Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Qupperneq 17
16 FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988. íþróttir ÍSLANDSMÓTIÐ KR-Valur 0-1 (0-1) 0-1 Sigurjón Kristjánss., 28. mín. Lið KR: Stefán Amaldsson, Rúnar Kristinsson, Björn Ráfns- son, Þorsteinn Guðjónsson, Will- um Þórsson, Jósteinn Einarsson, Ágúst Már Jónsson, Gunnar Oddsson, Pétur Pétursson, Sæ- björn Guðmundsson, Þorsteinn Halldórsson. Lið Vals: Guðmundur Baldurs- son, Þorgrímur Þráinsson, Sigur- jón Kristjánsson (Valur Valsson, 69. mín.), Magni Blöndal Péturs- son, Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Guðni Bergsson, HUmar Sighvatsson, Jón Grétar Jónsson, Ingvar Guðmundsson, Tryggvi Gunnarsson. Dómari: Ólafur Sveinsson. Gult spjald: Enginn. Áhorfendur: 450. Maður leiksins: Guðni Bergsson, Val. ÍBK-Þór 1-1 (0-0) 1-0 sjálfsm., Nói Björnss., 57. mín. 1-1 Bjarni Sveinbjömss,, 61. mín. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason, Peter Farrell, Guðmundur Sig- hvatsson, Daníel Einarsson, Ing- var Guðmundsson, Sigurður Björgvinsson, Einar Ásbjöm Ól- afsson (Árni VUhjálmsson, 70. mín.), Jón Sveinsson (Kjartan Einarsson, 59. mín.), Gestur Gylfason, Grétar Einarsson, Ragnar Margeirsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmunds- son, Birgir Skúlason, Nói Bjöms- son, Valdimar Pálsson, Júlíus Tryggvason, Kristján Kristjáns- son, Halldór Áskelsson, Jónas Róbertsson (Sveinn Pálsson, 21. mín.), Guðmundur Valur Sig- urðsson, Hlynur Birgisson, Bjarni Sveinbjörnsson (Ólafur Þorbergsson, 82. mín.). Gul spjöld: Enginn. Áhorfendur: 610. Dómari: Baldur Scheving. Maður leiksins: Gestur Gylfa- son, ÍBK. Nú er mikið piltager hér í Eyjum en hingað eru komnir strákar úr landi tii að leika í Tomma-mótinu. Flestir strákarnir hafa beðið mótsins með óþreyju, sumir frá þvi þeir fóru héðan i fyrra. Það lætur nærri að nú séu hér um 700 leikmenn í yngri kantinum og munu þeir reyna með sér yfir helgina en færri komust að en vildu. DV-Ómar/Róbert DV íslandsmótið í knattspyrnu: Jafnt í Keflavík - ÍBK og Þór gerðu sitt markið hvort í botnslag Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjnm; „Úrshtin voru ósanngjörn, við átt- um sigurinn skilinn í leiknum, það var mikill klaufaskapur að halda ekki forystunni en okkur skorti sjálfstraust," sagði Sigurður Björg- vinsson, fyrirliði ÍBK, eftir að lið hans hafði gert 1-1 jafntefli við Þór í gærkvöldi. Sýnt þótti annars í byrjun leiks lið- anna að bæði ætluðu sér sigur enda staðan ekki of glæsileg hjá þeim í fyrstu deildinni. Leikmenn börðust þó meira af kappi en forsjá, htið var um skipulag að ræða. Tiltölulega fljótt rann þó af mönnum mesti móð- urinn en fyrri hálfeikur einkenndist ipjög af ónákvæmni og háum spyrn- um sem erfitt var að nýta. Seinni hálfleikur var mótsögn þess fyrri. Sóknarmenn komust nær mörkun- um og undir leikslok óðu heimamenn í færum án þess þó að nýta þau. Áður en leiknum lauk höfðu þó liðin skorað sitt markið hvort. Mark Kefl- víkinga var sjálfsmark, sakleysileg sending kom inn í vítateiginn en Nói Björnsson „hreinsaði“ í eigið mark. Bjarni Sveinbjömsson jafnaði síðan fyrir Þór úr eina opna færi liðsins í leiknum. Boltinn barst þá inn í vítateig frá Halldóri Áskelssyni til Sveins Páls- sonar sem framlengdi til Sveinbjörns og hann skoraði með fóstu skoti. Keflvíkingar sóttu mjög eftir jöfn- unarmarkið en náðu ekki að skora þrátt fyrir ágæt tilþrif. ÍBK-liðið