Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 24
24 LAUGARDAGUR, 25. JÚNÍ 1988. Breiðsíðan Adda Steina og Þórir Guðmundsson, fréttamenn á Stöð 2. Hjónaböndum fjölgar á næstunni innan fjölmiðlastéttarinnar. DV-mynd GVA „Viö erum þrjú hér í sumarafleysingum,“ sagöi Adda Steina Björnsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, er Breiðsíðan sló á þráðinn til hennar. Hún er eitt af nýju andlitunum í fréttaþættinum 19:19 en sjálfsagt muna einhverjir eftir röddinni af Bylgjunni þar sem hún starfaði áður. Adda Steina er í guðfræðinámi og ætlar að ljúka því næsta vor. Hún hefur gríðarlegan áhuga á Kýpur og það var einmitt á þeim stað sem hún vakti fyrst athygli í sjón- varpi. „Ég dvaldi á Kýpur einn vetur 1983-’84 og lærði grísku. Síðan hef ég alltaf haft mikinn áhuga á staðnum. Þegar fyrstu íslendingarnir fóru þangað í vor í hópferð var mér boðið að vera fararstjóri. Þannig hittist á að flugránið átti sér stað á þeim tíma og Þórir Guðmunds- son bað mig að senda fréttir heim,“ sagði Adda Steina ennfremur. Eftir þær fréttasendingar bauðst henni starf- ið í sumar enda stóð Adda Steina sig mjög vel í að flytja okkur fréttir af ráninu og gerði það nálægara okkur en annars hefði orðið. Þórir, sem er yfirmaður erlendu fréttanna á Stöð 2, er sambýlismaður hennar og eiga þau „hjónin“ það sameig- inlegt að eiga Kýpur fyrir áhugamál. Reyndar eru ferða- lög á óskalistanum og fyrirhuguð er heimsreisa á næsta ári. Það þykir líka dálítið sérstætt þegar væntanleg hjónakorn vinna saman sem fréttahaukar þótt ekki heyri það til undantekninga í fjölmiðlaheiminum. Brúð- kaup þeirra verður að öllum líkindum í lok ágúst og höfum við hlerað að kirkjan í Viðey verði fyrir valinu en það látum við ekki fara lengra... „Eg á ekki von á að ég gerist prestur þótt ég sé í guð- fræði. Ætli ég haldi ekki áfram í fjölmiðlun eftir að ég lýk prófi.“ Adda Steina vann um tíma á Morgunblaðinu áður en hún hóf störf sem fréttamaður á Bylgjunni haustið 1986. „Reyndar sendi ég greinar frá Kýpur á meðan ég dvaldi þar og þá kviknaði áhuginn,“ sagði hún. Að sögn Öddu Steinu eru fréttamenn Stöðvarinnar í kringum tíu talsins sem þykir harla gott á ekki eldri sjónvarpsstöð. Hún segist þó einungis ætla að starfa á Stöðinni í sumar. Kannski hún fari 1 rússneskunám með guðfræðinni. Að minnsta kosti var hún að „hóta“ því í einum fréttatímanum... ela Þú ert 2000 krónum ríkari! Litli drengurinn, sem hér spilar knattleik af miklum eldmóð, er sá heppni þessa vikuna, lendir í hringnum og fær tvö þúsund krónur. Myndin var tekin á ísafirði nýlega er Ijósmyndari DV var þar á ferð. Strákarnir voru að þjálfa sig í að skalla bolta eins og sjá má. Ekki ber á öðru en það hafi tekist vel í þetta skipti hjá þeim stutta. Eins og myndin sýnir eru strákarnir í einni röð og stelpurnar í annarri þarna fyrir vestan. En sá með boltann á lofti, sem nú hefur lent í hringn- um, má vitja peninga sinna hér á ritstjórn DV, Þverholti 11. Sú heppna í síðasta hring var 8 ára gömul stúlka, Sigrún Áslaug Guðjónsdóttir. Hún var í heimsókn hjá ömmu sinni er henni datt í hug að fara út á leikvöll og horfa á brúðubílinn og það var einmitt þar sem myndin var tekin af henni. Heppnin var með Sigrúnu því hún var einmitt að safna sér fyrir nýju rúmi og peningarnir komu sér vel upp í það. -ELA/ DV-mynd GVA LEIKKONAN Cher, sem vakti á sér athygli á ný- stárlegan hátt er hún tók við óskarsverðlaunum í apríl sL, lætur ekki að sér hæða. Er glaumgosinn WarrenBeattybauð henni út að borða fyrir skömmu setti hún á sig snúð og sagðist ekki fara útmeðmönnum sem væruþrjátíuárumof gamlir. Sennilegahefur Beatty, sem hingað til hefur getað vaðið í kven- fóM, ekki sætt sig við slík ummæli því aðeins tíu ára aldursmunur er á honum og Cher. Hann er 51 oghún41... ★ ★ ★ KAROLÍNA prinsessa þykir alltaf fréttnæm og vekur athygli hvar sem hún kemur. Hún er þriggja barna móðir og hermasöguraðþað íjórða sé á leiðinni. Sjálf .hefur Karolína margoft sagtaðhún vilji fylla húsið af börnum. Yngsta bam hennar er þó aðeins rétt níu mánaða gamalt. Annars mun Karólína hafa náð þeirri virðingu sem móðir hennar, Grace Kelly, hafði í Mónakó. Karólína lætur sig nefni- lega miklu skipta allt menningarlíf í borginni og hefur þar fetað í fót- spormóðursinnar. ★ ★ ★ ÞÚgeturlosaðþigvið höfuðverk, bakverk og aðra verki sem koma fram af stressi með því að hugsa alltafjákvætt. Ef hjónabandiðer t.d. ómögulegt getur þú hugg- aðþigviðaðveragóð móðir eða góður faðir, íþróttamaður, söngvari eðahvaðsem viðá. Bandarískir sálfræðingar segja nefnilega að það sé hægt að lækna ýmsa kvilla með jákvæðum hugsunum. Pollýönnu- leikurinn ætti því að koma að góöum notum gegn stressi... Þaðerenginnvafíá hversu sjálfstæðari kon- ur eru í dag en fyrir 20 árum. Þá gengu þær allar 1 stuttum pilsum vegna þess að þaö var tíska. Nú eru stuttu pilsin aftur í tísku en samt eru það ekki nema 50% kvenna á aldrinum 18-29 ára sem viJja ganga í stuttu, 27% kvenna á aldrinum 30-44 ára og aðeins 8% kvenna sem eru á aldrinum 45-64 ára. Þessar tölur komu fram í skoðanakönnun sera gerð var í Bandaríkj- unum og má aö öllum lík- indum heimfæra tölurn- ar á Evrópu. Af sem áður var...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.