Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1988, Page 25
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1988.
41
Afmæli
Jónatan Einarsson
Jónatan Einarsson, Völusteins-
stræti 36, Bolungarvík, er sextugur
í dag.
Jónatan er fæddur í Bolungarvík,
ólst þar upp og hefur búið á staðn-
um síðan. Hann lauk prófi frá
Verslunarskóla íslands árið 1948.
Ungur hóf Jónatan störf við at-
vinnurekstur fóður síns, Einars
Guðfmnssonar. Hann varð fram-
kvæmdastjóri 1948 og er nú for-
stjóri ásamt Guðfinni bróður sín-
um. Jafnframt er Jónatan stjórnar-
formaöur íshúsfélags Bolungar-
víkur hf. og Baldurs hf. og í stjóm
Völusteins hf.
Jónatan hefur verið virkur í
ýmiss konar félagsstörfum. Hann
sat í hreppsnefnd Hólshrepps ára-
bilið 1958-1974, allan tímann sem
oddviti. Sama tímabil var Jónatan
formaður hafnarnefndar, form.
byggingarnefndar barnaskóla,
byggingarnefndar sundlaugar og
byggingarnefndar ráöhúss Bolung-
arvíkur; framkvæmdastjóri fyrir
byggingu Félagsheimihs Bolungar-
víkur; fyrsti form. kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi; form. sjálfstæðisfélags-
ins Þjóðólfs í nokkur ár; í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins um ára-
bil; varaform. í stjóm Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga 1970-1974; í
stjórn Verslunarráðs íslands 1962-
1971 og jafnframt í framkvæmda-
stjórn um tíma; í stjóm Olíufélags-
ins Skeljungs hf. frá 1977; vara-
form. í sljórn Félags íslenskra fiski-
mjölsframleiðenda um tíma.
Jónatan kvæntist 1.7.1953 Höllu
Pálínu Kristjánsdóttur, f. 17.3.1930.
Foreldrar hennar voru Rannveig
Salóme Sveinbjörnsdóttir og
Kristján Hannes Magnússon,
verkamaður á ísafiröi.
Börn Höllu og Jónatans eru: Ein-
ar viðskiptafræðingur, f. 27.1.1954,
skrifstofustjóri og forseti bæjar-
stjórnar í Bolungarvík, kvæntur
Guðrúnu B. Magnúsdóttur tónlist-
arkennara; Ester viðskiptafræö-
ingur, f. 3.4.1955, deildarstjóri hjá
Pósti og síma í Reykjavík, gift Guð-
mundi S. Ólafssyni kennara;
Kristján, f. 28.10. 1956, verslunar-
stjóri í Bolungarvík, kvæntur Þor-
björgu Magnúsdóttur ljósmóður;
Ehas iðnaðarverkfræöingur, f.
16.11.1959, verkefnastjóri hjá Póls-
tækni hf. á ísafirði, kvæntur Krist-
ínu G. Gunnarsdóttur; Heimir Sal-
var nemi, f. 30.11.1965.
Systkini Jónatans eru Guðfmnur,
forstjóri í Bolungarvík, kvæntur
Maríu Haraldsdóttur; Halldóra,
húsmæðrakennari í Reykjavík, gift
Haraldi Ásgeirssyni verkfræðingi;
Hjalti, framkvæmdastjóri hjá Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna,
kvæntur Guðrúnu Halldóru Jóns-
dóttur; Hildur, gift Benedikt
Bjarnasyni, kaupmanni og útgerð-
armanni í Bolungarvík; Guðmund-
ur Páll, yfirverkstjóri í Bolungar-
vík, kvæntur Kristínu Marsellíus-
dóttur; Jón Friðgeir, bygginga-
verktaki í Bolungarvík, kvæntur
Margréti Kristjánsdóttur; Pétur
Guðni, bifreiðarstjóri í Bolungar-
vík, kvæntur Helgu Aspelund.