er heldur að styrkjast, Sigurður Björgvinsson lék sem tengi- liður að nýju og var það til bóta. Yngri mennirnir stóðu sig einnig vel. Gestur Gylfason hafði th að mynda mikla yfirferð og Kjartan Einarsson örvaði mjög sóknarleik- inn er hann kom inn á. Þórsliðið virkaði ekki heilsteypt, það geymir þó sterka einstaklinga sem gerðu Keflvíkingum oft erfitt um vik. Dómari var Baldur Scheving og hefði hann mátt hreyfa sig meira til að sjá lúmsk brot, til að mynda fjöl- mörg á Ragnari Margeirssyni. Mjólkurbikarinn: KA leikur á Skaganum - Þór fær Víking og Völsungur mætir Leiftri Halldór B. Jónsson, forráðamaður bikarmeistara Fram, hefur þarna dregið miða úr hattinum og býr sig undir að láta uppi hvert nafn hann hefur að geyma. í gær var dregið í 16 hða úrslitum mjókurbikarsins en þegar mótið er svo langt komið fara nöfn fyrstu deildar félaganna niður í hattinn. Talsverð spenna ríkti í Mjólkur- stöðinni á Bitruhálsi á meðan á at- höfninni stóð en þrjár viðureignir vöktu einna mesta athygli manna. í þeim mega fyrstu deildar lið reyna með sér: Akranes og KA mætast á Skaganum, Þór og Víkingur á Akur- eyri og loks Völsungur og Leiftur á Húsavík. Af öörum leikjum er það að segja að Reynir fær enn eitt liðið úr ann- arri deild í Sandgerði, FH í þetta skiptið. Til þessa hefur Reynir slegið út bæði Fylki og Þrótt. Þá halda KR-ingar norður á Sauð- árkrók og glíma þar við lið Tinda- stóls, lið Fram heldur út í Eyjar og mætir þar heimamönnum og Vals- menn halda austur á Vopnafjörð og etja þar kappi við Einherja. Þessir leikir fara fram þriðjudag- inn 5. júlí og hefjast allir klukkan 20. Leikur Keflvíkinga og Selfyssinga fer hins vegar fram daginn áður en hann byrjar einnig klukkan 20 í Keflavík. -JÖG Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Hólmgarður 38, efri hæð, talinn eig. Sigurður Jóhannsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru Ólafiir, Axelsson hrl. og Verslunar- banki íslands hf. Vitastígur 14, ris, þmgl. eig. Erla Á. Þórðardóttir, mánud. 4. júh ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Lands- banki íslands. Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Álakvísl 62, talinn eig. Helga Sigurð- ardóttir, mánud. 4. júK ’88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Thorodds- en hdl. Bólstaðarhbð 29, ris, þingl. eig. Geir Þórólfeson, mánud. 4. júlí '88 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Friðjón Öm Frið- jónsson hdl.________________ Eirhöfði 17, þingl. eig. Hagbbkk sf., mánud. 4. júh ’88 kl. 15.00. Uppboðs- beiðandi er Iðnaðarbanki íslands hf. Fljótasel 12, þingl. eig. Gunnar Gunn- arsson, mánud. 4. júh ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Hafnarstræti 20, 3. hæð, þingl. eig. Grétar Haraldsson o.fl., mánud. 4. júh ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki íslands hf. og Gjald- heimtan í Reykjavík._____________ Hraunbær 76, 1. hæð t.v., þingl. eig. Jón R. Mýrdal og Sigríður Mýrdal, mánud. 4. júh ’88 kl. 14.00. Uppboðs- beiðendur em Valgeir Kristmsson hrl. og Sigurmar Albertsson hrl. Hrísateigur 1,1. hæð, þingl. eig. Lára Fjeldsted Hákonardóttir, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.15. Uppboðsbeiðendur em Iðnaðarþanki íslands hf. og Versl- unarbanki Islands hf. Hverfisgata 105,2. hæð, hluti DTtalinn eig. Hár og snyrting, mánud. 4. júh ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Iðnlána- sjóður. Kríuhólar 4, 8. hæð A, þingl. eig. Heimir M. Maríusson, mánud. 