Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Page 4
4
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
Fréttir________________________________py
Forréttindastéttir sHja að góðum Irfeyri og vildarkjörum á lánum:
Vextir almennings þrefalt
hærri en bankamanna
- ríkið greiðir niður vexti til starfsmanna sinna um 84 milljónir
Raunvextir
1 □ raunvextir Versl.m. o.f Baenriur Aðrir
9,5%
Ríkið o.fl.
8,0% 8,5%
7,0%
Keykjavik o.tl.
- bankarniro.fi.- 5,0%
:: 3,5% -
- —1“^ -
B C D E
Mismunandi lánakjör lífeyrissjóöanna
Á þessu súluriti má sjá mismunandi lánakjör lifeyrissjóðanna. Best kjör eða 3,5 prósent vexti auk verðtryggingar
veita eftirlaunasjóðir Útvegsbanka, Búnaðarbanka, Landsbanka og Seðlabanka og Lífeyrissjóður verkfræðinga
(súla merkt A). Félagar i lífeyrissjóðum Reykjavíkurborgar, Neskaupstaðar og Keflavíkur og Lifeyrissjóði arkitekta
(súla merkt B) fá lán með 5,0 prósent vöxtum auk verðtryggingar. Á lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins,
hjúkrunarkvenna og starfsmanna Akureyrarbæjar (súla merkt C) eru 7,0 prósent vextir. Verslunarmenn, sjómenn,
starfsmenn KEA og Sláturfélags Suðurlands (súla merkt D) fá lán með 8,0 prósent vöxtum. Bændur (súla merkt E)
fá sín lán með 8,5 prósent vöxtum. Félagar í 46 lifeyrissjóðum fá hins vegar sín lán með 9,5 prósent vöxtum og
innan þeirra vébanda eru langflestir félagar í lífeyrissjóðum. Sjö lífeyrissjóöir veita ekki lán til sjóðfélaga; Lifeyris-
sjóðir verkafólks í Grindavík, starfsmanna Gutenberg, Reykjavíkurapóteks, vörubílstjóra, leikara, verkamanna á
Hvammstanga og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda.
Samkvæmt athugun Sambands al-
mennra lífeyrissjóða fá félagar í líf-
eyrissjóðum mjög mismundandi kjör
á þeim lánum sem þeir geta fengið
hjá sjóðunum. Sjö lífeyrissjóðir eru
hættir að lána til félaga sinna. Lang-
flestir sjóðanna lána með 9,5 prósent
vöxtum umfram verötryggingu. En
aðrir lífeyrissjóðir lána á sannköll-
uðum vildarkjörum. Þannig lána eft-
irlaunasjóðir ríkisbankanna með 3,5
prósent vöxtum til sinna sjóðfélaga.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fá
lán með 5,0 prósent vöxtum og starfs-
menn ríkisins með 7,0 prósent vöxt-
um.
Almenningur greiðir 170
prósent hærri vexti
en bankamenn
Mismunurinn á þessum kjörum
getur verið ótrúlegur. Ef 100 þúsund
króna lán er tekið til 40 ára með 9,5
prósent vöxtum verður vaxtabyrðin
tæplega 195 þúsund krónur. Sá sem
tekur slíkt lán greiöir það til baka
og auk 195 prósent til viðbótar.
Starfsmenn ríkisins geta hins veg-
ar fengiö lán með 7,0 prósent vöxtum.
Vaxtabyrðin af 100 þúsund króna
láni til 40 ára með þeim kjörum er
143 þúsund krónur eða 52 þúsund
krónum minni en lán flestra hfeyris-
sjóða.
Lán starfsmanna ríkisbankarna
eru mun hagstæðari. Lán að upphæð
100 þúsund krónur til 40 ára með 3,5
prósent vöxtum leggur tæplega 72
þúsund króna byrðar á lántakand-
ann. Það er 123 þúsund krónum
tninna en þau lífeyrissjóðslán sem
flestum standa til boða.
Miðað við þessi lán greiðir almenn-
ingur 36 prósent meira í vexti en rík-
isstarfsmenn og 171 prósent meira
en starfsmenn ríkisbankanna. Þetta
jafngildir því að almenningur greiði
hátt í þrefalt hærri ijárhæðir í vexti
en bankamennirnir.
