Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Side 27
LAUGARDAGUR 25! JÚNÍ 1988.
Nýjar bækur
Fairground Attraction - The First of a Million Kisses
Smælki
Sæl nú!...
Sykurmolamir héldu innreið
sína á bandaríska vinsældalist-
ann fyrir einni viku og fóra í
187. sæti listans, sem verður
að teljast býsna gott hjá
óþekktrí hljómsveit með sína
fyrstu plötu. Og I þessari viku
hafa molamir bætt betur um
og klifrað upp um 20 sæti og
era i hópi þeirra sem merktir
eru sérstaklega sem stórstök-
kvarar. Við gratúleram.. Mic-
haei Jackson virðist misjafn-
lega vinsæll í Evrópu, sums
staíjar komast færrí að en vil ja
á tónieika piltsins en annars
staðar verður að aflýsa tón-
leikahaldi vegna áhugaleysis
áhorfenda. Það gerðist til að
mynda í suðurhluta Frakklands
að tónleikar með Jackson vora
felldir niður vegna þess að for-
sala aðgöngumiða var nánast
engin!.. .Richard Branson, eig-
andi Virgin hljómplötufyrirtæk-
isins, er mikiíl athafnamaður á
ýmsum sviðum. í fyrra flaug
hann til að mynda yfir Atlants-
hafið i loftbelg og nú á dögun-
um setti harm á stofn nýja út-
varpsstöð i Bretlandi. Radio
Radio heitir stöðin og hefur
Branson þegar munstrað á
skútu sina marga af þekktustu
plötusnúðum Breta. BBC- menn
era hins vegar hvergi bangnir
við samkeppnina og segja hana
álika mikla við BBC Radio One
og loftbelgsflug Bransons hafi
verið við áætlunarf lug tii Amer-
íku ...
BonJoviernúákafíívinnu
fyrir næstu plötu hljómsveitar-
innar og herma fregnir að búið
sé að taka upp 20 lög til að
moða úr., .John Noram, fyrr-
um gitarieikari sænsku rokk-
sveitarinnar Europe, ætlar að
reyna fyrir sér upp á eigin spýt-
ur og hefur i þvi skyni nýlega
gefið út fyrstu sólóplötu sína,
Total Control .. .Geezer Butler,
fyrrum bassaleikari i Black
Sabbath, hefur gengið til liðs
við gamlan félaga sinn, Ozzy
Osboume, og plokkar strengina
iliði hansánæstunni.. .Ge-
orge Michaei er margt til lista
lagt, hann gerði sér lítið fyrír
á dögunum, er hann þurfti að
bregða sér bæjarleið í þyrlu,
og tók við stjóm þyrlunnar á
meðan flugmaðurinn rabbaði
við farþega. Ekki hefúr Michael
neitt þyrlupróf uppá vasann en
flugmaðurinn sagði hann vera
efnilega nemanda.. .segjum
þaðgott...
-SþS-
Rod Stewart - Out of Order
Staðlaður rokkari
Rod Stewart er alltaf eins. Aö
minnsta kosti hef ég engar breyting-
ar merkt á honum né tónsmíðum
hans síðan níundi áratugurinn gekk
í garð. Það sem einna helst greinir
plötur hans hverja frá annarri er að
umslögin eru ekki alltaf eins og svo
skiptir hann öðru hverju um undir-
leikara.
Á nýjustu plötunni, Oút of Order,
hefur Stewart verið sérlega heppinn
með mannskap. Andy Taylor gítar-
leikari og Tony Thompson tromm-
ari, sem gerðu góða hluti saman með
The Power Station, eru meðal undir-
leikara Stewarts. Þar er einnig Bern-
ard Edwards sem pródúseraði
„orkuverið“ á sínum tíma. Meðal
annarra spilara má nefna David
Lindley, Michael Landau og Jim Cre-
agan sem hefur umborið gamla rám
lengur en nokkur annar. Þeir semja
einnig saman nokkur lög plötunnar.