4. júh ’88 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands, Þorsteinn Eg- gertsson hdl. og Atli Gfelason hdl. Lambastekkur 2, þingl. eig. Niels M. Blomsterberg, mánud. 4. júh ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur em Búnað- arbanki Islands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Langagerði 120, þingl. eig. Om Helga- son, mánud. 4. júh ’88 kl. 14.45. Upp- boðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Ævar Guðmundsson hdl. Laugalækur 18, þingl. eig. Sveinn Þ. Jónsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík, Gjaldheimtan í Reykjavík, Baldur Guðlaugsson hrl. og Lands- banki íslands. Laugavegur 76, þingl. eig. Daníel Þór- arinsson', mánud. 4. júh ’88 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Sigurður Ge- orgsson hrl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Leifegata 10, kjallari, þingl. eig. Bogi Sigurjónsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Inn- heimtustofnun sveitarfélaga, Guðjón Ármann Jónsson hdl., Landsbanki ís- lands, Verslunarbanki íslands hf. og Búnaðarbanki íslands. Miklabraut 7, kjahari, talinn eig. Ómar Kristvinsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Othar Öm Petersen hrl., Reynir Karlsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Sig- urmar Albertsson hrl. Óðinsgata 20 B, kjallari, þingl. eig. Anna Karen Sverrísdóttir, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Jón Þóroddsson hdl. Rauðagerði 51, hluti, þingl. eig. Vig- dfe Ósk Sigurjónsdóttir, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Jón Ingólfesön hdl., Gjaldheimtan í Reykjavik, Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands og Málfl.stofa Guðm. Péturss. og Axefe Einarss. Rauðarárstígur 30, rfe, þingl. eig. Sæv- ar G. Gíslason, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Steingrímsson hrl. Rjúpufell 27, 2. hæð t.h„ þingl. eig. Ámbjörg Hansen, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Bjami Ásgeirsson hdl. Skólavörðustígur 6B, íb. 01-01, þingl. eig. Pétur Tryggvi Hjálmarsson, mánud. 4. júh ’88 kl. 10.30. Uppboðs- beiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Smyrifehólar 6, 2. hæð B, þingl. eig. Kjartan Guðbjartsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Sig- urður H. Guðjónsson hrl. Stíflusel 14, íb. 01-01, þingl. eig. Jón Krfetfinnsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Sigurður Sigurjónsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Steingrímur Þormóðsson hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík. Suðurlandsbraut 26, þingl. eig. Sigmar Stefán Pétursson, mánud. 4. júh ’88 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Eggert B. Ólafsson hdl. og Ath Gfelason hdl. Vatnsstígur 9A, þingl. eig. Jón L. Hilmarsson og Hafeteinn Hilmarsson, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.15. IJppboðs- beiðandi er Búnaðarbanki íslands. Vesturás 39, hluti, taldir eig. Einar A. Pétursson og Kolbrún Thomas, mánud. 4. júh ’88 kl. 11.00. Uppboðs- beiðendur em Gjaldheimtan í Reykja- vík og Magnús Norðdahl hdl. Vesturberg 100,3. hæð t.h., þingl. eig. Þórir Þórisson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur em Trygg- ingastofinun _ líkisins og Veðdeild Landsbanka íslands. Völvufell 30, þingl. eig. Bjöm S. Jóns- son, mánud. 