Vildarkjör á lánum
hjá þeim sjóðum sem greiða
hæsta lífeyririnn
Það er athyglisvert að flestir þeirra
sjóða sem bjóða félögum sínum betri
kjör en almennt gerist eru bak-
tryggðir fyrir því að sjóðirnir rýrni.
Þannig tryggir bæði Reykjavíkur-
borg og ríkið lífeyri sinna starfs-
manna hvernig svo sem til tekst með
ávöxtun sjóðanna. Sömu sögu má
segja um önnur sveitarfélög.
Lífeyrir bankastarfsmanna sem
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
komnir eru á eftirlaun er greiddur
úr sjóöum ríkisbankanna en ekki
sérstökum sjóðum. Það var ekki fyrr
en á síðasta ári að bönkunum var
gert skylt að mynda ákveðna sjóði
til að mæta þeim skuldbindingum
sem þeir höfðu lofað starfsmönnum
sínum.
Það er líka athyghsvert að þetta eru
þeir sjóðir sem tryggja félögum sín-
um betri lífeyri á annan hátt. í þeim
er lífeyrir miðaður við þau laun sem
starfsmennimir fengu þégar þeir
hættu. Maður, sem hefur unnið sig
upp úr því að vera sendill og í stjóra-
stöðu, fær eftirlaun sem miðuð eru
við laun stjóra. í flestum öðrum líf-
eyrissjóðum er lífeyririnn miöaður
við þær fjárhæðir sem viðkomandi
greiddi til sjóðsins. Félagarnir fá
þannig nokkurs konar meðaltals-
laun starfsævinnar þegar þeir fara á
hfeyrisgreiðslur.
Önnur forréttindi fylgja þessum
sömu lífeyrissjóöum. Lífeyrisréttind-
in safnast hraðar upp, til dæmis fær
opinber starfsmaður 2 prósent af líf-
eyrisréttindum fyrir hvert ár á með-
an félagar í flestum sjóöum fá ekki
nema 1,8 prósent.
Ríkið greiðir niður vexti
til starfsmanna sinna
um 84 milljónir
Eins og áður sagði greiðir ríkið
uppbætur á lífeyri starfsmanna
sinna. Það er gert vegna þess að Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins
stendur einfaldlega ekki undir þeim
skuldbindingum sem félögum hans
hefur verið lofað. í ár er gert ráð fyr-
ir að þessar uppbætur verði 861 millj-
ón.
í reikningum Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins fyrir síðasta ár kem-
ur fram að sjóöurinn á útistandandi
3.341 milljón í lánum til sjóðfélaga.
Núgildandi vaxtakjör sjóðsins gæfu
honum 233 milljónir í vaxtatekjur af
þessari upphæð á þessu ári. Ef sjóð-
félagar ýrðu hins vegar krafnir um
sömu kjör og félagar í flestum öðrum
lífeyrissjóðum yrðu tekjur sjóðsins
af þessum lánum 317 milljónir. Mis-
munurinn er 84 milljónir.
í fyrra má gera ráð fyrir að sjóður-
inn hafi tapað um 66 milljónum
vegna þeirra kjara sem hann býður
upp á. Það eru um 79 mihjónir á
verðalagi dagsins í dag. Á árinu 1987
greiddi ríkiö um 530 milljónir í upp-
bætur á lífeyri starfsmanna sinna.
Þessar uppbætur eru innheimtar
af öllum landsmönnum í formi
skatta, jafnt þeim sem fá greiddan
sanngjarnan hfeyri úr Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins og eins þeim
sem mega búa við skertan lífeyri. Ef
vaxtakjör Lífeyrissjóðs starfsmanna
rikisins yrðu samræmd við það sem
almennt gerist mætti því lækka
framlög ríkissjóðs til uppbóta á líf-
eyri um 10 prósent eða 80 til 85 millj-
ónir á ári hverju.
Borgames:
Vodki blandaður í
mjólkursamlaginu?
Hér má sjá húsnæðið sem notað verður undir framleiðslu á ICY-vodka hjá
Mjólkursamlaginu í Borgarfirði ef samningar takast. DV-mynd JAK
„Það er ekki búið að ganga frá öllum
endum og samningar standa yfir. Við
erum bjartsýnir en þetta gæti þess
vegna allt gengið til baka,“ sagði
Orri Vigfússon hjá Sprota sem fram-
leiðir Icy-vodka.
