Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 25
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988. •25 Breiðsíðan DV-myndbrot vikiinnar Það er rétt að fara að öllu með gát og athuga tankinn áður en lengra er haldið. Að minnsta kosti ætlar þessi ökumaður að vera við öilu búinn. Annars er myndbrotið okkarþessa vikuna tákn- rænt fyrir hversu allar vega- lengdir eru miklar á Vest- fjörðum þar sem myndin var tekin. Ljósmyndari DV var á ferð frá ísafirði til Súðavíkur á dögunum er hann rakst á ökumanninn atarna. Merk- ingin er sannarlega þörf á slíkum stöðum og gott til þess að vita að ökumenn taki hana alvarlega. Hver mundi svo sem vilja verða bensínlaus á þessum slóð- um þar sem aka þarf rúma tvö hundruð kílómetra til að ná sér í vökvann. Það er ekki ósvipað og að fara inn í eyðimörkina vatnslaus... eða hvað finnst ykkur? ELA/DV-mynd Gunnar V. Andrésson Þórdís Amljótsdóttir fjallkona: „Táraðistnæstum af hátíðleika" Úr kvikmyndinni Foxtrot: „Þetta er byssu- og spennumynd," segir Valdimar Flygenring sem fer með eitt aðal- hlutverkið. Reyndar tók hann hlutverk sitt svo alvarlega, er myndin var tekin, að hann skaut Ijósmyndarann, Lár- us Ými, í fingurinn og þurfti að sauma nokkur spor. Valdimar gaf þá skýringu að með púðurskotunum færi silikon sem i þetta skiptið hefði „slasað" mann. Lárus Ýmir tók ekki fleiri myndir í þetta skiptið. Valdimar Flygenring leikari: Geymi kvíðann til haustsins „Ég útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands vorið 1987 og það var Klem- ens Jónsson sem kom að máli við mig og bauð mér að lesa ljóð fjallkon- unnar, Fylgd, eftir Guðmund Böðv- arsson," sagði Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona og fjallkona þjóðhátíðar- dagsins í Reykjavík. Þórdís sagði ennfremur að þegar hún var í skól- anum hefði oftsinnis verið spaugað með að hún væri rétta manneskjan í fjallkonuhlutverkið. Ekki sagðist hún vita hvers vegna en óneitanlega væri það fyndið að henni hefði síðan boðist hlutverkið. Unnur Eyfells hefur aðstoðað fjall- konur að klæðast síðan 1968 og lét hún þau orð falla um Þórdísi að hún væri fyrsta fjallkonan sem passaði í Þórdís Arnljótsdóttir, fjallkona þjóð- hátíðardagsins í Reykjavík, i skaut- búningl. Mynd Jóhannes Long skautbúninginn og þurfti ekkert að breyta honum eins og venja er. „Það má segja að hann hafi veriö eins og sniðinn á mig,“ sagði Þórdís. „Ætli ég sé ekki bara svona fjallkonuleg," sagðihúnog hló. Þórdís sagðist ákaflega ánægð með að hafa verið vahn í hlutverk fjall- konunnar því hún hefði upplifað sér- staka hátíðarstemningu. „Mér fannst þetta ákaflega gaman og miklu meiri upplifun en ég bjóst við. „Þetta var hátíðlegt, fallegt og þjóð- legt,“ sagði hún. „Mér fannst hka undarleg tilfinning að finna aha þá yirðingu er ég gekk úr Alþingis- húsinu og lögreglumenn stóðu í heið- ursstöðu. Þegar ég flutti ljóðið tárað- ist ég næstum vegna hátíðleika. Hlut- verk fjallkonunnar er allt öðruvísi en hlutverk á sviði því það er per- sónulegra og.fyrir landið. Ég hef aht- af verið þjóðleg í mér,“ útskýrði hún ennfremur. „Hlutverk fjallkonunnar er síðan að ganga til kirkju með gestum og vísa til sætis. Ég held ég hafi sungið alla sálmana,“ sagði Þórdís. Þegar hlutverki hennar sem fjallkonu lauk beið Sigrún Stefánsdóttir eftir henni vegna kvikmyndar um konur á ís- landi sem hún vinnur að. í þeirri mynd kemur fjallkonan að sjálfsögðu við sögu