Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Qupperneq 1
Útitón- leikar íBásum - á laugardag Blandaöur vesturþýskur kór veröur meö útitónleika í Básum í Þórsmörk á morgun, laugardaginn 9. júlí. Munu tónleikarnir hefjast kl. 16. Kórinn, sem er frá Hamborg og heitir Vokalensemble, kom hingað til lands á vegum söngmálastjóra þjóðkirkjunnar síðastliöinn mánu- dag. Er hann einn af þekktari kór- um noröurhluta Vestur-Þýska- lands. Félagar í honum eru tónlist- arkennarar og nemendur í ein- söngs- og hljóðfæradeildum Tón- Ustarháskólans í Hamborg. Kórinn, sem dvelst hér á landi til 13. júlí, mun halda tónleika nærri daglega víðsvegar á suðvestur- homi landsins. Efnisskrá kórsins er meðal annars samsett úr negra- sálmum, útsettum af negrum og veraldlegum söngvum frá Evrópu. Einnig syngur kórinn mótettur eft- ir Hassler, Scútz, J.S. Bach, F. Lizt, F. Mendelson, E. Pepping og P. Hindemith. Stjórnandi þessa líflega kórs er Klaus Vetter. Hann var nemandi Kurt Thomas og starfaði einnig með honum í nokkur ár. Frá því árið 1970 hefur Klaus starfað sem prófessor i kórstjóm við TónUstar- háskólann í Hamborg. Kórinn hefur þegar haldið tvenna tónleika í Þorlákshöfn og Vest- mannaeyjum. Á morgun verða síö- an þriðju tónleikarnir sem verða eins og fyrr segir í Þórsmörk. Á sunnudag mun kórinn syngja við tvær messur. Fyrst í Selfosskirkju kl. 10.30 og síðdegis í Skálholts- kirkju kl. 17. Á þriðjudag og mið- vikudag kemur kórinn síðan fram í Reykholtskirkju í Borgarfirði og Kristskirkju í Reykjavík. Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst kostur á að hlýða á tónleika í Þórsmörk. Sænskir gæjar og píur - sjá bls. 19 Munúðar- full nátt- úruskoðun - sjá bls. 20 Búðir á Snæfells- nesi - sjá bls. 18 íþróttir um helgina - sjá bls. 31 Mikið um dýrðir á Hvamms- tanga - sjá bls. 19 Fá verk heita nokkuð - sjá bls. 20 Gengið inn um glugga - sjá bls. 29 Austræn lífsspeki - í verkum kóresks listamanns A morgun, laugardaginn 9. júlí, verður opnuð í Galleri Svart á hvítu, Laufásvegi 17, sýning ágou- ache-myndum Bong-Kyou Im frá Suður-Kóreu. Listamaðurinn hefur áöur haldið sýningu á verkum sín- um hér á landi, árið 1986, en þá sýndi hann ásamt'Tolia í Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Bong-Kyou Im er fæddur í Seoul í Suöur-Kóreu árið 1947. Á árunum 1968-1974 stundaði hann nám í höggmyndalist við Hongik-háskól- ann í Seoul. Frá árinu 1979 heíúr Im verið búsettur í Vestur-Berlín. Þar stundaði hann málaranám hjá prófessor Karl Horst Hödicke við Listaháskólann I Berlín á árunum 1980-1986. - Aöalinntakið í verkum Bong- Kyou Iras má rekja til austrænnar lífsspeki. Meginstraumar kóreskr- ar menningar og listar liggja frá höfuöskepnunum sjálfum. Til forna höfðu Kóreiunenn mest dá- læti á öllu hvítu en sá litur táknaði reglu og stöðugleika Á seinustu árum hafa kóreskir málarar reynt aö endurvekja það sem forverar þeirra skópu. Auðmýkt og einfald- leiki teljast til dyggða í Kóreu. Bong-kyou Im varðveitir þessa þætti í verkum sínum. Hinn kóreski listamaður hefur haldið fjölda einkasýninga á síð- ustu árum auk þess sem hann hef- ur tekið þátt í nokkrum samsýn- ingum í Þýskalandi. Sýningin í alladaganemamánudagakl. 14-18. Gallerí Svart á hvítu verður opin Henni lýkur 24. júlí. Elskendur f Berlin. Olía og eggtempera ó striga, málað 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.