöðvanna og
minnka þannig fjármagnskostnað
þeirra.
Samkvæmt lögum má heildarfjár-
veiting Byggðasjóðs til stöðvanna, í
formi skuldbreytinga og lána til ann-
arra aðila, ekki nema meira en 70
prósentum af heildarhlutafé hverrar
fóðurstöðvar.
Byggöasjóður má sjálfur ekki eiga
nema 40 prósent hlutafjár í hverri
fóðurstöö. Getur Byggöasjóður því
lánaö 30 prósent til aðila, til dæmis
bænda, er vilja kaupa hlutabréf og
loks er vonast til að hráefnissalar eða
aörir kaupi síöustu 30 prósentin.
Hlutur Byggðasjóðs í hverri fóður-
stöð getur verið minni þar sem staða
fóðurstöðvanna er misjöfn, og þá
breytast hinir þættimir þá í sam-
ræmi við þaö. Bændur hafa leyfi til
að skrifa sig fyrir hlutafé sem síðan
greiðist á 3 árum.
Eiga 30milljónir
hjá bændum
„Ég reikna með að fóðustöövarnar
eigi um 30 milljónir útistandandi hjá
bændum, sem ekki er von til að verði
greiddar. Fj ármagnskostnaður er
gífurlegur. Farið var fram á fryst-
ingu afborgana hjá Stofnlánasjóði í 3
ár til að fj ármagnskostnaðurinn
kæmi ekki að fullu inn í fóöurverð
til bænda. Er þá vonast til að kostn-
aðurinn dreifist á meiri framleiöslu
en í dag,“ sagði Jón R. Bjömsson hjá
Sambandi íslenskra loödýrarækt-
enda og Sambandi fóðurstöðva við
DV.
Hann sagði að 11 fóðurstöðvar
væru í landinu, þar af tvær er væm
reknar sem deild innan kaupfélag-
anna á Homafirði og Húsavík.
-hlh
Þórungaverksmiðjan á Reykhólum:
Auka hlutafé um
22 milljónir króna
„Við erum að stefna aö því að
auka hlutafé í Þörungavinnslunni
um 22 milljónir króna og það er
rétt að Byggðastofhun lagði fram
1750 þúsund króna hlutafé til
handa vinnslunni,“ sagði Benedikt
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Þörungavinnslunnar.
„Við emra enn ekki komnir á
skrið meö viðræöur í sambandi viö
fleiri aðila. En raargir erlendir aðil-
ar hafa sýnt okkur áhuga."
Benedikt sagði aö þetta væri ekki
tilkomið vegna rekstrarörðugleika.
„Okkur vantar lausafé til aö lag-
færa ýmsa hluti og gera endurbæt-
ur á verksmiðjunni, m.a eru hita-
veituleiðslur sem þarf aö end-
umýja og fleira í þeim dúr.“
Kaupfelagiö og sveitarstjómin
eiga Þörungavinnsluna ásamt
nokkmm einstaklingum. -GKr
Staifsmenn Þörungaverksmiðjunnar:
Vinna ekki næturvinnu
„Það má vera aö við fóram út í
meiri aðgerðir ef ekki verður geng-
iö aö kröfum okkar,“ sagði Guöjón
Gunnarsson, starfsmaöur Þör-
ungaverksmiðjunnar, viö DV.
„Við erum flestir sammála um
að vinna ekki næturvinnu uns eitt-
hvaö gerist í launamálum okkar.
Við vinnum samt sem áður um-
samda yíirvinnu og þeir sem era á
vöktum vinna sína vinnu áfram.
Mál okkar snúast aö htiu leyti um
grunnkaupshækkanii*. Þaö sem viö
viljum ná fram meö þessum kröf-
um okkar er samræming á ýmsum
þáttum samningsins við aðra hópa
þjóöfélagsins.“
„Aögeröirnar verða ekki ólögleg-
ar. Viö brjótum ekki bráðabirgöar-
lögin,“ sagöi Guðjón. -GKr
Athugasemd um
í frétt í DV í gær sagði aö Ash-
kenazy shti aö meðaltah einn streng
á viku og var það haft eftir Guð-
mundi Stefánssyni hljóðfærasmíða-
meistara.
Af því tilefni hafði Guðmundur
slKástrengjum
samband við blaðið og tók fram að
hann hefði aðeins sagt að þegar Ash-
kenazy æfði sem mest hér á landi
hefði hann getað komistupp í að slíta
streng á viku. Leiöréttist þetta hér
með.