og skautbúningurinn ís- lenski. Þórdís, sem er 25 ára gömul, lék í leikriti listahátíðar, Ef ég væri þú, og verða sýningar á því teknar upp í haust. Einnig hefur hún í hyggju að setja upp nýtt íslenskt leikrit sem lítill leikhópur vann að í samráði við skáldkonu sl. vetur. „Við segjum ekkért um leikritiö strax en það var frábært að vinna við það með skáld- konunni og mjög gefandi,11 sagði Þór- dís. Það verður greinilega mikið um einkaframtak hjá ungum leikurum næsta vetur ef marka má þá tvo leik- ara sem nú prýða Breiðsíðumar. -ELA „Ég bíð eftir því að komast í sum- arfrí til Suður-Ameríku eftir mikla vinnu undanfarin sex ár - fyrst fjög- ur erfið ár í Leikhstarskólanum og síðan mikla vinnu undanfarin tvö ár,“ sagði Valdimar Flygenring leik- ari er Breiðsíðan náði tali af honum. í september verður frumsýnd ný ís- lensk kvikmynd, Foxtrot, þar sem Valdimar fer með eitt aðalhlutverk- iö. „Við erum að klára hljóðið í Fox- trot en einnig hef ég lánað rödd mína fyrir Svía í kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, í skugga hrafnsins," sagði Valdimar ennfremur. Hann hefur haft nóg að gera sl. vetur og meðal þeirra leikrita sem hann hefur haft hlutverk í eru Ham- let, Síldin kemur, Faðirinn eftir Strindberg og Dagur vonar, auk þess sem hann lék í sjónvarpsmyndinni Djákninn á Myrká. Sú mynd er einn- ig á lokasprettinum. „Ég hef ekki tekið mér sumarfrí frá því ég útskrif- aðist og er því farinn að hlakka til að geta slakað á og legiö í sólinni.“ Valdimar, sem er 28 ára gamah, segist ekki vera fullviss hvar hann muni dveljast íSuður-Ameríku en Brasilía kemur til greina. Sambýlis: kona hans, Freyja Gylfadóttir, fer með honum í ferðina sem á að byija íNewYork. „Éghefáðurdvahstí S-Ameríku enda finnst mér meira spennandi að ferðast á eigin vegum en í hópferðum," sagði Valdimar. Hann segist ekki kvíða frumsýn- ingunni á Foxtrot. „Ég nenni ekki að hafa áhyggjur af henni strax,“ útskýrði hann. „Auðvitað er alltaf einhver kvíði í manni en ég geymi hann þar til nær dregur. Ég hef ein- ungis séð myndina á myndbandi og það er bara smánasaþefur því allt öðruvísi er að sjá hana í kvikmynda- húsi.“ Valdimar sagðist ekki hafa komist til Cannes er myndin var sýnd þar fyrir mánuöi. „Leikhús- vinnan er bindandi," sagði hann. „Ég vona bara það besta með myndina þegar hún verður sýnd hér. Þetta er spennumynd í alíslensku umhverfi og ég á ljúfsárar minningar um vinnu mína við hana. Það var á viss- an hátt skemmtilegt en einnig hrika- lega erfitt. Ég á alltaf erfitt með að aðskilja vinnu mína frá svefninum," sagðiValdimar. Hann sagði jafnframt að næsta vet- ur væri hugsanlegt að hópur valinna leikara tæki sig saman og fengi hing- að leikstjóra til að setja upp leiksýn- ingu. „Við erum enn að vinna aö þessari hugmynd og ætlum að halda henni leyndri þar th máhn skýrast betur.“ Auk þess heldur Valdimar áfram í þeim hlutverkum sem hann var í á síðasta leikári hjá Iðnó. Efnisþræði kvikmyndarinnar Foxtrot hefur verið haldið leyndum hér á landi og var Valdimar spurður hvort honum fyndist það rétt. „Að vissu leyti er það rétt. Frostfilm ákvað að þannig ætti þetta að vera. Ef ég hefði sjálfur ráöið er hugsan- legt að ég hefði kynnt myndina öðru- vísi þótt ég teldi ekki rétt að fara með auglýsingaherferð í gang núna. Ég vona bara að þessi ákvöröun þeirra Frostfilm-stráka skih árangri." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.