Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Síða 3
LADGARDAGUR 25: JONl 1988.
Fréttir
Kennarar við Ölduselsskóla:
Um helmingur vill segja upp
„Ef til vill mun niöurstaöan veröa
sú að viö teljum okkur ekki fært aö
fara út í hópuppsagnir en þá mun
ákveðiö fólk hætta. Hvemig sem allt
fer er ljóst að það verður lausung í
skólastarfmu næsta vetur. Þaö er
blekking aö halda aö þessi hópur
komi til starfa aftur í haust eins og
ekkert hafi í skorist," sagði Sigmar
Hjartarson, talsmaöur kennara í
Ölduselsskóla.
Sigmar sagöi aö kennarar væru
búnir aö fara vandlega yfir stöðuna
og teldu sig' eiga mörg úrræöi en fá
góð sem gætu boriö árangur. „Daníel
fékk mikinn stuöning frá kennurum
og foreldrum og þaö var enginn
málamyndastuöningur. Því viljum
við fylgja okkar málum eftir og erum
hreinlega syngjandi óö yfir aö þaö
sé gengið svona yfir okkur. Þaö er
búið að lýsa vantrausti á okkar upp-
byggingarstarf og okkur finnst engin
ástæöa til að tefla skólastarfmu hér
í Ölduselsskóla í tvísýnu. Ég vil hins
vegar leiðrétta þann misskilning sem
verið hefur að viö höfum ekki viljað
að neinn annar sækti um. Viö höfum
heyrt fólk nefnt sem hafði hugsað sér
aö sækja um og viö hefðum getaö
sætt okkur viö,“ sagöi Sigmar.
Sigmar sagöi aö kennarar væru nú
alvarlega aö velta fyrir sér aö hætta
kennslu og segja upp. Þetta hafi ver-
iö borið undir kennarafund, þar sem
setiö hafi 30 kennarar af 44, og hafi
um 23 sagt já viö hópuppsögnum.
„Viö verðum aö kanna hug þeirra
sem ekki komust á fundinn en sem
hópaðgerð þýöir ekki minna en aö
75% kennara segi upp,“ sagði Sig-
mar.
Sjöfn mætir í ágúst
Endanleg ákvörðun kennaranna
verður ekki opinberuö fyrr en eftir
1. ágúst þegar Sjöfn Sigurbjörnsdótt-
ir mætir til vinnu. Verður henni
ásamt ráöherra tilkynnt fyrst um
uppsagnirnar veröi þær ofan á.
Varðandi samstarf kennara viö
Sjöfn sagöi Sigmar: „Samstarf við
Sjöfn ræðst af báöum aðilum. Að-
gerðir okkar beinast ekki persónu-
lega gegn Sjöfn en hún er nú orðin
að eins konar fulltrúa ákveðins valds
í þjóðfélaginu. Ef menn vilja tala um
samstarf veröur að koma til okkar
fyrst.“ JFJ
Helgarpóstsdeilumar:
Launakröfur nema
um tíu milljónum
Fyrrum starfsmenn Helgarpósts-
ins og félagar í Blaðamannafélaginu
hafa þegar mótmælt tveggja mánaða
greiðslustöðvun eigenda Helgar-
póstsins.
Friörik Þór Guðmundsson, fyrrum
starfsmaður Helgarpóstsins, sagöi aö
með þessum aögerðum fengju þeir
varla nokkurn mann til vinnu til sín
ef þeir ætluðu aö hefja útkomu nýs
blaös. „Lögfræöingar eru aö vinna í
kröfunum og allir fyrrum starfs-
menn Helgarpóstsins samanlagt eru
með kröfur upp á allt að 10 milljónir
króna. Meðan við erum með Blaöa-
mannafélagið á bak við okkur geta
þeir lítið gert,“ sagði Friðrik.
Þórir Lárusson í stjóm Helgar-
póstsins sagði að málin væru í endur-
skoðun. „Ég geri mér grein fyrir því
að við erum í erfiðri stöðu meðan
fyrrum starfsmennirnir beita okkur
þrýstingi. Það gæti farið svo að við
greiddum ekki laun enda löbbuðu
þeir út af vinnustað. Hins vegar geri
ég ráð fyrir því að laun verði borguð
út einhvers staðar í kringum fram-
„Blöðrudagur"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Alþjóða samtökin ITC, sem áður
hétu samtök málfreyja, eru 50 ára í
dag og er þess minnst með „blöðru-
degi“ um allan heim. Á Akureyri eru
starfandi tvær ITC-deildir, Mjöll og
Rún. Félagar í deildunum munu hitt-
ast við Oddeyrarskólann kl. 13.30 í
dag og er ætlunin að senda fjölda af
blöðrum á loft þaðan.
Höfh:
Líka kosið um
áfengisútsölu
]ú]ia Imsland, DV, Höfru
Hreppsnefnd Hafnarhrepps boðaði
til borgarafundar í Sindrabæ sl. mið-
vikudagskvöld. Áður höíðu verið
send dreifibréf í öll hús og tilkynnt
aö fram færi atkvæðagreiösla um
opnun áfengisútsölu á Höfn samfara
forsetakosningum í dag, 25. júní.
Nokkrar umræður urðu á fundin-
um og voru menn ekki ásáttir um
hvort hreppsnefnd hefði tilkynnt
með nægum fyrirvara hvað til stæði.
Menn ræddu um og færðu sín rök
með eða móti útsölu og hvort hún
mundi auka víndrykkju á staðnum.
Atkvæöi verða talin strax að lokinni
kosningu og úrsht tilkynnt.
haldsaðalfundinn sem verður 21. júlí
ef hægt er aö þóknast kröfum
þeirra". -GKr
Einnig
faanlegt
með hnetum
UMBOÐS- & HEILDVERZLUN BÍLDSHÖFÐA16, P.O. BOX 8016,128 REYKJAVÍK, SÍMI687550
Fyrir íulloröna,
böm og ftmflpikfan lanmgiir?
Nissan Prairie er lausn- • Sérstaklega lipur. • Hæð milli gólfs og lofts
in fyrir fjölskylduna, • Kraftmikil2000ccvél. 1,4 m.
því lipurðin og rýmið py«||||jj|M||||||| • 5 gíra beinskiptur.
eru meiri en ykkur | | ^e!fur'
grunar.
• 3ja ányajýrgð.
Ingvar
Helgason hf.
Sýnipgarsalurinn,
Rauöagerði
Sími: 91 -33560