Foreldrar Jónatans voru Elísabet
Hjaltadóttir og Einar Guðfinnsson,
útgerðarmaður í Bolungarvík. For-
eldrar Elísabetar vom af Eldjáms-
ætt og Hjalti Jónsson af Ármúla-
ætt. Foreldrar Einars voru Hah-
dóra Jóhannsdóttir frá Rein í
Hegranesi í Skagafiröi og Guðfinn-
ur Einarsson, útvegsbóndi frá
Hvítanesi í Ögurhreppi, bróður
Helga lektors og skálds langafa
Ragnhildar Helgadóttur alþingis-
manns. Annar bróðir Einars var
Guöjón, afi Helga Hálfdánarsonar
lyfsÉda og skálds. Einar var sonur
Hálfdánar, prófasts á Eyri í Skut-
ulsfirði Einarssonar og konu hans
Álfheiðar, Jónsdóttir lærða, prests
á Möðrufelli Jónssonar.
Jónatan Einarsson.
Móðir Guðfinns var Kristín, syst-
ir Bergs Thorbergs landshöfðingja
og Hjalta langafa Jóhannesar
Nordal seðlabankastjóra. Kristín
var dóttir Ólafs Thorberg prests á
Breiðabólstaö í Vesturhópi Hjalta-
sonar prests á Kirkjubóli í Langa-
dal Þorbergssonar, bróður Guð-
rúnar móður Margrethe Andreu
Hölter, konu Lauritz Knudsen, ætt-
móður Knudsenættarinnar.
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson varð-
stjóri, Hamrahvoh, Stokkseyri, er
sextugur í dag. Eyjólfur Óskar er
fæddur í Skipagerði á Stokkseyri
og vann við fiskvinnslu í Hraö-
frystihúsi Stokkseyrar og hlaut
réttindi sem fiskmatsmaður 1948.
Hann hefur verið gæslumaður á
Litla-Hrauni frá 1961. Eyjólfur var
varafulltrúi í hreppsnefnd Stokks-
eyrarhrepps 1966-1970, aðalfuhtrúi
1970-1978 og frá 1986. Hann hefur
starfað að ýmsum félagsmálum
byggðarlagsins, einkum á sviði
skáklistarinnar.
Eyjólfur kvæntist 16. apríl 1961
Dagnýju Hróbjartsdóttur, f. 6. júní
1934. Foreldrar hennar voru Hró-
bjartur Hannesson, b. í Mjósyndi í
Vilhngaholtshreppi, og kona hans,
Guðfmna Steinsdóttir. Börn Eyjólfs
og Dagnýjar eru Kolbeinn Guð-
mannsson, f. 19. júlí 1955, hús-
gagnasmiður í Rvík, kvæntur Júlíu
Adolfsdóttur; Eyjólfur Þórir, f. 17.
janúar 1960, bílamálari í Kópavogi,
kvæntur Arndísi Amarsdóttur;
Guðfinnur Steinar, f. 14. mars 1961,
iönverkamaður í Rvík; og Hró-
bjartur Örn, f. 15. apríl 1966, bíla-
smiður á Selfossi.
Systkini Eyjólfs eru Guðný, f. 8.
september 1910, d. 11. desember
1973, gift Emil Óttó Bjamasyni, f.
13. október 1909; Margrét, f. 2. okt-
óber 1913, gift Jóni Kristni Kristins-
syni, f. 4. júní 1912; Eiríkur, f. 2.
október 1913, d. 17. október 1937,
kvæntur Guðmundu Ólafsdóttur;
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson.
Sigríður, f. 10. október 1916, d. 31.
júh 1973, gift Helga Magnúsi Jóns-
syni, f. 25. febrúar 1914, d. 6. mars
1975; Pálmar Þórarinn, f. 3. júlí
1921, kvæntur Guðrúnu Loftsdótt-
ur, f. 13. júní 1932; og Þorgrímur,
f. 27. ágúst 1923, kvæntur Guörúnu
Elíasdóttur, f. 29. apríl 1923. Systk-
ini Eyjólfs, samfeðra, era Þórdís,
f. 8. ágúst 1898, gift Páli Júníusi
Pálssyni, f. 8. október 1889, d. 28.
febrúar 1920; Gjaflaug, f. 21. febrúar
1902, d. 14. júlí 1973, gift Eyjólfi
Eyjólfssyni, f. 22. nóvember 1887,
d. 10. janúar 1963; Bjarni, f. 2. nóv-
ember 1904, d. 30. janúar 1985,
kvæntur Guðrúnu Guðjónsdóttur,
f. 10. ágúst 1898, d. 16. ágúst 1983.
