Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1988, Side 19
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1988.
19
DV
Ted Danson hættir að leika Sam í Staupasteini
Það er talsverður munur á hinum
mikla kvennaflagara Sam Malone,
sem stendur fyrir innan barborðiö á
Staupasteini, og hinum fertuga Ted
Danson sem leikur Sam í þáttunum.
Ted er nefnilega allt sem Sam er ekki,
þ.e.a.s. trúlyndur, gáfaður, aðlað-
andi, vel máli farinn og - ríkur.
Frá degi tU dags getur Ted ekki
státað sig af því að vera vel klæddur,
því hann klæðist eins og hann hafi
fengið fotin sín á flóamarkaði. Ef
maöur vissi það ekki fyrir þá gæti
maður aldrei getið sér til að hann
væri meðal tekjuhæstu sjónvarps-
stjama í Bandaríkjunum.
Ted sagði að honum hefði aldrei
þótt lífið í Hollywood neitt eftirsókn-
arvert og í raun og veru hefur hann
lagt aUt upp úr því að búa ekki í hin-
um frægu Beverlyhæðum og blanda
eins litlu geði við hið svokallaöa
þotulið og honum hefur verið mögu-
legt.
Ted Danson hefur nú ákveðið að
hætta að leika Sam í Staupasteini
og snúa sér að öðrum verkefnum.
Það sem skiptir hann aftur á móti
öllu er fjölskyldan hans. Hann er
kvæntur Casey, sem er tíu árum
eldri en hann, og eiga þau tvær dæt-
ur, átta og fjögurra ára, sem heita
Kate og Alexis. Þess má geta að sú
yngri var ættleidd.
„Hvert skipti sem ég þarf að vera
við upptökur íjarri heimih mínu er
sem helvíti fyrir mig. Ég get einfald-
lega ekki verið án eiginkonu minnar
og barnanna í meira en átta tima í
einu. Þegar ég lék t.d. í „Three Men
and a Baby“, sem tekin var í Kanada,
þá fékk ég fjölskylduna til mín eins
oft og hægt var,“ sagði Ted Danson.
En fjölskyldulíf Teds hefur ekki
alltaf verið dans á rósum. Þegar Cas-
eý átti Kate fékk hún’ heilablóðfall
og lamaðist algjörlega öðrum megin.
Áfallið var mikiö fyrir þau sem héldu
að hamingja þeirra hefði veriö inn-
sigluð með barninu. Til allrar ham-
ingju hafði heilablóðfalliö engin áhrif
á bamið sem fæddist heilbrigt en
Casey var algjörlega hjálparlaus
næstu árin.
í tilfelli sem þessu hefðu níu af
hveijum tíu hjónaböndum í Holly-
wood endað með skilnaði en Ted stóð
við hlið konu sinnar í veikindum
hennar. Nú er Casey svo að segja
alveg búin að ná sér og var það hún
sem sá um allar innréttingar og
breytingar á húsi þeirra í Santa
Monica. Og Ted sagði að þau hefðu
nú hug á því að ættleiða annað barn
því hann myndi hætta að leika í
Staupasteini eftir næstu þáttaröð og
þá hefði hann meiri tima fyrir fjöl-
skylduna.
Ekki hættir hann að leika í þáttun-
um vegna þess að honum leiðist hlut-
verkið heldur vill hann nú fara að
reyna eitthvað nýtt og getur svo jafn-
vel fariö að gert verði framhald
myndarinnar um bamakarlana þrjá.
En Ted Danson er alveg viss um það
að honum á ekki eftir að leiðast.
Fulltrúar frá vinabæjum isafjarðar á Grænlandi og í Færeyjum sem staddir eru á Isafirði um þessar mundir.
DV-mynd BB
ísafjörður:
Gestir frá Nanortalik
og Skála í heimsókn
Sigurjón J. Sigurdsson, DV, ísafiröi:
Undanfama daga hafa verið á
ísafirði fulltrúar frá vinabæjum ísa-
fjarðar á Grænlandi og í Færeyjum,
Nanortalik og Skála. ísafjörður hefur
veriö í vinabæjasambandi við þessa
staði í nokkur ár og hafa samskipti
þeirra aðallega farið fram í gegnum
heimsóknir svipaðar þessari.
Þó hefur fleira verið reynt. Til
dæmis komu til ísafjarðar nokkur
ungmenni frá Grænlandi fyrir
nokkmm ánun og gengu inn í störf
í tengslum við sjómennsku og neta-
gerð um nokkurn tíma. Þetta reynd-
ist þvi miður ekki sem skyldi en mik-
ill áhugi er hins vegar á því að reyna
eitthvað svipað aftur. í fyrra var t.d.
auglýst ítrekað eftir fólki sem væri
tilbúiö til þess aö taka inn á heimiliö
grænlensk ungmenni um tíma. Sú
leit bar engan árangur.
Á blaðamannafundi, sem haldinn
var meö fulltrúunum sl. mánudag,
kom m.a. fram að þrátt fyrir þessi
litlu viðbrögð ísfirðinga hafa Græn-
lendingar ekki gefist upp ennþá.