4. júlí ’88 kl. 14.45. Upp- boðsbeiðendur em Ari ísberg hdl. og Gjaldheimtan í Reykjavík: Þingholtsstræti 7, þingl. eig. Stefán Jóh. Þórarinsson, mánud. 4. júlí ’88 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Öldugrandi 3, íb. 14, þingl. eig. Ámi Sævar Gunnlaugsson, mánud. 4. júh ’88 kl. 10.45. Uppboðsbeiðendur em Guðni Haraldsson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild_ Landsbanka íslands, Landsbanki íslands, Inn- heimtustofhun sveitarfélaga, Sigurm- ar Albertsson hrl., Ásgeir Þór Ama- son hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Skiptaréttur Reykjavíkur. Nauðungaruppboð þriðja og siðasta á eftirtalinni fasteign: Tamningastöð við Víðidal, þingl. eig. Fákur, hestamannafélag, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 4. júh ’88 kl. 17.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. BORGARFÓGETAEMBÆTTfl) í REYKJAVÍK FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988. 33 Iþróttir Guðni Bergsson, sem var besti maður vallarins er Valur mætti KR í Frostaskjóli, hefur hér snúið á Willum Þór Þórsson, miðjumann vesturbæinga. Válur vann leikinn og er í þriðja sæti í kjölfarið. DV-mynd Brynjar Gauti Ólympíuhlaup Skráningargjald er 200 kr. fyrir fullorðna og 100 kr. fyrir 16 ára og yngri. Frjálsíþróttasamband íslands, Ólympíunefnd íslands, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. - 5 og 10 km - augardaginn 2. júií í Reykjavík og á Akureyri Hlaupið hefst kl. 11.00 á túninu við sundlaugina í Laugardalnum í Reykjavík og kl. 14.00 á Ráðhústorg- inu á Akureyri. Eyðublóð tll skráningar fýrlr hlaupið llggja frammi á sundstöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Fólk utan af landi getur látið skrá sig í síma 91-685525. Verðlaun verða minnispeningar Ólympíunefndar fslands. Einnig verða dregin úr 7 pör af Nike skóm í Reykjavík og 3 pör á Akureyri. Allir fá stuttermabol fyrir hlauið. íslandsmótið í knattspymu: Meistaramir taka flugið - Valur vann KR, 0-1, í gærkvöldi „Þegar á heildina er litið var þetta sanngjarn sigur. Fyrri háhleikur var að vísu slakur en síðari hálfleikur var betri og með smáheppni hefðum við getað bætt viö fleiri mörkum. Annars hafði leikurinn frekar rólegt yfirbragð. Við Valsmenn tökum hvern leik fyrir í einu og vonandi dugar það þegar upp verður staðið í mótslok. Framarar hafa að vísu sjö stiga forskot en ekkert má fara úr- skeiðis hjá þeim svo að mótið verði ekki galopið á nýjan leik.“ Þessi orð að framan mælti Vals- maðurinn Guðni Bergsson, besti leikmaður vallarins í leik KR og Vals á íslandsmótinu í knattspyrnu í gær- kvöldi. Valsmenn sigruðu í leiknum með einu marki gegn engu og verða úrsht leiksins að teljast nokkuð sanngjörn miðað við gang leiksins. Framan af leiknum voru KR-ingar mun ákveðnari og náðu að skapa sér hættuleg tækifæri. Sæbjörn Guð- mundsson komst einn inn fyrir vörn Valsmanna en skot hans fór hátt yfir markið. Pétur Pétursson fór einnig illa með ókjósanlegt færi skömmu síðar en Pétur hitti knöttinn illa og færiö rann út í sandinn. Valsmenn komu smám saman meira inn í leikinn og á 28. mínútu kom eina mark leiksins. Sigurjón Kristjánsson tók aukaspyrnu rétt yfir utan vítateig, skot hans fór í slána og þaðan í bak Stefáns Arn- aldssonar, markvarðar KR, og í markið fór knötturinn. Skot Sigur- jóns var ekki fast en engu að síður rataði knötturinn rétta leiö. Valsmenn gátu hæglega bætt vifi marki þegar Tryggvi Gunnarssor komst á auðan sjó en Stefán varði með góðu úthlaupi. Ekkert