Systir Eyjólfs, sammæðra, er Lau-
fey Gestsdóttir, f. 9. janúar 1909, d.
15. október 1982, giff Guðbjarti Ein-
arssyni, f. 25. júní 1905, d. 28. ágúst
1978.
Foreldrar Eyjólfs eru Eyjólfur
Bjarnason, f. 6. janúar 1869, d. 5.
maí 1959, b. og formaður í Skipa-
geröi, og seinni kona hans, Þuríður
Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1887, d. 5.
ágúst 1970. Föðursystir Eyjólfs
Óskars var Þuríður, móðir Páls
ísólfssonar tónskálds. Eyjólfur var
sonur Bjarna, b. og formanns í Sím-
onarhúsum á Stokkseyri, Jónsson-
ar, b. í Símonarhúsum, Bjarnason-
ar. Móðir Jóns var Valgerður
Björnsdóttir. Móðir Valgerðar var
Guðrún Guðmundsdóttir, b. á
Kópsvatni í Hrunamannahreppi,
Þorsteinssonar, ættföður Kóps-
vatnsættarinnar. Móöir Eyjólfs var
Þórdís Eyjólfsdóttir, b. í Eystra-
íragerði, Pálssonar og konu hans,
Þóru Sigurðardóttur, b. í Eystri-
Móhúsum, Magnússonar.
Þuríður var dóttir Gríms, sjó-
manns í Nýborg á Stokkseyri,
Bjarnasonar. Móðir Gríms var
Þuríður Jónsdóttir, b. í Traðarholti
í Stokkseyrarhreppi, Grímssonar,
b. í Traðarholti, Jónssonar, b. í
Dvergasteinum, Jónssonar, b. á
Grjótlæk, Bergssonar, b. í Bratt-
holti, Sturlaugssonar, ættföður
Bergsættarinnar. Móðir Þuríðar
var Ingibjörg Jónsdóttir, b. á.
Stokkseyri, Ingimundarsonar, b. í
Hólum í Stokkseyrarhreppi, bróð-
ur Jóns á Grjótlæk.
Þau hjónin verða að heiman á
afmæhsdaginn.
Sigríður Pálsdóttir
Sigríður Pálsdóttir bankastarfs-
maður, Rauðalæk 5, Reykjavík,
verður fimmtug mánudaginn 4.
júlí.
Sigríður er fædd á Húsavík en
fluttist á unglingsaldri með foreldr-
um sínum til Bíldudals og ólst þar
upp. Foreldrar hennar eru Páll
Hannesson, fyrrv. hreppstjóri á
Bíldudal, og kona hans, Bára
Kristjánsdóttir.
Sigríður giftist 10.9. 1959 Pétri
Valgarö Jóhannssyni, skipstjóra
frá Bíldudal, og áttu þau heimih á
Bíldudal. Böm Sigríðar og Péturs
eru fjögur: Páll Ægir, f. 16.7. 1959,
kvæntur Helgu Báru Karlsdóttur,
en börn þeirra eru Sigríður Steph-
ensen og Pétur Valgarð; Kristín, f.
12.2. 1965, gift Axel Rúnari Guð-
mundssyni; Hannes Sigurður, f. 2.5.
1970; Pétur Valgarð, f. 17.9. 1974.
Sigríður missti mann sinn 1980.
Á Bíldudal tók Sigríður virkan
þátt í félagsmálum og sat meðal
annar í stjórn kvenfélagsins Fram-
sóknar í 20 ár, þar af formaður í 6
ár.
Árið 1984 fluttist Sigríður til
Reykjavíkur og starfar nú hjá
Landsbanka íslands, Múlaútibúi.
Sigríður tekur á móti gestum
laugardaginn 2. júlí í veitingahús-
inu A. Hansen, Vesturgötu 4, Hafn-
arfirði, milli kl. 17 og 20.
Sigríður Pálsdóttir.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til
að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð
og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að ber-
ast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir
Bjami Halldórsson
Bjami Halldórsson, Neðri-
Tungu, ísafirði, áður Eyrarhreppi,
er sjötíu og fimm ára í dag.
Bjarni er sonur Halldórs Jóns-
sonar frá Dufansdal í Arnarfirði,
f. 1884, og Kristínar Hannesdóttur
frá Önundarfirði, f. 1882. Þau em
bæði látin.
