Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Page 22
1 • LAUGARDAGUK'25. JtJNÍ 1988.
„Ég gæti alveg
eins verið dáinn"
Halldór Fannar tannlæknir er
mörgum kunnur. Flestir muna eft-
ir honum þegar hann lék og söng
meö Rió tríóinu á fyrstu fimm
árum þess.
íþróttir hafa átt hug hans en á
gohvellinum á hann fjölda vina
sem minnast hans sem fjörugs og
virks golffélaga. Veggjatennis, fót-
bolti og hlaup hafa líka tekiö drjúg-
an skerf af tíma hans.
Halldór er fráskihnn, fjögurra
barna faöir. Tvær stálpaðar dætur
á hann frá fyrra hjónabandi og tvo
litla stráka meö núverandi sambýl-
iskonu sinni, Fríöi Garðarsdóttur.
En einn góöan veöurdag; reyndar
næstsíöasta dag síðastliðins árs er
Halldóri snögglega kippt út úr
hringiðunni. Hann hefur veriö
keyröur niður í Lækjargötunni og
liggur á milli heims og helju á gjör-
gæsludeild. í fjóra daga var hann
meðvitundarlaus og voru horfurn-
ar nyög óljósar.
En Halldór kemst til meðvitundar
og við taka þrír mánuðir erfiörar
baráttu fyrir því að fá að lifa. Að-
gerðir á aðgerðir ofan. Á stundum
mjög tvísýnt um líf hans.
Hann er fómarlamb umferðar-
slyss sem rekja má til óvarkámi
ökumanns.
Man ekkert hvað gerðist
„Ég haföi boöið starfsfólkinu á
stofunni hjá mér út að borða á
Lækjarbrekku því þetta var síðasti
starfsdagur ársins. Þegar viö erum
rétt byrjuð að gæða okkur á matn-
um uppgötva ég að veskið mitt hef-
ur gleymst niðri á tannlæknastofu.
Ég dríf í því að skjótast eftir vesk-
inu og í bakaleiðinni lendi ég í slys-
inu. Hvað gerðist þama, sem og
meginpartur þessa dags, hefur
þurrkast alveg út. Mér er bara sagt
að ég hafi orðið fyrir þessu slysi.
í lögregluskýrslum les ég að svo
virðist sem ég hafi verið að fara
yfir Lækjargötuna, ekki á gang-
brautinni heldur aðeins fyrir fram-
an hana. Bíll, sem ætlaði upp á
gangstéttina til aö komast að sölut-
uminum þarna, er stöðvaður og
ökumaðurinn veifar. Líklega hefur
mér skihst að hann væri að gefa
mér merki um að fara yfir. í máli
vitnanna kemur fram að ég hafi
ahs ekki farið greitt eða skyndilega
af stað út á götuna. En um leið og
ég fer yfir kemur bíll aðvífandi á
vinstri akreininni með þessum.af-
leiðingum."
Ökumaðurinn tekinn
skömmu síðar á ofsa-
hraða
Ómögulegt er að sanna á hve
miklum hraöa bíllinn, sem ók á
Hahdór, hefur verið en að minnsta
kosti virðist hann hafa keyrt of
geyst th að koma í veg fyrir slys.
Pilturinn, sem ók bhnum, hefur
jafnt fyrir og eftir þennan atburð
verið tekinn fyrir of hraðan akstur.
Þremur vikum eftir slysið er hann
svo tekinn á 189 km hraða á nýju
Reykjanesbrautinni.
„Ég ásaka hann nú ekki fyrir
glannaakstur þama, greyið. Ég
myndi ekki vhja túlka það þannig.
En það er öhu aulalegra fyrir hann
að lenda í jafnslæmu máli og raun
bar vitni þarna rétt á eftir. Þaö
virðist ekki hafa haft mikil áhrif á
hann að keyra niður mann.“
Hahdór gekk í gegnum nokkrar
aðgerðir næstu þrjá mánuði eftir
slysið. Meiðsli hans reyndust öh
innvortis, hvergi var um opið sár
að ræða. Vegfaranda á götunni,
sem fyrstur kom á slysstað, tókst
að blása lífi í hann og annar gaf
honum hjartahnoð.
Þrír mánuðir á gjörgæslu
„Ég var skorinn upp strax þeg-
ar á spítalann var komið. Þá kemur
í Ijós að annað nýrað var ónýtt,
bara höggvið frá og slagæðin cpin.
Mhtað var líka kramið og ekkert
annað hægt en fjarlægja það. Brisið
var iha marið og varð að taka af
því hluta. Brisaðgerðir eru svo
lengi að gróa og vætlar alltaf úr
sárinu á brisinu. Það eru hreinir
og tærir meltingarvökvar sem tæra
og skemma umhverfið í kring. Svo
kom á daginn að um talsverðar
skemmdir var að ræða. Gah-
blöðruna varð að taka burt, þindin
hafði rifnað og annað lungað falhð
saman. Því fylgdu miklar aðgerðir
í kjölfarið. Þetta þýddi þrjá mánuði
á gjörgæslu. Eftir eina aðgerðina
var ég víst mjög hætt kominn. Þá
fékk ég alvarlega blóðeitrun. Rif-
beinin brotnuðu og gerðu mér erf-
itt fyrir með öndun th að byrja
með. En á heildina litið þá bjargaöi
miklu hve ég brotnaði annars ht-
ið.“
Varð ekki svekktur
út í strákinn
Halldór veröur alvarlegur í
bragði þegar taliö berst að andlegri
hðan hans á þessum tíma.
