Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 25. JÚNl 1988.
Erlendir feröamenn á íslandi.
Reykjavík, 21. júní
Kæri vin.
Þá erum við búin að halda þjóð-
hátíð á hefðbundinn hátt. Blóm-
sveigur á Austurvelh, blöðrur og
fánar item skrúðgöngur og rok og
rigning. Þorsteinn Pálsson forsæt-
isráðherra lét þó ekki veðrið hafa
áhrif á sig og flutti skínandi góða
ræðu á Austurvelli. Stundum hafa
mér þótt þjóðhátíðarræður vera
helst tii miMð froðusnakk en Þor-
steinn talaði opinskátt um hags-
munabaráttuna í þjóðfélaginu. Það
rifjaöist upp fyrir mér saga af
Bjarna Benediktssyni þá hann
gegndi störfum forsætisráðherra.
Sagt er að hann hafi mætt á fundi
hjá kaupmönnum sem báru fram
háværar kvartanir vegna þess að
þeir töldu hag sínum ekki nógu vel
borgið undir stjórn Bjarna. Þykkn-
aði þá í ráðherra og hann mæltí
með þunga um leið og hann yfirgaf
samkvæmið: - Ég er forsætísráð-
herra þjóðarinnar en ekki hags-
munasamtaka kaupmanna.
Eitthvað á þessa leið var mér sögð
sagan á sínum tíma og hvort sem
rétt er eftir haft eða ekki þá trúi
ég því mætavel að Bjarni hafi látíð
orð faila á þessa leið hafi honum
þótt ástæða til. Manstu þegar við
vorum að rífast um pólitík sem
komungir menn. Daglangt gátum
við þráttað um Víetnam, komma
og íhald, svo ekki sé minnst á fram-
sókn og krata. Vomm þó aðallega
í heimsmálunum og lití heimurinn
eflaust betur út í dag ef farið hefði
verið að okkar ráðum. En áður en
ég skil við Bjama Benediktsson
má ég til með að segja þér frá því
þegar ég sá hann fyrst. Þá var ég
innanbúðarmaður á Akureyri eitt
sumar, líklega fimmtán eða sextán
ára gamall. Verslunin hafði meðal
annars veiðivörur til sölu og var
til húsa við Skipagötu. Morgun
einn, rétt eftir opnun, kemur lág-
vaxinn maður, gráhærður, inn um
dymar og þekkti ég strax að þar fór
þáverandi forsætisráðherra. Hann
bauð góðan dag og dró seiminn.
Fékk að líta á girni og sökkur og
kvaðst vera á leið í veiöi í Vopnaf-
irði. Mér þótti upphefð aö heim-
sókninni en hef sjálfsgt ekki sýnt
mikla sölumannshæfileika enda
vissi ég næsta litíö um laxveiðar
og bar óttablandna virðingu fyrir
þessum háttsetta viðskiptavini.
Eftir að hafa skoðað vömúrvalið
um stund verður Bjama gengið út
aö glugga og horfir út. Fyrir utan
búðina stendur farkostur hans,
hvítur Benz. Hreinsunarmenn
gatna vom að vappa í kringum bíl-
inn, vopnaðir kústum. Bjami sér
þetta og snarast fram gólfið um leið
og hann segir: - Ég verð að færa
bílinn svo mennimir getí unnið sitt
verk. Kom svo inn aftur og gekk
frá sínum viðskiptum. Frá þessari
stundu vissi ég að Bjami Bene-
diktsson gætí ekki verið landráða-
maður og óvinur almúgans eins og
fullyrt var daglega í sumum flokks-
málgögnum.
En þjóðhátíðarhöldin gengu sem
sagt samkvæmt venju og hafa lítið
breyst frá því við vorum upp á
okkar besta, hvenær sem það var
nú. Enn er verið að rífast út af
hvalveiðum en ég veit satt að segja
ekki lengur hver er að rífast við
Bréftilvinar
Sæmundur Guðvinsson
hvern. Síöustu fréttir herma aö nú
séu hvalbátarnir að leggja í hann
og ég vona bara að vel veiðist. Hitt
er svo annað mál hvað hægt verður
að gera við kjötið því nú virðist það
hvarvetna vera þefað uppi á leið-
inni til Japans og snúið aftur heim
á leið. Þetta hlýtur að vera einhver
klaufaskapur á sama tíma og þjóðir
allt í kringum okkur flytja vopn
út um aUar trissur án þess að nokk-
ur komist að því fyrr en allt er
löngu afstaðið og búið að drepa
fjölda manns með þessum sömu
vopnum.
Svo er náttúrlega alltaf verið að
ræöa um verðbólguna og fer mjög
eftir fjölmiðlum hvað bólgan er
mikil um þessar mundir. Fer þó
ekki milli mála að bólgan hefur náð
að vaxa og dafna að undanfornu. í
framhaldi af því vilja menn slá
nokkra milljarða að láni í útlönd-
um enda er fátt betur tíl þess faUið
að slá á bólguna en auka skuldir í
útlöndum. Ráðherrarnir eru víst
tregir til að leyfa slátt upp á meira
en einn miUjarð eða svo og er ekki
að spyija að nánasarhættinum á
þeim bæ. Hins vegar er ég ekki
hissa á því að menn vUji fá að
skulda í útlöndum því það er orðið
svo dýrt að skulda hérlendis að á
því hefur ekki nokkur maður efni,
hversu fátækur sem hann er.