Grænlendingar vilja ekki trúa þvi að
þetta geti ekki gengið.
Samskiptin við Skála í Færeyjum
hafa aðallega einkennst af íþróttum.
Staðirnir hafa sent íþróttalið sín á
milli og meðal annars hófst formlegt
vinabæjasamband bæjanna í einni
slíkri ferö.
Hópurinn, sem staddur er á ísafirði
núna, hefur skoöað sig mikiö um þar
og í næsta nágrenni síðan hann kom.
Meðfylgjandi mynd var tekin er
hann var að leggja af stað upp á Bola-
fjall í skoöunarferð.
Málverkasýning
á Hlíðarenda
„Ég hef ætíð átt þann draum að
læra að mála og má eiginlega segja
að ég hafi alltaf málað eitthvað. En
feriU minn æxlaðist öðruvísi og leik-
Ustin varð ofan á,“ sagði Ingunn
Jensdóttir leikkona, en hún heldur
nú sína fyrstu málverkasýningu.
Sýningin var opnuð á Hlíðarenda,
nýju þjónustmniðstöðinni á Hvols-
velU, í vikunni og verður opin í tvær
vikur.
„Ég byijaði að mála fyrir alvöru
fýrir þremur árum þegar ég dvaldi í
Kaupmannahöfn. Þar hafði ég næg-
an tíma því við dvöldum þar í þrjá
mánuði,“ sagði Ingunn.
Sýningin samanstendur af rúmlega
30 verkum sem Ustakonan hefur
unnið á síðustu tveimui’ árum. Verk-
in eru öU vatnslitamyndir. -StB
Ingunn Jensdóttir leikkona erfjölhæf
listakona, þvi auk leiklistarinnar hef-
ur hún nú snúið sér að þvi að mála
og setti upp sina fyrstu málverka-
sýningu á dögunum. Hér er lista-
konan ásamt nokkrum verka sinna.
DV-mynd Brynjar Gauti
Sykurmolamir kynntir
í Colorado
Anna Bjamason, DV, Denver
Útvarpsstöð í Colorado, sem nær
tU hlustenda á öllu Denversvæðinu
eða til um tveggja miUjóna manna,
lék nýlega tónlist íslensku hljóm-
sveitarinnar Sykurmolanna í heila
klukkustund.
Útvarpsstöð þessi er þekkt fyrir að
leika tónlist með frægum hljómsveit-
um og nú urðu Sykurmolarnir fyrir
vaUnu.
Plötusnúðurinn fræddi hlustendur
sína á því að Sykurmolamir væru
íslensk hljómsveit sem væri ein af
þeim allra vinsælustu um þessar
mundir, bæði austan hafs og vestan.
Hann gat þess að einhverjir erfiðleik-
ar hefðu verið fyrir hljómsveitina að
fá vegabréfsáritun til Bandaríkj-
anna. Nú hefði það tekist og væri
hljómsveitin væntanleg hingað tU
Bandaríkjanna innan skamms í tón-
leikaferð.
Og nú bíða alUr spenntir eftir að
fá hina frábæru Sykurmola til lands-
ins, sagði plötusnúðurinn.
Þess má geta að plata með Sykur-
molunum kom í hljómplötuverslanir
í Denver í síðustu viku og fer hratt
upp vinsældalistann.
Hinir rammislensku Sykurmolar gera garðinn frægan viða um heim og nú
er að sjá hvort þeir eiga góðu gengi að fagna i Bandaríkjunum.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði . . .
Stevie
Wonder
og Michael Jackson komu saman
og sungu lag inn á plötu. Til að
auka líkurnar á því að lagið njóti
vinsælda meðal fólks þá vildi
Stevie gera myndband með lag-
inu eins og tíðkast nú mikið.
Hafði hann mikinn hug á því að
taka myndbandið upp í Róm en
ekkert varð úr því vegna þess að
boö komu frá Michael þar sem
hann sagðist engan tíma hafa fyr-
ir slíkt.
Jane
Seymour
á við undarlegan vanda að etja,
þ.e. reimleika. Jane á gamla höll
í Englandi og er nú handviss um
það að forverar hennar í höllinni
gangi um ljósum logum á næt-
umar. Hún hefur nú lýst stríði á
hendur draugunum og hefur hún
auglýst í blöðum eftir sérfræðing-
um í draugamálum til að. hjálpa
henni að losna við vofurnar. Jane
hefði kannski átt að leita hjálpar
hér á landi þar sem íslenskur
draugagangur hefur nú hlotið
heimsfrægð og er þar skemmst
að minnast draugagangsins í
Höfða.
Julio
Iglesias
varð alveg fjúkandi er hann
komst að því að hin fimmtán ára
gamla dóttir hans, Chabeli, hafði
verið að fara út með auturrískum
prinsi sem var átta árum eldri en
hún. Skipaði Julio strax fyrri
konu sinni að senda dótturina til
sín og mun hann nú vaka yfir
hverri hreyfmgu dótturinnar.
Gengur nú Chabeli í einkaskóla,
hefur gæslukonu og vinir hennar
eru allir undir smásjá einkaspæj-
ara fóður hennar.