Að megninu til er Out of Order
rokkskífa með þrumandi takti. Það
leynir sér aldrei hvar kjuðar Thomp-
sons koma við sögu og aðrir tromm-
arar, sem leika á plötunni, eru einnig
ósparir á höggkraftinn. Aðrir hljóð-
færaleikarar eru einnig fyrsta flokks.
Ef laglínur væru ögn meira grípandi
væri Out of Order fyrsta flokks.
í enda plötunnar er nokkuö slegið
af. Þar sannar Rod Stewart enn einu
sinni að í raun og veru nýtur hann
sín betur í rólegum lögum en hröð-
um. Gamli slagarinn Try a Little
Tenderness (hinn sami og Roof Tops
tóku hér um árið og kölluðu Söknuð)
nýtur sín vel og When I Was Your
Man er einnig áheyrilegt. Besta lag
plötunnar er þó að mínu mati rokk-
arinn Forever Young, kannski vegna
þess að það minnir á rokkarann úfna
sem virðist helst vera að keppa við
Dorian Gray.
Out of Order er í hópi betri platna
Stewarts á þessum áratug. Hins veg-
ar virðist honum ætla að ganga frem-
ur trauðlga að ná þeirri styrku stöðu
sem hann hafði í rokkinu allt frá
upphafi sólóferilsins fram yfir 1980.
Rod Stewart eldist kannski líka eins
og við hin, þrátt fyrir staðlað útlit
og ungæðislegt líferni.
-ÁT
Bruce Homsby & The Range -
Scenes from the Southside
Gömul tónlist
Við og við skjótast inn á vinsælda-
listana lög sem eru af öðru sauða-
húsi en þau lög sem oftast gista þessa
lista. Á síðari árum hafa til að mynda
mörg gömul lög skyndilega rokið upp
listana, oft á tíðum í upprunalegum
flutningi. Sjaldgæfara hefur verið að
sjá ný lög í gömlum búningi á vin-
sældalistunum en fyrir nokkru
skaust lagið Perfect með hljómsveit-
inni Fairground Attraction alla leið
upp í annað sæti breska vinsældalist-
ans en þetta lag er einmitt dæmi um
nýtt lag í gömlum búningi.
Hljómsveitin Fairground Attrac-
tion er reyndar yfirhöfuð upp á
gamla móðinn og skemmtileg til-
breyting frá diskómenningunni sem
nú gin yfir öllu. Tónlist hljómsveitar-
innar er eins konar þjóðlagajass og
er hljóðfæraskipan í samræmi við
þaö. Lítið ber á rafmögnuðum hljóð-
færum og hljóðgervlar finnast alls
ekki á plötunni.
Söngurinn gegnir veigamiklu hiut-
verki á þessari plötu og fer þar fremst
í flokki söngkonan Eddi Reader sem
er aldeilis mögnuð sönkona. Lögin
eru öll eftir gítarleikara hljómsveit-
arinnar Mark E. Nevin en aörir liðs-
menn eru Simon Edwards sem, leik-
ur á mexíkanskan kontrabassa!, og
Roy Dodds trommuleikari.
Auk þessara fjögurra koma við
sögu á þessari plötu ýmsir aöstoöar-
menn sem knýja hin ýmsu sveiflu-
hljófæri því hér er það sveiflan sem
blífur af sannri gleði og innlifun.
Og-vilji menn fá tilbreytingu frá
síbylju dagsins í dag er þessi plata
Fairground Attraction einmitt rétti
gripurinn til að hlusta á, fyrsta
flokks vara.
-SþS-
gædd nýju lífí
Uppfyllir væntingar
Eitthvert eftirminnilegasta lag síð-
asta árs var án efa The Way It Is sem
flutt var af Bruce Hornsby and The
Range. Hornsby kom með ferskan
blæ í annars staðnað léttrokk sem
svo einkennir hljómsveitir vestan-
hafs. Þessu lagi var fylgt eftir meö
ágætri LP plötu sem bar nafn lagsins.
