Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988. 47 5. fl.: Víðir, A- og B-lið, Einherji, B-lið, Leiknir F„ B-lið, og VíkingurÓI., bæði iA og B. 2. fl. karla: Njarðvík og Grótta. 2.fl.kvenna: IBK. 6. fl.: Leiknir Fá„ B-lið. Á elleftu stundu Fylkir bað um frestun á leik í 4. fl. vegna úrtökumótstil þátttöku í Knattspyrnuskóla KSl sem háð var á Akureyri 18. og 19. júní sl. Frestunin barst með sólarhrings fyrirvara sem er náttúrlega engan veginn nægilega gott. Hér þurfa að vera skýrari línur. Aðeins tvennt kemur til greina: Ann- aðhvort að félögin fái ekki frestun leikja vegna þátttöku leikmanna þeirra i drengja- landsliði nú eða Knattspyrnuskóla KSl eða að hin leiðin að frestun komi sjálfkrafa. Síðan ætti þaðað vera íverkahring ungl- inganefndar KSl að koma boðum til móta- nefndar með góðum fyrirvara. Bikarkeppni 2. flokks: Leiknif-Stjarnan 2-1 (Úrslit þessa leiks koma mjög á óvart.) „Horfðu á næsta leik“ Hér er einn efnilegur. Drengurinn heitir Haukur Gunnarsson og er leik- maður með 5. fl. B-liðs Leiknis. Þó svo að Leiknir tapaði 7-1 í viður- eigninni gegn Breiðabliki sýndi Haukur mjög mikla hæfni og mikinn vilja fyrir því sem hann var að gera hverju sinni. Hann skoraði eina mark Leiknis og var það sérlega glæsilegt, hjólhestaspyrna af bestu gerð af 12 m færi í hornið fjær. Gjör- samlega óverjandi. DV spurði Hauk eftir leikinn hvort hann gæti ekki endurtekið spyrnuna svo hægt væri að ná mynd. Drengurinn var ekki í vandræðum með svar: „Nei, það er of seint núna, maður, leikurinn er búinn. Komdu á næsta leik!“ Já, þeir eru sko ekki í vandræðum að svara fyrir sig, þessir fuglar. DV-mynd HH Leyfið bömunum að blómstra á Tommamótinu Um næstu helgi verður mikið um dýrðir í Vestmannaeyjum því þar verða saman komin milli 700 og 800 börn á 6. flokks aldri til þátttöku í hinu geysivinsæla Tommamóti Týs. Auk kappleikja og keppni í hinum ýmsu greinum knattspyrn- unnar er margt til skemmtunar þess á milli og kvöldvökur, svo eitt- hvað sé nefnt. Eyjamenn leggja mikið upp úr að alit takist sem best og þeir sem sótt hafa þetta mót gefa þeim mikið hrós fyrir gestrisni og góða skipulagningu. Ábyrgð leiðbeinenda er mikil Það er mikill ábyrgðarhluti sem fylgir því að vera þjálfari og leiö- beinandi flokks í móti sem þessu. Málið snýst um hvað börnin mega og hvað þau mega ekki. Það er því mikill vandi á höndum að rata hinn gullna meðalveg. Böm em ákaflega opin og hreinskilin og eiga því rétt á heiöarlegu og góðu sambandi við leiðbeinendur sína og umfram allt umburðarlyndi. Leiðbeinendur, munið. Þetta er hátíð barnanna sjálfra. Setjið ekki einhvern fáránlegan heraga ofar góðu sambandi við þau. Vinnið í samráöi við þau um að gera þessa ferð sem skemmtilegasta. Bam undir of stífum aga er innilokaö. Góða skemmtun! HH Knattspyma unglinga Reykjavíkurmeistarar KR-inga í 2. ílokki kvenna Reykjavíkurmeistarar KR-inga í 2. flokki kvenna 1988: Fremri röð frá vinstri: Bryndis Einarsdóttir, Margrét Grétarsdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir fyrir- liði, Sigríður Fanney Pálsdóttir', Ásta Sóley Haraldsdóttir og Berglind Guðrún Bergþórsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Kjartan Kjartansson þjálfari, Snjólaug Birgisdóttir, Elín Jóhannsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Hugrún Sif Símonardóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Ásta Jónsdóttir liðsstjóri. DV-mynd HH 4. flokkur - A-riðill: ÍR-Víkingur 3-2 Um síðustu helgi lék 4. fl. IR heima- leik gegn Víkingi. Ekki er hægt að segja annað en ÍR-strákamir byrji vel í Íslandsmótinu því þeir eru meö fullt hús eftir tvo leiki, unnu Tý á dögunum, 4-0. Öll hin liðin hafa tap- að stigi og verður gaman að fylgjast með framvindu mála því þeir em svo sannarlega ekki auðunnir. Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir ÍR og framan af var leikurinn í nokkuð góðu jafnvægi en við annaö markið var eins og Víkingsliðið missti trúna og leikur liðsins datt niður. ÍR-strák- amir sóttu mun meir í síðari hálfleik og uppskára þriðja markið. Undir lokin var dæmd vítaspyma á ÍR-inga Skot - Þetta er í fyrsta skipti á mín- um þjálfaraferli sem mér finnst í raun aö ég sé með óttalegt hækjulið! ! ! Gústi „sweeper“: -Eftiraðhafa séð Englend- inga spila í Evr- ópukeppni landsliða er ég harðákveöinn í að fara út í at- vinnumennsk- una! ! ! sem Helgi Sigurðsson skoraði úr af öryggi þannig að lokatökur leiksins urðu 3-2 fyrir ÍR. Helga, sem er einn af máttarstólpum Víkings, var ann- ars vel gætt af Guðjóni Guðmunds- syni og fór því frekar lítið fyrir hon- um að þessu sinni. Það var og baga- legt fyrir Víkinga að missa Guömund Gauta út af í fyrri hálfleik vegna meiösla. ÍR hefur á að skipa góðri liðsheild í þessum flokki og var oft skemmti- legt að sjá hvemig strákamir létu boltann ganga og náðu þeir oft á tíð- um upp góðu spili sem skapaði mikla hættu við mark Víkings. Maður leiksins var án efa Kjartan Kjartansson, miðvallarleikmaður ÍR. Litlu síðri var Amar Jónsson. Gunn- ar Gunnarsson, Helgi Hannesson og Arnar Jóhannsson eru og athyglis- verðir leikmenn. Það er því fyrst og fremst árangur liðsheildar sem skóp þennan sigur ÍR-inga. Víkingar byijuöu vel en duttu síð- an niður á jafnsléttu og þá er ekki að sökum aö spyija. Bestir Víkinga voru Guðmundur Gauti Marteinsson í framlínunni, meðan hans naut við, en hann skoraði mark Víkinga í fyrri hálfleik og Agnar Sverrisson. í vöm- inni voru þeir Guðmundur Ásgríms- son og Vigfús Þórsson bestir. Enginn vafi er á að Víkingsliöið getur meira og þá er bara að sýna þaö í næsta leik. Mörk ÍR-inga gerðu Helgi Hannes- son, Kiartan Kjartansson og Amar Jónsson. Mörk Kíartans og Arnars vora sérlega glæsileg með langskoti af um 18 m færi. ÍR sigraði Val stuttu seinna, 8-3, og er liðið efst í riðlinum með 6 stig, taplaust. Góð frammistaða hjá strák- unum. HH Staðan í riðlum Íslandsmótsíns í 2. fl. A-riðils hafa Þórsarar forystu með 6 stig, hafa tapað einum leik gegn Víkingum sem eru með 4 stig eftir 2 leiki. Öll hin hðin hafa 2 stig og hafa öll tapað leik eða leikjum. Nokkram hefur og verið frestað svo staðan er óljós. Leiknar era 2 um- ferðir í 2. flokki. í 2. fl. B-riðils hefur ÍR forystu með 6 stig eftir 3 leiki. Ægir er í 2. sæti með 4 stig eftir 3 leiki. 2 fl. C-riðill er skammt á veg kom- inn en þar er KA efst með 4 stig. ÍR, Reynir S. og Fylkir hafa og 2 st. eftir tvo leiki. 3. fl. - A-riðill: Stjarnan, Valur og Fram 6 st., UBK 4 st. í 3. fl., B-, C- og E-riðli, era leikir of fáir. 3. fl. - D-riðill: ICA og Þór hafa 4 st. eftir 2 leiki. 4. fl. - A-riðill: ÍR hefur forystu með 6 st. Framarar hafa 5 st. 4. fl. - B-riðill: FH hefur forystu með 6 st. Selfoss og Þór V. hafa 4 st. 4. fl. - C-riðill: Reynir S. efstur með 4 st. eftir 2 leiki. 4. fl. - D-riðill: KA og Þór efst með 4 st. eftir 2 leiki. 5. fl. - A-riðill: KR efst meö 14 st., UBK 8 st„ Týr V. 8 og Fram 7. 5 fl. - B-riðill: Stjarnan efst með 14 st. Reynir S. 6 st. 5. fl. - C-riðill: Haukar efstir með 10 st. 5. fl. - E-riðill: Þór A. 6 st„ KA 4 st„ Völsungur 4 st. 2. fl. kvenna - A-riðill: Breiðablik 4 st„ KA 2 st. Keppni í 3. fl. kvenna hefst í dag. Hafa ber í huga að liðin hafa leikið mismarga leiki, m.a. vegna þess að leikjum hefur verið frestað. ÍR-ingar pressa að marki Víkinga i leik 4. flokks. Jóhannes Jóhannesson, framherji ÍR-inga, á gott skot en varnarmenn Vikinga ná að komast fyrir. DV-mynd HH Mark i uppsiglingu i leik Þróttar og IA i Islandsmóti 2. fl. í A-riðli. - Sá sem hoppar hæst er Birkir Pétursson, hinn marksækni framherji Skagamanna. Hann fékk sendingu af vinstra kanti og skallaði boltann i bláhornið hægra megin. Þetta var fimmta mark ÍA í leiknum sem lauk með 6-4 sigri þeirra. Birklr þessi er bróðir Péturs Péturssonar, leikmanns með 1. deildar liði KR. DV-mynd HH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.