Samningaviðræöur standa nú yfir
á mhh Sprota og Mjólkursamlags
Borgfiröinga sem jafnframt mjólkur-
vörum framleiöir pitsur og grauta.
Talað er um að vodkinn komi sem
spíri í Borgarnes en verði blandaður
og tappað á í Mjólkursamlaginu.
Aö sögn Indriða Albertssonar
mjólkurbússtjóra á Mjólkursamlagið
blöndunartæki en Sproti myndi
flytja þangað önnur nauðsynleg
tæki. „Þetta þýðir sennilega ein-
hveija fjölgun á starfsfólki í framtíð-
inni, ef til vill 10-15 manns ef um
semst og vel gengur fyrsta áriö,“
sagði Indriði.
Hugmyndin er sú að sögn Indriða
að framleiddir verði á milli 500 þús-
und og 2 milljónir htra í Mjólkursam-
laginu og stefnan hefur verið sett á
útflutning til Bandaríkjanna. Standa
yfir viðræður á miÚi Sprota og
bandaríska dreifmgarfyrirtækisins
Brown-Forman sem hefur aösetur í
Louisville í Kentucky. „Við stöndum
í samningaviðræðum við Banda-
ríkjamennina og þeim er ekki alveg
lokið, hingað munu koma menn frá
Bandaríkjunum í ágúst og niður-
staða ætti að liggja fyrir um miöjan
ágúst. Það eru alls konar hugmyndir
í gangi en fyrsta árið er veriö að tala
um 40 þúsund kassa en það munu
vera um 300 þúsund lítrar," sagði
Orri Vigfússon.
- En hvers vegna Mjólkursamlagið
í Borgarnesi?
„Þetta er aðstaða sem hentar vel,
við höfum húsnæði og tækin til aö
blanda. Ef af þessu verður munum
við síðan senda menn héðan til
Bandaríkjanna til að læra betur um
framleiðsluna, smakka, lykta og slík-
ar kúnstir," sagði Indriði Albertsson.
-JFJ
Landsbankinn:
Valur næsb
bankastjóri?
- vill ekkert um
,JÉg hef ekkert um máliö að
ségjaÁ sagði Valur Arnþórsson við
DV í gær um það hvort hann hefði
áhuga á og sæktist eftir að verða
næsti bankastjóri Landsbankans
en Helgi Bergs, sem verið hefur
Landsbankastjóri síðastliðin 18 ár,
ætlar að hætta sem bankastjóri ura
næstu áramót.
Gert var um það sarakomulag við
rayndun núverandi ríkisstjórnar
að Sverrir Hermannsson tæki við
bankastjórastööunni af Jónasi
Haralz, Valur Arnþórsson af Helga
Bergs og Kjartan Jóhannsson af
Stefáni Hilmarssyni í Búnaðar-
bankanum.
Sverrir Hermannsson hefur þeg-
ar verið ráðinn bankasijóri en
spurningin er sú hvort samkomu-
lagið sé ennþá í gildi og hvort Valur
taki við af Helga um áramótin.
Þegar Sverrir var ráðinn bland-
aði Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra sér í máhð og mæltist til þess
við bankaráðsmenn Sjálfstæöis-
málið að segja
flokksins í Landsbankanum að
Sverrir yrði ráöinn. Það endaði
reyndar með því að Ámi Vil-
hjálmsson, prófessor og annar
bankaráðsmannanna, sagöi af sér
sem bankaráðsmaður. Það var síð-
an Kristinn Finnbogason, banka-
ráðsmaður Framsóknarflokksins,
sem studdi tiliögu sjálfstæðis-
manna um Sverri sem bankastjóra.
En ætlar Kristinn Finnbogason
aö flytja tillögu ura að Valur Am-
þórsson verði bankastjóri í staö
Helga Bergs? '
„Eg segi ekki annað en að ég tei
að rætt verði um bankastjórastöð-
una á næsta fundi bankaráösins,“
sagði Kristinn við DV í gær.
Næsti fundur bankaráðs verður
líklegast í þamæstu viku en bæði
Pétur Sigurðsson, formaður
bankaráðsins, og Kristinn Finn-
bogason verða í sumarfríi í næstu
viku.
-JGH