Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988.
13
ftölsk gæðavín
Eins og margoft hefur komið fram
hér á Sælkerasíöunni er lítið úrval
af ítölskum vínum í verslunum
Á.T.V.R. ítalir eru mestu vínfram-
leiöendur í heimi þ.e.a.s. að magni
en kannski ekki gæðum. Þó fram-
leiða ítalir mörg frábær vín og mjög
mörg ágætis meðalvín eða hvers-
dagsvín, eins og frændur vorir Danir
segja.
Italir hafa unnið kappsamlega á
undanfómum árum við að bæta gæði
vinanna, m.a. með því að koma upp
ströngu flokkunarkerfi, ekki ólíku
því franska.
Líklegast em ítölsku rauðvínin
þekktari en þau hvítu, mætti t.d.
nefna chianti vínin, þá kannast
margir eflaust við hið sérstæða vín
Lambrusco. Ekki má gleyma hinu
göfuga og góða víni Barolo sem því
miður er ekki til hér á landi.
Þegar minnst er á ítölsk vín má
ekki gleyma freyöivíninu Asti Spum-
ante, sem íslendingar kalla kampa-
vín og drekka á hátíðum, en þetta
vín á að drekka með eftirrétti t.d.
kökum, en það er nú önnur saga.
Fyrir nokkru átti Sælkerasíðan
kost á að kynnast sérlega áhugaverð-
um vínum frá Friuli-héraði sem er á
Norður-Ítalíu, nánar tiltekið við
júgóslavnesku landamærin.
Yfirleitt koma bestu hvítvínin frá
Norður-Ítalíu og aö öllum líkindum
flest frá Friuli-héraði. Helstu þrúgu-
tegundirnar em Pinot grigio sem er
afbrigði af hinum frönsku þrúgum
Pinot gris. Þrúgurnar eru dökkbláar
að ht og em berin smá. Þegar búiö
er að pressa þrúgumar er hýðið fjar-
lægt eins fljótt og unnt er eða eftir
24 til 28 klukkutíma. Þetta vín er
mjög bragðmikið og því mjög gott
sem fordrykkur eða með bragðmikl-
um fiskréttum. Það Pinot grigio, sem
Sælkerasíöan bragðaði á, var frá
Collavini og var vínið einstaklega
frískandi, þurrt og ilmgott og af því
létt möndlubragð. Eins og áður hefur
komið fram er þetta vín kjörið sem
fordrykkur eða til að drekka það í
staðinn fyrir sterka drykki.
Annað spennandi vín frá Friuli
héraði er Sauvignon. Þrúgurnar
koma upprunalega frá Frakklandi en
vínviðurinn hefur lengi verið rækt-
aður í Friuli og kynbættur. Eitt af
vínunum sem Sælkerasíðan bragð-
aði á var frá Giacomelli. Það var ein-
staklega fallegt á htinn, mjög tært
og gullhtað og af því létt ávaxta-
bragö. Þetta er aldeilis ljómandi vín
með fiski og í sósur. Þetta ítalska
Sauvignon þarf að geyma í tvö ár svo
að það nái fuhum þroska, sem sagt
mjög áhugavert vín.
Þá var bragðað á Chardonnay frá
fyrirtækinu Cantoni. Sömu sögu er
að segja um þetta vín og hin fyrri,
þetta er vel gert vín, gott jafnvægi á
milli bragðs og ilms.
Skemmtilegt var að bragöa á Tram-
iner frá Friuli en þessi vínviður kem-
ur frá Elsass og Wurttemberg, einnig
er þessi vínviöur ræktaður með góð-
um árangri í Suður-Tyrol og kemur
þrúgan sennilega þaðan th Friuh.
Þetta er gott fiskvín og passar sérlega
vel með skehiski, t.d. humri. Vínið
er þurrt og af því er létt kryddbragð
sem minnir á vanillu og hnetur.
Sérstæðasta vínið, sem bragðað var
á, var Tocai Friulano. Þetta vín er
ekki á nokkurn hátt tengt hinu ung-
verska Tocai, sem margir kannast
við, og er sætt og gjaman drukkið
með eftirréttum. Þess má geta að
þegar ítahr fóru að framleiöa þetta
vín fóru Ungverjar í mál við þá, þeir
töldu sig hafa einkarétt á nafninu
Tocai. Já, hið ítalska Tocai er gjör-
samlega ólíkt hinu ungverska Tocai,
því það er þurrt og helst dmkkið
með sjávarréttum.
Friulibúar eru mjög stoltir af þessu
víni. Sagt er að þegar búið sé að heha
í glasið þá sé rétt dreypt á víninu og
það svo skoðað vel og vandlega og
svo sagt: „Er þetta ekki stórkostlegt
vín?“
Vínfyrirtækin í Friuh eru yfirleitt
frekar smá og velflest eru þau fjöl-
skyldufyrirtæki. Collavinifjölskyld-
an, sem meðal annars framleiðir hið
ágæta vín Pinot Grigio, var upphaf-
lega bændur. Fjórar kynslóðir hafa
lagt stund á vínrækt. Vínið var að
mestu selt innan héraösins. Forstjóri
fyrirtækisins og höfuð fjölskyldunn-
ar er Manlio Collavini. Á 30 árum
hefur honum tekist að þróa fram-
leiðsluna þannig að í dag er fyrirtæk-
ið talið með þeim bestu á sínu sviði
á Ítalíu.