„Það hvarflar auðvitað aldrei að
manni að svona slys geti hent
mann sjálfan. Frekar er hægt að
búast við því að lenda í slysi í bíl
en að vera keyrður niður á götu
er eitthvað svo íjarlægt. Þetta ber
svo brátt að. Á sjúkrahúsinu taldi
ég auövitað tímann á sekúnduvís-
inum á klukkunni. En mér fannst
ég aldrei bila neitt andlega. Ég
gerði mér allan tímann hugmyndir
um að ég myndi eiga lengur í þessu
en læknamir sögðu við mig. Þann-
ig varð ég ekki fyrir meiri von-
brigðum. Ég var til dæmis aldrei
neitt svekktur út í þennan strák
sem keyrði á mig eða þess háttar.
Á meðan á þessu stóð hugsaði ég
út í þaö hve ég hef verið heppinn
í rauninni. Það munaði svo mjóu
að verr færi. Þegar maður vissi hve
hla nýrað var farið má leiða hug-
ann að því hvað hefði getað gerst
þar sem nýrað er svo nálægt
hryggnum. Og að ég hafi ekki
brotnað meira er eiginlega ótrú-
legt. En læknamir hafa auövitaö
unnið mikið afrek. Óneitanlega
gerir maður sér grein fyrir því að
ég gæti auðveldlega verið dáinn.
Bhið mhli lífs og dauða er styttra
núna.“
Álag á íjölskylduna
„Svona lagað hefur auðvitað
milul áhrif á fleiri en mann sjálfan;
gífurlegt álag á fjölskylduna. Þetta
var þaö tæpt, bæði um áramótin
og svo einum og hálfum mánuöi
siðar eftir eina aðgerðina. Konan
mín var kölluð upp á spítala strax
Þessi mynd var
tekin af vettvangi
rétt eftir að slysið
átti sér stað.
Dökki sportbill-
inn ersásemolli
siysinu.
eftir þá aðgerð því þá héldu lækn-
amir að ég væri að fara.
Ættingjunum fannst ég á köflum
vera orðinn óeðhlega þungur og
eitthvað andlega skrýtinn. En ég
var einfaldlega bara sljór og mátt-
farinn af þessu öllu saman, sérstak-
lega vegna mikihar lyfjameðferðar.
Iðulega þagði ég og starði á vegginn
þótt ég fengi gesti enda hafði ég
ekki frá neinu að segja og varð
bara að spara kraftana. Ég fann þó
fyrir því að maður var mjög meyr,
gat klökknað af minnsta thefni, til
dæmis þegar dætumar komu í
heimsókn. í veikleikanum voru
það gleðitár en þetta er svo óhkt
mánni að vera svo geysiviðkvæm-
ur. Þótt slíkt kæmi fyrir vil ég ekki
meina að ég hafi brotnaö andlega.
Jafnvel htlu strákamir mínir
urðu þyngri og daprari á meðan á
þessu stóð þótt þeir séu bara
tveggja og fjögurra ára. Sá yngri
var nú svo mikhl óviti að fyrstu
vikumar sjokkeraði hann fólk sem
kom í heimsókn. Byrjaði sífellt á
því að segja við það: „Dóri dáinn,
Dóri dáinn.“
Stelpumar mínar voru mér mikill
stuðningur og heimsóttu mig oft.
Þær áttu vissulega erfitt þótt þær
reyndu að láta það ekki í ljósi.“
Það er kraftaverki líkast hve
Hahdór hefur náð sér og er orðinn
brattur þótt hann eigi langt í land
með að ná fuhum bata. Eftir fjög-
urra mánaða dvöl á Borgarspíta-
lanum hefur hann verið í endur-
hæfingu á Grensásdeildinni. Hann
hefur verið dagsjúkhngur þar en
sér nú fram á aö útskrifast þaðan
fljótlega. Næstu mánuði mun hann
stunda endurhæfingu meira á eigin
spýtur. Eins og áður segir hefur
Hahdór verið mikið í íþróttum en
líkt og gefur að skilja sér hann ekki
fram- á að geta iðkað íþróttir á
næstunni. Segist hann þó hafa
gengið „nokkrar holur meö strák-
unum á golfvellinum" um daginn.
En spilaði auðvitað ekkert sjálfur.
Halldór er slæmur í öxlinni og í
rifbeinsbrot gæti orðið erfitt viður-
eignar og því er golfið ekki á dag-
skrá á næstunni. En hann er ekki
að kvarta; tekur lífinu létt miðaö
við aðstæður og það sem á undan
er gengið.
Er allur að braggast
„Ég er allur að koma tíl. Vöðva-
rýmunin og máttleysið var svo gíf-
urlegt. Ég er farinn að þyngjast
aftur og komin á mig einhver
mannsmynd. Þaö tekur langan
tíma að byggja sig upp, ég get enn
varla lyft upp yngri stráknum mín-
um. Þau líffæri sem tekin voru
burt gátu fengið aö fjúka vegna
þess að önnur taka við starfi þeirra.
En það er erfiðast með brisið því
ekkert tekur við þar. Þó er það
mikið eftir af því að það fullnægir
alveg mínum þörfum. Undir eðh-
legum kringumstæðum á ég að geta
braggast og gengið vel.“
Maður sem verður fyrir því að
lenda undir bh óvarkárs öku-
manns, ökumanns sem er svo tek-
inn rétt eftir slysið á 189 km hraða,