annafi gerðist markvert í fyrri hálfleik. Síðari háfleikur var afspyrnuléleg- ur svo ekki sé meira sagt. Hvorugt liðið náði að skapa sér hættuleg marktækifæri. Kom verulega á óvart hvað KR-ingar sýndu litla baráttu í síðari hálfleik. Alla einbeitingu skorti í liðið og þegar upp aö Vals- markinu kom fóru allar sóknarað- gerðir liðsins úr böndunum. KR- ingar voru mun sterkari í fyrstu leikjum sumarsins en of fljótt er að dæma liðið strax því mikið er eftir - af mótinu. Mikið meira býr í liðinu en það náði að sýna í þessum leik Valsmenn reyndu aftur á móti frekar að halda fengnum hlut. Valur lék nokkuð vel úti í vellinum, kantar vallarins voru vel nýttir en örlítinn kraft vantaði í sókn liðsins til að skora fleiri mörk. Vörn Valsmanna var öðru fremur sterkasti hlekkur liðsins í leiknum. Guðni Bergsson og Sævar Jónsson eru sem klettar i vörninni. -JKS _ GrafogNavratilova - mætast í úrslrtum Wimbledon Það verða reginféndurnir Steífl Graf og Martina Navratilova sem mætast í úrslitum Wimbledon- mótsiits í kvennaflokki. Báðar þessar stúlkur léku vel i undan- úrslitum í gær, sérlega Graf sem gaf raótheija sinum, Pam Shri- ver, engin færi á sér. Graf sigraði án erfiðleika, 6-1 og 6-2. Leikur Navratilovu og Chris Evert var hins vegar gífurlega tvísýnn og réðust úrslit eftir tveggja tíma leik. Sú fyrrtalda sigraöi, 6-1,4-6 og 7-5. -JÖG Stjömukast hjá Einarí á heimsleikunum: Mesti sigur Einars frá upphafi - vann bæði heimsmeistarann og heimsmethafann í Helsinki Einar Vilhjálmsson spjótkastari vann vantaði Tom Petranov til að saman væru 2. Seppo Raety (Fin.).........82,34 m frækinn sigur í grein sinni á heimsleik- komnir 7 öflugustu kastarar heimsins. 3. Viktor Jevsukov(Sov.)..82,26 m unum í Helsinki í gær. Einar kastaði þá Þessi sigur Einars er án efa hans mesti 4. David Ottley (Bre.)........80,64 m 82,68 metra og skaut bæði heimsmethaf- í spjótkasti til þessa. Gefur hann fyrir- 5. Tapio Korjus (Fin.)....79,60 m anum, Jan Zelezny, og heimsmeistaran- heit um gott gengi Einars á stórmótum 6. Jan Zelezny (Tékk.).......77,94 m um, Seppo Raety, aftur fyrir sig. í ár en sjálfir ólympíuleikarnir í Seoul 7. KlausTafelmeier(V-Þýs.)....75,84m Keppnin í spjótkasti var annars gífur- eru framundan. 8. Yki Laine (Fin.)...........75,62 m lega tvísýn og jöfn. Fremstu stjörnur Röð manna var annars þessi í spjót- Þess má geta að Tafelmeier á næst- heimsins í greininni voru enda mættar kastinu: lengsta kast í veröldinni og Korjus er til leiks á þetta sterka boðsmót. Aðeins 1. EinarVilhjálmsson.........82,68m handhafi Norðurlandamets. -JÖG Staðan 1. deild Fram............8 7 1 0 17-2 22 ÍA..............8 4 3 1 13-6 15 Valur...........8 4 2 2 11-6 14 KR..............8 4 1 3 12-10 13 KA..............8 4 1 3 10-12 13 Þór.............8 1 5 2 8-10 8 Leiftur.........8 14 3 6-9 7 ÍBK........... 8 1 4 3 10-13 7 Víkingur......8 1 3 4 5-13 6 Völsungur.....8 0 2 6 3-14 2 Pétur leiðbeinir meðal Norðmanna Herrmmdur Hennundsson, DV, Noregt Pétri Guðmundssyni, körfuknattleiksmanni hjá San Antonio Spurs í Bandaríkj- unum, hefur verið boöið til Noregs af norsku fyrstu deildar félagi. Er ætlun forráöamanna félagsins að Pétur standi fyrir námskeiði svipuöu því sem fram hefur farið á íslandi síðustu vikuraar. Eftir því sem DV ketnst nsest hefur Pétur þegið boðið og raun hann halda til Noregs í lok júlímánaöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.