Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1988, Síða 41
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988. £3 53 Lífestm Fyrsti stopparinn var ekki árennileg- ur. Þegar báturinn stakkst í blauta hringiðuna var sem heimurinn breyttist í kuldalega martröð. Gam- an væri að fara aftur. að fyrsta stopparanum. Sem betur fer var áhöfnin farin að sjóast og Stefán skipstjóri var furðurólegur yfir þessu öllu saman. Hann ítrekaði þá skipun sína að viö yrðum að róa hressilega þegar komið væri í stopp- arann þar sem annars yrði báturinn fastur í hringiðunni. Vatnið frussaðist og skvettist þar sem heljarinnar neðanvatnsbjarg stöðvaði framgang árinnar. Við nálg- uöumst staðinn með meiri hraða en fólur blaðamaður hefði kosið sér. Loks var komið að því. Við komust að því að nafngiftin „stoppari" á fylli- lega rétt á sér. Það var sem báturinn lenti á vegg. Það kom sér vel að hafa hlustaö vel á Stefán í upphafi því að viðbrögðin urðu ósjálfráð. Vanga- veltur um lífið og óþarfan tilgang ferðarinnar komust ekki að því allir kraftar og hugsanir beindust að því að róa og komast út úr þessu blauta helvíti. Þrátt fyrir að allt gerðist á sekúndubroti var sem heil eilífö liði áður en báturinn komst út úr hring- iðunni. Jarðfræði og blautar buxur Þrátt fyrir að seinna kæmu flúðir sem væru svakalegri og enn stærri stopparar en sá fyrsti vöktu þeir ekki þær óttablöndnu tilfinningar sem hann gerði. í raun var orðið svo að áhöfnin var óánægð ef flúðirnar voru of litlar og óskaði gjaman eftir meiri loftköstum. Einn bátsverjinn kynnt- ist Hvítá allnáið en hió að þessari raun sinni. Þrátt fyrir að ekki væri þurr þráður á honum þegar hann var dreginn upp var hann hinn hress- asti. Lýsingar af þessum nánu kynn- um gerðu þaö að verkum að hann var næstum öfundaður, svona eftir á. Nægur tími var til aö skoða um- hverfi árinnar og var mjög einkenni- legt að sjá landslagið frá þessu sjón- arhorni. Farið var um gljúfur sem voru bæði sérkennileg og íogur. í mörgum tilfella er ekki hægt að sjá það sem bar fyrir augu nema frá ánni. Áhugi fyrir jarðfræði vaknaði og hjálpuðu góðar útskýringar skip- stjórans þar til. Það var með trega að viö yfirgáfum hátinn að siglingu lokinni því að ferð- in hafði verið skemmtileg og lifleg. Þeir sem lifa blessunarlega rólegu lífi þar sem helsta spennan er að aka í umferðinni á föstudögum ættu að prófa að fara eina ferð á gúmmíbát niður jökulá. Þægilegt lífsmark er aö finna adrenalínið flæða um æðar og vera minntur á löngu gleymda vöðva. Ekki spillir að gullgóð nátt- úruskoðun fylgir í ofanálag. Það skal tekið fram að ekki er átakalaust að fara svona ferð þannig að þeir sem treysta sér ekki til að taka hressilega á ættu að sleppa glímu við Hvítá. -EG Kortið sýnir ár og vötn þar sem hægt er að renna fyrir silung. Staðir þessir eru skammt frá höfuðborgarsvæðinu þannig að hægt er að skjótast á kvöldin og um helgar í veiði. Frá Reykjavík er örstutt til fjölda veiðisvæða: Silungsveiði er sívinsæl Fjöldi veiðistaða eru í nágrenni höfuðborgarinnar. Margir af þeim eru í skotfæri. Hægt er að komast í silungsveiði eftir fimm mínútna akstur frá borgarmörkunum. Þá eru margir sem telja ekki eftir sér að aka yfir klukkutíma til að komast í veiði. Á síðustu árum hefur silungsveiði orðið æ vinsælli. Algengt er að menn skelli sér í veiði að loknum vinnu- degi eða taki hluta af helgum til þess- arar iðju. Hinir áhugasömu veiði- menn sjást við flest vötn og ár og fjölgar þeim sífellt. Hvíld frá daglegu amstri Fluga, maðkur, spúnn og jafnvel síld eru það agn sem notað er. Sumir mæta með gömlu tréstöngina sina. Aðrir koma með rándýrar stangir úr grafiti. með tilheyrandi útbúnaði. Það gildir einu hvernig áhöld menn telja sig þurfa í veiðiskapinn. Flestir vonast eftir hinu sama. Hvíld frá daglegu amstri og helst nokkrum fiskum. Verðlagning á veiðileyfum er mis- jöfn. Hún er allt frá því aö vera nokk- ur hundruð krónur og upp í nokkur þúsund. En yfirleitt er silungsveiði ekki dýrt sport miðað við margt ann- að. Þeir aðilar sem DV talaði við og stunda þennan veiðiskap létu mjög vel af þessu áhugamáli. Allir töluðu um hvíldina sem fólgin er í því að skjótast út úr bænum og dýfa færinu í vatn. Einnig var minnst á skemmti- legan félagsskap sem yfirleitt væri að finna þar sem veiðimenn hittast. Nú, svo bætist við sú ánægja að koma heim með glænýjan silung í soðið. -EG Þessi ungi sveinn er ef til vill upprennandi veiðikló. I það minnsta var einbeitingin mikil þegar hann setti í sinn fyrsta fisk. BÍLALEIGA ER OKKAR FAG Viö útvegum yður interRent bílaleigubíl hvar sem er erlendis, jafnvel ódýrara en nokkur annar getur boöið: Dæmi: í íslenskum krónum m/söluskatti. Ótakmarkaður akstur DANMÖRK: 3 dagar = 5.314,- 7 dagar = 10.626,- Aukadagur 1.512.- ÞÝSKALAND: 3 dagar = 5.370,- 7 dagar = 8.990,- Aukadagur 1.285.- LUXEMBURG: 3 dagar = 5.260,- 7 dagar = 8.020.- Aukadagur 1.150.- Einnig bjóðum við úrval húsbíla og campingbíla í Þýskalandi. interRent er stærsta bílaleiga Evrópu. Við veitum fúslega allar upplýsingar og pöntum bílinn fyrir yður. interRent interRent á Islandi/ Bílaleiga Akureyrar Reykjavík - Skeifan 9 - Símar 91-686915, 91-31615 Akureyri - Tryggvabr. 14 - Símar 96-21715, 96-23515. Telex: 2337 IR ICE IS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.