Nokkuð stór framleiðandi er Gigi
Valle. Hann framleiðir, eins og flestir
vínframleiðendurnir í Friuli, mest
hvítvín en einnig nokkur ágæt rauð-
vín. Mætti nefna Merlot Riserva,
matarmikið vín og bragðmikið.
En hvers vegna í ósköpunum er
verið að fjalla hér um vín sem ekki
eru til í verslunum ÁTVR? Jú, fjöl-
margir íslendingar fara til Ítalíu í frí
og einn þáttur í að kynnast menn-
ingu ítala er að kynnast ítölsku vín-
unum. íslendingar drekka einhver
ósköp af hræðhegum þýskum sætum
vinum. Væri nú ekki ráð að strika
út eitthvað af þessu þýska drasli og
fá alvöruvín í staðinn? Vissulega má
þaö ekki gleymast að Þjóðveijar
framleiöa mörg ljómandi vín. En úr-
vahð af ítölskum vínum er sárahtið
hér og eins og hér hefur komið fram
eru framleidd mörg ljómandi hvítvín
í Friuli-héraði sem thvalið væri aö
flytja inn því hér er um úrvalshvít-
vín að ræða.
Grænmetisdagur
Nú er mikiö af góöu grænraeti á sumir kaha grænmetið. Hvernig
markaðnum. Þaö þarf víst ekki aö væri nú, lesendur góðir, að taka
fjölyrða um þaö að grænmeti. er upp þann siö að borða eina græn-
einhver sú hollasta fæða sem völ metismáltíð í viku? Þaö er mikið
er á. Fjórði hver íslendingur er of úrval af grænmeti í stórraörkuðun-
feitur og oftita leiðir af sér margs um og ýmsar grænmetistegundir
konar sjukdóma. Það er auövelt að eru ódýrar um þessar mundir.
ná af sér aukakílóunum með þvi Hveraig væri að reyna og bæta
að boröa grænmeti. Margir eru hehsuna?
óvanir aö borða „gras“, eins og
BREYTT
KÍLÓMETRAGJAID
OG DAGPENINGAR
f STAÐGREÐSLU
FRÁ 1. JÚNÍ1988
KÍLÓMETRAGJALD
Frá og með 1. júní 1988 breytist áður auglýst skattmat á kflómetragjaldi, sbr. auglýsingu
ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl. og auglýsingu hans nr. 7 frá 25. maí sl.
Mattil tekna á endurgjaldslausum afnotum launamanns af bifreið sem launagreiðandi hans
lœtur honum í té hœkkar þannig:
Fyrirfyrsfu 10.000 kmafnotúr 16,55 pr.km fkr. 16,85pr.km.
Fyrirnœstu 10.000km afnofúr 14,85 pr. km f kr. 15, Wpr. km.
Yfir20.000 km afnotúr 13, lOpr. km í kr. 13,30pr. km.
Mat á endurgreiddum kostnaði til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið
hans, sem halda má utan staðgreiðslu, hœkkar þannig:
Fyrirfyrstu 10.000 kmafnotúr 16,55 pr.kmíkr. 16,85pr.km.
Fyrirnœstu 10.000km afnotúr 14,85 pr. km íkr. 15, lOpr. km.
Yfir20.000km afnot úr 13,10 pr. km f kr. 13,30 pr. km.
Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra sem
miðast við „sérstakt gjald" eða „torfœrugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður má hœkka -
kílómetragjaldið sem hér segir:
Fyrir 1 -10.000km akstur - sérstakf gjald hœkkun um 2,60 kr. pr. km.
torfœrugjald hœkkun um 7,00 kr. pr. km.
Fyrir 10.001- -20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2,30 kr. pr. km.
torfœrugjald hœkkun um 6,25 kr. pr. km.
Umfram 20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2,05 kr. pr. km.
torfœrugjald hœkkun um 5,55 kr. pr. km.
DAGPENINGAR
Frá og með 1. júní 1988 breytist áður auglýst skattmat á dagpeningum, sem halda má utan
staðgreiðslu, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 3 frá 4. janúar sl„ þannig:
Almennirdagpeningar vegna ferðalaga erlendis:
New Yorkborg SDR150, óbreyttSDR 150
NoregurogSvíþjóð úrSDR 165 fSDR 170
Annars staðar úr SDR150 f SDR155
Við það skal miða að almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis skiptist þannig:
Vegna gistingar 50%. Vegna fœðis 35%. Vegna annars kostnaðar 15%.
Sé hluti af ferðakostnaði erlendis greiddur samkvœmt reikningi frá þriðja aðila og jafnframt
greiddir dagpeningar skal miða við framangreinda skiptingu við mat á því hvort greiða beri
staðgreiðslu af hluta greiddra dagpeninga.
Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftirlitsstarfa:
New Yorkborg SDR 95, óbreyttSDR 95.
Noregur og Svíþjóð úr SDR105ÍSDR110.
Annars staðar úr SDR 95 f SDR100.
Dagpeningar vegna ferðalaga innanlands:
<
w
3
RSK
RÍKISSKATTSTIÓRI
Gisting og fœðií einn sólarhrlng úrkr. 3.960,- í kr. 4.665,-
Gisting í einn sólarhring úr kr. 1.890,-íkr. 1.915,-
Fœði hvern heilan dag, minnst lOtíma ferðalag úrkr. 2.070,- í kr. 2.750,-
Fœðifhálfandag.minnstótímaferðalagúrkr. 1.035,-íkr. 1.375,-