Bruce Homsby lætur ekki bíða
lengi eftir sér með aðra plötu, Scenes
from the Soutside nefnist ný afurð
kappans og er óhætt að mæla með
henni við alla þá sem höfðu gamnan
af fyrri plötunni.
Það sem einkennir tónlist Hornsby
er í raun að fmna í uppruna hans.
Hann er Suöurríkjamaður og því er
bæði að finna áhrif frá sveitatónlist
og jassi. Rödd hans er greinilega á
fyrrnefndu línunni en píanóleikur
hans, sem er mun skarpari á Scenes
from the Soutside en á The Way It
Is er með greinilegum jassáhrifum.
Sérstaklega er þetta áberandi í The
Road not Taken. Þar er um að ræða
dæmigert sveitalag sem Hornsby
gjörbreytir þegar hann tekur píanó-
sóló.
Mörg góð lög prýða þess nýju plötu
kappans. Má þar nefna rokkaðasta
lagið, The Valley Road, sem einna
helst hefur heyrst enn sem komið er,
önnur góð eru Look out Any
Window, The Show Goes on og De-
fenders of the Flag sem sker sig
nokkuð frá öðrum því þar er blúsinn
í fyrirrúmi.
011 lögin eru samin af bræðrunum
Bruce og John Hornsby og eru öll
ný, utan eitt Jacob’s Ladder sem
Huey Lewis kom í efstu sæti vin-
sældalista á síðasta ár. Einhverja
þörf hefur Hornsby fundið hjá sér
að hljóðrita það sjálfur. Hann gerir
samt ekki betur en Lewis og hefði
að ósekju mátt sleppa því.
The Scenes from Southside er í
heild, þrátt fyrir smábresti, virkilega
heillandi plata. Hún hefði að vísu
mátt vera fjölbreyttari en gallarnir
eru færri en kostirnir.
HK.
Poison - Open up and Say... Ahh!
Glitrokkarar
herða á sér
Leið Poison til frægðar og frama
var bæði mjó og hlykkjótt. Eftir
nokkurra ára puð í heimalandinu,
Bandaríkjunum, kom platan Look
What the Cat Dragged in út. En það
áttu eftir aö líða mánuðir á mánuöi
ofan þar til platan sló almennilega í
gegn. Um þaö leyti sem liðsmenn
Poison fógnuðu ársafmæli skífunnar
fór hún loksins að seljast almenni-
lega.
Nú á að fylgja sigrinum eftir. Fyrir
nokkrum vikum var platan Open up
and Say... Ahh! gefin út, mikil
keyrsluplata eins og sú fyrri og hlaut
fínar viðtökur rokkunnenda vestra.
Þó reyndust einstaka plötukaup-
menn ósáttir við umslag plötunnar
og neituðu að selja hana. Að öðru
leyti hefur róðurinn verið léttur hjá
Poison í þetta skiptið.
Helstu breytingar á tónlist Poison
frá Look What the Cat Dragged in
eru þær að hljómurinn er mun fag-
mannlegri en áöur. Þá eru áhrif
glamrokksins frá þvi á fyrri hluta
áttunda áratugarins nokkuð að
hverfa (því miöur) og hreinræktað
bandarískt keyrslurokk að koma í
staðinn. Með sama áframhaldi verð-
ur Poison komin í léttmetalinn á
næstu plötu.
Liðsmenn Poison semja öll lög plöt-
unnar sjálfir nema eitt, ellismellinn
Your Mama Don’t Dance sem Logg-
ins og Messina gerðu vinsælt ein-
hvern tíma á síðustu öld. Útsetning
Poison er í góðu lagi. Erfitt er að taka
út einhver lög og segja að þau séu
betri en önnur. Platan er nokkuð jöfn
frá upphafi til enda og hún hefur fest
fyrrum glitrokkhljómsveitina Poison
í sessi í bandarískum dægurheimum.
-ÁT