Bjarni fæddist og ólst upp í
Neðri-Tungu. Þegar faðir hans féll
frá tók Bjarni við búinu ásamt
bróður sínum, Sigurjóni, f. 24.2.
1912. Sigurjón lést fyrir fimm árum.
Þriðji bróðirinn, Vilhjálmur, fædd-
ist 1915 og dó tveggja ára.
Sambýhskona Bjarna er Símon-
ína Ásgeirsdóttir.
Bjarni sat um tíu ára skeiö í
hreppsnefnd Eyrarhrepps áður en
hreppurinn var sameinaður ísa-
íjarðarkaupstað á síðasta áratug.
Á sínum yngri árum tók Bjarni
virkan þátt í iþróttum. Hann gekk
á skíðum og sat í stjórn íþrótta- og
málfundafélagsins Ármanns í
Skutulsfirði, var um tíma formaö-
ur og gjaldkeri félagsins. Þá starf-
aði Bjarni í búnaðarfélaginu sem
og í sauðfjárræktar- og nautgripa-
ræktarfélaginu.
Tll hamingju
með daginn
85 ára__________________________
Eggert Halldórsson, Sundstræti 26,
ísafirði, er áttatíu og fimm ára í
dag.
Rakel Kristjánsdóttir, Austurbrún
4, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára
í dag.
80 ára________________________
Svava Jónsdóttir, Kópavogsbraut
1, Kópavogi, er áttræð í dag.
Guðrún Halldórsdóttir, Norður-
brún 1, Reykjavík, er áttræð í dag.
75 ára________________________
Tryggvi Jónsson, Hlíðarvegi 41,
Ólafsfiröi, er sjötíu og fimm ára í
dag.
70 ára_________________'
Sigurjón Þorvaldsson, Reykjavík,
er sjötugur í dag.
Kristján Jónsson, Hlíðargerði,
Kelduneshreppi, er sjötugur í dag.
Gústav Júlíusson, Aðalstræti 5,
Akureyri, er sjötugur í dag.
Ragnar Emilsson, Eiðsvallagötu 1,
Akureyri, er sjötugur í dag.
Jóhanna Ólafsdóttir, Kaplaskjóls-
vegi 35, Reykjavík, er sjötug í dag.
Bolli Gunnarsson, Skjólvangi,
Hafnarfirði, er sjötugur í dag.
Svava Guðmundsdóttir, Heiöar-
brekku, Rangárvöllum, er sjötug í
dag.
60 ára____________________
Sigvaldi Jónsson, Uppsalavegi 8,
Húsavík, er sextugur í dag.
Ásthildur Guðmundsdóttir, Upp-
salavegi 8, Húsavík, er sextug í dag.
Eiríkur Steindórsson, Ási, Hruna-
mannahreppi, er sextugur í dag.
Hallgrímur Kristmundsson, Hring-
braut 128a, Keflavík, er sextugur í
dag.
Jóhannes Guðmundsson, Keldu-
hvammi 7, Hafnarfirði, er sextugur
í dag.
Guðlaugur Guðjónsson, Reynis-
hólum, Mýrdal, er sextugur í dag.
50 ára_________________________
Valgerður Elsý Emilsdóttir, Skipa-
sundi 3, Reykjavík, er fimmtug í
dag.
Hróðný Valdimarsdóttir, Fossvöll-
um 17, Húsavík, er fimmtug í dag.
Kristján Lárentsinusson, Lágholti
4, Stykkishólmi, er fimmtugur í
dag.
40 ára__________________________
Guðjón Ingi Ólafsson, Fífumóa la,
Njarðvík, er fertugur í dag.
Sigurður Magnússon, Hálsaseli 2,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Guðríður M. Jónsdóttir, Hlíðar-
hvammi 2, Kópavogi, er fertug í
dag.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, Garðars-
vegi 24, Seyðisfirði, er fertug í dag.
Jónína K. Jóhannsdóttir, Deildar-
ási 15, Reykjavík, er fertug í dag.
Ólafur Haraldsson, Ugluhólum 4,
Reykjavík, er fertug í dag.
Ingibjörg Njálsdóttir, Merkurteigi
4, Akranesi, er fertug í dag.
Bjarni Bjarnason, Merkurteigi 4,
Ákranesi, er fertugur í dag.