Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
11
Lost Empires eða Veldi sem vár:
„Enn eitt stórverkið frá Granada"
„Missiö ekki af Laurence Olivier í
fyrsta þættinum,“ sagöi breska blað-
ið The London Standard er mynda-
flokkurinn Lost Empires var frum-
sýndur í Englandi haustið 1986.
Önnur blöð tóku í sama streng og
voru öll sammála um að þeim þrem-
ur milljónum punda sem Granada-
sjónvarpsstöðin eyddi í þessa þætti
hefði verið vel varið. „Enn eitt stór-
virkið frá Granada," sagði í The
Sunday Telegraph. Gagnrýnandi hjá
Daily Mirror sagðist ætla að taka
breska rithöfundarins Johns Boyn-
ton Priestley en hann hefur skrifað
margar þekktar skáldsögur og leik-
rit. Bretar endurútgáfu bókina er
myndaflokkurinn var frumsýndur.
Einnig var gerð plata með lögum úr
myndaflokknum.
Veldi sem var byggir ekki eingöngu
á söng og gleði því þar koma upp
ýmsar hörmungar einnig. Sjálfsvig
og morð fléttast inn í leikhúslífið og
þar kemur að myndaflokkurinn
snýst í kringum rannsókn á morði.
Revíuleikhúsin stóðu höllum fæti og
brátt kemur að því að veldi þeirra
hnignar.
Kvikmyndin Lost Empires var gerð
árið 1985 og ferðaðist sjónvarpsliðið-
um allt norðanvert England og Norð-
ur-Wales. Þar sem ekki var hægt að
taka útitökur í Blackpool, þar sem
sagan gerist, var „mixaður" inn í
myndina tuminn í borginni sem þeir
þekkja er þangað hafa komið. í síð-
asta þætti myndaflokksins er dansat-
riði á tuminum og var þaö atriði tek-
ið upp í hinum raunverulega tumi.
-ELA
Colin Firth í hlutverki Richards í nýjum myndaflokki í Sjónvarpinu.
Sir Laurence Olivier fer á kostum í
fyrsta þætti myndaflokksins sem
uppgjafatrúður.
símann úr sambandi og fylgjast með
þessum frábæru þáttum.
Þættimir Lost Empires, eða Veldi
sem var, eins og þættirnir heita á
íslensku hefjast annaö kvöld í Sjón-
varpinu kl. 21.45. Þetta er framhalds-
flokkur í sjö þáttum sem gerist á ár-
unum fyrir fyrri heimsstyrjöldina.
Þá var mikill frægðarljómi yfir rev-
íuleikhúsunum og innan veggja
þeirra var heill heimur út af íyrir sig.
í fyrsta þætti fer Laurence Olivier
með gestahlutverk og ef marka má
bresku blöðin er vissara að missa
ekki af þeim einstæða leik. Alhr vita
hversu frábær leikari Laurence
Olivier er og fer hann á kostum í
hlutverki trúðs sem kitlar ekki leng-
ur hláturtaugar áhorfenda.
Veldi sem var fjallar annars um
ungan mann, Richard Herncasle,
sem býr í Yorkshire og fylgist með
frænda sínum sem stjórnar ferðarev-
íuleikhúsi. Frændinn Nick er leikari
en lítur fremur út eins og illmenni.
Með honum í leikhúsinu starfar
furðulegur hópur fólks, leikarar,
söngvarar og dansarar, sem lifir fyr-
ir leikhúsið. Richard, sem hefur ekki
mikinn áhuga á leikhúsum, lendir
engu að síður í vinnu hjá frænda sín-
um og brátt snýst líf hans um leik-
húsið eins og annarra innan veggja
þess heims.
í leikhúsinu lærir Richard að ást-
arsambönd eru ekki einungis í
hjónaböndum. Léttlyndar konur
verða á vegi hans og Richard verður
margs vísari um hið tryllta leik-
húslíf sem setti svip sinn á revíuleik-
húsin upp úr aldamótum. Fyrir utan
leikhúsið er heimurinn að taka á sig
heimsstyijaraldarsvip og þúsundir
ungra manna eru sendir í dauðann.
Með hlutverk Richards fer Colin
Firth og John Castle með hlutverk
frænda hans, Nicks. Beatie Edney er
í hlutverld Nancy Ellis, ástkonu Ric-
hards. Aðrir leikarar eru Giflian
Bevan, Brian Glover og Carmen du
Sautoy, ásamt fleiri.
Þættirnir gerast árið 1914. Kvik-
myndað var í leikhúsum frá Viktor-
íutímanum og tímum Játvarðar um
norðanvert England. Má þar nefna
Grand Theatre, Blackpool, The Op-
era House, Buxton, Lyceum Theatre,
Crewe, The Palace Theatre, Manc-
hester og The New Tyne Theatre,
Newcastle. Útitökur voru að mestu
teknar upp í stúdíói Granada þar sem
byggt var upp götulíf frá þeim tíma
sem saganersögð.
Myndaflokkurinn er byggður á bók
toyota
3 DYRA HATCHBACK
Júníverð kr. 849.000.-*
Tilboðsverð kr. 749.000^=!.
TOYOTA
* Verð án afhendingarkostnaðar
RÝMINGARSALA!
Til að rýma fyrir árgerðum 1989 verða
Corolla GT-i bílarnir seldir á júníverði með
100.000 kr. afslætti.
Þeir sem koma fyrstir fá kaupbæti þvf þeir geta
valið sér álfelgur að verðmæti 35.000 kr. eða
sóllúgu að verðmæti 45.000 kr.
Tilboð þetta gildir til 15. júlí.
TIL AFGREIÐSLU STRAX!