Svo eru forsetakosningar nokkuð í
umræðu þessa dagana en þar hefur
fátt borið tíl tíðinda og engar líkur
á að skipt verði um þjóðhöfðingja.
En alltaf er verið að gera okkur
eitthvað gott og nú er rætt um
heimsókn páfa tíl landsins næsta
sumar. Eflaust hafa sumir gaman
af því að sjá framan í páfann og
bjóða hann velkominn með viöeig-
andi hætti. Nokkrir landar hafa Ut-
ið inn hjá páfum þá þeir hafa átt
leið um Róm. Til dæmis Pétur heit-
inn, bóndi í ReynihUð, sem heim-
sótti Píus páfa fyrir nokkrum ára-
tugum. Pétur var í stórum hópi
fólks sem fékk áheym hjá hans
heUagleika og þurfti að bíða drjúga
stund þar til hann komst í færi við
páfann. En þá rétti Pétur líka fram
vinnulúna hönd sína og mæltí hátt
á norðlensku: - Komdu sæU og
blessaöur, Píus páfi. Þetta er Pétur
Jónsson í Reynihlíð.
AUa vega vUdu samferðamenn
Péturs halda því fram að svona
hafi Pétur heUsað páfa, en eins og
þú getur ímyndað þér ætla ég ekki
að fullyrða neitt um sannleiksgUd-
ið. Hvorugur okkar á víst eftír að
ganga fyrir páfa enda við engir
stórbændur úr Mývatnssveit.
Óbreyttir túristar eru farnir að
streyma til landsins og horfa undr-
unaraugum út í regnið og sólina
sem skiptast á um að sýna þeim
litadýrð náttúrunnar. Sumir ferða-
langanna átta sig ekki á því fyrir-
fram hvað þessi litla eyja okkar á
kortínu er í rauninni stór. Einn
Bandaríkjamann hitti ég á dögun-
um sem sagði mér að daginn eftir
ætlaði hann að teka bíl á leigu og
aka hringinn í kringum landið. Ég
spuröi hvað hann ætlaði sér langan
tíma tíl ferðarinnar. - Ég legg af
stað um níuleytíð og ætti þá að
verða kominn aftur til Reykjavíkur
um kvöldmat, svaraði Kaninn.
Mér varð á að taka mér í munn
orð Sigga Siguijóns í sjónvarpsaug-
lýsingu. Horfði á ferðamanninn og
sagði: - Ég skil.
Bestu kveöjur. Sæmundur
ERÞAÐ1EÐAXEÐA2 8
A Hann er nefndur meðal snillinga og heitir Claudio Arrau.
Hann er
1: fiðluleikari
X: píanóleikari
2: saxófónleikari
Þetta er merki ferðaskrifstofunnar
1: Faranda
X: Ferðamiðstöðvarinnar
2: Flugferða
B Nýlega var flutt útvarpsleikrit eftir hinn kunna útvarps-
mann Jónas Jónasson. Það heitir
1: Blokk
X: Heimiliserjur
2: Blaðakona
G Sergei Bubka, Sovétríkj unum, setti nýlega heimsmet í
stangarstökki og stökk þá
1: 6,00 m
X: 6,05 m
2: 6,10 m
Hér eru átta spurningar og
hverri þeirra fylgja þrír mögu-
leikar á réttu svari. Þó er aðeins
eitt svar rétt við hverri spurn-
ingu. Skráið niður réttar lausn-
ir og sendið okkur þær á svar-
seðlinum. Skilafrestur er 10
dagar. Að þeim tíma liðnum
drögum við úr réttum lausnum
og veitum þrenn verðlaun, öll
frá Póstversluninni Primu í
Hafharfirði. Þau eru:
1. Töskusett, kr. 6.250,-
2. Vasadiskó og reiknitölva, kr.
2.100,-
3. Skærasettkr. 1.560,-
C Pétur Östlund, viðurkenndur trommuleikari, hefur um
árabil dvahst erlendis, það er að segja í
1: Englandi
X: Svíþjóð
2: Danmörku
D
Þettaermerki
1: Sauðárkróks
X: Selfoss
2: Keflavíkur
E Karvel Pálmason er einn alþingismanna Vestjarðakjör-
dæmis. Hann er búsettur á
1: Bíldudal
X: ísafirði
2: Bolungarvík
H Geir Haflgrímsson, fyrrum ráðherra, gegnir nú embætti
bankastjóraí
1: Seðlabankanum
X: Landsbankanum
2: Búnaðarbankanum
Sendandi
Heimili ______________________________________
Rétt svar: A □ bD C □ D □
eD f□ sD hD
í öðru helgarblaði héðan í frá
birtast nöfn hinna heppnu en
nýjar spurningar koma í næsta
helgarblaði.
Merkið umslagið: 1 eða x eða
2, c/o DV, pósthólf5380,125
Reykjavík.
Vinningshafar fyrir 1 eða X eða
2 í sjöttu getraun reyndust vera:
Ragna Svanlaugsdóttir, Sól-
heimum 23,104 Reykjavík
(töskusett), Magnús Orn Frið-
riksson, Sigtúni 51,450 Patreks-
firði (vasadiskó og reiknitölva),
og Hrafnhildur Þorbergsdóttir,
Kleppsvegi 48,105 Reykjavík
(skærasett). Vinningar verða
sendirheim.
Rétt lausn var: X21 - 2X2 -IX.